Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANUAR 1979 Skyldusparnaður innleysanlegur 1. febrúar: 10 þúsund krónur frál976 eruorðn- ar 20.830 krónur SKYLDUSPARNAÐARBRÉF ríkissjóðs, sem gefin voru út 1976, falla í gjalddaga hinn 1. febrúar næstkomandi, þ.e.a.s. þau verða innleysanleg þá fyrsta sinn. Bréf þessi, sem eru vegna gjaldárs 1976, eru nú að verðgildi 20.830 krónur sé nafnvirði 10 þúsund krónur og hafi verið staðið í skilum með skyldusparnaðinn á tilskyldum tíma fyrir áramót 1976 og 1977. Hafi menn hins vegar ekki staðið í skilum með skyldusparnaðinn fyrr en ári síðar eða fyrir áramótin 1977 og 1978 er hækkunin mjög lítil og eru þá bréf að nafnvirði 10 þúsund krónur 10.100 krónur. Allmikið er enn óinnleyst af bréfum frá skyldusparnaði gjaldársins hverjar 10 þúsund krónur orðnar að 20.890 krónur. Hafi þessi sparnaður hins vegar ekki verið greiddur fyrr en í desember 1977 er upphæðin 15.420 krónur. Vísitalan kemur á þessi bréf einu sinni á ári, 1. nóvember. 1975. Ef leysa á þau inn nú eftir 1. febrúar og hafi menn greitt sparnaðinn fyrir árslok 1975 til 1976 eru hverjar 10 þúsund krónur orðnar að 28.470 krónum, en hafi menn staðið í skilum með sparnaðinn ári síðar eða í desember T976 þá eru 35% innborgunarskylda á húsgögn og innréttingar Töskur Pólverjans gátu ekki sprungið SPRENGJUBÚN^ÐUR pólska flóttamannsins var kannaóur betur í gær ok að sögn Ólafs Ilannessonar. fulltrúa lögreKlu- stjórans á KeflavíkurfluKvelli. lÍKKur nú fyrir. að hann Kat ekki sprunKÍð eins ok KenKÍð var frá honum í töskunum. Til þess vantaði viðhótarúthúnað. EnKtnn ákvörðun hefur verið tekin um það hvert töskur Pólverjans verða sendar að lokinni rannsókn hér. - afnám innborgunarskyldu á hráefni til idnadar Þær aðKerðir sem ríkisstjórnin hefur samþykkt veKna iðnaðarins erui framlenKÍnK á iðnaðarKjaldi, 35% innborKunarskylda á innflutt húsKÖKn ok innréttinKar ok afnám 10—25% innborKunarskyldu á hráefni til iðnaðar. í athuKun er hækkun jöfnunarKjalds á samkeppnisvörur, yjald á innflutt sælgæti, kex og hrauðvörur og heimild til að fresta tollalækkunum á fatnaði og skóm. A undirhúnigsstigi er endurskoðun afurða- og rekstrariána. stefnumörkun í innkaupum opinberra aðila, endurskoðun á verðlagsmálum samkeppnisiðnaðar og sérstök athugun á málefnum skipaiðnaðarins. Auk þessa er unnið að langtímastefnu um iðnþróun. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Iðntæknistofnun Islands hefur verið samþykkt á Alþingi. Gera lögin ráð fyrir því að innheimta svonefnds iðnaðar- gjalds sem nemur 2%<•. — 2 af þúsundi — launa i iðnaði verði framlengd um 1 ár. Með þessu móti fæst aukið fjármagn til iðnþróunaraðgerða sem nemur tekjum af gjaldinu, eða um 70 m. kr. á ári, segir í frétt frá blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar um þessar aðgerðir. Innborgunarskyldan á húsgögn- um og innréttingum er sem fyrr segir 35% og verði féð bundið til 3ja mánaða. Innborgunarkerfi þetta er hugsað til tveggja ára og verður afnumið í áföngum. Nú er í gildi 3% jöfnunargjald á samkeppnisvörur og er í athugun að hækka það og verði það ofan á skal tekjunum varið til sérstakra iðnþróunaraðgerða, eins og af gjaldi því sem í athugun er að leggja á sælgæti, kex og brauðvör- ur, en jafnframt því yrði horfið frá niðurgreiðslum á undanrennu- og mjólkurdufti til sælgætisiðnaðar og innflutningurinn gefinn frjáls. Breiðholt hf úrskurð- að gjaldþrota í dag Loðnu leitað á Kol- beinsey i arsv æðinu IIAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar í gærkvöldi. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar leiðangursstjóra í ferðinni verður farið norður fyrir land og sagðist hann reikna með að loðnan va-ri nú á Kolbeins- X'vjarsvaðinu. Arni Friðriksson verður við loðnuleit til 26. þessa mánaðar. en rannsóknaskipið Hjarni Sæmundsson heldur á loðnumiðin 29. janúar. í febrúar- mánuði er reiknað með að Bjarni Sæmundsson verði fyrst og fremst við loðnurannsóknir. en einnig við loðnuleit ef á þarf að halda. Síðustu dagana í febrúar verða bæði skipin við þessar rannsóknir. en Árni Friðriksson síðan í marzmánuði. Ætla fiski- Ráðherraflug: „Vegna eindreginna tilmæla minna” - segir flugmálastjóri MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing frá flugmálastjóra: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu 3. jan. 1979 skal það tekið fram, að flug samgöngu- og mennta- málaráðherra Ragnars Arnalds frá Sauðárkróki 27 f.m. í flugvél flugmálastjórnar var að mínu undirlagi en ekki ráðherr- ans. Var það m.a. vegna þess, að flugvél flugmálastjórnar hafði verkefnum að sinna á Norður- og Austurlandi umræddan dag og bauð ég ráðherra því far með flugvélinni, sem hann þáði vegna eindreginna tilmæla minna. Það skal tekið fram, að rekstur flugvélar flugmálastjórnar er með dálitlum sérstökum hætti meðal annars vegna þess, að hann ber sig fjárhagslega og er því ekki baggi á íslenzkum skattþegnum. Er blaðamanni Morgunblaðsins í allri vinsemd boðið að kynna sér rekstur flugvélar flugmálastjórn- ar og i flugferð í sambandi við verkefni vélarinnar í hinum ýmsu landshlutum, ef hann óskar þess. Með kærri kveðju, Agnar Kofoed-Hansen" fræðingar sér að mæla eins nákvæmlega og unnt er hve mikið af loðnu gengur til hrygningar OK er þar um framhald af rannsóknum síðustu ára að ra'ða. Hjálmar Vilhjálmsson sagðist reikna með að loðnan væri nú á Kolbeinse.vjarsvæðinu og drægi hann þá áiyktun m.a. af því hversu vestarlega loðnan var í nóvember og desember. Það hefði þó verið breytilegt á undanförnum árum hvar loðnan hefði fundizt á þessum tíma ársins og viku af janúar hefði hún t.d. fundist alla leið austur í Reyðarfjarðardýpi fyrir nokkrum árum. Loðnugöng- urnar hafa yfirleitt verið 2 eða fleiri á undanförnum árum, en síðan gjarnan sameinast þegar komið hefði upp að Suðaustur- ströndinni. Loðnuveiðarnar mega hefjast á ný 10. janúar næstkomandi, en loðnubann hefur verið i gildi síðan 15. desember. Fiskifræðingar lögðu til á síðasta ári að hámarks- afli á loðnuveiðunum frá því í júní í fyrra og út vetrarvertíðina færi ekki yfir eina milljón tonna. Á sumar- og haustloðnuvertíðinni veiddust tæplega 500 þúsund tonn og að auki veiddust um 150 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen í sumar. Veiðin er því þegar orðin um 650 þúsund tonn og verði farið að ráðum fiskifræðinga má ekki veiða nema um 350 þúsund tonn á vetrarvertíðinni í ár. Á SKIPTAFUNDI byKKÍngarfyr- irtækisins Breiðholts hf í gær lýsti lögmaður fyrirtækisins því yfir. að það mótmælti ekki kröfu um gjaldþrot enda a>tti fyrir- tækið ekki fyrir skuldum. Unn- steinn Bcck skiptaráðandi sagði í samtali við Mbl. að væntanlega yrði Breiðholt hf úrskurðað gjaldþrota í dag. föstudag- Eins og áður hefur komið fram í fréttum hafa 5 aðilar óskað eftir að Breiðholt hf yrði tekið til gjaldþrotaskipta og nema kröfur þessara aðila um 65 milljónum króna. Tveir stærstu aðilarnir eru Tollstjórinn í Reykjavík, sem gerir kröfur að upphæð tæpar 42 milljónir, aðallega vegna vangold- ins söluskatts, og Póstgíróstofan, sem gerir kröfur að upphæð rúmar 20 milljónir króna vegna van- greidds orlofs. Þá er vitað að fyrirtækið skuldar Gjaldheimt- unni tugi milljóna króna í opinber gjöld en Gjaldheimtan hefur ekki enn lýst kröfum á hendur fyrir- tækinu. Samninganefnd BSRB á fundi: F jallaði um samn- ingsdrög frá fjármálaráðherra FUNDUR samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var haldinn í gær og var ekki lokið fyrr en seint í gær- kvcldi. Á fundinn bárust drög að samkomulagi frá fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs og urðu miklar umræður um þessi drög á fundinum. í samkomulaKs- drögunum er farið fram á ákveðnar efnisbreytingar á lög- um um kjarasamninga BSRB, geKn því að bandalagið falli frá 3% áfangahækkun 1. apríl. sem tekin var af með lögum um kjaramál frá því í september. Fjármálaráðherra býður BSRB að fellt verði niður úr lögunum ákvæði um lágmarkstímabil samn- ings, sem er 2 ár nú, og verði þá samningstími samningsatriði hvert sinn eftir 1. júlí 1979. Þá gefur fj ármálaráðherra ákveðna valkosti. I fyrsta lagi leggur ráðherra til að BSRB annist alla samningsgerðina fyrir ríkisstarfsmenn, þ.e.a.s. að félög innan bandalagsins annist ekki eigin sérkjarasamninga, eða í öðru lagi, að kjaranefnd verði breytt, aðilar samnings skipi ekki tvo fasta menn í nefndina og Hæstiréttur oddamann, heldur skipi ríkið einn mann og hvert aðildarfélag einn og fjalli hann aðeins um sérkjarasamninga eigin félags. Oddamaður verði skipaður af Hæstarétti. Skilyrði fyrir því að ríkisstjórnin beiti sér fyrir ofangreindum breyt- ingum á samningslögum BSRB samþykki „fyrir sitt leyti þær breytingar á gildandi aðalkjara- samningi fjármálaráðherra og BSRB sem felast í 3. grein laga nr. 121 frá 1978“ — eins og það er orðað í drögum ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.