Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
eftir ÞÓRI S.
GUÐBERGSSON
FORELDRAR - BÖRN - SAMFÉLAG
í verðbólguþjóðiélagi er hætta 4 því, að vinnan gangi fyrir öllu.
Börnin fylgjast með foreldrum sínum og fá að heyra, að þau þurfa
að vinna seint og snemma, en oftast utan heimilis — og eru þá
þreytt, er heim kemur. Foreldrarnir þurfa að hvflast á heimilinu,
en börnin gera kröfur til þess, að þau „vinni“ einnig með þeim
innan veggja heimilisins. Foreldrarnir gera síðan kröfur til barna
sinna um frið og kyrrð — um hlýðni og skilning. Og því er eðlilegt.
að spurt séi Gera fullorðnir ávallt réttlátar kröfur ti) barna?
Verðbólguþjóðfélag,
þar sem afköstin
sitja í fyrirrúmi
Kannski er það að bera í
bakkafullan lækinn að minnast
á verðbólguna, sem við heyrum
minnst á hvern einasta dag. En
áhrifa hennar gætir samt víða,
m.a. við uppeldi barna og
unglinga.
Vinnan verður mikils metin.
Menn spyrja gjarnai Hvað
vinnurðu aukalega? Er mikil
yfirvinna? Hefurðu aukavinnu
einhvers staðar annars staðar?
o.s.frv.
Ekki svo að skilja, að vinnan
sé svo slæm í sjálfu sér, heldur
i hitt, að viðhorf, gildismat og
annað mat á verðmætum lífsins
getur brenglast á hrapallegan
hátt. Við höldum áfram að
spyrja: Hvað vinnurðu mikið? í
stað þess að spyrja t.d., hvort
líki vel í vinnunni, hvort and-
rúmsloftið sé gott, hvort vinnu-
samfélagið auðgi lífið og tilver-
una o.s.frv.
Við spyrjum gjarna: Hvað eru
afköstin mikil og leggjum
áherslu á allt, sem er „mælan-
legt“. Og þetta hefur áhrif á
börn okkar, viðhorf þeirra og
þroska ásamt gildismati þeirra
á „lífsins gæðum“.
Þegar börnin fara svo að
mæta „afkastasamfélaginu“ fyr-
ir alvöru og það glymur sífellt í
eyrum þeirra:
ÞÚ VERÐUR Á STANDA
ÞIG - ÞÚ VERÐUR Á SÝNA
BETRI ÁRANGUR - ÞÚ
VERÐUR AÐ LEGGJA ÞIG
BETUR FRAM — o.s.frv. verða
sum börn fyrir alvarlega áfalli.
Afkastaþrælar í
velferðarríki
Með auknum kröfum í nútíma
þjóðfélagi, aukast kröfurnar um
leið, sem gerðar eru til barna.
Skólaskyldan er lengd, námsefni
eykst á mörgum sviðum, meiri
kröfur eru gerðar til félags-
þroska barna o.s.frv.
Ung móðir kom með barnið
sitt í forskólann. Á fyrsta fundi
með kennaranum var sú spurn-
ing efst í huga móðurinnar,
hvort kennarinn héldi, að barnið
hennar gæti ekki orðið stúdent!
Eftir nokkrar vikur eða mán-
uði í forskóla er. algengt, að
foreldrar spyrji: Á barnið mitt
ekkert að læra? Það kann enga
stafi, kann ekkert að lesa og
þekkir enga tölustafi?
Hver eru afköstin, hver er
árangurinn? — Spyrja menn,
hvernig börnunum þeirra líður í
skólanum? Er foreldrum
umhugað um, að börnin þeirra
geti umgengist aðra og leikið
sér með öðrum? Er einhvers
virði að kunna að binda sóreim-
ar, kunna að hlusta í hópi, taka
tillit til annarra o.s.frv.?
Börnin eru sífellt að læra allt
frá fæðingu, og þau halda áfram
að þroskast og vaxa mismun-
andi hratt og með ólíkum hætti.
Það er sjálfsagt að veita börnum
sínum aðhald og skýra út fyrir
þeim, hvernig það getur orðið
þeim til gleði og gagns að vera
vandvirk, vinna vel o.s.frv.
En börnin okkar lenda fljótt
út í hringiðu afkastasamfélags-
ins og mótast af viðhorfum
okkar og skoðunum. Það getur
því endað með því, að við
berðum afkastaþrælar í því
velferðarríki, sem • við sjálf
höfum skapað okkur, ef ekki
verður breyting á.
Stattu þig umfram
allt f skólanum
Við gerum sífellt kröfur til
barna okkar. Við miðum gjarna
við náungann og hvernig börn-
um hans vegnar og hvernig þau
þroskast. Það getur verið gott að
vissu marki, ef við erum minnug
þess, að engin börn þroskast
nákvæmlega á sama hátt og með
Rétt-
látar
til
barna
sama hraða. Það eru alltaf
einhver frávik og undantekning-
ar, þó að þau fari öll í gegnum
sömu þroskastig og eigi oft við
sams konar vandamál að stríða.
Sumir foreldrar gera kröfur
til barna sinna einmitt á því
sviði, sem þeim tókst ekki
sjálfum sem börnum. Aðrir
foreldrar keppa að því, að
börnin þeirra verði það, sem þá
langaði til að verða (læknir,
lögfræðingur, prestur o.s.frv.).
Algengt er, að foreldrar segi við
börnin sín: „Þetta kunni ég
utanbókar á þínum aldri. Þú
hefur miklu betri aðstöðu til
þess að læra en ég. Þú verður að
standa þig“ ...
Þegar þessi afstaða mótar
viðhorf okkar, verða kröfurnar
enn meiri, þegar barnið vex og
byrjar í skóla. Þá verða kröfurn-
ar um námsárangur oft svo
miklar, að stór hluti nemenda
kiknar undan ábyrgðinni og
álaginu, vinnuaðferðunum og
viðhorfunum — og verður undir
í baráttunni. Og stundum
verður þessi lífsbarátta svo
hörð, að kennarar gætu sagt í
einlægni: „Af prófúrlausnum
einum saman þekki ég þig,
nemandi góður.“
Þegar viðhorf okkar verða á
þennan' veg, verður það enn
meira og þyngra áfall fyrir
barnið, og reyndar foreldrana
líka, þegar börnunum tekst ekki
vel í skólanum, þegar náms-
árangurinn verður ekki sem
skyldi eða þegar barnið verður
jafnvel að sitja eftir í bekk.
Þegar við ölum upp börnin
okkar, þurfum við því að ræða
um það við þau frá upphafi, að
það sé ekki „lífshættulegt" að
gata í skóla eða í hópi með
öðrum, en það gerist hvorki
undur né stórmerki, þó að við
skiljum ekki allt, sem við okkur
er sagt o.s.frv.
Við reynum auðvitað að
leggja áherslu á, að barnið reyni
að vinna vel og leggi sig fram,
taki eftir í tímum o.s.frv. eftir
þeim þroska sem það hefur
hverju sinni til þess að axla þær
byrðar. En við verðum að vita,
að það er hægt að spyrja, svo að
skilningurinn aukist, læra aftur
og betur, sem mistókst í gær
o.s.frv.
Réttlátar kröfur.
sem örva börnin og
hvetja þau til dáða
Ef kröfurnar til barnanna
verða of miklar, er hætta á, að
þau fari að slá slöku við, fái
minnimáttarkennd og þroskist
þar af leiðandi ekki í sama mæli
og æskilegt hefði verið. Kröfur
okkar til þeirra verða að vera í
samræmi við þroska þeirra og
getu hverju sinni. bæði þær
kröfur, sem eru gerðar á
heimilinu. á leikvellinum. dag-
heimilinu, skólanum og annars
staðar.
Ef barn dregst aftur úr í
lestri, reikningi o.þ.u.l., verður
það að fá verkefni við sitt hæfi,
sem hjálpar því stig af stigi til
þess að komast áfram með það,
sem það skildi ekki eða náði ekki
æfingu í.
Réttlátar kröfur á öllum
sviðum eru þær kröfur, sem
örva börnin til áframhaldandi
verkefna. hvetja þau til þess að
takast á við verkefnin að nýju
— kröfur. sem miða að því. að
barnið verði glatt og hamingju-
samt, að því líði vel og sé sátt
við sjálft sig, félaga sína og
umhverfið, — kröfur. sem
stefna að vonarríkri framtíð,
að börnin læri að taka tillit
hvor til annars og létta undir
hvert með öðru í stað þess að
vera sífellt að keppast og
metast, að lífið sé annað og
meira en frába-r námsárangur
og mikil afköst — og að gleðin
og hamingjan, sem er fólgin í
því að læra sé miklu meira
virði í rauninni en afköst og
einkunnir.
„Hvaða innihald öðlast líf
okkar að leikslokum? Er það
undir árangri erfiðis okkar
komið? Nei, annars myndu hinir
árangursríku forstjórar og kvik-
myndaleikarar deyja í mestum
sálarfriði. Líf okkar öðlast
innihald, ef við höfum varðveitt
trúnaðartraustið, trúna á
gæskuríka handleiðslu Guðs.“
(Börnin okkar, Heidi og Jörg
Zink, bls. 72).
Látum því ekki kröfur okkar
verða börnunum til hindrunar.
Leyfum þeim að vera börn svo
lengi sem þau þurfa, með öllum
þeim leik og hugmyndaflugi,
semj)ví fylgir. Reynum að setja
okkur í spor þeirra, svo að við
skiljum þau betur og að sam-
bandið milli okkar og þeirra
verði opið og eðlilegt.
Þú skalt ekki flýta þcr aö stœkka. Þu ver'Öur samt sendur
nógu fljótt út í búÖ.
________________17_
Kynningar-
fundur
Norræna
sumar-
háskólans
Norræni Sumarháskólinn
(NSH) kynnir starfsemi sína í
Norræna Húsinu í dag 27. jan. kl.
13.30.
í Reykjavík starfar staðardeild
NSH, ein þeirra 20 deilda sem
starfa víðsvegar um Norðurlönd.
Allt starf fer fram í umræðuhóp-
um þar sem tekin eru fyrir
ákveðin verkefni. Þrátt fyrir
árstíðarbindið nafn sitt starfa
samtökin allt árið og er þátttaka
öllum opin.
Árlega eru haldin sumarmót og
var 28. sumarmótið haldið hér að
Laugarvatni síðastliðið sumar.
Næsta sumarmót verður haldið í
Svíþjóð dagana 28. júlí— 5.
ágúst.
Nú í byrjun árs kynnir Reykja-
víkurdeildin þá starfshópa sem
áformað er að starfi hér árið
1979, en þeir erm
1. Hafið og Norðurlöndin.
Hópstjóri er Ólafur Karvel Páls-
son. Hópurinn mun einkum fjalla
um íslensku landsgrunnslögin.
Hvernig unnið var að þeim og
hvernig þeim hefur verið beitt til
stjórnunar fiskveiða.
2. Kvennahreyfing og
Kvennarannsóknir. Hópstjórar
eru Helga Ólafsdóttir og Vilborg
Sigurðard. Markmið þessa hóps er
að safna saman og vinna úr þeirri
reynslu og þeirri þekkingu sem
fengist hefur af starfi hinna ýmsu
kvennahreyfinga síðasta áratug.
3. Norræn Þróunaraðstoð og
þriðji heimurinn. Hópstjóri:
Björn Þorsteinsson. Verkefni
hópsins er yfirgripsmikil úttekt á
tilgangi norrænnar þróunar-
aðstoðar.
4. Staðfélög í ljósi byggðastefnu.
Hópstjóri: Stefán Thors. Viðfangs-
efni þessa hóps verður að skoða
byggðaáætlanir og svæðaskipu-
lagningu opinberra aðila einkum
með hlutverk og þróunarkosti
staðfélaga að leiðarljósi.
5. Félagslegar Útópíur. Hópstjór-
ar: Örn Jónsson og Stefanía
Traustadóttir. Útópískir drættir
einkenna á margan hátt pólítísk
stefnumið en í raun virðist sem
þessi stefnumið fjarlægist sífellt í
umróti pólitískra dægurmála.
Starfshópurinn er nýr á vegum
Sumarháskólans og mun afmarka
verkefni sitt með tilliti til verð-
andi þátttakenda.
6. Listir og Santfélag. Markmið
hóps sem þessa er annarsvegar að
skýra tilurð og eðli einstakra
listaverka og hinsvegar að kanna
möguleg og raunveruleg áhrif
þeirra. Formaður Reykjavíkur-
deildar Norræna Sumarháskólans
er Stefanía Traustadóttir og ritari
Hrafn Hallgrímsson.