Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 23 um innflutningsverzlunina ... Hugmyndir verólagsstjóra um umbætur: Útilokað er að afnema erlend um- boðslaun nema löguð sé álagningin VERÐLAGSSTJÓRI segir í skýrslu sinni að af umfjölluninni um helztu áhrifaþætti, sem vegið geti til hækkunar á innflutningsverði. megi draga þá ályktun að álagningarkerfið og útfærsla þess eigi drjúgan hlut í því hvernig málum er komið í innflutningsverzluninni. Verðlagsstjóri getur þar sérstaklega tveggja þáttai í fyrsta lagi hefur hið lítt sveigjanlega hundraðstöluálagning- arkerfi, sem notað hefur verið um áratugaskeið ekki verið hvetjandi þar sem tekjur innflytjandans hafa hreinlega minnkað við að gera hagkvæm innkaup. I öðru lagi hefur kerfinu í mörgum tilvikum verið beitt á þann veg að álagningu hefur verið haldið mjög lágri með þeim afleiðingum að innflytjendur hafa farið inn á þá braut að hækka upp innkaupsverð erlendis. Á þann hátt hafa þeir bætt sér upp lága álagningu. Innflytjendur halda því fram, að raunhæfasta lausnin á þessum málum sé að hverfa frá núgildandi verðlagskerfi. Það verði best gert með því að heimila frjálsa álagn- ingu, sem byggðist á aðhaldi neyt- enda og opinberu eftirliti með markaðsráðandi fyrirtækjum og samningum á milli fyrirtækja. Mín skoðun er sú, að við eðlilegar aðstæður í efnahagsmálum sé að öðru jöfnu rétt að færa verðmynd- unarkerfið í frjálsara horf en nú er, en ég tel að slíkar aðstæður séu ekki fyrir hendi í okkar þjóðfélagi í dag. Ég álít, að á tímum mikilla verðhækkana og spennu eins og nú eru verði ekki hjá því komist, að ríkisvaldið hafi í ríkari mæli en ella hönd í bagga með þróun verðlags- mála. Ég hef ekki trú á því, að við slíkar aðstæður geti samkeppni ein tryggt sanngjarna eða eðlilega verðmyndun. Forsenda virkrar sam- keppni er vakandi eftirlit og dóm- greind hins almenna neytanda, en reynslan hefur sýnt að á óðaverð- bólgutímum brenglast allt verðskyn hans og neytandinn hreinlega gefst upp á því að fylgjast með hinum öru verðbreytingum. Auk þess hafa neytendur lært, að á verðbólgutím- um sé aðalatriðið að kaupa nógu fljótt, jafnvel með óhagstæðum kjörum, vitandi um, að innan skamms tíma verði varan orðin mun dýrari en hún var. Með hliðsjón af framansögðu tel ég mikla erfiðleika á því að taka upp frjálsara verðmyndunarkerfi nú, en tek þó fram, að hugsanlegt sé að gera tilraun með slíkt innan ein- stakra afmarkaðra greina. En hvernig má þá stuðla að hagkvæmari innkaupum innan þess verðmyndunarkerfis, sem við búum við í dag? Við þessari spurningu er ekkert einhlítt svar, þar sem vandamálið er bæði margþætt og flókið. Sá skammi tími, sem ætlaður var til þess, að skila skýrslu þessari gaf heldur ekki ráðrúm til þess að leggja mikla vinnu í tillögugerð, og er því valinn sá kostur hér að setja fram nokkrar hugmyndir, sem gætu orðið grundvöllur að endurbótum. Miðað við framlagðar tölur inn- tlytjenda, Verslunarráðs og Þjóð- hagsstofnunar, hér að framan, virðist afkoma þeirra greina inn- flutningsverslunar, sem bundnar eru verðlagsákvæðum almennt ekki vera góð um þessar mundir. Athug- Georg ólafsson verðlagsstjóri. anir Verðlagsskrifstofunnar, sem gerðar hafa verið að undanförnu benda einnig til, að þessar greinar innflutningsverslunar eigi nú í erfiðleikum. Veigamesta ástæðan fyrir því, er vafalaust sú lækkun álagningar á hundraðstölu, sem tvívegis var gerð á síðasta ári. Samkvæmt þessu virðist útilokað að ætla sér að afnema umboðslaun erlendis nema á móti komi lagfær- ing á álagningu hér heima. Hækkun álagningar mundi að vísu draga úr þeim áhrifum til lækkunar á innkaupsverði, sem afnám um- boðslaunanna hefðu í för með sér, en engu að síður mundi með þessum hætti nást fram all nokkur lækkun á endanlegu verði til neytenda. Þar sem þessir viðskiptahættir ÁY irifa þættiri lir metnir ti ilulega t ÞESSARI töflu er að finna mat fyrirtækisins Rekstrarstofnunar á þeim ingsverðs miðað við núverandi áhrifaþáttum sem rætt hefur verið um. þ.e. umboðslaununum, aðstæður í þjóðfélaginu. Hún telur milliliðunum. fjármagnskostnaðinum, óhagkvæmninni og sérstöðunni og var þetta gert til að gefa hugmynd um umfang þess vandamáls sem til athugunar var. bað eru úr þessari töflu sem upplýsingar hafa verið að hirtast um að innflutningsverð í landinu sé liðlega 21 milljarði króna hærra cn það þyrfti að vera en verðlagsstjóri tók fram á blaöamannafundi þegar hann afhenti skýrsluna að þetta væri ekki hans niðurstaða af þessari töflu heldur færi þetta allt eftir því hvernig menn túlkuðu þessa töflu. í greinargerð Rekstrarstofunnar með þessari töflu segir svo: „Áhrifaþættir hafa þegar verið skýrðir. Upplýsingar um eðli þeirra og stærð fengust í viðtölum og greinargerðum frá innflytjendum, samtökum þeirra og starfsmönnum, svo og frá aðilum tengdum eða kunnugum innflutningsverslun. Fengust upplýsingar frá 40—50 aðilum. Um margt fengust greinar- góðar upplýsingar, en um annað fengust litlar sem engar eða mjög ósamhljóða upplýsingar, og voru töluleg frávik veruleg. Því varð að samræma og meta upplýsingar, sem gerir útreikninga erfiða og eykur óvissu niðurstöðu. Ekki var metið vægi áhrifaþátta á innflutningsverð álvöru, eldsneytis og skipa, þar sem talið er að það vægi sé lítið og mjög óvíst. Þó munu umboðslaun vegna skipa vera einhver. Reynt var þó að vinna þannig úr þessum efnivið að heildaryfirsýn fengist og veiga- mestu stærðir yrðu málsettar. Framangreindar niðurstöður gefa vísbendingu um, að verslunarhættir hafa þróast óæskilega og hefur þessi þróun neikvæð áhrif á gjaldeyris- stöðu og verðlag. Niðurstöður benda til, að vægi áhrifaþátta sé samtals 14—19% af innflutningsverði (án álvöru, skipa og flugvéla) og 17—22% af innflutt- um neysluvörum." Rekstrarstofan telur vonlítið að ná fram verulegri lækkun innflutn- að eigi lækkun að nást þurfi breyttar forsendur, bætta hætti innflutningsverslunar og einnig hvatningu og aðhald. Enda þótt Rekstrarstofan hafi ýmsa fyrirvara á niðurstöðum sínum virðast þær renna frekari stoðum undir þá vísbendingu, sem norræna verðkönnunin á s.l. sumri gaf til kynna. Að vísu er vitað, að einhverjir áhrifaþáttanna þekkjast einnig á hinum Norðurlöndunum, en í miklu minna mæli, og því hefur ísland algjöra sérstöðu í þeim efnum. Erfitt er að segja nákvæmlega til um, hve miklum árangri mætti ná í lækkun vöruverðs og gjaldeyris- sparnaði með því að koma á heilbrigðari og skynsamlegri við- skiptaháttum í innflutningi. Það fer mjög eftir því, hversu faglega verður á málum tekið, en víst er, að hér getur verið um milljarða króna lækkun á endanlegu verðuverði til neytenda að ræða. hafa viðgengist alla lengi má búast við ýmsum erfiðleikum á því að koma að fullu í veg fyrir þá. Sérstaklega ætti það við í þeim tilvikum, þegar upphækkanir er- I lendis eru gerðar í þeim tilgangi að komast yfir erlendan gjaldeyri eða skjóta tekjum undan skatti. Þess vegna kann að verða nauðsynlegt að setja strangari reglur um gjaldeyr- is- og skattalega meðferð á umboðs- launum. Til þess að fylgja eftir fram- kvæmd slíkra reglna má benda á, að á undanförnum árum hefur sam- starf milli gjaldeyrisyfirvalda og skattayfirvalda farið vaxandi t.d. með samþykkt laga nr. 63/1977, sem tryggja nauðsynleg upplýsingaskipti milli þessara stjórnvalda. Þá hefur verið efld samvinna þessara aðila við stjórnvöld í öðrum löndum og má meðal annars nefna aðstoðar- samning þann í skattamálum, sem í gildi er á milli Norðurlandanna. Það er því óhætt að fullyrða, að i dag eru stjórnvöld betur í stakk búin til þess að hafa eftirlit með óeðlilegri upphækkun erlendra vara og að þau hafa betri möguleika á því að afgreiða þau brot á gjaldeyris- og skattalögum, sem slíkri upphækkun kunna að fylgia. Enda þótt hér sé minnst á, að settar verði strangari reglur um umboðslaun og umboðslaunaskil þýðir það ekki að engar reglur um slíkt séu fyrir hendi í dag. Má benda á vegna þeirrar viðbáru, sem heyrst hefur frá ábyrgum aðilum innan verslunarinnar, að stjórnvöld hafi með þögninni samþykkt þá við- skiptahætti, sem hér er fjallað um eða látið þá átölulausa, að þegar uppvíst hefur orðið um þess konar brot hafa þau verið afgreidd af þar til bærum aðilum. Hér hefur verið rætt um, hvað hugsanlegt sé að gera, til að koma í veg fyrir upphækkun innkaupsverðs, sem gerð hefur verið að beinni tilhlutan innflytjenda. En enda þótt þessi þáttur hafi mikil áhrif til Innflutningui f ob NeysluvCr ur Fjdrfestinga r-víSi'ur' Reks trarvörur 1977 1978 1977 1978 1977 1978 1977 19 78 % Miljar iar % Miljaröar % Miljaröar % Miljar öar krónai,: króna króna króna Heildarinnflutr.ir.fcUr 13.0. -' 61 2 5': ; 100 3l ,0 53,0 100 31,0 48,0 100 16,0 24,0 'c'.’r.toösláun 5-6 5,0 7 ,5 7-8 . 2,5 3,5 4-5 1 >5 2,0 6-7 1 ,9 1 ,5 Jhagkvæmni 2-3 2,0 3,: 2-3 ,1 1,5 1-2 0 ,5 1 ,C 3-4 0,5 1,0 MilliliÖir 3-4 3 , C 5 ,0 3-4 1,5 2,5 3-4 , 1,0 1 ,5 2-3 0,5 0,5 f jarmagnskostnaöur :~3 2 ,0 3,0 2-3 1,0 1,5 1-2 0,5 0,5 2-3 0,5 0,5 Sérstaöa '2-3 2,5 3,0 3-4 1 5 2,0 1-2 0,5 0,5 2-3 0,5 0,5 Sar.tals: : - -1 s 14,5 2 1,5 17-22 7,5 11,0 10-15 4 ,0 5,5 15-20 3 ,0 4 ,0 Urijoös launaskil 3,2 5,2 Innflutningur :cb: Hei Idarinnf lutnineur án álvöru , ski pa og eldsneyti s, annars er. bensíns. N'eys luvðrur: Varanleear og óvaranl egar nevsluvörur, nevsluhrávö rur og bens ín. Fjárfestir.garvl'rur Fci F.sbifrei íar, velar , verkfær i, fj árfestingarvöru r, e fn og vörur til mannvirkjap eröar cg t il frar.le iðslu á fjár 'est injra rvörurr. Rekstrarv’irur: Rekstrarvcrur ti 1 landbúnaöar, fisk iðnaðar úteeri ar og 'msar rekst'rarvörur. hækkunar innkaupsverðs kemur fleira til. í því skyni að örva innflytjendur til þess að leggja sig alla fram við að gera sem hagkvæmust innkaup og forðast óþarfa milliliði er nauðsyn- legt að breyta álagningarreglunum á þann veg, að þær feli í sér hvata. Ymislegt kæmi til greina og mætti t.d. hugsa sér að hverfa, í ákveðnum greinum, frá því að hafa eingöngu hundraðstölu álagningu yfir í bland- aða álagningu þ.e. hundraðstölu og krónutöluálagningu eins og reýndar er lítillega gert í dag. Mér dylst ekki að á slíku kerfi eru vissir annmark- ar eins og á öðrum kerfum, en það ætti þó að tryggja hlutfallslega hærri álagningu eftir því sem innkaup eru gerð hagkvæmari og hlyti því að koma til skoðunar við lausn á þeim vanda sem við er að glíma. Samhliða endurskoðun á álagn- ingarkerfinu væri æskilegt að gera nokkrar breytingar á starfsháttum Verðlagsskrifstofunnar og hef ég þá einkum í huga: Beina þyrfti starfsemi skrifstof- unnar í ríkari mæli að eftirliti með innkaupsverði til landsins og má gera það á ýmsa,n hátt m.a. í áframhaldandi samstarfi við hin Norðurlöndin. Slíkt áframhaldandi samstarf er nú í fullum gangi og mun fljótlega verða hægt að gera grein fyrir í hvaða farveg því verður beint í framtíðinni. Jafnframt kemur til athugunar, með tilliti til hve Verðlagsskrifstof- an er fáliðuð, hvort ekki eigi að beina starfssemi hennar enn frekar inn á þá braut að fylgjast mjög vel með verðmyndun á almennum neysluvörum, en skipta sér minna af öðrum eins og t.d. ýmsum munaðar- vörum. Þá virðist mjög æskilegt að Verðlagsskrifstofan geti reglulega framkvæmt verðkannanir í því skyni að örva verðskyn neytenda hér innanlands og þar með aðhald þeirra með vöruverði. Loks er vert að huga að því, hvort ekki sé mögulegt að einfalda það verðútreikningakerfi sem notað er í dag til hagræðis og sparnaðar fyrir innflytjendur og stjórnvöld. Sú hugmynd hefur komið fram að vinna og afgreiða samtímis toll- skýrslur og verðútreikninga, en það tryggði hraðari og betri skil á verðútreikningum og ætti að spara mjög verulega mannafla, fyrirhöfn og fjármuni. Ég tel hugmynd þessa mjög athyglisverða og brýnt að hún verði könnuð ítarlega hið fyrsta. Hér hefur verið lögð höfuðáhersla á lagfæringar á verðlagskerfinu en ýmsar aðrar aðgerðir geta einnig stuðlað að lækkuðu innkaupsverði og heilbrigðari verslunarháttum. Nefna má breytingar, sem fela í sér heimild til handa innflytjendum að greiða erlend vörukaup fyrirfram og einnig að innlend lán komi í stað erlendra. Flestir milliliðirn ir eru í Danmörku í skýrslu verðlagsstjóra kemur fram. að íslenzkir innflytjendur flytji í verulegum mæli inn vörur í gegnum milliliði. sem eru annað hvort í upprunalandi vörunnar eða í þriðja landi og segir hann að þetta virðist innflytjendur gera bæði tilneyddir og ótilneyddir. í skýrslunni segir síðan m.a.: Þegar um tilneydd milliliðakaup í gegnum þriðja land er að ræða er Danmörk lang algengasti milliliðurinn. Virðast Danir, að einhverju leyti vegna fyrri tengsla þjóðanna og stöðu sinnar innan Evrópu, hafa náð til sín umtalsverðum viðskiptum til Islands og óhætt er að fullyrða að verulegar fjárhæðir renna á þennan hátt í vasa Dana, sem hækkar að sama skapi vöruverð til Islands. íslenskur innflytjandi, sem m.a. flytur inn bandarísk læknatæki í gegnum Danmörku, gerði athugun á því, hvað slík milliliðakaup kostuðu. Hann komst að því að tiltekin tvö tæki, sem kostuðu frá Danmörku annars vegar $1050 og hins vegar $ 1175 hefðu í fyrra tilvikinu kostað $585 og í síðara $655 ef hann hefði keypt þau beint frá framleiðanda í Bandaríkjunum. Með öðrum orðum með því að kaupa í gegnum Danmörku þurfti að greiða um 80% hærra verð fyrir tækin. Þessi innflytjandi kvað umrædd dæmi síður en svo vera undantekningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.