Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 2

Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Nýr skuttogari af stokkunum í Slippstöðinni: Sjór af Grímseyjar- sundi laugaði stefni Sigurbjargar OF1 Akureyri — 1. febrúar. FIMM hundruð lesta skut- togari hljóp af stokkunum í Slippstöðinni í dag kl. 13.30. Guðfinna Pálsdóttir, eÍRÍnkona Magnúsar Gamalíelssonar, útgerðar- manns, gaf skipinu nafnið Sigurbjörg ÓF 1. Sjór af Grímseyjarsundi var í flöskunni sem brotnaði á stefni skipsins. Sami hátt- ur var á hafður þegar hin eldri Sigurbjörg ÓF 1 hljóp af stokkunum árið 1966. Eigandi skipsins er Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði, en það eru sömu aðilar og sömdu um smíði fyrsta stálskipsins, sem smíðað var í Slippstöðinni, hét sama nafni og þetta skip og hefur reynzt mikil happafleyta. Nýja skipið er að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideildar SIipp- stöðvarinnar. Mesta lengd er 54,98 metrar og breidd 10,26. Ibúðir eru fyrir 17 menn, þ.e. 6 2ja manna klefar og 5 eins manns klefar, þar á meðal íbúð skipstjóra. Aðalvél skipsins er 2000 hestöfl en auk hennar eru tvær hjálpar- vélar. Unnið verður að ýmsum lokafrá- gangi næstu vikur og áætlað er að skipið verði afhent eigendum í næsta mánuði. —Sv.P. Fjölmiðlakönnun Hagvangs: Mest horft á fréttir og Gæfu eða gjörvileika — Minnst á íþróttir og erlend málefni Ögri náði hæstu sölu í Þýzkalandi SKUTTOGARINN Ogri seldi í gær og í fyrradag 299.4 tonn í Bremerhaven í V-Þýzkalandi og fékk sam- tals 84 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð 280 krónur. Er þetta hæsta upphæð, sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir afla í Þýzkalandi, hvort heldur talið er í íslenzkum krón- um eða vestur-þýzkum mörkum. Þá seldi Engey í Hull og var þar einnig um sölu á miðvikudag og fimmtudag að ræða. Engey land- aði 184.5 tonnum og fékk 53.4 milljónir fyrir aflann, meðalverð 290 krónur. Afli Engeyjar var mjög blandaður. Rán seldi í Grimsby í gærmorgun 88.2 tonn fyrir 33.4 milljónir, meðalverð 378 krónur. Afli togáranna hefur verið all- góður undanfarið miðað við það sem gerist á þessum árstíma. Fyrir viku — tíu dögum fengu nokkrir togaranna mjög góðan afla suðaustur af landinu, allt að 40—50 tonnum á dag og var ufsi stór hluti í þeirri hrotu. Auk Ögra og Vigra, sem lentu í þessari hrotu, má nefna Karlsefni og Guðstein. FRÉTTIR og Gæfa eða gjörvileiki var það efni sjónvarpsins, sem mest var horft á vikuna 2.-8. október, þegar fjölmiðla- könnun Hagvangs fór fram. Af þeim, sem spurðir voru, höfðu 68—72% horft á fréttir sjónvarpsins þessa viku og 78% horfðu á Gæfu eða gjörvileika. Rúmlega helmingur þeirra, sem spurðir voru, hafði horft á Kastljós þessa viku eða 52,4%. Af öðru efni sjón- varps má nefna: Dýrin mín stór og smá 66% Kojak 63% Prúðu leikararnir 58% Út úr myrkrinu (kvikm.) 58% Bak við dyr vítis (kvikm.) 58% Gengið á vit Woodhouse 48% Nýjasta tækni og vísindi 44% Humarveiðar 43% Tjarnarbúar (fræðslum) 36% Manfrcd Mann 35% Alit innifalið (leikrit) 34% íþróttir 33% Þáttur um erlend málefni 28,5% I fjölmiðlakönnun þessari var einnig spurt um hlustun útvarps. Niðurstaðan varð þessi: Kl. 9-11 38% Kl. 12-13 59% Kl. 14-17 34% Kl. 17-19 32% Kl. 19-20 62% Um 665 þúsund króti- ur kostar að reka bíl FÉLAG ísl. bifreiðaeig- enda lét í byrjun ársins reikna út hvað nú kostar Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráóherra: Hlutur útlendinga í heildar- þorskafla úr 50 í tæp 3% Efla þarf samstarf við Færeyinga og Græn- lendinga um sameiginleg hagsmunamál Harðar umræður urðu á Al- þingi f gær um gagnkvæma fiskveiðisamninga Færeyinga og ísiendinga, sem nýlega vóru gerðir milli þjóðanna. Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra, mæiti fyrir tillögu til sam- þykktar á samningunum. Lúð- vfk Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins, gagnrýndi máismeðferð utanríkisráð- herra á samningagerðinni, en samningarnir hefðu ekki hlotið eðlilega meðferð í ríkisstjórn- inni, og mælti gegn samþykkt þeirra. Svavar Gestsson, við- skiptaráðherra, tók undir jfágnrýni á málsmeðferð en taidi niðurstöður samninganna viðunandi og kvaðst greiða þeim atkvæði. Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra, mælti eindregið mcð samningunum, og hvatti til nánara samstarfs fslendinga, Færeyinga og Grænlendinga um sameigin- lega fiskveiðihagsmuni. Hann vakti athygli á því að árið 1972 hefðu útlendingar hirt yfir 50% af heildarþorskafla á ísiands- miðum, en eftir útfærslu í 200 sjómflur og Óslóarsamkomu- lag, sem ieiddi til þess að brezkir og v-þýskir veiðiflotar héldu endanlega af ísiandsmið- um, væri hlutur okkar í heildaraflanum kominn í rúm- Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra. lega 97%, 1978. Rétt hefði verið að skerða enn aflahlut Fær- eyinga í þorski, eins og gert hefði verið, en hlutur þeirra í loðnuafla væri ekki um of. Hann iiti ekki á Færeyinga sem útlendinga, heldur vinveitta smáþjóð, sem háði sams konar iífsbaráttu og við, og við ættum og gætum rétt hjálparhönd. Og þessir samningar fela í sér gagnkvæma hagsmuni. Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, gagnrýndi verk- stjórn á Alþingi, þá að umræða um Færeyjasamninga var slitin í sundur með umræðum utan dagskrár um járnblendiverk- smiðju. Hann krafðist þess að fundi yrði frestað, svo að hann gæti komið skoðunum sinum á framfæri á venjulegum fundar- tíma og borið af sér sakir, eins og hann orðaði það, en nú væri fjöldi þingmanna farinn af fundi, enda áliðið dags. Við þeim tilmælum var orðið. Umræðurnar verða raktar efnislega á þingsiðu Mbl. á morgun, laugardag. að eiga bifreið hér á landi og reka hana. Reyndist kostnaðurinn vera um 665 þúsund krónur yfir árið án afskrifta. Að sögn Sveins Oddgeirssonar, framkvæmdastjóra FÍB, var í út- reikningum þeirra miðað við meðalstóran bíl, sem eyddi 10 lítrum á hverja 100 km og er ekið 16 þúsund km á ári. Miðað við þessar forsendur hefur bensíneyðsla þessa bíls numið 289.600 kr., smurningur og olíu- skipti hafa kostað 35.000 kr., hjól- barðar (2‘á dekk á ári) hafa kostað um 38 þúsund krónur, varahlutir miðað við að bíllinn sé 7 ára, hafa kostað 115 þúsund kr., ábyrgðar- trygging miðað við 30% afslátt hefur kostað 67.620 kr. og kaskótrygging með 20% bónus yrði 85.056 kr. Þá er ótalinn bifreiðaskatturinn að fjárhæð 4328 kr. en síðan er gert ráð fyrir ýmsum öðrum kostnaði að upphæð um 30 þúsund krónur og samtals er þetta því kr. 664.604. Inn í þessa fjárhæð vantar afskriftir sem eru 10% og þannig breytilegar eftir bílverði. Sveinn sagði, að FIB hefði einn- ig kannað raunverulegan rekstrar- kostnað bíla samkvæmt skatt- skýrslum manna fyrir árið 1977. Alls hefðu borizt 82 svör við fyrirspurnum um þetta og útkom- an orðið sú, að meðalakstur á þessu ári er 15.782 km og meðalár- gerðin var árgerð 1972. Meðalbif- reiðin samkvæmt þessu eyddi ben- síni fyrir kr. 206.995 það árið, hjólbörðum fyrir 49.500 kr. smurning og olíu fyrir kr. 16.000, varahlutum fyrir kr. 49.000 og vinna nam kr. 32.000, tryggingar kr. 60.000 og bifreiðaskatturinn þetta ár 2767. Ymiss annar auka- kostnaður nam kr. 12.000. Beðið eftir viðgerðina Viðgerðarskipið Northern gerði í gær eina tilraun til að ná upp sæsímastrengnum Scotice en vegna þess hversu ókyrrt var í sjóinn urðu viðgerðarmennirnir að sleppa strengnum áður en af viðgerð gat orðið og bíða þess nú að veður skáni, að sögn Jóns Kr. Valdimars- sonar hjá Pósti og síma. Þrátt fyrir bilunina á Scotice er talsamband við útlönd mjög þokkalegt um þessar mundir, þar sem síminn hér hefur línur um Icecan, línur fyrir Flugleiðir og flugumferðarstjórn fyrir telexþjónustuna og auk þess 2 tallínur við London og 2 við Kaupmannahöfn. Þá eru einnig 2 radíólínur við London og ein við Kaupmannahöfn og einnig er veðri, með á Scotice talsamband hluta úr deginum um jarðstöð á Grænlandi við Kaupmannahöfn. Ályktun frá stjórn FÍM en ekki frétt Mbl. ÞAU MISTÖK urðu í vinnslu fimmtudagsblaðs Morgun- blaðsins, að á blaðsíðu 5 féll niður formáli blaðsins að ályktun frá stjórn -Félags ís- lenzkra myndlistarmanna. Formálinn, sem niður féll, var svohljóðandi: „Morgun- blaðinu barst í gær cftirfar- andi ályktun frá stjórn F.Í.M.:"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.