Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Bemard Leviru Bakhliðin á „ endurreisn- arstarfinu ” í Víetnam nn einu sinni eiga sér stað blóðsúthellingar á börmum grafanna í Suðaustur-Asíu. - Væringar Víetnama og Kambódíumanna í skjóli kommún- istastórveldanna, sem berjast um völd og yfirráð, hafa leitt til enn meiri harðstjórnar í báðum ríkjunum og enn meiri þjáninga þjóðanna, sem þarna búa, miðað við það sem verið hefur. Ekki er hægt að segja annað en að talsverður gálgahúmor felist í því þegar Sovét-leiðtogarnir eru farn- ir að hneykslast á grimmdar- verkum kommúnista í Kambódíu og þegar valdhafar í Kína eru farnir að láta sem strengjabrúður þeirra, löðrandi í blóði, séu einhver saklaus fórnarlömb yfirgangs- samra Víetnama. Það er hins vegar ekki víst að slíkur húmor sé í miklum metum í fangabúðunum í Víetnam eða í fjöldagröfunum í Kambódíu. Svo skammt er síðan ég sagði álit mitt á málefnum Kambódíu, að ég hirði ekki um að gera það nú, en frá Víetnam hef ég fengið fregnir, sem ekki einungis brjóta algjörlega í bága við gagnrýnis- lausa tízkuþvaðrið, sem við heyr- um um þessar mundir frá fylgis- mönnum „frelsunar" Víetnams á Vesturlöndum, heldur gefur ákveðna vísbendingu um að þau okkar, sem án þess að búa yfir sérstakri spásagnargáfu reyndu að segja fyrir um hvers konar ógnir kæmu í kjölfar falls Suður-Víet- nams, höfum engan veginn rennt grun í þær staðreyndir, sem nú blasa við. Á síðasta ári bárust tvívegis til Vesturlanda makalausar upplýsingar frá manni, sem tekizt hafði að flýja úr því alls- herjar-fangelsi, sem Víetnam er orðið. I öðru tilvikinu var um að ræða yfirlýsingu, sem lesin var upp fyrir framan dómkirkjuna í Saigon i fyrra. Yfirlýsinguna höfðu samið átta Víetnamar og voru sex þeirra viðstaddir lestur- inn. Fyrir vikið voru þeir auðvitað handteknir og settir í fangelsi, þar sem þeir fluttu boðskap sinn munnlega (í víetnömskum fangels- um hafa fangar að sjálfsögðu ekki leyfi til að hafa hjá sér lesefni).' Samfangi þeirra, að nafni Doan Van Toai lærði yfirlýsinguna utan bókar. Hann var síðan látinn laus og tókst að flýja land skömmu síðar. Hann skrifaði niður yfir- lýsinguna þegar hann slapp úr fangelsinu og tók hana með sér til Frakklands. Þaðan fékk ég svo eintak. Áður en ég vitna í yfirlýsinguna ætla ég að hafa nokkur orð um þá átta menn, sem að henni standa. Nær allir voru þeir yfirlýstir andstæðingar þeirra einræðisstjórna, sem fóru með völd í Suður-Víetnam í stríðinu. Sumir höfðu setið í fangelsi fyrir þau afskipti sín (einn meira að segja framseldur til Norður-Víet- nams). En, eins og ég hef svo oft sagt, þeir sem standa gegn ólýð- ræðislegum aðgerðum hægri sinnaðra einræðisstjórna í nafni lýðræðis fremur en í nafni kommúnisma, eru þeir and- stæðingar, sem kommúnistar óttast mest af öllu. Og mikið rétt: Væri maður reiðubúinn til að taka á sig þjáningar fyrir lýðræðishug- sjónina með því að standa gegn stjórn Diems eða Thieus, hversu miklu fremur hlaut hann þá ekki að standa gegn ennþá grimmari stjórn kommúnista eftir að þeir fóru með sigur af hólmi. Af hugrekki, sem vart er á okkar færi að skilja, stóðu þessar sex hetjur á tröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Saigon og fluttu í heyranda hljóði mótmæli sín, eða það sem þeir náðu að koma á framfæri áður en þeir voru dregnir á braut og þeim varpað í fangelsi. Þeir lögðu í upphafinu áherzlu á það atriði, sem þeir byggja afstöðu sína á: „Með því sem eítir er af þverrandi kröftum og andlegum styrk ætlum við að berjast án ofbeldis fyrir því að mannréttindi verði virt í Víetnam. Við kjósum að gera það án ofbeldis af því að það er eina leiðin til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar og mannfórnir með þjóð sem á undanförnum áratugum hefur þolað svo takmarkalausar píslir.“ Þá beina þeir máli sínu til bænda og verkamanna í löndum heims: „Lítið til bræðra yðar í Víet- nam. Víetnamski bóndinn erfiðar í kraumandi frumskógunum. upp á náð og miskunn náttúruaflanna kominn. einungis til þess að uppskera hans verði síðan gerð upptæk í nafni uppbyggingar hins svokallaða „sósíalisma“. Uxi fær stundarhvfld eftir að hafa gengið fyrir plógi allan daginn. en víetnamskur bóndi, sem hefur þrælað liðlangan daginn úti á hrísakri, er neyddur til að eyða sinum örfáu tóm- stundum í glórulausar umræður og til að taka við innrætingu ... Gerið yður í hugarlund þær aðstæður sem víetnamskur verka- maður vinnur við. Hann er neyddur til að vinna alla daga mánaðarins án þess að geta gert sér vonir um að bera annað úr býtum en smánarlega ölmusu f laun, um leið og hann er þvingaður til að lýsa því yfir að hann vinni af frjálsum og fúsum vilja.“ Næst tala þeir til „Presta, vísindamanna, listamanna og um- bótasinnaðra menntamanna" og heita á þá að koma til hjálpar. Þessi krafa ber því ljóslega vitni hve tengsl þeirra eru lítil við „umbótasinna" á Vesturlöndum, þar sem prestar, vísindamenn, listamenn og umbótasinnaðir menntamenn kæra sig kollótta um Arlög þeirra, ef þeir eru þá ekki -jafnvel einlægir stuðningsmenn kúgara þeirra. En „Við höfum séð“, segir í yfirlýsingunni, „verkamenn og bændur neydda til að vinna kauplaust í frfstundum sfnum af ótta við að hrísskammtur fjöls- kyldu þeirra vcrði skertur og að hún verði hungurmorða. Konur og gamalmenni gera sér upp bros á fundum og samkomum þótt hugur fylgi ekki máli af ótta við að hrfsskammturinn og nauðþurftir fjölskyldunnar verði af þeim tekin. Fangar, sem jafnvel eftir að þeim hcfur verið sleppt, verða að þegja, þora ekki að minnast á þær hörmungar, sem þeir hafa orðið vitni að í fangelsum. Þeir lifa í stöðugum ótta við að konur þeirra og börn verði svipt hrísskammtinum og deyi úr hungri.“ Þessu neyðarkalli frá þjáðu fólki lýkur svo: „Hvcr dagur sem líður, færir milljónum Víetnama meiri pyntingar og þáningar. Þeir bíða þess að mannvinir um heim allan mótmæli kröftuglega og láti til skarar skríða.“ Þeir þurfa kannski að bíða tímakorn. Hitt skjalið sem barst til Vesturlanda um svipað leyti, þótt það hafi verið samið nokkru fyrr, en erfðaskrá um það bil 350 karla og kvenna, sem öll sátu í fang- elsum eða fangabúðum í Víetnam þegar þau undirrituðu það — sum allt frá falli Suður-Víetnams. Sumt af þessu fólki hafði mátt þola pyntingar, og allt vissi það gjörla hvaða refsing biði þess eftir að yfirlýsingunni hefði verið smyglað út og hún birt utan fangelsismúranna. Þó rituðu 49 manns sín réttu nöfn undir yfirlýsinguna. Skjalið varpar ljósi á sumt það, sem gerði fyrri yfirlýsinguna óhjákvæmilega: ... ?—Þrátt fyrir hinn mikla fjölda fangelsa, sem stjórn Thieus eftirlét, — fangelsa sem að almannaáliti í heiminum voru á sínum tíma fordæmanleg, getur kommúnistastjórnin ekki lengur bætt föngum við þann fjölda, sem fyrir er. Enda þótt ráðstafanir hafi verið gerðar til að stórauka fangelsisbyggingar hefur öryggis- lögreglan í skyndi orðið að leggja undir sig skóla, gistihús, skrif- stofubyggingar og jafnvel munaðarleysingjahæli og breyta þeim í fangelsi. Sú hefur raunin orðið með Hotel Dai Nam, Dai Loi bygginguna (í miðri Saigon) og Long Tanh munaðarleysingja- hælið. Fangelsiskerfi fyrri stjórnar [tilefni harkalegrar for- dæmingar og afdráttarlausra mótmæla almenningsálitsins í heiminum] hefur verið látið víkja fyrir öðru kerfi, þar sem ofsóknir og grimmdarverk eru skipulögð og framkvæmd af meiri hugkvæmni. Allt samband milli fanga og fjölskyldna er stranglega bannað, jafnvel bréflega. Þannig veit fjölskylda fangans ekkert um afdrif hans, heldur lifir í yfir- þyrmandi angíst, og á ekki annars úrkosta en að þe,-ja af ótta við að fanginn, sem hafður er sem nokkurs konar gísl, verði myrtur hvenær sem vera skal án þess að fjölskyldan fái vitneskju'um það • Mikið er búið að dásama „frelsun“ og „endurreisn“ í Víet- nam eftir að stríðinu lauk með sigri kommúnista. Gífurlegar f járhæðir hafa runnið til upp- byggingar í landinu síðan, ekki sfzt frá Bandarfkjunum og Norðurlöndum. Eftir innrás Víet- nama í Kambódíu hefur örlætið þó minnkað verulega, en þó mun stjórnina í Hanoi hvorki skorta f jármagn né hergögn til áfram- haldandi stríðsreksturs. Eins og kunnugt er er her Víetnama hinn öflugasti f Indókína, auk þess sem í landinu er mesta vopnabúr í þessum heimshluta. Þar er að finna nýtfzku vopn frá Sovétríkj- unum, en ekki skiptir minnstu það safn af alls kyns vopnum, sem Bandaríkjamenn skildu þar eftir. Stöðugur flóttamannastraum- ur er frá Víetnam. og kemur sú staðreynd ekki heim og saman við það „sæluríki“, sem kommúnistar og formælendur þeirra á Vestur- löndum þreytast seint á að útmála. Flóttamenn frá Víetnam skipta orðið hundruðum þúsunda og virðist ekki verða lát á þeim þjóðfiutningum. Myndin hér að ofan var tekin um borð í flótta- mannaskipi við Malaysfu. Enn er ekki allt talið: „Leggja verður áherzlu á að aðstæður í fangelsunum eru svo ömurlegar að engu tali tekur. Til dæmis má nefna Chi Hoa fangels- ið, aðalfangelsið í Saigon. Þar voru nær 8 þúsund fangar hafðir í tíð fyrri stjórnar og þá var ástandið harðlega fordæmt. Nú er næstum 40 þúsundum fanga troðið inn í þetta íangelsi. Fangar deyja iðulega úr hungri eða af súrefnisskorti, ellegar þá eftir pyntingar, auk þess sem margir falla fyrir eigin hendi. Meðal þeirra, sem þannig hafa endað ævi sína, eru séra Iloang Quynh, áttræður að aldri, formaður „Æðsta trúmála- ráðsins“ í Víetnam, rithöfundur- inn Duyen Anh og svo framvegis. Enn þann dag f dag vitum við ekki hvað orðið hefur um séra Tran Huu Thanh, forseta „Hreyfingarinnar gegn spillingu“, sem starfaði í tíð Thieu-stjórnarinnar, öldungur inn Thon Buu, opinber málsvari An Quang Pagoda og Gia Dinh- -svæðisins, lögfræðingurinn Tran Dang San, forseti „Mannréttinda- hreyfingar Víetnams“, og skop- myndateiknarann Nguyen Hai Chi. Allir voru þeir fársjúkir, en fengu cngin meðul.“ Þessi tvö skjöl gefa einungis hugmynd um brot af þeirri vesöld sem ríkir í Víetnam eftir að kommúnistar tóku völdin í sínar hendur. Útlaga- og flóttamanna- samtök í Evrópu hafa safnað upplýsingum um ástandið í land- inu eftir fall Suður-Víetnams. Árangurinn er hryllilegur listi, sem í rauninni er óvefengjanleg leiðrétting á þvættingnum, sem við höfum fengið að heyra um hið aðdáanlega þjóðfélag sem kommúnistar væru að byggja upp á styrjaldarrústum. Útilokað er að áætla nokkurn veginn heildar- fjölda fanganna í troðfullum fangelsum og fangabúðum í Víet- nam. Stjórnin lýsti því eitt sinn yfir að fangarnir væru um 400 þúsund að tölu, en segir nú að ekki séu nema 50 þúsund eftir. Hina sé búið „endurhæfa". Que Me (Mann- réttindanefnd Víetnams) telur hinsvegar að allt að 800 þúsundir karla, kvenna og barna lifi um þessar mundir í ánauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.