Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
„Yfirlýsing vegna
K3aryalsstaða,,
„Gentleman’s agreement” sam-
rýmist ekki nútímavinnubrögðum
ÞESS SKAL getið vegna ranj?-
túlkunar. að fyrirsöíínin á
yfirlýsingu Sjafnar Sigur-
björnsdóttur ok Davíðs Odds-
sonar var samin á ritstjórnar
skrifstofu Mbl., og var því ekki
ritsmíð nreinarhöfunda. Með'
RÓðum vilja mátti út úr henni
snúa. en þeir sem lásu yfirlýs-
inguna, fóru ekki í RraÍRötur
um, hvað fyrir Rreinarhöfund-
um vakti. Fyrirsögnin hljóðaði
svo í Mbl.i „Gentleman's aj?ree-
ment“ samrýmist ekki nútíma-
vinnubrögðum“. í yfirlýsinR-
unni seRÍr svoi
„A síðustu stigum samninga-
viðræðna í desember s.l. var
margoft eftir því leitað, að gert
yrði það sem kallað var „gentle-
man‘s agreement“ um listráðu-
nautsstöðuna, þannig að fyrir-
fram yrði frá því gengið, hver
fengi þá stöðu, áður en hún væri
auglýst. Þessari málaleitan var
af okkar hálfu alfarið vísað á
bug, enda samræmist hún ekki
nútíma vinnubrögðum við af-
greiðslu opinberra mála.“
Það gengur enginn, sem þetta
les, gruflandi að því, hvað fyrir
þeim Sjöfn og Davíð vakir. En
þó hafa Mbl. borizt fregnir um
að umsjónarmönnum morgun-
útvarps hafi tekizt að misskilja
þetta, vegna fyrirsagnarinnar.
Kannski þeir lesi nú klausuna í
samhengi með morgunkaffinu?
Bjargið frá blindu
Þau börn skipta þúsundum, sem
verða blind af næringarskorti í
löndum eins og Indlandi, Brazilíu,
Indónesíu og víðar. Alþjóðasamband
húsmæðra hóf baráttu gegn þessu
meini árið 1973 með því að koma á
fót hjálparstöðvum, sem í senn veita
lækningu með lyfjum og matgjöfum
og veita fræðslu um hagnýtingu
matvæla, sem með réttri meðferð
geta veitt börnunum hin nauðsyn-
legu bætiefni.
Árangurinn er mikill. Fleiri og
fleiri hjálparstöðvar taka til starfa í
samvinnu við önnur alþjóðasamtök
og innlenda aðila á hverjum stað.
Kvenfélögin í Alþjóðasambandi hús-
mæðra annast allsstaðar undirbún-
ing og þau tryggja að hjálpin og
fræðslan nái til þeirra, sem hennar
hafa mesta þörf. Kvenfélagasam-
band íslands hefur ákveðið að efna
til fjársöfnunar í sjóðinn „Bjargið
frá blindu" í tilefni Alþjóðaárs
barnsins 1979. Stór og smá framlög
eru þegin með þökkum. Þau má
afhenda á skrifstofu Kvenfélaga-
sambands íslands, sem er opin alla
virka daga nema laugardaga kl. 3—5,
eða leggja þau inn á gíróreikning
nr. 12335-8. Söfnunin stendur yfir til
30. júní n.k.
Munið að lítil fjárhæð getur
BJARGAÐ BARNI FRÁ BLINDU.
(Fréttatilkynning frá Kvenfélaga-
sambandi Islands).
íslensk nútíma-
ljóð á finnsku
Morgunblaðinu hefur borist um-
sagnir finnskra blaða um bók sem
kom út hjá Wilin + Göös bókafor-
laginu haustið 1977 og hefur að
geyma úrval íslenskrar ljóðagerð-
ar frá stríðslokum, valið og þýtt á
finnsku af Maj-Lis Holmberg. I
bókinni eru ljóð eftir eftirtalin
skáld: Jóhannes úr Kötlum, Stein
Steinar, Stefán Hörð Grímsson,
Sigfús Daðason, Snorra Hjartar-
son, Þorstein Valdimarsson, Einar
Braga, Jónas E. Svafár, Þorgeir
Sveinbjarnarson, Hannes Péturs-
son, Sigríði Einars, Jón Óskar,
Dag Sigurðarson, Jóhann
Hjálmarsson, Matthías
Johannessen, Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, Þorstein frá Hamri, Ara
Jósefsson, Hannes Sigfússon, Ólaf
Jóhann Sigurðsson og Nínu Björk
Árnadóttur. Bókin heitir á finnsku
„Ja tunturiu takaa kuulet" („Og
handan fjallsins heyrir þú“), sem
er úr ljóði eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson.
Umsagnir um bókina eru allar
lofsamlegar og Maj-Lis Holmberg
þakkað fyrir að kynna Finnum
íslenska nútímaljóðlist, sem hafi
hingað til verið þvl sem næst
óþekkt þar í landi. Farið er
lofsamlegum orðum um ljóðin og
þýðingarnar, svo og um formála
þýðandans.
Erkki Mákinen skrifar m.a. í
Turvu Sanomat, stærsta dag-
blaðið, sem kemur út á finnsku í
Aabo (Turku): „Hérlendis eru bæði
gamlar og nýjar íslenskar bók-
menntar nánast óþekktar, fyrir
utan sögur Laxness. Ljóðaúrval
Maj-Lis Holmberg er því þeim
mun mikilvægara menningar-
framtak." Annars staðar skrifar
hann: „Innreið módernismans í
íslenzka ljóðagerð eftir síðari
heimsstyrjöldina fólst einkum í
upplausn hins hefðbundna forms,
en ný viðfangsefni komu einnig til
sögunnar. Bæði alþjóðleg og inn-
lend stjórnmál öðluðust sess í
ljóðlist Sögueyjarinnar."
í tímaritinu Arvosteleva
Kirjaluettelo (Kritiska
Bokkatalogen) segir Marja
Laakkonen m.a.: „(Þessi bók er)...
heillandi safnrit frá landi Sölku
Völku og þess hefur lengi verið
beðið. Hinn bókmenntasögulegi
formáli er einkar vel þeginn, þar
eð vitneskja okkar um íslenska
nútímaljóðlist er næsta lítil...
Skáldin íslensku eru snjöll og vel
að sér í orðsins list og ef unnt væri
vildi maður gjarnan kynnast þeim
betur.“
í grein í dagblaðinu Kymen
Sanomat sem gefið er út í
Frederiskhamn (Hamina) segir
m.a.: „Þetta safn íslenskrar eftir-
stríðsljóðlistar kynnir okkur á
áhugaverðan hátt meira en
tuttugu skáld og verk þeirra. »Og
handan fjallsins heyrir þú« hvern-
ig nútíðin leysir fortíðina af hólmi.
íslensk ljóðlist heldur enn hinum
íslensku sérkennum sínum, en á
þann hátt, að jafnvel það sem er
framandi virðist nálægt."
Þess má geta að bókin var gefin
út með styrk frá Norræna
þýðingarsj óðnum.
Lítidtil beggja
ítlcsður
á morgun
GUÐSSPJALL DAGSINS.
Matt. 8i Jesús gekk á skip.
LITUR DAGSINS.
Grænn. Litur vaxtar og
þroska.
DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Séra
Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa.
Þess er vænst að fermingarbörn
og foreldrar þeirra komi til mess-
unnar. Séra Þórir Stephensen.
ÁRBÆ J ARPREST AK ALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10:30 árd.
Guðsþjónusta í safnaöarheimilinu
kl,- 2. Séra Guömundur
Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 aö
Norðurbrún 1. Séra Grímur
Grímsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL:
Laugardagur: Barnasamkoma í
Ölduselsskóla kl. 10:30. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma kl. 11 árd. í
Breiöholtsskóla. Messa kl. 2 e.h. í
Breiöholtsskóla. Séra Lárus
Halldórsson.
BÚST ADAKIRK J A:
Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 2 — barnagæsla.
Organleikari Guöni Þ. Guömunds-
son. Séra Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Bamasamkoma í safnaöarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
P Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl.
2 11. Séra Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL:
i Barnaguösþjónusta í dag, laugar-
dag kl. 2 síöd. í Hólabrekkuskóla.
— Barnasamkoma á sunnudag kl.
11 árd. í Fellaskóla. Guösþjónusta
í safnaöarheimilinu aó Keilufelli 1,
kl. 2 síöd. Séra Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Messa og
altarisganga kl. 2. Séra Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Séra Karl Sigurbjörnsson.
Fjölskyldumessa kl. 2. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöju-
dagur: Lesmessa kl. 10:30. Beöiö
fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barnanna
á laugardag kl. 2.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11 árd.
Séra Arngrímur Jónsson. Guðs-
þjónusta kl. 2. Séra Tómas
Sveinsson. Messa og fyrirbænir kl.
5. Séra Arngrímur Jónsson. Biblíu-
leshringurinn kl. 8:30 á mánudags-
kvöld. Allir velkomnir. Prestarnir.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Kársnesskóla kl.
11 árd. Guösþjónustd í Kópavogs-
kirkju kl. 2 síðd. Séra Árni Pálsson.
LANGHOLTSPREST AKALL:
Laugardag: kl. 4 „Óskastund“ fyrir
börn.
Sunnudag: kl. 10:30 barnasam-
koma. Kl. 2 Guösþjónusta. Séra
Árelíus Níelsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11 árd.
Æskulýös- og fjölskylduguös-
þjónusta kl. 2 síöd. Helgileikur í
umsjá kirkjuskólans. — Þrjár
stúlkur úr Garöabæ syngja.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA:
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11 árd. í
Félagsheimilinu. Séra Guömundur
Óskar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN { Reykjavík:
Barnasamkoma kl. 10:30. Messa
kl. 2. Organleikari Siguröur ísólfs-
son, prestur séra Kristján Róberts-
son.
FÍLADELFÍUKIRKJAN:
Sunnudagaskólarnir byrja kl.
10.30 árd. Almenn guösþjónusta
kl. 8 síöd. Söngstjóri og organ-
leikari Árni Arinbjarnarson. Einar
J. Gíslason.
GRUND elli og hjúkrunarheimili:
Messa kl. 10 árd. Séra Lárus
Halldórsson.
DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS
Landakoti: Lágmeasa kl. 8.30 árd.
Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa
kl. 2 síöd. Alla virka daga er
lágmessa kl. 6 síöd., nema á
laugardögum, þá kl. 2 síöd.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl.
11 árd.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 10 árd.
Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn
kl. 20 og hjálpræóissamkoma kl.
20.30.
KIRKJA JESÚ KRISTS af síöari
daga heilögum — Mormónar:
Samkomur aö Skólavöröustíg 16
kl. 14 og kl. 15.
ENSK messa veröur í kapellu
Háskólans kl. 12 á hádegi.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Guösþjón-
usta kl. 2 síöd. Séra Bragi
Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garöabæ: Hámessa kl. 2 síöd.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi:
Barnaguösþjónusta kl. 10.30 árd.
Safnaöarprestur.
VÍOIST AÐASÓKN:
Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Hrafnistu. Séra
Sigurður H. Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa
kl. 2 síðd. Altarisganga. Séra
Gunnþór Ingason.
NÝJA POSTULAKIRKJAN,
Strandgötu 29: Sunnudagaskóli kl.
11 árd. Guösþjónusta kl. 4 síöd.
KÁLFATJARNARSÓKN:
Barnasamkoma í Glaöheimum kl.
2 síöd. Séra Bragi Friðriksson.
KEFLAVÍKUR- OG NJARDVÍKUR-
PRESTAKÖLL: Sunnudagaskóli í
Keflavíkurkirkju og í Stapa kl. 11
árd. og í Innri Njarðvík kl. 13.30.
Guösþjónusta í Keflavíkurkirkju kl.
2 síðd. Séra Ólafur Oddur
Jónsson.
KIRK JUVOGSKIRKJA: Messa kl. 2
síöd. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 2 síöd. Sóknar-
prestur.
STOKKSEYRARKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 síöd. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeirra. Séra Björn
Jónsson
s-
Utvarpsgudþjónustan
ÚTVARPSGUÐÞJÓNUSTAN á sunnudagsmorgun verður
að þessu sinni í Kópavogskirkju. Prestur Séra Þorbergur
Kristjánsson. Organisti Guðmundur Gilsson. — Þessir
sálmar verða sungnin
í Nýju Sálma- í GI. Sálma-
bókinnii bókinnii
44 210
35 58
372 364
290 126
530 683