Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 48
Tillitssemi
kostar
ekkert
íl
Verzlíö
sérverzlun meó
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19
BUOIN sími
* 29800
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
Afsala sér lóð fyrir
markað í Mjóddinni
— vegna aukinna skatta og álagna á verzlunina
Verkfall,flug-
manna FI hefst
kl. 19 í kvöld
SÁTTANEFNDIN í Flugleiða-
deilunni sat í gær fundi með
fulltrúum Flugleiða og Félags
isl. atvinnuflugmanna. Var
fyrst fundað með fulltrúum
deiluaðila hvorum fyrir sig.en
siðan með deiluaðilum saman.
Að sögn Guðlaugs Þorvaldsson-
ar miðaði lítið í samkomulags-
átt og nýr fundur hefur ekki
verið boðaður í dag. Að sögn
Guðlaugs Þorvaldssonar verður
ríkisstjórninni nú gerð grein
fyrir stöðunni t málinu.
Verkfall flugn^anna hjá Flug-
félagi íslands 'gengur í gildi
klukkan 19 í kvöld og stendur til
klukkan 8 á mánudagsmorgun.
Allt innanlandsflug FI stöðvast
þennan tíma, en þó geta þær
flugvélar sem fara frá Reykjavík
fyrir klukkan 19 lokið ferð sinni.
Þrátt fyrir verkfallið verður flogið
til Kaupmannahafnar og Óslóar á
morgun, en áður en til verkfalls-
boðunar kom hafði verið gengið
frá samningum við Arnarflug um
þetta flug, þar sem önnur Boeing
727 vél Flugfélagsins er í skoðun í
Portúgal. Færeyjaflug fellur niður
á morgun og sömuleiðis ferð til
Lundúna síðdegis á morgun. Flug
Loftleiða til Luxemborgar og
Bandaríkjanna ve ður með eðlileg-
um hætti. Á þriðjudag hefjast
síðan skæruverkföll Flugfélags-
flugmanna og verður ekkert flogið
til Vestfjarða á þriðjudag.
Björn Guðmundsson, formaður
FÍA, sagði í gærkvöldi að beiðni
hefði ekki borizt um frestun á
verkfallinu og byrjaði verkfallið
klukkan 19 í kvöld. Björn sagði að í
dag yrði fundur hjá fulltrúaráði
félagsins en þar yrði ekki rætt um
frestun á verkfallinu.
FORSVARSMENN fyrirtækjanna
0. Johnson og Kaaber og Eggerts
Kristjánssonar hafa ritað borga-
ráði bréf þar sem þeir afsala sér lóð
fyrir byggingu stórmarkaðs í
Mjóddinni í Breiðholti. Mikii undir-
búningsvinna hefur farið fram
vegna þessarar byggingar og kostn-
aður því þegar orðinn nokkur.
Ráðgert var að byggja þarna 20
þúsund rúmmetra hús og var
áætlað að það kostaði 800—1.000
milljónir króna á núgildandi verð-
lagi. Ástæður þess að fyrirtækin
hafa hætt við bygginguna eru
auknar álögur ríkis og borgar, en
með þeim telja stjórnendur fyrir
tækjanna grunninnum kippt undan
þessum framkvæmdum.
Gísli V. Einarsson framkvæmda-
stjóri hjá Eggert Kristjánssyni og
co. hf. sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að það sem hefði gert
útslagið á að hætt hefði verið við
byggingarframkvæmdir á lóðinni í
Mjóddinni væru hækkaðir skattar og
gjöld, sérstaklega skattar, sem
stefnt væri að verzlunarhúsnæði.
Ekki aðeins nýbyggingargjaldið,
heldur einnig þeir skattar, sem
lagðir væru á skrifstofu- og verzlun-
arhúsnæði eftir að það væri komið
upp. _
— I öðru lagi, sagði Gísli, liggur
ljóst fyrir, að til framkvæmdar eins
og þessarar þarf að byggja að
einhverju leyti á lánsfé, en það
lánsfé fæst ekki, því fjármagni er
beinlínis beint frá verzluninni. I
þriðja lagi hafa rekstrarmöguleikar
þess fyrirtækis, sem við höfðum í
huga þarna, stórlega verið skertir að
undanförnu.
— Við höfum endurskoðað okkar
áætlanir í sambandi við bygginguna
árlega frá því að fyrst var farið að
hugsa um þetta. Við síðustu athugun
fannst okkur ekki lengur að grund-
völlur væri fyrir þessu fyrirtæki
vegna þeirra miklu breytinga, sem
orðið hafa á álögum ríkis og
sveitarfélaga. Það hefur smám
saman sigið á ógæfuhliðina, en
síðustu aðgerðir eru kornið, sem
fyilti mælinn, sagði Gísli V. Einars-
son að lokum.
Nú er daginn farið að lengja og því fylgir að sjálfsögðu bros
mannfólksins eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Emilía tók í
Bankastræti í gær.
Niðurstaða verðlagsstjóra:
Þriðjungur umboðslauna skil-
ar sér ekki — álagningarregl-
ur valda hærra innkaupsverði
VERÐLAGSSTJÓRI birti í gær
skýrslu um athugun á inn-
flutningsverzluninni, sem staðið
hefur yfir um skeið. Helztu
niðurstöður skýrslunnar eru
þessari
• Innkaupsverð á vörum er
hærra hér en á öðrum Norður-
löndum.
• Fimm þættir valda mestu um
það, umboðslaun, óhagkvæmni,
milliliðir, fjármagnskostnaður,
sérstaða.
• í skýrslunni er gróflega áætlað
að um eða yfir þriðjungi umboðs-
launa eða um 2,3 milljarðar sé
ekki skilað í banka hér eða ekki
skilað strax.
• Ýmsar greinar heildverzlunar
berjast í bökkum.
• Við núverandi álagningarkerfi
minnka tekjur innflytjandans
geri hann hagkvæm innkaup. og
nauðsyn gæti verið að breyta
álagningarreglum svo að þær feli
í sér hvata til hagkvæmni inn-
kaupa.
Skýrsla verðlagsstjóra:
Birgðastöð SIS með 40
millj. kr. rekstrarhalla
Stada heildverzlunarinnar hefur sjaldan verid verri en nú
FLESTAR greinar heildverslunarinnar sem eru undir hámarksálagningu
virðist hafa átt í rekstrarerfiðlcikum á sl. ári, að því er segir í skýrslu
verðlagsstjóra um athugun hans og sérstaks starfshóps á innflutnings-
verzluninni. Haft er eftir talsmönnum verzlunarinnar, að fyrirsjáanlegir
séu enn frekari erfiðleikar 1 þessum greinum á yfirstandandi ári. Birt er
þessu til stuðnings rekstraryfirlit yfir Birgðastöð Sambandsins fyrir 10
fyrstu mánuði sl. árs og kemur þar fram, að rekstrarhalli hennar var um
40,4 milljónir á þessum tíma. Birgðastöðin annast einkum innflutning á
mat- og hreinlætisvörum.
í rekstraryfirlitinu kemur fram yfir gjöldin, að vextir námu 156,7
milljónum, launakostnaöur 132 milljónum og annar kostnaður var 137,5
millj. en tekjumegin nam álagningin 261,6 milljónum, umboðslaunin 124,2
milljónum og rekstrarhallinn var því 40,4 milljónir eins og áður segir. í
skýrslu verðlagsstjóra kemur fram að samkvæmt þessu hefði meðalálagning
þurft að vera 426,2 milljónir kr. eða 15,9% til að reksturinn gengi upp en
meðalálagningin var hins vegar 285,8 milljónir með umboðslaunum eða
14,4%. Ef engin umboðslaun hefðu verið, hefði álagningin verið 9,8%.
Verðlagsstjóri segir að vitað sé að nokkrar greinar heildverzlunarinnar séu
reknar með hagnaði og nefnir þar þær greinar, sem eru með rúm
verðlagsákvæði, svo sem lyfjaheildverzlun, , vélavarahluti og veiðarfæra-
verzlun fyrir sjávarútveg, eða að mestu undanþegnar verðlagsákvæðum svo
sem optikvörur, úr, gull, leikföng og filmur. Flestar greinar undir
hámarksálagningu standa hins vegar illa, svo sem matvörur, nýlenduvörur,
hreinlætisvörur, sriyrtivörur, hjúkrunarvörúr, hjólbarðar, varahlutir og
fleira.
Verðlagsstjóri segir í skýrslunni, að þau gögn sem fyrir liggi gefi ótvírætt
til kynna að afkoma heildverzlunarinnar hefur sjaldan eða aldrei verið verri
en einmitt nú.
• Innflytjendur hafa bætt upp
lága álagningu með hærra inn-
kaupsverði.
• Verðlagsstjóri telur rétt við
eðlilegar aðstæður í efnahagsmál-
um að færa verðmyndun í frjáls-
ara horf.
• Á tímum mikilla verðhækkana
og spennu telur hann þó óhjá-
kvæmilegt, að rikið hafi hönd í
bagga mcð verðlagsþróun.
• Útilokað er að afnema umboðs-
laun erlendis nema með því að
lagfæra álagningu hér heima.
• Lækkun álagningar í
hundraðstölu hefur skert afkomu
verzlunar.
Reynt var að meta krónutölu
áhrifa þáttanna fimm, sem að
framan eru taldir til að gefa
hugmynd um umfang vandamáls-
ins og benda þær niðurstöður til að
vægi þessara áhrifaþátta sé
14—19% af innflutningsverði (án
álvöru, skipa og flugvéla) og
17—22% af innfluttum neyzluvör-
um. Samkvæmt þessu nema þessir
áhrifaþættir 21,5 milljarði króna
af innflutningsverðinu á sl. ári og
þar af hafa umboðslaunin numið
7,5 milljörðum, óhagkvæmni 3
milljörðum, milliliðir 5 milljörð-
um, fjármagnskostnaður 3
milljörðum og sérstaða landsins 3
milljörðum króna.