Morgunblaðið - 05.01.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 05.01.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Þessa heims og annars Erlendur Haraldssoni ÞESSA HEIMS OG ANNARS. Bókaforlagið Sa>?a. 1978 UPPIIAF KÖNNUNAR Á DULRÆNNI REYNSLU ÍSLENDINGA, TRÚAR- VIÐHORFUM OG ÞJÓÐTRÚ Að dómi þess sem þetta skrifar er útgáfa þessarar bókar mikil og góð tíðindi. Þeim sem af einlægni vilja leita sannleikans fordóma- laust hljóta hvers konar nauðsyn- legar undirbúningsrannsóknir hæfra og velmenntaðra vísinda- manna að vera fagnaðarefni. En gerum okkur þess fulla grein í upphafi, að þetta er aðeins byrjun- in En hún liggur í í því, að kanna reynslu Islendinga af dulrænum fyrirbærum, trúarviðhorf þeirra og þjóðtrú nú á síðari hluta tuttugustu aldar. Þessar umfangs- miklu kannanir náðu til um ellefu hundruð manna hér á landi. Á síðastliðnu ári flutti sá sem þetta skrifar fimm erindi í útvarp þar sem rakin voru dulræn fyrir- bæri í fornsögum okkar, því trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri hafa verið hér landlæg allt frá upphafi landnáms. Frásagnir um fyrir- boða, vitranir, hugboð og fjarsýn, og um forvitra menn og draum- spaka er að finna í íslenskum bókum allt frá síðustu tímum til upphafs íslenskrar sagnaritunar. Engir Islendingar hafa upplifað aðrar eins breytingar á lífsháttum og þeir sem nú eru um og yfir fimmtugt. En hefur afstaða lands- manna ekki breyst að sama skapi til þess sem oft er kallað dulræn fyrirbæri og svokallaðir lærðir menn hafa fyrir löngu talið í flokki hreinnar hjátrúar? Telja ís- lendingar dulræna reynslu raun- sanna eða tilvistarlausa? Er húni ímyndun eða veruleiki? Þessi bók um könnun þessarar afstöðu landsmanna svarar þessum spuringum. Einnig lýsir þessi könnun þeim böndum sem oft liggja milli dulrænnar reynslu annars vegar og almenns trúarlífs hins vegar. Þá er inní íslenska efnið fléttað ýmsum upplýsingum um aðrar þjóðir til samanburðar, og eru þær einnig stórfróðlegar. Það er afar mikilvægt, að höfundur þessarar ágætu bókar, dr. Erlendur Haraldsson, er viður- kenndur sérfræðingur í þeim könnunarrannsóknum, sem hér er lýst, og er þegar byrjaður að gefa út bækur með öðrum heimskunn- um vísindamönnum um þessi efni. Með þessum ágæta íslenska vísindamanni höfum við eignast okkar fyrsta dulsálarfræðing og hann lætur þegar hendur standa framúr ermum. Þessu hljóta allir sannleiksleitendur að fagna. Hver er reynsla Islendinga í dulrænum efnum? Og hver er trú þeirra á þeim? Þessu svarar þessi stórfróð- lega bók. Það er ekki seinna vænna að við förum að átta okkur á þessum mikilvægu málum, því réttur skilningur á þeim getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir afstöðu okkar til lífsins og mat á gildi þess og tilgang. Þessi bók er svo forvitnileg, að lítið vit er í öðru en að lesa hana spjaldanna á milli, þótt hér verði eitthvað smávegis til tínt. Um samanburð við nágranna- þjóðir okkar Dani, Vestur-Þjóð- verja og Bandaríkjamenn er það að segja, að því fer fjarri að trú okkar á hugræna, dulræna hæfi- leika séu með einsdæmum í samanburði við þessar þjóðir. Niðurstaðan er sú, að meirihluti alls almennings í öllum þessum löndum trúi tilveru þeirra. Höfundur bendir á það, að rússneska stórskáldið Fjodor Dostojevski segi í einu rita sinna, að æðsta hugmynd mannsandans sé hugmyndin um eilíft líf. Þetta er vitanlega hverju orði sannara, en hann var ekki sá eini af mestu hugsuðum mannkynsins, sem var þeirrar skoðunar. Og hver var niðurstaðan í könnun á þessari skoðun meðal Islendinga. „Hún virðist þeim sérstaklega hug- leikin," segir dr. Erlendur. Og hann heldur áfram: „Trú á fram- hald lífsins eftir líkamsdauðann er mjög sterk meðal okkar íslend- inga. I þessari könnun voru fleiri vissir um áframhaldandi líf en nokkuð annað sem spurt var um.“ Þeim sem nokkuð hafa fylgst með hugsunarhætti landsmanna að ráði kemur þetta ekki á óvart, en vissulega að gott að fá það staðfest með vísindalegri rannsókn. Og hvað um skynjun manna á þeim sem látnir eru? Því svarar höfund- ur þessarar könnunar á öðrum stað með þessum orðum: „Af þeim atriðum sem við spurðum um var meiri vissa um að skynja mætti Iátna menn en nokkuð annað, að undanteknu framhaldslífi." Vtð sem haldið höfum fram þeim skoðunum, að líf hljóti að vera að þessu loknu og hægt sé að skynja og hafa samband við látið fólk við ákveðin skilyrði getum því fagnað þessum athyglisverðu niðurstöðum. Þetta er bersýnilega skoðun meiri hluta þjóðarinnar, þótt kirkjan láti eins og henni komi þetta ekkert við og áhrif hennar séu í samræmi við það. Og hver er svo reynslan af huglækningum? Samkvæmt könnuninni hafa um fjórir menn af hverjum tíu einhvern tíma leitað til þess fólks, sem reynir að hjálpa sjúkum með bænum sínum og hugarkrafti eða sambandi við verur annars heims. Og hver hefur svo árangurinn orðið hjá þeim sem þetta hafa reynt? Níu af hverjum tíu töldu slíka aðstoð hafa orðið til gagns og um þriðjungur til mjög mikils gagns. í bók drs. Erlends eru birtar margar frásagnir þeirra sem fengið hafa bata með þessum hætti. Enda væri hægt að fylla margar bækur af slíkum frásögnum. íslendingar hafa frá alda öðli iðulega leitað lækninga hjá öðrum er lærðum mönum. Og það stafar alls ekki af neinu þekkingarleysi eða hjátrú. Það stafar af því, að þetta fólk hefur hvað eftir annað sýnt, að það getur veitt hjálp, jafnvel eftir að lærðir menn hafa gefist algjörlega upp. Það er engan veginn til hnjóðs fyrir læknavísindin þótt þau geti ekki læknað hvað sem er. Þekking á þeim sviðum sem öðrum er enn í deiglunni, annars væri ekki um neinar framfarir að ræða. Dr. Erlendur Haraldsson Þeim læknum fer óðum fækkandi, sem lítilsvirða tilraunir dulspaks fólks til þess að veita lækningu, þegar hún hefur brugðist hinum lærðu. Enda væri slíkt fáránlegur skortur á raunsæi, því slíkar lækningar eru á hverjum degi að gerast um'allan heim. Hitt geta menn hins vegar deilt um að vild af hverju þær stafi eða með hverjum hætti þær gerast. Það sem mér virðist mestu máli skipta er, að þær gerast. Þá má minnast hér á hinar stórathyglisverðu tilraunir um hugræn áhrif á lífræn efni. Höfum við ekki öll einhvern tíma kynnst konum, sem hafa þau áhrif á blóm og annan fallegan gróður, að allt vex og dafnar þess háttar sem þeim er umhugað um? Ensku- mælandi þjóðir segja um slíkar manneskjur, að þær hafi „green fingers“ — græna fingur. Þegar slík manneskja er spurð hvernig hún fari að þessu, þá svarar hún • • Markús Orn Antonsson: Dagvistunarstofnanir opn- aðar þroskaheftum börnum — í ríkari mæli en áður Hér fer á eftir ræða sú, sem Markús Örn Antons- son, borgarfulltrúi, flutti er hann mælti fyrir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um málefni þroskaheftra barna> Hugmyndin um alþjóðlegt ár barnsins árið 1979 hefur beint athygli manna víða um lönd að kjörum og lífsskilyrðum barna í heiminum. Við Islendingar höfum ákveðið að minnast þessa árs sérstaklega og ýmsar hugmyndir hafa verið reifaðar um það, hvernig staðið skuli að fram- kvæmd þessa barnaárs. Ég hygg að athygli okkar allra beinist af þessu tilefni að hlutskipti þeirra barna í okkar samfélagi sem minnst mega sín og einhverra hluta vegna fá ekki að njóta þeirra skilyrða, sem íslenzk börn almennt gera nú á dögum. Erfið uppvaxtar- skilyrði vegna slæmra félagslegra aðstæðna skipta þarna talsverðu máli; líkamleg eða andleg hömlun eru þó þeir þættir, sem á áberandi hátt hafa leitt til einangrunar barna frá sínum aldurshópum, því miður hefur ekki nægilega mikið verið að gert til að rjúfa þann múr, sem umlykur þá einstaklinga í okkar þjóðfélagi, sem við andlega eða líkamlega örorku búa, og létta undir með nánustu aðstandendum þeirra. Á þetta ekki síður við um þroskaheft börn en aðra aldurs- hópa. Borgarstjórn Reykjavíkur er áreiðanlega sammála um að henni beri skylda til að taka málefni þroskaheftra barna sérstaklega til meðferðar á barnaári. Eða gætum við með góðri samvizku ráðgert einhverjar aðgerðir í þágu reyk- vískra barna af þessu tilefni án þess að huga sérstaklega að þeim, sem verst eru sett? Dagvistunar- stofnanir og þroskaheft börn Sú stefna hefur verið ríkjandi í meðferð félagsmála hér í borg um mörg undanfarin ár að leitazt hefur verið við að gera þeim, sem undir hafa orðið í lífsbaráttunni eða búið hafa við skerta andlega eða líkamlega orku, kleift að lifa í eðlilegu umhverfi og laga sig að lífsháttum eins og þeir almennt gerast. Ég nefni í þessu sambandi viðhorf til geðrænna sjúkdóma, áfengisvandamála og bæklunar- sjúkdóma. Börn hafa í vaxandi mæli verið vistuð á einkaheimilum í stað stofnana, þegar aðstæður hafa ekki leyft að þau dveldust í foreldrahúsum vegna eigin ágalla eða foreldranna. I skólunum hefur aukin áherzla verið lögð á að sinna þeim nemendum, sem eru á eftir í námi. Hreyfihömluð börn hafa sótt skóla með heilbrigðum jafnöldrum sínum. Þannig væri hægt að nefna fleiri dæmi um viðleitni til að skapa sjúkum og hömluðum sem eðlilegust skilyrði á við aðra. Tillaga sú, sem ég mæli hér fyrir gerir ráð fyrir að nú verði tekið enn eitt skref í þessa átt með því að opna dagvistarstofnanir Reykjavíkurborgar fyrir þroska- heftum börnum enn meir en þegar hefur verið gert. Auk þess er sérstaklega í henni fjallað um aðgerðir til að létta undir með foreldrum þroskaheftra barna. Tillagan hljóðar svo: Málefni þroska- heftra barna „Borgarstjórn samþykkir, að á hinu alþjóðlega ári barnsins 1979 skuli af hálfu Reykjavíkurborgar verða lögð sérstök áherzla á aðgerðir í málefnum þroskaheftra barna og aðstoð við foreldra þeirra. Borgarstjórn vísar í þessu sam- bandi til samþykktar félagsmála- ráðs frá í september 1976 varðandi aðstoð við þroskaheft börn. Sú samþykkt er reist á tillögu starfs- hóps Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar með megin- áherzlu á dagvistun þroskaheftra barna á almennum dagvistarstofn- unum ásamt nauðsynlegum hliðar- ráðstöfunum henni tengdum, svo og ráðstafanir til hjálpar foreldr- um þroskaheftra barna til að annast þau á heimilum sínum. Borgarstjórn lýsir sig fylgjandi þeirri meginstefnu, sem í þessari samþykkt félagsmálaráðs felst, og samþykkir, að þeir þættir hennar, sem alfarið eru á valdi Reykja- víkurborgar, komi til fram- kvæmda þegar á næsta ári. Sérstök áherzla verði lögð á eftirfarandi: a) Fjögur dagheimili og tveir leikskólar taki á móti allt að 24 þroskaheftum börnum í dag- vistun og séu minnst þrjú börn á hverri stofnun. Síðar verði stefnt að því, að þroskaheft börn geti dvalið á öllum dag- vistarstofnunum eftir því sem sérþjálfaður starfskraftur kem- ur til starfa hjá þeim. b) Hópur starfandi fóstra verði sérstaklega þjálfaður til meðferðar þroskaheftra barna eftir ákveðinni námsskrá sam- hliða starfi, ef með þarf, og verði námskeiði þessu lokið á næsta ári. Unnið verði að samræmingu á námi þroska- þjálfa og fóstra á þann veg, að starfsþjálfun á sérstofnunum fyrir þroskaheft börn verði fastur liður í námi fóstra og starfsþjálfun á almennum dag- vistarstofnunum fastur liður í námi þroskaþjálfa. c) Á vegum Reykjavíkurborgar verði rekin heimilishjálp, sem leyst geti foreldra þroskaheftra barna af um skemmri tíma. Jafnframt verði sköpuð aðstaða til vistunar þroskaheftra barna á upptökuheimilinu á Dalbraut, þannig að foreldrar þeirra geti notið orlofs til jafns við aðra. Borgarstjórn felur félagsmála- ráði að hafa forgöngu um fram- kvæmd þessara tillagna og áætla fyrir henni á fjárhagsáætlun 1979. Jafnframt felur hún ráðinu að beita sér fyrir samstarfi félags- málastofnunar, barnadeildar Heilsuverndarstöðvar, fræðslu- skrifstofu og æskulýðsráðs um aðgerðir á starfssviði þessara stofnana til að bæta þjónustu við þroskaheft börn.“ Afstaða félagsmálaráðs Eins og tekið er fram, gerði félagsmálaráð ákveðna og allítar- lega samþykkt um þetta efni á síðasta kjörtímabili, sem enn hefur ekki verið hrundið í fram- kvæmd. Eðlilegt er að menn spyrji, hvað valdi töfunum. Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að um það leyti sem tillögur félagsmálaráðs lágu fyrir fullmótaðar voru hafnar viðræður við barnavinafélagið Sumargjöf um að Reykjavíkurborg tæki að sér allan rekstur á dagvistarheimilum, sem áður höfðu verið rekin á vegum þess félags. Frá og með síðustu áramót- um tók sú breyting gildi og nú er rekstur þessara stofnana algjör- lega á valdi Reykjavíkurborgar, í umsjón sérstakrar stjórnar dag- vistarmála og félagsmálaráðs. Það var því ekki tímabært að knýja á með framkvæmd þessarar sam- þykktar þegar Sumargjöf var að hætta rekstrarumsjón, en nú, þegar segja má að yfirtaka borgar- innar á rekstrinum sé að fullu um garð gengin eru öll skilyrði fyrir hendi til að hefja aðgerðir. Fá eða engin mál, sem ég hef unnið að í félagsmálaráði hafa hlotið jafnmikinn undirbúning og þetta. í nóvember 1975 var flutt hér í borgarstjórn tillaga varðandi aðstoð við þrcskaheft börn. Henni var vísað til félagsmálaráðs, sem síðan fól starfsmannahópi frá Félagsmálastofnun að gera tillög- ur um dagvistun þroskaheftra barna og aðstoð við foreldra þeirra. Haft var samráð við ýmsa sérfræðinga, sem starfa á þessu sviði og eins leitað umsagnar félaga og stofnana, sem að málum þroskaheftra hafa unnið. Félags- málaráð fjallaði um málið á ekki færri fundum en sjö með nokkrum hléum meðan unniö var að öflun gagna og öðrum undirbúningi. Nú skal það tekið fram, að á meðan Sumargjöf rak dagvistar- stofnanir voru jafnan nokkur þroskaheft börn á dagvistar- heimilum. Nú um síðustu mánaða-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.