Morgunblaðið - 05.01.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979
3
Listahátíð 1980:
„Nokkrir heimsþekkt-
ir listamenn hafa svar-
að jákvætt bón minni”
— segir Vladimir Ashkenazy, píanóleikari og hljómsveitarstjóri
„NOKKRIR heimsþekktir listamenn haía nú þegar
svarað jákvætt þeirri bón minni að þeir komi fram á
Listahátíð 1980 á íslandi en ég vil ekki að svo stöddu
nefna nöfn þeirra því síðast urðu nokkrir ágætir
listamenn að hætta við þátttöku og það olli
talsverðum vonbrigðum.“ sagði Vladimir Ashkenazy.
hinn heimsþekkti píanóleikari og stjórnandi þegar
Mbl. átti í gær samtal við hann úti í Sviss, þar sem
hann og fjölskylda hans býr nú.
Morgunblaðið spurði hann fyrst og fremst um
Listahátíðina 1980 og þátttöku Ashkenazys í henni, en
sem kunnugt er var Vladimir Ashkenazy frumkvöðull
að Listahátíð hér á landi og hefur verið „primus motor"
hennar allt frá byrjun og hann hefur öðrum fremur
hvatt heimsþekkt listafólk til þátttöku í listahátíð á
íslandi. Hins vegar hafa umræður um listir á Islandi og
þá aðallega Sinfóníuhljómsveitina leitt fram spurning-
ar um framtíð listahátíðar og þátt Ashkenazys í henni.
„Ég átti nýlega viðræður við framkvæmdastjórn
Listahátíðar og það var ákafiega ánægjuleg stund fyrir
mig,“ sagði Ashkenazy. „Þessi framkvæmdastjórn er
alveg ný, ég þekkti aðeins þá Thor Vilhjálmsson og Atla
Heimi Sveinsson en nu veit ég að öll framkvæmda-
stjórnin er ákveðin í því að Listahátíð á Islandi verði í
sama gæðaflokki og fyrri Listahátíðir. Þess vegna er
það vilji minn að starfa áfram að Listahátíð, ég vil að
Island njóti aðeins hins bezta á listasviðinu og þess
vegna hef ég þegar gert ráðstafanir til þess að sumt af
fremsta listafólki heimsins eigi þess kost að koma á
Listahátíð 1980 á íslandi enda þótt ég geti því miður
ekki tekið þátt í hátíðinni sjálfur. Ég er bókaður alveg
til ársloka 1981 og get því ekki verið með frekar en á
Listahátíð 1976 en ég er þegar búinn að bóka mig á
Listahátíð 1982 (Ashkenazy verður þá á tónleikaferð í
Japan 1980) og hlakka til að verða þátttakandi í þeirri
hátíð, sem ég veit að verður glæsileg hátíð á íslandi",
sagði Vladimir Ashkenazy að lokum.
„Þjálfun Loftleiða-
flugmaraia á DC-10
lokið fyrir 1. apríl”
— segir talsmaður Loftleiðaflugmanna
— VIÐ NÁÐUM samkomulagi
um kl. 13 eftir 22 tíma fund
með forstjórum Flugleiða og
stjórn félagsins. en frá kl. 14 á
miðvikudag sátm við á fundi
með forstjórunum og um kl. 21
bættust stjórnarmenn félagsins
við. sagði Ingi Olsen stjórnar-
maður í Félagi Loftleiðaflug-
manna. — Við fundum jákvætt
hugarfar stjórnar Flugleiða í
okkar garð og var gengið til
móts við sanngjarnar kröfur
okkar.
Samkomulagið er á þá lund að
flugmenn Loftleiða verði starfs-
menn Flugleiða frá 1. október
n.k. enda liggi þá fyrir samein-
aður starfsaldurslisti Félags
Loftleiðalfugmanna og Félags
ísl. atvinnuflugmanna. — Ef
ekki næst samkomulag fvrir 1.
október, sagði Ingi, verður það
eigi síðar en 1. febrúar 1980. Ég
fagna þessu samkomulagi og tel
það jákvætt enda sanngjarnt og
við búumst við að þjálfun hefjist
hið fyrsta enda á henni að verða
lokið fyrir 1. apríl er samnings-
tími erlendu flugmannanna
rennur út.
Ingi Olsen sagði að um launa-
kjör hefði ekki verið samið en
tilboð hefði borizt frá Flugleið-
um um 5% hærri laun á DC-10
en DC-8. Þá bjóst hann við að
vélinni yrði ferjuflogið til
Bandaríkjanna í gærdag og
kæmi hún til Keflavíkur kl. 7
árdegis í dag.
„Biðlund okkar gagnvart
stjórn Flugleiða þrotin”
- segja talsmenn Félags íslenzkra atvinnuflugmanna
„Með launasamningum árið 1976 er Félag Loftleiðaflugmanna
var viðurkennt hófust þær þrautir sem síðan hafa átt sér stað
milli FLF og FÍA.“ sagði Björn Guðmundsson. formaður FÍA, í
samtali viðHblaðamann Mbl. á fundi sem FÍA hoðaði til í gær. „Við
höfum ekki fram að deginum í gær verið í deilu við Flugleiðir og
við höfum margbent á nauðsyn þess að sameina starfsfólk og
starfsaldur í kjölfar þeirrar sameiningar Loftleiða og Flugfélags
íslands sem reynd var á sínum tíma til hagræðingar. Nokkrar
tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná þessu saman og þrisvar
sinnum hafa verið skipaðar nefndir til þess að lægja öldurnar. Nú
er langlundargerð okkar gagnvart Flugleiðum og hiðlund í
þessum efnum hins vegar á þrotum og í Ijósi hreyttra aðstæðna.
svo sem vegna óljósrar stöðu stjórnar Flugleiða h.f. innan
fyrirtækisins. sem sést bezt á því að allflestar meiriháttar
ákvarðanir þeirra (t.d. síendurteknar ákvarðanir um gildistöku
nýs starfsaldurslista og stöðuveitingar á nýjum flugvélum)
virðast allar dregnar til baka vegna þrýstings ákveðisn hluta
starfsfólks. þá ákvað mjög fjölmennur félagsfundur FÍA á
miðvikudagskvöld eftirfarandi einrómai
1. Að hafna beiðni stjórnar Flugleiða h.f. virðist stefna í átt til
Flugleiða h.f. um nýtt heiti
atvinnurekanda og séu flugmenn
F.í. áfram starfsmenn Flugfélags
íslands h.f.
2. F.Í.A. hættir öllum umræðum
að sinni um sameiginlegan starfs-
aldurslista flugmanna FÍ og LL og
hafnar umræöugrundvelli undir-
rituðum af starfsaldursnefndum
FLF og F.Í.A. og verði nefnd F.Í.A.
lögð niður.
3. I ljósi breyttra stöðuveitinga
á DC-10, og þar sem stjórn
leiðaskiptinga, leggur F.Í.A. þunga
áherzlu á, að á flugleiðum FI fljúgi
engir flugmenn nema í samráði við
F.I.A.
4. Ennfremur mun F.Í.A. beita
öllum tiltækum ráðum til að ná
fram launajöfnuði allra flug-
manna á flugvélum Flugleiða h.f.
án tillits til flugvélategunda.
FÍA-menn, Félag íslenzkra at-
vinnuflugmanna, sögðu í samtal-
inu við blaðamann Morgunblaðs-
ins að í þriðja skiptið sem í nefndir
hefði verið skipað af hálfu FÍ A og
FLF þá hefðu Loftleiðaflugmenn
lagt fram tillögu sem hugsanlega
samkomulagsleið, en hins vegar
hefðu þeir sjálfir fellt hana í júlí
1977 áður en hún kom til atkvæða-
greiðslu hjá FÍA. Það kom fram á
fundinum með talsmönnum FIA
að síðan í marz 1978 hefði ríkt
algjört upplausnarástand í þessum
málum innan Flugleiða eða eftir
að stjórn Flugleiða tilkynnti FÍA
og FLF 16. marz 1978 að stjórnin
hefði ákveðið að Flugleiðir tækju
við öllum rekstri Flugfélags Is-
lands og Loftleiða 1. okt. 1978 og
að sameining starfslista skyldi
framkvæmd. FIA studdi þessar
hugmyndir með því að láta önnur
ágreiningsmál liggja á milli hluta,
en talsmenn FIA sögðu við blm.
Mbl., að síðan hefði þeim verið
núið því um nasir af ýmsum að
þeir hefðu eingöngu verið að hugsa
um sjálfa sig og að Flugleiðir
hefðu tekið þessa ákvörðun í
þeirra þágu. „Það sem vakti fyrir
okkur,“ sagði einn af talsmönnum
FIA, „var eingöngu heildarmyndin
og sá vilji okkar að koma einhverri
eðlilegri mynd á þessi mál og það
má minna á, að 81% hluthafa
Flugleiða samþykkti þetta á aðal-
fundi Flugleiða 14. apríl sl.“
Þann 10. júlí kallaði stjórn
Flugleiða hins vegar á fulltrúa
FÍA að afloknum samningum og
tilkynnti þeim að búið væri að
fresta sameiningu starfsaldurs-
lista og flugrekstrartöku til 1. feb.
1979, einhliða. Næst gerðist það
markvert, að sögn talsmanna FÍA,
að í október s.l. leggur stjórn
Flugleiða fram þær hugmyndir að
til þjálfunar á DC-10 breiðþotuna
fari 16 Loftleiðaflugmenn og 2
Flugfélagsflugmenn. Þessu
hafnaði FIA ekki, en Loftleiðaflug-
menn höfnuðu hugmyndunum al-
gjörlega. Milli jóla og nýárs var
stjórn FÍA síðan tilkynnt
ákvörðun stjórnar Flugleiða frá
því rétt fyrir jól að hætt hefði
verið við þessa niðurröðun í ljósi
breyttra aðstæðna og kváðust
FÍA-menn ekkert hafa fengið að
fylgjast með þróun mála. „Þar með
hafði stjórn Flugleiða verið gjör-
samlega knésett af Loftleiðaflug-
mönnum og það er orðið gjörsam-
lega útilokað fyrir okkur í FÍA að
henda reiður á hvað stjórnin er að
gera eða hvað hún ætlar sér þegar
ekki er staðið við neitt, hvorki sagt
né skrifað og stefna fyrirtækisins
eins óljós og raun ber vitni," sagði
einn talsmanna FÍA.
Í haust skipuðu flugmannafélög-
in bæði nefndir til þess að vinna að
samræmingu starfsaldurslista og
út úr þeirri nefnd kom að sögn
talsmanna FÍA aðeins vinnuplagg,
eða hugmynd að vinnutilhögun í
málinu, og áttu félagsfundir að
fjalla nánar um málið, en vegna
„þróunar málsins höfðum við
algjörlega hafnað þessu plaggi á
félagsfundi," sagði Björn Guð-
mundsson, „og skyndifundarboði
stjórnar Flugleiða aðfaranótt s.l.
fimmtudags þegar við vorum á
félagsfundinum var einnig hafnað.
Flugleiðir hafa nú veitt ákveðnum
hópi manna einkaleyfi á ákveðnum
flugleiðum og ákveðnum flugvéla-
tegundum, eða hverjum dettur í
hug að aðrir en Loftleiðaflugmenn
fari á aðra DC-10 þotuna sem
hugsanlega kemur 1980? Við hljót-
um því að krefjast sömu réttinda á
hefðbundnum leiðum FÍ og sömu
launa án tillits til hvaða flugvélum
er flogið. FÍA er fullsatt á þeim
hringlandahætti sem Flugleiðir
hafa sýnt og tekur því ekki þátt i
neinum brevtingum sem geta
raskað stöðu félagsmanna FÍA.
Það má einnig benda á að vegna
tengsla okkar við Alþjóðasamtök
flugmanna, án þess þó að nokkuð
hafi verið ákveðið á þessu stigi
getum við stöðvað flug bandarísku
flugmannanna á DC-10 vélinni
með sólarhringsfyrirvara, því FÍA
er eina viðurkennda stéttarfélag
flugmanna á landinu gagnvart
IFALPA sem telur um 40—50 þús.
félagsmenn. Það hefur verið merg-
urinn málsins alla tíð af hálfu FÍ A
frá upphafi sameiningarinnar að
sýna eindreginn vilja til samstarfs
og þess að auðvelda sameininguna,
en eins og fundarsamþykkt okkar
ber með sér er sú biðlund sem við
höfum sýnt þrotin.“