Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 15 FORD ÁAI KTAKir; 1979 hefur lítið sjónsvid Nú er sá árstími genginn í garð sem gefur húsmæörum kost á að bæta nýjum hrognum og lifur í soðninguna. Ráðstefna Sjálfstœðisflokksins um skólamál: 5.160.000,- 5.435.000.- 5.695.000 - í dag frá kl. Liður í stefnumótun Sjálf- stæðisfíokks í menntamálum SVEINN EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SÍMI85100 REYKJAVÍK Velferðarríkið okkar MÁLEFNANEFND Sjálfstæðisflokksins um skóla- og fræðslumál og Samband ungra sjálf- stæðismanna gangast fyrir ráðstefnu um skóla- mál laugardaginn 3. febrúar næstkomandi. Efni ráðstefnunnar verð- ur raunveruleg vanda- mál skólanna í starfi, tengsl milli skólastiga og tengsl skólanna við at- vinnulífið. Samkvæmt upplýsingum dr. Halldórs Guðjónssonar stærðfræðings, sem stjórna mun ráðstefn- unni eru ráðstefnan liður í stefnumótun Sjálf- stæðisflokksins í mennta- málum og verður lagt kapp á að kynnast reynslu þess fólks, sem fæst við þessi mál daglega. Sex frummælendur verða á ráðstefnunni, sem haldin verður í Valhöll klukkan 09.30. Frummælendur verða: Guðni Guðmundsson rekstor, Ólafur Ásgeirsson skóla- meistari, Sigurjón Fjeldsted skólastjóri, Sigurður Guð- mundsson skólastjóri, Sverr- ir Pálsson skólastjóri og Þórir Einarsson prófessor. Ráðstefnan verður sett af Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, en síðan verða fluttar fram- söguræður fram til hádegis. Eftir hádegi verða umræðu- að ræða um raunveruleg vandamál skólastarfsins í stað ytri ramma þess, sem eru skipulags- og stjórnunar- mál. Um þau atriði fjallar umrætt frumvarp ítarlega, en menn hafa gagnrýnt það fyrir að taka lítt á raunveru- legum vandamálum skóla- starfs. „Það er greinilegt," sagði dr. Halldór, „að það hefur skort umfjöllun um þá áþreifanlegu hluti, sem frum- varpinu er ætlað að fjalla um, enda hvergi að finna upplýsingar um raunverulegt skólastarf og árangur þess. Engin menntunartölfræði er til, nema þá á mjög af- mörkuðum þáttum skóla- starfsins. Tveir annmarkar eru á gerð frumvarpsins að því er virðist í fljótu bragði, öll grundvallaratriði þess eru óunnin og í því er engin stefna, nema sem lýtur að stjórnunar- og skipulags- þætti þess, þó án allra tengsla við skólastarfið." Aðurnefnt frumvarp fjall- ar um 2. stig íslenzks menntakerfis. Á fundinum verður einnig fjallað um 1. stigið, grunnskólastigið og tengsl þessara tveggja skóla- stiga. Halldór kvaðst hafa lagt á það áherzlu að menn lýstu vandkvæðum skóla- starfsins og hvað þar helzt bjátaði á. Hann kvað að lokum Sjálfstæðisflokkinn lítt hafa sinnt menntamálum undanfarin ár, en nú virtist með flokknum vera að vakna áhugi á að hann léti þessi mál meira til sín taka í framtíð- inni. Við Austurvöll í gær sátu tveir ungir piltar á bekk, og voru þeir nokkuð drukknir, það var frost og þeir klæddir sem sumardagur væri. Þekkti ég nokkuð til annars drengsins og þrátt fyrir kulda og rok, staðnæmdist ég og tók þá tali. Rann mér vægast sagt til rifja frásögn þeirra. Þetta voru tveir af hetjunum okkar, tveir togarasjómenn, sem þrátt fyrir ungan aldur daglega afla gjaldeyris fyrir okkur hin. Þetta var annar dagurinn þeirra í landi, langþráður frítími en andlit þeirra endurspegluðu enga gleði, þetta hafði verið endurtekning á síðustu heimkomu, þeir máttu hvergi vera, ég held að ég skrifi hér niður nokkurn veginn óbreytta frásögn þeirra: — Þegar skipið kom í höfn voru leigubílar á bryggjunni, við ókum beint í ríkið og vorum í leigubílnum um stund, en nú fáum við ekki lengur að reykja í þeim, svo við fórum á sjoppu, en vorum fljótlega reknir þaðan út, það mátti ekki drekka þar. Það eru ekki svo margir staðir, sem við getum farið á, við erum ekki nógu fínir. Jói hefur herbergi, svo við reyndum að fara þangað, en fengum ekki að fara þar inn af því að við vorum þá fjórir saman. Þetta er allt í lagi á sumrin, en það er svo andsk ... kalt núna og við getum ekki verið í skipinu, þegar það er í höfn. Við höfum verið að þvælast svona um, við getum ekkert farið, en þeir eru góðir við okkur hérna á Hótel Borg, en barinn hjá þeim lokar klukkan hálf þrjú, það þýðir ekkert að fara heim til einhvers, við erum tveir og fólkið mitt segir að hann sé aumingi og fólkið hans segir að ég sé aumingi. — Hvernig komum við fram við þessa menn, hvar geta þeir verið í friði? Er það raunveruleg stað- reynd, að hér í þessari borg, þar sem veitingahús eru þéttsetin af prúðbúnum matargestum öll laug- ardagskvöld, þrátt fyrir verðbólg- una, þá sé enginn staður, sem þessir harðduglegu erfiðismenn geta lyft glasi og rabbað saman eftir hálsmánaðar baráttu við Ægi konung? Getum við verið þekkt fyrir þetta? Valgerður Bára Guðmundsdóttir. BAasýning hópar og panelumræður og er gert ráð fyrir að ráðstefnunni verði slitið klukkan 17. Ráð- stefnunni slítur Bessí Jóhannsdóttir. Dr. Halldór Guðjónsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að ráðizt væri í þetta ráðstefnuhald fyrst og fremst vegna ákvörðunar flokksráðs og formannaráðstefnu Sjálf- Halldór Guðjónsson stæðisflokksins, sem ákvað að málefnanefndir flokksins skyldu halda ráðstefnur um sín málefnasvið. Þessi ráð- stefna, sem halda á 3. febrúar, er haldin í samvinnu við Samband ungra sjálf- stæðismanna. Á ráðstefnunni verður m.a. tekið til meðferð- ar frumvarp um framhalds- skóla, sem legið hefur fyrir þremur þingum. Sagði Halldór að tekinn hefði verið sá kostur að fá menn til þess FORD MUSTANG olli byltingu I gerð amerlskra blla árið 1964. — Núer komiðaðnýrri byltingu. FORD MUSTANG 1979 Við getum nú boðið amerlskan sportbil á ótrúlega hagstæðu verði: GERID VERDSAMANBURO1 Mustang 3dyra sport vél 2.31 4. hraða beinskipting, vökvastýri Mustang Hardtop vél 2.81 sjálfskipting/vökvastýri Mustang Ghia vél 2.81 sjálfskipting/vökvastýri BILL BREYTTRA TI/yiA — FORD MUSTANG 1979 Komið og kynnið ykkur sportbíl framttðarinnar. NuNA. 9—5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.