Morgunblaðið - 27.01.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
Orkin hans Nóa
ErlinKur Davíðsson. Nói báta-
smiður.
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Akureyri 1978.
Erlendur Jónsson hefur ritað
um þessa bók í Morgunblaðið og
dæmt hana mjög að verðleikum,
enda er þetta greinarkorn ekki til
þess ritað að finna að dómi hans..
Mér þykir bókin læsileg og fróðleg.
Hún segir skýrt og skipulega frá
æviferli dugandi manns, sem mér
virðist hafa ávaxtað með ágætum
sitt pund, og þess vil ég geta, að
söguritaranum hefur auðsjáanlega
tekizt sérlega vel að fylgja frá-
sagnarhætti sögumannsins. Þarna
kemur fjölmargt til greina, þó að í
seinasta hluta bókarinnar sé að
vonum mest dvalið við skipasmíð-
ar hins frábærlega starfsama og
dv^rghaga sögumanns. Frásögnin
af bernsku- og unglingsárum hans
er dæmigerð um verksvið og
uppeldi veztfirzkra barna og ungl-
inga á góðum heimilum á fyrsta
áratugum þessarar aldar, þar sem
hvort tveggja kom til, að þeim var
séð fyrir brýnustu þörfum til fata
og fæðis og að sjálfsbjargarhvöt
þeirra var vakin og þjálfuð með
fjölþættri þátttöku í afkomubar-
áttu heimilisins á sjó og landi. Mér
þótti svo margt koma fram í
frásögninni um heimilishætti á
Kjaransstöðum c'; athafnir Nóa og
félaga hans, að brátt flaug mér í
hug við lesturinn, að ef ég hefði
ritað söguna, hefði ég viljað velja
henni heitið Órkin hans Nóa — og
auðvitað ekki í niðrandi skyni!
Þó að ég sé fæddur í Lokinhömr-
um í Arnarfirði og uppalinn þar til
fjórtán ára aldurs, þekkti ég á
bernsku- og unglingsárum vel til
manna í Dýrafirði og athafnarlífs-
ins þar á því skeiði, sem Nói segir
frá, enda erum við svo til jafnaldr-
ar, hann tæpum tveimur árum
eldri, og síðan hafði ég náin kynni
af Dýrfirðingum, þegar foreldrar
mínir fluttust norður í Haukadal
haustið 1912. Svo var ég búsettur á
ísafirði frá 1928 til 1946 og fór þá
oft vestur í Dýrafjörð, auk þess
sem margir Dýrfirðingar heim-
sóttu mig á ísafirði. Ég ætti því að
vera nokkuð dómbær á frásagnir
Nóa af mönnum og málefnum. Ég
hef og rekiW mig á atriði í bók
hans, sem mér þykir ástæða til að
leiðrétta, og er ég síður en svo
hissa á því. Ég hef sjálfur skrifað
ævisögur og komizt að raun um, að
þrátt fyrir góðan vilja, geta slæðzt
inn í frásagnir mínar og sögu-
manna minna jneira og minna
meinlegar villur.
Nói segir frá því, að hann var
sem unglingur háseti föður míns á
vélbátnum Hreggviði frá Meðaldal
í Dýrafirði. Segir hann þar, að
faðir minn hafi verið Gíslason, en
hann var sonur Kristjáns Odds-
sonar, sem fyrstu og síðustu
búskaparár sín bjó í Lokinhömr-
um. En þó að ég leiðrétti þessa
villu, er það fyrst og fremst vegna
kynningar Nóa á einum mesta
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
merkismanni síns tíma í Dýra-
firði, sem ég rita þetta greinar-
korn. í bókinni segir svo.
„Sá hét Kristján, sem bátinn
átti, einn af mörgum Kristjánum,
sem allsstaðar óðu uppi og fólk
ruglaðist á. Hann var víst hvorki
gefinn fyrir búskapinn né að vera
á sjónum sjálfur, en konan hans,
sem Helga hét, bætti það allt upp,
stjórnaði úti og inni og svo höfðu
þau ráðsmann til halds og trausts,
og ég kynntist honum ofurlítið, því
það var róið að heiman, frá
Meðaldal". (í bókinni stendur
Meldal, sem auðvitað er prent-
villa).
Kristján Andrésson varð
snemma skipstjóri. Hann nam
sjómannafræði hjá Magnúsi
Össurarsyni, mági hins alkunna
Torfa Halldórssonar. Kristján lét
sér ekki nægja námið hjá
Magnúsi, heldur fór til Danmerkur
og tók skipstjórapróf í Bogö. Hann
var síöan mjög lengi skipstjóri á
skonnortu, sem hét Haffrú, enda
var hann að hálfu eigandi hennar.
Alls var hann skipstjóri á segl-
skútum í 30 ár, var mikill
aflamaður og frábær sjómaður,
röggsamur yfirmaður, en um leið
valmenni, sem lét sér mjög annt
um áhafnir sínar. Hann keypti
loks vélbátinn Hreggvið og var
formaður á honum í 5 ár. Hann
var og áhugasamur búmaður, enda
var hann fyrsti formaður búnaðar-
félags Þingeyjarhrepps, bætti
mjög bújörð sína, lagði í það fé,
sem honum græddist á sjónum.
Þegar hann hætti formennsku á
Hreggviði, var hann kominn yfir
sextugt og orðinn heilsuveill eftir
allt sitt volk á sjónum. En þó að
satt sé, að kona hans væri
skörungur, réð hann auðvitað
fjármálum heimilisins og raunar
öllu, sem hann kærði sig um að
ráða, enda bar húsfreyjan fyrir
honum djúptæka virðins“ vlldi
hans sóma > hvlvetna. Þess er enn
ógetið, að áður en sjómannaskóli
tók til starfa í Reykjavík, kenndi
Kristján Andrésson mörgum vest-
firzkum piltum sjómannafræði,
þar á meðal föður mínum og fleiri
af farsælustu skútuskipstjórunum
vestra. Hann kenndi einnig segla-
saum og var kunnur að því að
vanda þá mjög svo mikilvægu
vinnu sem allra bezt.
Á blaðsíðu 75 í bókinni farast
sögumanninum þannig orð:
„Proppébræður áttu flesta hluti
á Þingeyri. Verzlunina og sitthvað
fleira höfðu þeir keypt af þýzkum
faktor, sem Veldel var nefndur og
man ég eftir honurn."
Friðrik Wendel átti aldrei Þing-
eyrarverzlun, en hann var í
áratugi faktor verzlunar Níelsar
Ghristjáns Gram, sem jafnan
dvaldi í Kaupmannahöfn á vetr-
Nói bátasmiður
Gram lézt á Þingeyri 1897, og
erfingjar hans seldu verzlunina
dönsku fyrirtæki, sem kallaði sig
Grams Handel A/S. Fram-
kvæmdastjóri þess var Ólafur
Benjamínsson, sem var kvæntur
dóttur Wendels og seinni konu
hans, Svanfríðar Ólafsdóttur,
skipstjóra Péturssonar. Var
Wendel faktor áfram til 1904, en
þá fluttist hann burt frá Þingeyri.
Síðan varð hið svokallaða
Milljónafélag eigandi Grams-
verzlunar, og varð U»rl Froppé
faktor. Miiijonafélagið varð gjald-
þrota um áramótin 1913—-T4.
Voru skip fyrirtækisins ekki gerð
út vorið og sumarið 1914 nema
Elísa, sem áhöfnin tók á leigu.
Faðir minn hafði verið skipstjóri á
einni af skútum verzlunarinnar
1912 og ’13, og svo var hann þá
formaður á Hreggviði frá Meðal-
dal í tvö ár. Árið 1914 var stofnað
fyrirtækið Bræðurnir Proppé. Carl
fluttist þá til Reykjavíkur, en
Ólafur, bóðir hans, varð faktor
Þingeyrarverzlunar. Hann hafði
áður verið faktor á Hellissandi í 8
ár.
Á blaðsíðu 59 er Guðmundur
Einsrsson refaskytta sagður vera
frá Rauðasandi við Önundarfjörð.
Þarna hygg ég, að Nói hafi
mistalað sig, og þetta hefði hinn
raunar slyngi söguritari átt að
geta leiðrétt, því að flytja Rauða-
sand norður fyrir Barða er ámóta
og að kippa Svalbarðsströnd vest-
ur fyrir Skagatá. Þá segir Nói, að
Lárus Björnsson, sem smíðaði
vélbátinn Sæljón, hafi selt hann
Proppé-bræðrum. En þann bát
smíðaði Lárus handa föður mín-
um, sem átti hann nokkur ár í
Lokinhömrum, vildi með því móti
reyna, hvort ekki yrði bætt úr
þeim tekjumissi, sem eyðing tog-
ara á aflabrögðum í utanverðum
Arnarfirði olli á tiltölulega fáum
árum. En sú varð ekki raunin, svo
að faðir minn fluttist burt og
gerðist á ný skipstjóri á dýrfirzk-
um og síðar ísfirzkum handfæra-
þilskipum. Hann seldi því Sæljón-
ið Milljónafélagsverzluninni á
Þingeyri. Sæljónið var annars
afbrigða góð fleyta, hvort sem það
var undir seglum einum saman eða
knúið vél. Þegar ég sá það seinast,
var það eign Sigurðar kennara og
verzlunarmanns Einarssonar á
Þingeyri, en hans getur Nói sem
afbragðs fræðara. Hann skreytti
Sæljónið, svo að það hefði sómt sér
vel sem lystiskip, og þótti mér
vænt um þetta. Þá þykir mér rétt
að geta þess, að síðasta bóndann á
Fjallaskaga í Dýrafirði nefnir Nói
tvisvar sinnum Björn, en síðar
Bjarna. Hann hét Bjarni Sigurðs-
son. Hann átti fjölda barna, og er
af honum komið margt fólk og
dugandi. Á blaðsíðu 134 getur Nói
viðskilnaðar þeirra hans og Gunn-
ars Jónssonar frá Hvammi í
Dýrafirði. Þar segir meðal annars
svo: „Trillubáturinn okkar hé*
Dynjandi, nafnið ái Dýrafirði,
auftvitnö". Þarna hygg ég, að eigi
að standa: úr Arnarfirði. Um þá
Proppébræður segir Nói út af
verzluninni á Þingeyri: „En nú
réðu fyrir henni þrír bræður,
ættaðir úr Ólafsvík og hétu Karl,
Ólafur Anton og Jóhannes.
Bræðurnir voru fimm, og þeir hétu
Carl, Jón, Anton, Olafur og
Jóhannes og voru fæddir og
uppaldir í Hafnarfirði, synir
Proppé bakara þar og konu hans
Helgu Jónsdóttur frá Grjóteyri í
Kjós. Þá er það ekki rétt, að
kviðslitsbönd hafi ekki verið kom-
in til, þegar Nói hafði kynni af
Jóni Justssyni. Hjá föður mínum í
Lokinhömrum voru tveir aldraðir
menn, sem notuðu slík bönd, en
þau þóttu dýr og kann það og
sérvizka og harka Jóns Justssonar
að hafa valdið því, að hann átti
ekki slíkt líknartæki.
En hvað sem þessum villum
líður, sem hinn snjalli söguritari
hefði getað komizt hjá með hægu
móti með nokkurri könnun heim-
ilda, er saga Nóa merkisrit.
Frásagnirnar af því, sem hann
fékk áorkað sem ólærður skipa-
smiður, eiga vissulega fáa sína
líka. Eitt hið furðulegasta í
bókinni er raunar það, hve vel
hann var háskalegan sjúkdóm,
enda hefur hann verið gæddur að
eðlisfari slíkri herkju og mót-
stöðuafli, að segja mætti um hann
eins og suma í fornsögum okkar að
hann bitu engin járn. Snemma á
ævi hans bar svo til, að félagi hans
skaut skammbyssukúlu í fram-
haldlegg á honum, og gekk hún að
beini. Gunnlaugur Þorsteinsson,
hinn valinkunni læknir á Þingeyri,
gerði að sárinu, en fann ekki
kúluna, Samt greri sárið. Nói
segir:
„En það er af byssukúlunni að
segja, að áratugum síðar minnti
hún rækilega á sig og var þá
komin í nárann á mér, alveg
útundir skinn. Hún hafði allan
tímann verið að hringsóla í
skrokknum á mér. Ég tók hana
milli fingra mér og hljo að
skömminni þeirri arna. En ég var
svo vitlaus að nota ekki tækifærið,
fara til læknis og láta hann gera á
mér svolitla skinnsprettu og taka
kúluna. En þegar ég ætlaði að láta
verða af framkvæmdum, var kúlan
horfin og ég hef ekki orðið hennar
var síðan. En einhvers staðar er
hún á flakki í skrokknum á mér og
hún fylgir mér sjálfsagt héðan af.“
Svo þakka ég Nóa frásögn hans
og vona, að hann hljóti fagurt og
friðsælt ævikvöld. Og vissulega er
ég sammála þessum orðum hans:
„Góður bátur á hvítfextum öldum
er nær því en flest annað sem
maðurinn hefur smíðað með huga
sínum og höndum, að vera lifandi.
Þannig finnst mér þetta vera,
fóstri."
Guðmundur Gíslason Haglín.
um.
SýningHafeteinsAustmanns
Fyrir aðeins örfáum árum
hefði engum komið til hugar að
halda málverkasýningu í
janúarmánuði. Nú er þessi
fyrsti mánuður ársins rúmlega
hálfnaður, og allt logar í sýning-
um, bæði hér í borg og einnig
norður á Akureyri. Þessi fjör-
kippur svo snemma árs ber gott
vitni um þá breytingu, sem átt
hefur sér stað á undanförnum
árum. Hraði nútímans, væri
eflaust sannara að segja, en við,
sem farnir erum að kemba
hærurnar, verðum oft á tíðum
steinhissa á því framtaki og
fjöri, sem kemur fram í mynd-
list hérlendis, sérstaklega í
seinni tíð. Upphaf þessa máls er
að nokkru útúrdúr, en skrifið á
að fjalla um sýningu Hafsteins
Austmanns, sem hann hefur
sett saman í nýrri vinnustofu
sinni við Hörpugötu í Skerja-
firði. Það mun vera við við no. 8
á Hörpugötu sem Hafsteinn
hefur komið sér svo vel fyrir, að
flestir þeir myndlistarmenn,
sem hann sækja heim, gætu
orðið öfundsjúkir yfir hinni
fallegu vinnustofu hans. Fyrir
allmörgum árum reisti Haf-
steinn aðra vinnustofu, þá í
Kópavogi, og hefur því sýnt
sérstakan dugnað á þessu sviði,
og ég held, að hann hljóti að
hafa unnið mikið að þessu öllu
með eigin höndum.
Sýningin er vígsla á þessari
nýju vinnustofu, sem Hafsteinn
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
hefur gert með ágætum. Þar
sýnir hann 26 málverk, gerð í
olíu og acryl á seinustu árum.
Sýningin í heild fer ágætlega, og
þarf ekki að kynna Hafstein
fyrir þeim, sem auga hafa haft
með myndlist á undanförnum
áratugum. Við þessa litlu og
snotru sýningu vex hann sem
listamaður, og ég fæ ekki betur
séð en að valinn hlutur sé í
hverju horni, ef svo mætti segja.
Það hafa ekki átt sér stað neinar
stökkbreytingar hjá Hafsteini
að undanförnu, en hann vinnur
af stillingu og festu. Bætir
smátt og smátt við myndauðgi
verka sinna. Nær meiru valdi
yfir litatónum og stemmir
hljóðfæri sitt betur og betur að
sínum innri manni. Þannig tekst
honum að halda í skefjum
formum og sveiflum, sem síðan
mynda hljóm, sem mér finnst
einna sérkennilegastur og
sterkastur í verkum eins og nr.
4, 14, 22 og 23. Ég nefni aðeins
þessi verk til að sanna það, sem
ég segi hér að ofan. En það væri
hægðarleikur að nefna önnur
verk á þessari sýningu og gera
Hafsteini eins rétt til, þrátt
fyrir það.
Ég held, að ég fari ekki með
ósannindi, er ég held því fram,
að þessi sýning Hafsteins Aust-
manns sé ein sú eftirtektarverð-
asta, sem ég hef séð frá hans
hendi. Þarna eru verk frá
nokkrum árum og fara þau
sérlega vel saman. Þarna sést
einnig þróun Hafsteins nú
seinustu árin, og það fer ekki
milli mála, að hann hefur lagt
mikla alúð við myndgerð sína og
þannig skapað sér stíl, sem er í
senn persónulegur og lifandi.
Allar þessar myndir eru í
abströktum tón, sem hefur alla
tið verið Hafsteini eðlilegur.
Það má á þessari sýningu finna
ýmislegt, er ætíð hefur verið í
verkum Hafsteins, og nú verður
fróðlegt, hvernig hann tekur við
sér í hinu nýja og skemmtilega
húsnæði. Þar er birta og ég tel,
að honum hafi vel tekist í
þessum framkvæmdum.
Að lokum vil ég hvetja fólk til
að skoða þessa sýningu, því að
hún er þess sannarlega verðug.
Ég óska svo til hamingju og
þakka fyrir mig.
Valtýr Pétursson.