Morgunblaðið - 05.01.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.01.1979, Qupperneq 32
t Verzlið í sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki (C^ Skipholti 19 BÚÐIN sími ----y 29800 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Skipstjór- ann dreymdi fyrir hinni yóðu sölu SÍÐUTOGARINN Iíán frá Ilaínarfirói fékk í >?ær hæsta moðalverð sem nokkur togari hefur íyrr og siðar íensið í Englandi. Rán seldi 86.8 tonn í Grimsby oj; var meðalverðið 611 krónur. Sem dæmi um hversu afhurðaKÓð salan var má nefna. að hæsta verð fyrir kflóið af þorski var 992 krónur ok mest verð fyrir kfló af stórlúðu var 1792. Skipstjóri á Rán er Ásgeir Gíslason og hefur hann áður sett slíkt sölumet, hann var t.d. með togarann Marz, sem árið 1964 setti sölumet í Englandi. í viðtali við Morgunblaðið í gær Ásgeir Gíslason skipstjóri sagði Ásgeir, að þessi góða sala hefði ekki alls kostar komið sér á óvart þar sem hann hefði dreymt fyrir þessu. Ekki selja fleiri íslenzk skip afla sinn erlendis í vikunni, en á mánudag selur Ögri í Englandi. Sjá blaðsíðu 16 „Fannst ég vera að pakka niður matnum...“ Ríkisstjórnin gaf fyr- irheit um gengissig RÍKISSTJÓRNIN hét fiskvinnslunni gengissigi í samhandi við fiskverðsákvörðun nú um áramótin. í sérstökum minnisatriðum. sem ríkisstjórnin sendi og bókuð voru í yfirnefnd Verðlagsráðs, segir, að reiknað sé með því. að Seðlabankinn hafi nokkurt svigrún til gengissigs á næstu mánuðum og því verði beitt eftir þróun útflutningsverðs miðað við innlendar verðbreytingar. í þessu samhandi má bcnda á. að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar seig í gær um eina krónu eða um 0,31%. dollar, þá fellur dollarinn, með öðrum orðum sveiflan er aðeins í aðra áttina. I viðtölum sem Morgunblaðið átti við 3 ráðherra í fyrradag og birtust í blaðnu í gaár neituðu þeir að formleg ákvörðun hefði verið tekin í ríkisstjórninni um gengis- sig. Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, kvað gengissig hafa átt sér stað en það hefði eingöngu verið vegna sveiflna á alþjóða- gjalde.vrismörkuðum. Kanni menn hins vegar þær gengisbreytingar, sem orðið hafa að undanförnu, er vart unnt að ræða um sveiflur í gengis- skráningu Bandaríkjadollars hjá Seðlabankanum, Dollarinn heldur ávallt gildi sínu gagnvart íslenzkri krónu, þótt breytingar verði á öðrum erlendum gjaldeyri, Ev- rópugjaldmiðill fellur þá gagnvart dollar. Þegar hins vegar aðrir gjaldmiðlar rétta sig af gagnvart Ný „svört” skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun: Þorskaflinn fari ekki yfir 250 þúsund lestir SAMKVÆMT upplýsing- um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er væntan- leg ný skýrsla um ^stöðu þorskstofnanna við Island frá Hafrannsóknar- stofnuninni. í skýrslunni gefa fiskifræðingar upp þann hámarksafla, sem þeir telja ráðlegt að veidd- ur verði á miðunum og eru það 250 þúsund smálestir. í skýrslunni, sem gefin var út í fyrra og kölluð var „gráa“ skýrslan, töldu fiskifræðingar óhætt að veiða 270 þúsund smálestir af þorski á árinu 1978 og sama magn á árinu 1979. Hafa fiskifræðingarnir nú lækkað markið í 250 þúsund lestir eða um 7,4%, enda mun þorskafli lands- manna samkvæmt áætlunartöflum hafa farið alllangt fram úr þessum hámarkstölum fiski- fræðinganna eða í rúmlega 320 þúsund lestir á árinu 1978. Samkvæmt ofangreindum tölum hefur sóknin í þorskstofninn verið Húsbruni undir Eyjafjöllum: Útihúsum og hlöðu var bjargað með haugsugu Frá fréttariturum Mbl. í Holti og á Borgareyrum, 4. janúar. BÆRINN Efri-Holt í Vestur Eyja- fjallahreppi. þar sem búa roskin hjón. Sigurjón Guðjónsson og Guð- björg Jónsdóttir. ásamt fullorðnum syni sínum. Jóni Sigurjónssyni, brann í gærkveldi. Eldurinn kvikn- aði um klukkan 20, er húsmóðirin kveikti í sjónvarpinu. Kviknaði í tækinu og skipti engum togum, að eldurinn læsti sig í jólaskraut, kla-ðningu á vegg og síðan í einangrun. V'arð húsið alelda. en Reynkápur heppileyri en loðúlpur ÚTLIT er fyrir hláku á Suður- og Vesturlandi og rigningu fram eftir degi. Norðanlands hlýnar sömuleiðis í veðri. en úrkoma verður ta-past mikil. Næstu nótt er siðan útlit fyrir að veður snúist á ný í norðrið og veðráttan kólni á ný. Sigurjón og Jón voru í útihúsum, sem áföst voru íbúðarhúsinu. Þeim feðgum tókst naumlega að bjarga Guðbjörgu út úr húsinu, kallað var á slökkviliðið á Hvolsvelli og fólk dreif að. Það tók slökkvibíl frá Hvolsvelli rúma klukkustund að komast á staðinn, en meðan var notuð haugsuga til þess að dæla vatni úr nærliggjandi skurði og var það fyrir tilstilli haugsugunnar, að unnt reyndist að bjarga áföstum útihúsum og hlöðu. Slysavarnadeild- in undir Eyjafjöllum hafði áður kynnt íbúum hreppsins þá mögu- leika, sem haugsugur gæfu við slökkvistörf, þar sem langt er að fara fyrir slökkvibíl frá Hvolsvelli. Húsið stendur uppi en allir innviðir þess brunnir og búslóð fólksins. Er húsið talið gjörónýtt. Búslóð var lágt vátryggð. Stormkaldi var og stóð af útihúsunum og mun það ásamt haugsugunni hafa bjarg- að þeim. Slökkvistarf stóð fram undir morgun. Þau Sigurjón, Guðbjörg og Jón urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni í þessum eldsvoða, en þau búa nú hjá frændfólki á næsta bæ, Syðri-Kví- hólma. 18,5% meiri en fiskifræðingar mæltu með. Skýrslan, sem einnig fjallar um ástand og horfur á afkomu annarra fisktegunda við ísland, hefur enn ekki verið send ráðuneyti í endanlegri mynd sinni, en vinnsla hennar er á lokastigi. Um loðnuveiði leggja fiski- fræðingar til að hámarksafli fari ekki umfram eina milljón smálesta frá upphafi sumarver- tíðar 1978 til loka vetrarvertíðar 1979. Nú þegar hafa veiðzt 650 þúsund lestir þannig að útlit er fyrir að grípa verði til verulegra takmarkana á vertíðinni í vetur, verði farið að ráðum fiskifræðing- Hí byyyir fyrir 2,1 milljarð á á nœstu 4 árum SAMRÁÐSHÓPUR um framtíð- aruppbyggingu Iláskóla íslands hefur nýlega skilað áliti sínu. í áliti þessa samráðshóps fyrir árin 1979 til 1982 er gert ráð fyrir að á vegum Háskólans verði byggt fyrir 2.1 milljarð króna og er þá miðað við verðlag haustið 1978. Gert er ráð fyrir því að happdrætti HÍ leggi til 1263 milljónir á þessu árabili og ríkissjóður 900 milljónir, en ekki er gert ráð fyrir framlagi frá ríkinu á þessu ári. í tillögunum er gert ráð fyrir að á tímabilinu ljúki þremur áföngum byggingar fyrir lækna- og tannlæknadeild á Landspítalalóðinni, tveimur 1800 fermetra byggingum á Háskóla- lóðinni, annarri austan Suður- götu, sem verði kennslubygging, og hinni vestan Suðurgötu, sem verði fyrir Raunvísinda- og verk- fræðistofnun. Þessi mynd var tekin í DC10 breiðþotu Flugleiða í I.uxemborg í gær skömmu áður en vélin átti að fljúga tóm til New Vork án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. en þar sem ekki var þá búið að ná samkomulagi við Loftleiðaflugmenn gat vélin ekki flogið með farþega á leiðinni ísland — New York. Á myndinni sést aðeins yfir hluta af farþegarými scm tekur 360 farþega í 10 sætaröðum með tveimur göngum. Ljósmynd. Kristinn Benediktsson. Tían kemur með 360 f arþega 1 dag DC-10 breiðþota Flugleiða átti að koma til Keflavíkurflugvallar í morgun í fyrsta skipti, frá New York. en til hafði staðið að vélin kæmi til landsins í gær frá Luxemborg. Samkomulag við Loftleiðaflugmenn um starf- rækslu vélarinnar náðist hins vegar ekki fyrr en eftir hádegi í gær og tafðist vélin því um einn sólarhring í áætlun þar sem fljúga varð vélinni tómri til Bandaríkjanna frá Luxemborg, en fyrir flug til Keflavíkur og New York varð að grípa til DC-8 vélar sem átti að fara í skoðun í Luxemborg í gær. Breiðþotan átti að koma fullhlaðin farþegum til Keflavíkur í morgun. en íslenzk- ar flugfreyjur hafa hafið störf á DC-10 breiðþotunni. í samkomulagi Flugleiða við Loftleiðaflugmenn er gert ráð fyrir að þjálfun Loftleiðaflug- manna á breiðþotuna hefjist skjótt og ljúki fyrir 1. apríl en þá rennur út samningstími erlendu flug- mannanna sem fljúga tíunni á meðan íslenzkir flugmenn eru í þjálfun. Þá hefur einnig náðst samkomulag um það við Loftleiða- flugmenn að þeir verði starfsmenn Flugleiða eigi síðar en 1. febrúar næsta ár. Stjórn Félags íslenzkra atvinnu- flugmanna, en í því eru m.a. flugmenn Flugfélags Islands, hafa hins vegar samþykkt að hafna því að gerast starfsmenn Flugleiða og ræða ekki að sinni sameiginlegan starfsaldurslista flugmanna FI og FLF. Þá hefur FÍA í Ijósi breyttra stöðuveitinga á DC-10, en áður hafði verið ráðgert að tveir flugmenn úr þeirra röðum kæmu þar til, ákveðið að leggja þunga áherzlu á að á flugleiðum FÍ fljúgi engir flugmenn nema í samráði við FIA. Þá hafa FÍA-menn ákveðið að krefjast launajöfnunar án tillits til flugvélategunda. Nánar segir frá sjónarmiðum FLF og FÍA á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.