Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 LH og Félag tamningamanna Semja um kaup og kjör tamn- ingamanna og reiðskólakennara I>ossi mynd cr tckin cr samningar milli Landssambands hcstamannafélaga og Félags tamningamanna um kaup og kjör tamninKamanna og rciðskólakennara voru undirritaðir sl. laugardag í Fáksheimilinu. A myndinni cru talið frá vinstri Pétur Hjálmsson, Stefán Pálsson, Ilreinn Ólafsson. Bergur Magnússon, Reynir Aðalstcinsson. Eyjólfur ísólfsson og Þorvaldur G. Ágústsson. Ljósm. Mbl. RAX. SÍÐAST liðinn laugardag urðu þau tímamót f starfsemi hesta mannafélaganna að undirritað ir voru samningar um kaup og kjör tamningamanna og reið skólakennara milli Félags tamningamanna vegna félaga sinna og Landssambands hesta- mannafélaga vegna aðildarfé- laga sinna. Er þetta í fyrsta sinn, sem slíkur samningur er gerður en áður hafði Félag tamningamanna f nokkur ár gefið út kauptaxta fyrir féiaga sina en laun þeirra hafa hins vegar í raun ráðist af samning- um milli einstakra tamningar manna og vinnuveitenda þeirra. I samningnum um kjör tamn- ingamanna eru þeim ætluð ákveðin mánaðarlaún, sem mið- ast við kauptaxta iðnaðarmanna í Reykjavík, og fer um verðlags- bætur á laun þeirra eftir sömu reglum og gildir fyrir meðlimi Alþýðusambands Islands. Til viðbótar skal tamningamaður einnig fá 8,33% orlof eins og aðrir launþegar, 10% álag skal greitt á launin vegna trygginga og reiðtygja og einnig eru nokkur önnur ákvæði um greiðslur til tamningamann- anna í samningnum. Samkomu- lagið um laun reiðskólakennara miðast við að 9.000 krónur greiðist fyrir hvern fullorðinn þátttakenda á minnst 10 klukkustunda námskeiði og 6.000 kr. fyrir unglinga til og með 15 ára aldri. Gildir þessi samningur allt árið 1979 og breytast upphæðir hans ekki vegna verðlagsbóta á laun. Til glöggvunar fyrir lesendur þykir rétt að birta samningana í heild og fer hér fyrst samkomu- lagið um kjör tamningamanna: „Miða skal kaup við dagvinnu- taxta, þann 1. desember 1978, kr. 1219, — á tímann. Mánaðarkaup reiknast 173 klst. þ.e. kr. 210.887.- Að auki greiðist 8,33% orlof. Tamningamaður skal kaupa örorku- og slysatryggingu fyrir kr. 10 milljónir, sem innifelur dánarbætur, örorkubætur og dagpeninga og skal hann leggja fram tryggingarskírteini áður en hann hefur störf. Sem greiðslu fyrir þessar tryggingar skulu greiðast að auki 10% ofan á framangreinda kauptaxta, ásamt orlofi. Sé tamningamaður ekki bú- settur á viðkomandi atvinnu- svæði greiðist ferðakostnaður til vinnusvæðis, þegar samnings- tímabil hefst og heim aftur að því loknu. í fæðispeninga skal greiðast kr. 1000.- á hvern vinnudag, ef unnið er á búsetu- svæði, annars samkv. samkomu- lagi hverju sinni. Ef tamninga- manni er séð fyrir fæði, falla greiðslur fæðispeninga niður. Gert er ráð fyrir að lífeyris- sjóðsframlag sé greitt eins og tíðkast á almennum vinnumark- aði þ.e. 4+6%. Um verðlagsbæt- ur á laun gilda sömu reglur og fyrir meðlimi A.S.I. Um eftir- og næturvinnu fer eftir almennum kjarasamningum." Samkomulagið um kjör reiðskólakennara hljóðar þann- ig: . „I samkomulagi þessu er gengið út frá að hámarksfjöldi hvers námskeiðshóps séu 8—12 manns. Greiða skal 9.000 krónur fyrir fullorðna í hverju námskeiði en 6.000 krónur fyrir unglinga til og með 15 ára aldri. Námskeiðin skulu standa minnst 10 klst. Sé reiðskólakennari ekki bú- settur á viðkomandi atvinnu- svæði greiðist ferðakostnaður til vinnusvæðis, þegar námskeið hefst og heim aftur að því loknu. Gildistími samnings þessa er árið 1979. Samningur þessi gildir ekki fyrir æskilýðsstarf hestamannafélaga og bæjarfé- laga.“ Undir þessa samninga skrif- uðu fyrir hönd LH Stefán Pálsson, Pétur Hjálmsson, Hreinn Ólafsson og Bergur Magnússon en auk þess tók Haraldur Sveinsson þátt í samningaviðræðunum fyrir hönd L.H. Fyrir hönd Félags tamningamanna undirrituðu samningana Þorvaldur G. Ágústsson, Eyjólfur ísólfsson og Reynir Aðalsteinsson. Ekki er kostur að sinni að fjalla um þessa samninga í lengra máli en þess má geta að samkvæmt þeim lætur nærri að Hestar Umsjóni Tryggvi Gunnarsson miðað við fullar greiðslur nemi tamningakostnaður í formi launa á hest rúml. 28.500 krónum og er þá miðað við að hver tamningamaður annist 10 hesta. Nokkuð mun mismunandi hvað hinar einstöku tamninga-' stöðvar taka nú fyrir tamningu á hestum og ræðst verðið meðal annars af því hversu mikil þjónusta felst í verðinu, s.s. hvort aðeins er innifalið tamn- ingagjald og fóðurkostnaður eða járning, ormalyf og tannröspun fylgir með. Eftir því sem næst verður komist er tamninga- kostnaður á hest á tamninga- stöðvunum nú milli 40 og 54 þúsund krónur. Hrossin og skattarnir Þessa dagana eru menn í óða önn að Ijúka frágangi á skattaframtölum sínum og er af því tilefni ekki úr vcgi að ræða nokkuð um skattalega meðferð á hrossum og þá einkum um skattlagningu á söluhagnaði af hrossum. Reglur skattalaga um skattlagningu á hrossum. sem notuð eru við frístundaiðju eru að mörgu leyti óskýrar, þó lesa megi út úr skattalögum, leiðheiningum ríkisskattstjóra við útfyllingu skattframtala og úrskurðum ríkisskattanefndar reglur, sem gefa nokkra vísbendingu um hvernig skattayfirvöld meðhöndla hross sem eign og við kaup og sölu þcirra. Hafa verður þó í huga varðandi það sem hér verður sagt á eftir. að sjaldnast eru tilvik að öllu leyti eins og því kann afstaða skattyfirvalda að vera annars. Reglur skattalaga varðandi eign á hrossum, kaup og sölu þeirra gera greinarmun á því, hvort um er að ræða eign á hrossum vegna atvinnurekstrar eða til frístundaiðju. í þeim tilvikum, sem um hreinan atvinnurekstur er að ræða og þá oftast búrekstur, lýtur sá rekstur vitanlega regl- um skattalaga um atvinnurekst- ur. Þær reglur verða ekki gerðar að umtalsefni hér, heldur fjallað um þau tilvik er hross eru í eigu manna vegna frístundaiðju þeirra. Skattayfirvöld líta svo á að hross í eigu aðila, sem ekki stunda hrosshald í atvinnu- skyni, séu eignarskattsskyld en þarna sé hins vegar um að ræða ófyrnanlega eign. Skulu hrossin talin fram sem eign samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra hverju sinni um búfé til eignar. breytileg frá einu tilvikinu til Nú eru t.d. hestar á 4. vetri og eldri metnir á 126 þúsund en hryssur á sama aldri á 71 þúsund. Nokkuð hefur verið á reiki hvernig skattyfirvöld hafa skattlagt söluverð hrossa en reglur þar um eru nokkuð óljósar, þó svo að úrskurður ríkisskattanefndar vegna ei-ns kærumáls af þessu tagi gefi leiðbeiningarreglu, hvernig með skuli fara. í úrskurði ríkisskattanefndar, sem kveðinn var upp á árinu 1973 voru málavextir þeir að kærandi, sem ekki stundaði landbúnað sem atvinnu, seldi sjö vetra hryssu til útflutnings og reiknaði skattstjóri kæranda helming söluverðsins til tekna á þeirri forsendu, að um skatt- skyldan söluhagnað væri að ræða. I úrskurði ríkisskatta- nefndar segir m.a.: „Ekki er leitt í ljós, að kærandi hafi keypt hryssu þá, er um ræðir í málinu til að selja hana aftur með ágóða eða salan falli undir atvinnurekstur hjá honum. Þar eð hann virðist hafa átt hana lengur en 3 ár, er hagnaður af sölu hennar skatt- frjáls samkvæmt E-lið 7. gr. laga nr.90/1965.“ Sú lagagrein, sem ríkisskatta- nefnd vísar til í úrskurði sínum er nánar tiltekið 2. málsgrein E-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt en þar segir: „Ágóði af sölu lausafjár, sem eigi er heimilt að fyrna sam- kvæmt 15. gr., annars en hluta- bréfa og eignarhluta í sam- eignarfélögum samkvæmt 1. mgr. C-liðs 1. mgr. 5. gr., er að fullu skattskyldur á söluári. Þó skal ágóði af sölu þessara eigna eigi teljast til skattskyldra tekna, ef skattþegn hefur átt eignina í tvö ár eða lengur. Ágóði af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði annars vegar og kaupverði eða kostnaðarverði hins vegar.“ Af þessari grein má vera ljóst að séu þau skilyrði uppfyllt að aðili hafi ekki keypt hrossið til að selja það aftur með ágóða eða salan falli ekki undir atvinnu- rekstur hjá honum, er ágóði af sölu þess skattfrjáls hafi hann átt hrossið í tvö ár eða lengur. Sé eignarhaldstíminn hins vegar skemmri en tvö ár, skal ágóði við söluna reiknast mis- munur á söluverði annars vegar og kaupverði eða kostnaðarverði hins vegar. Það er því í verka- hring seljanda að sanna hvert hafi verið upphaflegt kaupverð hans á hrossinu og í hvaða kostnað hann hafi lagt í vegna þess. Ekki er að fullu ljóst hvað kostnað skattyfirvöld tækju til greina í þessu sambandi en almennt yrði að telja þeim skylt að taka tillit til alls þess kostnaðar sem sannanlega hefði verið lagt í til að gera hrossið verðmeira, s.s. kostnaði við tamningu o.fl. Ekki er eins víst að skattyfirvöld tækju til greina kostnað við fóðrun og hirðingu, þar sem þau kynnu að svara því til að fóður, sem færi til að halda lífi í hrossinu, væri óhjákvæmilegur kostnaður, sem ekki færi til að gera það verðmeira. I þessu sambandi mætti þó láta reyna á, að fóður hrossa getur verið mismunandi og almennt er viðurkennt að hross geti komist af á útigangi; eykst verðmæti þeirra, sérstak- lega á unga aldri, sé þeim gefið inni og þau hýst. Kostnaður sá er þarna gæti komið undir getur vitanlega verið margvíslegur og sjálfsagt gæti komið til úrskurð- ur skattayfirvalda í slíkum tilvikum. Varðandi þá reglu, sem leidd er af fyrrnefndum úrskurði ríkisskattanefndar, verður að hafa i huga að það kann að skipta máli með hvaða hætti aðili hefur eignast hrossið, sem hann selur. Ekki er vafi á að reglan á við, þegar viðkomandi kaupir hrossið en meiri vafi er á því þegar það er t.d. honum fætt. Þegar þetta atriði var borið udnir starfsmann á Skatt- stofu Reykjavíkur, taldi hann að í því tilviki að aðila væri hesturinn fæddur, væri um „afurð“ að ræða og bæri að meðhöndla söluverð þess eins og um væri að ræða sölu á öðrum búfjárafurðum þó að viðkom- andi aðili stundaði ekki hrossa- búskap sem atvinnu í tekju- öflunarskyni. Hins vegar sagðist hann telja að söluverðið mætti ganga upp í kostnað við hrossa- hald seljandans. Alla vega ætti þétta við kostnað vegna þessa ákveðna hross en hugsanlegt væri einnig að aðili gerði kröfu um að söluverðið gengi upp í kostnað almennt við hrossahald sitt. Ástæða er til að benda hesta- mönnum á að sem fyrr sagði eru hross framtalsskyld sem eign og getur það atriði orðið mjög til að auðvelda mönnum að sanna skattyfirvöldum eignarhalds- tíma sinn á hrossum, sem þeir kunna að selja, hafi þeir talið þau fram til skatts. Rétt er að geta þess að í ríkisskattanefnd hafa gengið úrskurðir í málum, þar sem aðili hefur viljað fá hrossaeign sína og kaup og sölu hrossa skatt- lagða sem atvinnurekstur og þá t.d. að tap vegna þessa reksturs fengist dregið frá öðrum tekj- um. í úrskurðum ríkisskatta- nefndar hefur niðurstaðan orðið sú að viðkomandi aðila hafi ekki tekist að sanna að um atvinnu- rekstur sé að ræða og hefur þá meðal annars verið tekið tillit til hlutdeildar þessarar starf- semi í heildartekjum aðila. Ástæða er til þess fyrir þá er selja hross að kanna hjá sér- fróðum mönnum — ef vafi leikur á hvaða meðferð sölu- verðið fær hjá skattayfirvöldum —, hvernig rétt sé að standa að framtali sölunnar á skattfram- tali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.