Morgunblaðið - 05.01.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.01.1979, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Nýja fiskverðið leysir engan vanda Meirihluti yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið 11% hækkun fiskverðs, sem gildir til maíloka. Þessi ákvörðun er mjög umdeild, enda leysir hún engan vanda. Þannig segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna, í Morgunblaðinu að eftir þessa fiskverðsákvörðun sé afkoma fiskiskipanna verri en hún hefur verið um langt árabil, sérstaklega bátaflotans, svo að það sé ófyrirséð, hvort hann verði gerður út við óbreyttar aðstæður. Aðrir forystumenn sjávarútvegsins taka í sama streng. Dagbjartur Einarsson í Grindavík segir, að staða bátaflotans þar verði hörmuleg í vetur, — „flest hefur hækkað upp undir helmingi meira en fiskurinn á síðasta ári, svo að það er erfitt að koma þessu dæmi heim og saman. Þetta kemur langverst niður á bátaflotanum, sem útgerðin hér í Grindavík byggist að langmestu leyti á.“ Björn Guðmundsson, formaður Útvegsbændafélagsins í Vestmanna- eyjum, minnir á, að þar hafi útgerðarmenn verið með áform um að selja helming bátaflotans, þar sem þeir gætu ekki gert hann út, — og bætir við: „Fyrirsjáanlegt er, að staðan getur ekki annað en hafa versnað, því að framundan er geysileg olíuverðshækkun núna innan fárra daga, þar að auki er ríkjandi 50% verðbólga og kannski ný olíuhækkun áður ðh langt um líður og þetta gerist á sama tíma og fiskverðið er ákveðið til 30. mai.“ Fiskkaupendur eru einnig mjög svartsýnir á ástandið. Eyjólfur í. Eyjólfsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, tekur fram, að þessi fiskverðshækkun sé sízt meiri en þróun launamála og þó sérstaklega afkoma útgerðar gefi tilefni til, en eigi að síður sé „hækkunin þó verulega umfram greiðslugetu fiskvinnslunnar miðað við núverandi markaðsverð og gengi." Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenzkra fiskfram- leiðenda, er sama sinnis og undirstrikar jafnframt, að fiskverðs- hækkunin lendi mjög þungt á saltfiskframleiðendum vegna þes, hve stór hluti hráefnið sé í framleiðslukostnaðinum. Síðan segir hann orðrétt: „Annars held ég að bezt sé að hafa sem fæst orð um þessa fiskverðsákvörðun. Hún sannar enn einu sinni, að fiskverð er að mestu leyti ríkisstjórnarákvörðun og verðlagsráðsfull- trúar hafa þar lítil áhrif nema ríkisstjórn henti í það og það skiptið." Að framansögðu er ljóst, að fiskverðsákvörðunin leysir engan vanda, enda skortir allar forsendur fyrir því, að svo geti orðið. Mergurinn málsins er sá, að útflutningsatvinnuvegirnir eru reknir með halla. Við slíkar aðstæður er útilokað að nokkurs bata sé að vænta í efnahagsmálum né láts á verðbólgunni. Þvert á móti heldur áfram að síga á ógæfuhliðina og ein smáskammtalækningin rekur aðra, — eða svo að tekin sé líking Olafs Jóhannessonar forsætisráðherra, þar sem hann tiplar smáfættur eftir færibandi verðbólgunnar: Ríkisstjórnin vill halda sig við stuttu skrefin. En það dugir þara ekki. Þess vegna miðar sífeilt aftur á bak en ekki nokkuð á leið. Hvernig er kjara- skerðing á litinn? Enginn vafi er á því, að sjómenn hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með nýja fiskverðið. Þannig talar Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um, að það sé mjög bagalegt og leitt til þess að vita, að ákvörðun um hækkun fiskverðs skuli hafa farið út í pólitísk hrossakaup. En sem kunnugt er höfðu sjómannasamtökin sammælzt um að sætta sig ekki við minna en 14%/ fiskverðshækkun. Það var m.a. byggt á því, að samanborið við aðrar stéttir höfðu sjómenn dregizt aftur úr í launum veg'na hins lága fiskverðs, sem ákveðið var í október. Ingólfur Ingólfsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, er fulltrúi sjómanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins. í tíð síðustu ríkisstjórnar vakti hann athygli fyrir ósveigjanleika í kröfugerð, enda er vegur hans í Verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins mikil! og nýtilkominn. En æ sér gjöf til gjalda og nú hefur honum þótt rétt að falla frá kröfum sjómanna til að þóknast flokksbræðrum sínum. Það er eftirtektarvert, að Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, er nýbúinn að temja sér hæversku í sambandi við kjaramál, sem hann átti ekki til fyrir nokkrum mánuðum. Jafnvel í október talaði hann um, að aðför hefði verið gerð að sjómönnum, en nú lætur hann sér nægja að segja, að sjómenn geti sætt sig við fiskverðið, ef viss loforð af hálfu stjórnvalda verði efnd, sem hann veit þó ekki nákvæmlega hver eru! Það liggur ljóst fyrir, að Ingólfur Ingólfsson féll frá kröfum sjómanna án þess að hafa tryggingu fyrir nokkru í staðinn. í þessu feist að sjálfsögðu kjaraskerðing, sem fyrir hinum venjulega sjómanni hefur aðeins einn lit. En svo virðist sem frá sjónarhorni Ingólfs Ingólfssonar sé kjaraskerðing góð eða vond, eftir því hvort hún er rauð eða blá. Fiskverðshækkunin er ekki nógu mikil til að að tryggja rekstrargrundvöll útgerðar og sjómönnum hlutfallslega sömu launabreytingar og landverkafólk hefur fengið. Hins vegar er hún mun meiri en fiskvinnslan getur staðið undir. I því er fólgin í hnotskurn vandi íslenzks efnahags- og atvinnulífs. Guðmundur Hallvarðsson form. Sjómannafélags Reykjavíkur: Fyrirheitin okkar eina hálmstrá „Þau fyrirheit sem við teljum okkur hafa varðandi aðgerðir í skattamálum eru eina hálmstráið sem við höngum á og án þeirra vona er fiskverðið óviðunandi," sagði. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur er Mbl. leitaði álits hans á því að engin samþykkt hefði verið gerð í ríkisstjórninni um skattafríðindi til handa sjómönnum. „Eg hef að vísu ekki setið neina þá samkomu með þeim herrum sem stjórna landinu að ég geti persónulega hermt upp á þá loforð," sagði Guðmund- ur. „En okkur hefur verið tjáð að málaleitanir okkar, þar á meðal um skattafríðindi, hafi hlotið jákvæðar undirtektir ráðamanna í ríkisstjórninni. Ef ekki verður tekið á þessum málum, en skattamál og lífeyrissjóðsmál eru brennandi mál fyrir okkur sjómenn ekki síður en öryggismálin, sem ég tel nú reyndar fjarstæðu að verzla með, þá finnst mér full ástæða til þess að menn hægi á sér áður en þeir halda á sjóinn og að við köllum saman ráðstefnu til að fjalla um öll okkar kjaramál." Mbl. bar undir Guðmund þau orö Kjartans Kristóferssonar formanns sjómannafélagsins í Grindavík, að loðnusjómenn óttist að vera plataðir út á sjó áður en loðnuverðið kemur. „Hvað voru menn að gera með siglinguna til Akureyrar og sína samþykkt þar?“ sagði Guðmundur. „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé loðnuskip láta úr höfn undir þeim kringumstæðum að loðnuverð sé ekki komið, að samstaða loðnusjó- mannanna sé rofin. Það segir sig sjálft að ef ekki fæst viðunandi loðnuverð þá mun slík afgreiðsla aðeins þjappa sjómönnum fastar saman." Ingólfur Ingólfsson form. Farmanna- og fískimannasambandsins: Allar kröfur okkar verða upp- fylltar nema um skattfríðindin m Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði fengið fyrirheit um að öll þau atriði sem verið hefðu á óskalista sjómanna yrðu uppfyllt nema kröfur þeirra um skattfríðindi. Við kröfu um slíkt hefði þó alls ekki verið sagt þvert nei. Hann hefði rætt þessi mál við fleiri ráðherra en forsætisráðherra og þó þeir hefðu engu lofað þá hefðu þeir ekki hafnað þessum óskum og alls ekki útilokað. Meðal þeirra atriða sem Ingólfur sagði að lofað hefði verið væri breyting á almannatryggingakerfinu, en hún hefði verulega breytingu í för með sér varðandi lífeyrismál sjómanna. Þá væri sjómönnum lofað auknu öryggi þannig að ekki væri hægt að afskrá þá fyrirvaralaust og svipta þá þannig öllum lágmarks- kauptryggingum. Þá benti Ingólfur á að fiskverðið væri uppsegjanlegt 1. marz næstkomandi og þarna væri því aðeins um 2ja mánaða samning að ræða. Reikna mætti með að 8% verðbætur ættu þá að greiðast á laun og ef þær yrðu greiddar að fullu þá sagðist Ingólfur ekki þurfa að reikna með að erfiða samninga þyrfti til að fá 3% hækkun í viðbót, en sjómenn höfðu gert kröfu um 14% hækkun fiskverðs. Þessu atriði mætti ekki gleyma, menn hefðu e.t.v. viljað semja upp á eitt ár án þess að geta hreyft við fiskverðinu? Oskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands: Vona að einn réttara fyrir „Ég hlýt að herma upp á ríkisstjórnina velvild gagnvart okkar plaggi og vona að einn ráðherra hafi réttara fyrir sér en tveir," sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands, þegar Mbl. bar undir hann þau ummæli Kjartans Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra að skattafríðindi til handa sjómönnum hefðu verið felld í ríkisstjórninni, en Tómas Áranson fjármálaráðherra hefur tekið í sama streng, en Svavar Gestsson viðskiptaráðherra segir málið enn á vinnslustigi. „Von sjómanna sem er bundin úrlausnum á sviði skattamála og fleiri félagslegra aðgerða er það sem gerði útslagið með að menn tóku fiskverðshækkun- ráðherra hafi sér en tveir inni,“ sagði Óskar. „Og ef þessi von bregzt þá hljóta menn að bregðast einhvern veginn við því.“ Mbl. spurði Óskar um loðnuverðið. „Bæði ég og fulltrúi útgerðarmanna leggjum höfuðáherzlu á að loðnuverðið komi í tæka tíð,“ sagði Óskar. „Og ég hef þá trú að verðið komi fyrir helgina, þannig að ekki þurfi að endurtaka siglingar síðasta árs. Á morgun eru tveir fundir, sem ég held að reki mjög á eftir málinu, þótt hvorugur fjalli beint um loðnuverðið. Annar er um hleðslumörk loðnuskipa og hinn um útbúnað í loðnuskipum með tilliti til gæða aflans og þar á ég von á að menn hafi uppi spurningar um verðið og ýti á ákvörðun í tæka tíð.“ „Fannst ég verc niður mat fyrir e\ - sagði Ásgeir Gíslason skipstjóri á Rán Frá Þórleifi Ólafs.syni í Grimsby „NEI, ég átti ekki von á þessu verði, en góðum markaði bjóst ég við. Mín reynsla eftir 30 ára skipstjórnaferil er sú, að það hafa alltaf verið góðar sölur í Englandi eftir jól,“ sagði Asgeir Gíslason skipstjóri á Rán GK þegar Morgunblaðið ræddi við hann í Grimsby í gær. Rán hafði þá nýlokið við að selja 86.8 lestir fyrir 82.572 sterlingspund eða 53.3 milljónir íslenzkra króna. Meðalverð fyrir hvert kíló var því 614 krónur, sem er hæsta meðalverð, sem nokkur togari hefur fengið í Englandi fyrr og síðar. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Ásgeir Gíslason gerir metsölu í Englandi, t.d. var hann skipstjóri á Reykjavíkurtogaranum Marz árið 1964 og þá seldi hann eitt sinn í Hull fyrir 24 þúsund pund og var það langhæsta sala togara í Englandi til þess tíma. „Ég hefði verið mjög ánægður með 500 króna meðalverð á kíló, en útkoman í dag kom mér sannarlega á óvart — og þó. Mig var búið að dreyma fyrir þessu,“ segir Ásgeir. — Nóttina áður en við komum til Grimsby dreymdi mig, að ég kæmi fram í brúna og fannst mér ég þá sjá þrjá menn að vera að rétta af áttavitann, en hann er aðeins vitlaus. Mér fannst ég segja við þá að þetta væri óþarfi, ég þekkti skekkjuna. Síðan fannst mér að ég færi til baka aftur í klefann minn. Hann var þá hálffullur af skít að mér fannst og um leið af mat- vælum. Þá fannst mér ég fara að pakka niður matnum fyrir eigendur skipsins og við það vaknaði ég, segir Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.