Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 55 upphaflega inn peningana, og sá, sem fékk þá lánaða, mega aldrei koma á sama tíma til að taka út peningana sína. Þeir verða að treysta bankanum. Þeir verða að treysta honum að því marki, að þeir trúi því ekki, að hann geri það, sem hann annars gerir reglulega. Á þessum brothætta ís hvílir peningasköpun banka alltaf. Ástandið í Amsterdam Á fyrstu hundrað árunum eftir stofnun bankans dafnaði Amster- damborg, fólksfjöldinn óx og borgin stækkaði. Listalíf — málaralist og tónlist — þreifst vel. Eftir 1631 gat borgin með nokkurri sanngirni gert tilkall til þess að vera álitin miðborg listar í heiminum, því að á því ári flutti Rembrandt þangað frá Leyden. Borg kaupmannanna var borg mikillar smekkvísi eins og koma mun í ljós. Amsterdam, sem stóð fremst í flokki verzlunarstaða á þessum tíma, er gott dæmi um þetta. Mörg hús frá þessum tíma standa enn.'Sum þeirra eru enn í eigu sömu fjölskyldnanna. Eitt þeirra, hús kaupmannsins Jan Six, er ein fegursta bygging í Evrópu. Meðal rúmlega 40 málverka hinna hollenzku meistara, sem enn eru í eigu fjölskyldunnar, eru a.m.k. þrjú eftir Rembrandt. Rembrandt var fjölskylduvinur, og nafn hans er áberandi í gestabókinni frá þessum tíma. Freistandi er að þakka vöxt Amsterdam og blómanna í listalíf- inu, sem honum fylgdi því, hve góðar og traustar peningastofnan- ir borgarinnar voru og það sér- staklega Amsterdambankinn. Bankamenn myndu fagna þessari skýringu. David Roekefeller yrði sérstaklega ánægður. En það voru jafnframt aðrar ástæður. Amster- dam var mjög vel staðsett á því, sem urðu útfljót Rínar, eftir að %)úið var að grafa nokkra skipa- skurði. Hún var eins og allar verzlunarborgir staður umburðar- lyndis. Menn, sem vildu hagnast, gátu stundað hér sín viðskipti burtséð frá litarhætti, trúarbrögð- um eða uppruna. Mikið af vel- gengni Amsterdam var árangur stórra hópa Húgenotta og portúgalskra og spænskra Gyð- inga. Borgin hafði það orð á sér að vilja verzla við hvern, sem vildi, þar á meðal jafnvel þá, sem voru í stríði við Hollendinga. En það er ótvírætt, að bankinn hjálpaði til. Ég ætti að ljúka við sögu bankans. Eins og nú mun koma í ljós bjóða öll nýmæli og umbætur í peningamálum upp á misnotkun í nýrri mynd. Þannig var það einnig í þessu tilviki. Einn stærsti lántakandi bankans var hollenzka Austur-Indlandsfélagið. Þeir, sem stjórnuðu félaginu, ráku líka oft bankann. Með tímanum seig lána- starfsemin í far ættrækni og eigingirndar. Ekkert er nýtt af nálinni. Gjaldþrot Franklín National-bankans í New Yori á þessum áratug og London og County-bankans á sömu árum í Englandi, var að nokkru afleiðing þess, að bankastjórarnir lánuðu fyrirtækjum, sem þeir dáðust að treystu fullkomlega, vegna þess, að þeir áttu þau sjálfir. Á 18. öld lenti Austur-Indlandsfélagið í erfiðleikum. Stríð geisaði við England, skipin komu ekki aftur úr ferðum sínum. Fyrst hægði á endurgreiðslunum, og loks hætti félagið að borga lán sín. Ég endurtek, að bankar geta aðeins lánað og gefið út peninga, ef innstæðueigendur koma ekki allir í einu til að fá peninga sína. Qruni þá, að þeir muni ekki geta fengið peningana, koma þeri örugglega. Grunur um veikleika tryggir veikleika. Snemma á síðustu öld flugu grunsemdirnar fyrir, og staðfest var, að veikleikanum væri til að dreifa. Innstæðueigendurnir byrj- uðu að koma, og það var ekki hægt að borga þeim. Árið 1819, eftir 200 ára starfsemi, var Amsterdam- banka lokað. En þá þegar hafði verið sýnt fram á hvernig banki getur búið til peninga og hvernig misnota má þennan möguleika. Tapast hefur Hreinrauö hryssa frá Seljum í Helgafellssveit sást síöast í nóvember. Mark blaöstíft aftan vinstra, þeir, sem kynnu að hafa orðið hryssunnar varir, vinsamlegast hafið samband við Ólaf Torfason, Tangagötu 5, Stykkishólmi eða í síma 93-8381. Glös í miklu úrvali Verð frá kr. 349.- HAGKAUP Það er margt sem þér líkar vel íþeim nýju amerisku Sparney tin V8 dísilvél SjáJfskipting Vökvastýri Styrkt gormafjöðrun að ciftan og framan Læst drif Aflhemlar Urval lita, innanogutan Og f leira og f leira Cutlass Saloon 4 dr. Sedan kr. 5.200.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast allir um Cutlass Saloon Brougham Sedan frá kr. 5.700.000.' Innif. V8 dísilvél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.