Morgunblaðið - 27.01.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
41
fclk í
fréttum
+ BREZKA sjónvarpsstjarnan
og leikkonan Nicola Pagett.
sem hlaut frægö heimshorna á
milli fyrir leik sinn í sjónvarps-
myndinni „Húsbændur og hjú“
(Elísabetu Bellamy) leikur
aðalhlutverkið í sjónvarps-
myndinni „Anna Karenína”.
eftir sögu Tolstoys. — en fyrir
skömmu var byrjað að sýna
þessa mynd í danska sjónvarp-
inu. — Myndin var gerð í
Bretlandi á árinu 1977. í
Bandaríkjunum hlaut myndin
góða dóma og þá ekki síst
túlkun leikkonunnar á aðal-
hlutverkinu. í Bretlandi aftur
á móti sætti myndin harðri
gagnrýni.
Leikkonan segir sjálf að allt
frá barnæsku hafi það verið
draumur sinn að verða leik-
kona. Þegar 8 ára gömui hafi
hún fengið fyrsta hlutverk sitt
í skólaleik í klausturskóla í
Japan. Þar bjuggu foreldrar
hennar um árabil. Hún hefur
einnig átt heima í Ilong Kong
og í Egyptalandi. Faðir hennar
starfaði hjá Shell-olíufélaginu.
Móðir hennar vildi senda hana
suður til Sviss, er hún var 17
ára. til að læra frönsku og
stunda skíðasport. — Sjálf
vildi hún komast á leiklistar-
skóla. Það varð úr. Nám
stundaði hún við brezka leik-
listarskóla. — Frá því á árinu
1964 hefur hún leikið ótal
hlutverk á fjölum beztu leik-
húsanna í London, í gaman-
leikjum og harmleikjum t.d. og
farið með hlutverk Ofelíu í
Ilamlet. en þar lék hún á móti
hinum heimskunna leikara
Alec Guinness.
Neðri myndin er af leikkon-
unni og mótleikara hennar í
Tolstoymyndinni. Stuart
Wilson, sem fer með hlutverk
Vronskij greifa. — Og til hægri
er Karenin eiginmaður Önnu.
sem leikinn er af Eric Porter.
+ NAFN hins látna ósigrandi rokkkóngs Elvis Presleys er aftur komið í
fréttirnar. Að þessu sinni er það vegna þess að vestur í Ameríku á nú að gera
kvikmynd um rokkkónginn. Er hafin leit að manni í hlutverk þetta milli fjalls og
fjöru, því að kvikmyndin á að vera fullgerð um næstu jól. Gert er ráð fyrir að hún
muni kosta um 10 milljónir dollara. Á fæðingardegi Presleys fyrir skömmu höfðu
aðdáendur hans fjölmennt til heimaborgar hans, Memphis, en þá voru liðin 44 ár
frá fæðingu hans. —
m
w
Tilboð óskast
f nokkrar fólksbifreiðar, sendibifreið og Pick-up bifreiöar, er
verða sýndar að Grensásvegi 9 priöjudaginn 30 janúar kl.
12—3. Tilboöin veröa opnuð í bifreiöasal að Grensásvegi 9 kl.
5.
Sala varnarliöseigna.
i
Ford 8000 ‘74
ekinn 150.000 km. m/stálpalli og krana.
Bíll í mjög góöu standi.
^ Véladeild
SSo Sambandsins
Armúla 3 Reykjavík Simi 38900
Félag
járniðnaðarmanna
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
Ákveöiö hefur veriö aö viöhafa allsherjarat-
kvæöagreiöslu viö kjör stjórnar og trúnaöar-
mannaráös Félags járniönaöarmanna fyrir
næsta starfsár.
Tillögur skal gera um 7 menn í stjórn félagsins
og auk þess um 14 menn til viöbótar í
trúnaöarmannaráö og 7 varamenn þeirra.
Frestur til aö skila tillögum rennur út kl. 18.00
þriöjudaginn 30. janúar n.k.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar félagsins í
skrifstofu þess aö Skólavöröustíg 16, 3. hæö,
ásamt meðmælum a.m.k. 79 fullgildra
félagsmanna.
stjörn
Félags járniónadarmanns