Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 9

Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 57 stendur yfir, er sagt að spariskírt- einin njóti sömu skattfríðinda og sparifé. En eru spariskírteinin skatt- frjáls? I útboðslýsingum þeim, sem fylgja útgáfu nýrra spariskírteina eru ákvæði um skattalega með- höndlun spariskírteinanna. Um flokka 1966-1 - 1975-2 (1974-1 undanskilinn) segir, að spariskírt- einin séu undanþegin framtals- skyldu og skattskyldu á sama hátt og innstæður í bönkum og spari- sjóðum, en í útboðslýsingum fyrir flokka 1974-1 og 1976-1 - 1978-1 stendur, að spariskírteinin svo og vextir af þeim og verðbætur séu undanþegin framtalsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé skv. 21. gr. laga nr. 68/1971, sbr. lög nr. 7, frá 13. marz 1974. Framangreint gefur ótvírætt til kynna, á hvern hátt vextir og vaxtavextir af upprunalegum höfuðstól eigi að meðhöndlast með tilliti til ákvörðunar skattskyldra tekna og eignar skattgreiðenda, en tekur hins vegar ekki skýra afstöðu til á hvern hátt meðhöndla eigi verðbæturnar. Samkvæmt fyrrgreindri skýr- greiningu eiga vextir og spari- skírteinaeign að meðhöndlast þannig: Spariskírteinin á kaupverði er undanþegin framtalsskyldu og eignarskatti sem hér segir: a. Spariskírteinaeign skattgreið- anda, sem ekkert skuldar. b. Spariskírteinaeign einstakl- ings, sem ekki skuldar meira fé en jafngildir hámarki lána Húsnæðismálastjórnar ríkisins til einstaklings um hver ára- mót, enda séu skuldir þessar fasteignaveðlán tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega notuð til að afla fasteigna eða endurbæta þær. c. Sá hluti spariskírteinaeignar hjá öllum skattgreiðendum, sem er umfram skuldir. Undanþegnir framtalsskyldu og tekjuskatti eru dlir vextir al' eignarskattsfrjálsum spariskírt- einaeignum. Hjá fyrirtækjum skerða allar skuldir skattfrelsi spariskírteina og skal hlutafé og stofnfé talið með skuldum fyrirtækja í því sambandi. Allar útgáfur spariskírteina eru með því fororði, að skatt- og framtalsfrelsi sé eftir gildandi reglum laga um skattfrelsi spari- fjár á hverjum tíma. Samkvæmt nýju skattalögunum, sem taka eiga gildi þann 1. janúar 1979, eru þær breytingar helstar að þá eiga verðbætur að með- höndlast á sama hátt og vextir af sparifé. Happdrættisskulda- bréf ríkissjóðs Ríkissjóður aflar árlega fjár- muna til vega- og brúargerðar með útgáfu sölu verðtryggðra happ- drættisskuldabréfa ríkissjóðs. Byrjað var að gefa út happ- drættisskuldabréfin árið 1972 og höfðu samtals 10 flokkar verið gefnir út um áramótin 77/78. I árslok 1977 munu rúmir 5 millj- arðar hafa verið útistandandi í þessum skuldabréfum. Happdrættisskuldabréfin hafa ekki náð sömu vinsældum og spariskírteini ríkissjóðs. Þá hafa viðskipti með bréf þessi reynst sáralítil vegna skorts á bæði frafnboði og eftirspurn. Virðist sem sterk tilhneiging ríki hjá eigendum happdrættisskuldabréf- anna að líta á þau sem happdrætt- ismiða, sem best séu geymdir niðri í skrifborðsskúffu. 1. Arðsemi Bréfin eru öll gefin út til 10 ára, og greiðast engar verðbætur á þau eftir það. Bréfin eru ekki innleys- anleg fyrr en lánstírha er lokið, og verða þau ógild, sé þeim ekki framvísað innan 10 ára frá gjald- daga þeirra. Happdrættisskulda- bréfin bera enga vexti, en gefa möguleika á að hljóta vinning !(bera vongildi vaxta). Vinningsprósenta hvers flokks er frá 7—10% af upphaflegu nafnverði útboðanna. Það þýðir, að vinningarnir eru óverðtryggðir og fara því síminnkandi að raunvirði ægar frá líður. Þetta leiðir af sér, að yngri flokkarnir, sem einnig hafa hærri vinningsprósentu af nafnverði, gefa möguleika á mun hærri vinningum í hundraðshluta af vísitöluverði þeirra á hverjum tíma (þ.e. í hundraðshluta af nafnverði + verðbótum). Vegna lítilla viðskipta með happdrættis- skuldabréfin hafa þó eldri bréfin þann kost, að þau eru nær /mnlausn og hafa því meira pen-' ingaígildi. Þess skal getið, að séu vinningar ekki sóttir innan fjög- urra ára frá útdrætti fyrnast þeir og verða eign ríkissjóðs. Happdrættisskuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu fram- færslukostnaðar, en framfærslu- vísitalan mælir breytingar á meysluvöruverðlagningu. Um upp- byggingu framfærsluvísitöiunnar ier fjallað í viðauka á eftir kafla þessum. Þar sem happdrættisskuldabréf- in bera ekki nema vongildi vaxta (þ.e. vinningsvon) er útreiknað verð þeirra einungis miðað við hækkun vísitölunnar frá útgáfu þeirra, þ.e. áfallnar verðbætur bætast við nafnverð bréfanna. Eins og áður sagði, þá eru viðskipti með bréf þau, sem nú eru í gangi, hverfandi vegna skorts bæði á framboði og eftirspurn. Þess vegna er erfitt að tala um verðmyndun eða markaðsverð happdrættisskuldabréfa. Þau fáu iskipti, sem viðskipti með þessi I bréf hafa átt sér stað á frjálsum markaði hefur veriö miðað við 10% afföll frá því veröi sem síðasti útreikningur framfærsluvísitöl- unnar segir til um. Fyrir þá aðila, sem geta bundið fé sitt til inniausnardags, ættu happdrættisskuldabréfin að geta talist sæmileg fjárfesting. Fáist þau ennfremur keypt með afföll- um, t.d. 15%—20% frá verði samkvæmt vísitölu, ættu þau tvímælalaust að geta talist góð fjárfesting. 2. Áhætta Um áhættu tengda happdrættis- skuldabréfum gildir það sama og segir um áhættu spariskírteina (sjá kafla um verðtryggð sparj- skírteini ríkissjóðs). 3. Seljanleiki Eins og fram hefur komið, eru happdrættisskuldabréfin ekki auð- seljanleg (í endursölu), og eru þau heldur ekki innleysanleg í Seðla- banka fyrr en hámarkslánstíma er náð. Hins vegar má reikna með, að eftir því sem st.vttist í innlausnar- Itímann (hámarkslánstíma) þeim jmun auðveldara verði að endur- selja bréfin. 4. Skattaleg meðhöudlun í lögum nr. 7 frá 1974 stendur, að happdrættisskuidabréfin séu undanþegin framtalsskyldu og eignarskatti. Þá séu vinningar og verðbætur af þeim undanþegin tekjuskatti og útsvari. Meginmunurinn á skattameð- ferð happdrættisskuldabréfanna og spariskírteinanna felst í því, að á skattfrelsi happdrættisskuldsa- bréfanna er ekki litið sem skilyrt, m.ö.o. sparifjárákvæðinu er ekki hnýtt aftan í og á því ekki við. Samkvæmt nýju skattalögunum, sem taka eiga gildi 1. janúar 1979, íeiga vinningar og verðbætur að meðhöndlast á sama hátt og vextir og verðbætur af spariskírteinum og sparifé, m.ö.o. skattfrelsi þeirra verður skilyrt. MTJA WILFISK i serflokki Já, nýja Nilfisk ryksugan hefur nýjan súper-mótor og áður óþekkta sogorku, sem þó má auðveldlega tempra meö nýju sogstillingunni; nýjan risastóran pappírspoka með hraðfestingu; nýja kraftaukandi keiluslöngu með nýrri snúningsfestingu; nýjan hjólasleða, sem sameinar kosti hjóla og sleða og er auðlosaöur í stigum. Allt þetta, hin sígildu efnisgæöi og byggingarlag, ásamt afbragðs fylgihlutum, stuðlar að soggetu í sérflokki, fullkominni orkunýtingu, dæmalausri endingu og fyllsta notagildi. Já, svona er Nilfisk: Vönduö og tæknilega ósvikin gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, meö lágmarks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. /FQ nix NILFISK heimsins besta ryksuga Stór orð, sem reynslan réttlætir. " Hátúni • Sími 24420 • Næg bílastæði • Raftækjaúrval Adam er i hörku formi þessa dagana enda aldrei verið eins vel búinn til vetrarins. Nú erúrvalið af kuldaflikum,hvers konar.alveg einstakt. Kuldaúlpur, tweed- og vendiblússur jafnt sem höfuðföt. Littu inn og kynntu þérnýju linuna hjá Adam. Hún er glæsileg. ADAfll LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.