Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 9

Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 9 Rafmagnssamningurinn milli Landsvirkjunar og Union Carbide frá 1975 var notaður sem uppi- staða, en hann þurfti að endur- skoða og gera á honum margvís- legar breytingar og lagfæringar vegna breyttrar tímasetningar, fyllri ákvæði um orkuverð o.fl. Þessar breytingar bera heitið: Fyrsti viðauki við rafmagnssamn- inginn. Sá lögfræðingur undirbjó þessar breytingar, sem verið hafði ráðunautur viðræðunefndar um orkufrekan iðnað frá byrjun, Hjörtur Torfason hæstaréttarlög- maður. Hann hafði undirbúið bæði samningana við Union Carbide og við Elkem-Spiegerverket, og því öllum hlutum gjörkunnugur. Hann gerði tillögu um umrædda breyt- ingu á orðalagi 23. gr. og skýrir það á þessa lund í bréfi til Lands- virkjunar 10. desember 1976. „Um breytinguna leyfi ég mér að taka fram, að ég tel ekki felast í henni neina efnislega breytingu á aðstöðu frá því, sem var í samn- ingum með Union Carbide. Raf- magnssamningurinn hefur ávallt verið aðalundirstaða allra samn- inga um járnblendiverksmiðjuna, og væri að sjálfsögðu tilgangslaust að gera hana sameiginlega í byrj- un, ef hluti aðilanna gæti síðan breytt honum einhliða. Hins vegar tel ég fyrirkomulag þessa atriðis í fyrri samningum ekki hafa verið svo skýrt, að hártogun væri útilok- uð, og væri því æskilegt nú að setja skýr ákvæði um uppburð breytinga á þeim stað, sem þeinast liggur við til þess. Er þetta ekkert síður mín eigin skoðun en hins norska. lögfræðings, sem staðið hefur að tillögugerð um samnings- textann." Stjórn Landsvirkjunar og stjórn Járnblendifélagsins sem þá var skipuð íslendingum einum, en svo var eftir að Union Carbide hætti þátttöku og áður en Elkem kom inn í félagið — samþykktu þessa breytingu og var samningurinn undirritaður 31. des. 1976. Hann var síðan lagður fyrir iðnaðar- nefndir Alþingis, sem fengu járn- blendifrumvarpið til meðferðar. Hugarórar Alþýðu- bandalagsins Þessi umrædda breyting á 23. gr. rafmagnssamnings, sem var rökrétt og eðlileg var ekki gerð að mínu undirlagi, hún bar aldrei á góma í viðræðum milli mín og fulltrúa Elkem — Spiegerverket, hún fór ekki leynt, hún lá fyrir þingnefndum í meðferð málsins. Alþýðubandalagið átti fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar, sem sam- þykkti breytinguna. Allt tal liðs- manna hæstv. iðnaðarráðherra í Þjóðviljanum um að ég hafi notað þessa breytingu sem agn til að lokka Elkem til samstarfs eru hugarórar einir. Þetta var málatil- búnaður, sem settur er á svið í þeim tilgangi einum að friða óró- lega Alþýðubandalagsmenn og reyna að afsaka í þeirra augum, að iðnaðarráðherra hafi ekki megnað að stöðva verksmiðjuna fyrir hrekkjabrögð og laumuspil fyrir- rennara síns. Ef til vill er þetta mannlegt, en stórmannlegt er það ekki. Greinargerð Hjartar Torfasonar Hjörtur Torfason hefur nú sent bæði hæstvirtum iðnaðarráðherra og mér greinargerð, sem ber fyrir- sögnina: „Minnisatriði í tilefni af fréttatilkynningu iðnaðarráðu- neytis 25. jan. 1979 varðandi raf- magnssamning milli Isl. járn- blendifélagsins h.f. og Lands- virkjunar." Þessa skýru og rökföstu greinar- gerð þarf að birta opinberlega, en ég skal hér tilfæra nokkur atriði úr henni. Hjörtur segir m. a.: „Það verður því að teljast eðlilegt samningsatriði gagnvart minnihlutaaðila í félagi eins og Járnblendifélaginu, að grundvelli þeim, sem lagður er í byrjun með samningi eins og rafmagnssamn- ingnum, og þá með gagnkvæmu samkomulagi, sé ekki raskað nema með samþykki aðilans. Er þetta m.a. í eðlilegu samræmi við það, sem almennt gerist í félögum, þ.e. að undirstöðuatriðum í skipulagi og starfi verði ekki breytt með meirihlutavaldi einu saman. 4. Mikilvægi rafmagnssamnings kom mjög skýrt í Ijós í viðræðum við Norðmenn, þar sem leysa þurfti úr mikilvægum atriðum varðandi orkuverð og afhending- artíma. Að samningsgerðinni var gengið með því hugarfari, að samningnum yrði ekki breytt á hinum umsamda gildistíma nema með samþykki þeirra aðila, er stóðu að gerð hans í byrjun, þar á meðal ES. Var breytingu þeirri á orðalagi 23. gr. samningsins, sem um getur í fréttatilk., æltað að taka af tvímæli um það, að þessi regla skyldi gilda um almennar breytingar á samningnum. 6. Um breytingu þessa á 23. (og 26. ) gr. var litið svo að, að hún fæli ekki í sér efnislega breytingu á samningsaðstöðu frá því sem hafði verið í reynd skv. samningunum við Union Carbide. Aðstaða mundi óhjákvæmilega mótast af því í báðum tilvikum, að rafmagns- samningurinn hefði verið gerður sameiginlega í byrjun, og væri tilgangnum með því kollvarpað, ef sumir aðilanna gætu einhliða gert á honum meiri háttar breytingar síðar meir. 7. Orðalag fréttatilk. er óheppi- legt að því leyti, að ókunnugir gætu hugsanlega ályktað af því, að umrædd breyting á 23. gr. hefði verið gerð með sérstökum viðauka, er fjalli um hana eina, með ein- hverjum afbrigðilegum hætti. Hið rétta er að sjálfsögðu, að þessi breyting er aðeins ein af fleiri breytingum, sem gerðar voru á texta rafmagnssamningsins við tilkomu ES, þar á meðal texta varðandi afhendingardaga raf- magns og orkuverð. Voru allar þessar breytingar teknar upp í fyrsta viðauka við rafmangssamn- inginn, sem undirritaður var 31. des. 1976, og engar breytingar gerðar nema með honum. 8. Þá er það mjög ósanngjarnt, sem gefið er í skyn í Þjóðviljanum 27. jan. , að reynt hafi verið að dylja breytinguna á 23. gr. Þvert á móti var breytingin sjálf áberandi hluti af samningnum og auðsæ hverjum er lesa vildi. Jafnframt er ljóst, að umræddur fyrist viðauki við rafmagnssamninginn var sendur iðnaðarnefndum Alþingis til upplýsingar og skoðunar þegar um mánaðamótin jan./febr. 1977, er nefndirnar hófu störf að mál- inu, og hið sama var gert við aðra fylgissamninga aðalsamningsins, eftir því sem þeir féllu til. Frv. að hinum nýju lögum um járnblendi- verksmiðjuna var lagt fyrir Al- þingi fyrir jólin 1976, en meðferð þess lauk ekki fyrr en undir þinglok í maí 1977. Var þannig nægur tími og tækifæri fyrir nefndarmenn og aðra þingmenn til athugunar á málinu. 10. Varðandi breytinguna á 23. gr. er þess loks að geta, að hún skiptir ekki beinu máli um það málefni, sem tii athugunar var hjá Járnblendifélaginu, þ.e. hugsan- lega frestun á ofni 2. Við tilkomu ES var samin alveg ný tímaáætlun fyrir verksmiðjuna, svo sem óhjá- kvæmilegt var vegna þeirrar seinkunar, sem aðilaskiptin í fé- láginu olli. Þessi tímaáætlun var meðal þeirra atriða, sem um var fjallað í aðalsamningi ríkisstjórn- arinnar og ES, og fól hún í sér bindandi tímamörk varðandi gangsetningu bræðsluofna. Breyt- ing á tímaákvörðun varðandi ofn nr. 2 mundi því fela í sér breytingu á aðalsamningnum sjálfum eða frávik frá honum, og vera háð samþykki ES þegar af þeirri ástæðu, ef á slíkt mundi reyna á annað borð.“ Herra forseti. Ég þakka leyfið til þess að gera hér utandagskrárgrein fyrir þessu mikilvæga máli. En réttum upp- lýsingum var nauðsynlegt að koma á framfæri við Alþingi. 26600 EYJABAKKI 2ja herb. falleg 65 fm. íbúð á 1. hæð. Verö 13.0. Útb. 10.0. HRAUNBÆR 2ja herb. á 3ju hæð. Suður svalir. Góð íbúð. Verð 12.5. Útb. 9.0. HRAUNKAMBUR HF. 7 herb. íbúð á tveim hæðum í tvíbýlishúsi. Samt. 145 fm. 40 fm. bílsk. Verð 30.0 millj. Útb. 20.0. KLEPPSVEGUR 4 herb. kjallaraíb. 105 fm. í blokk. 1 herb. í risi fylgir. Verð 16.5. Útb. 11.0. MARÍUBAKKI 3ja herb. íb. á 1. hæð. Þvotta- herb. í íb. Verð 15.0. Útb. 10.0. SKÚLAGATA 3 herb. íb. á 4. hæð. Snyrtileg íb. Verð 13.0. VESTURBERG 3ja herb. íb. í háhýsi. Verð 14.5. Útb. 11.0. Ragnar Tómasson hdl. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, s. 26600. Kópavogur 3ja til 4ra herb. risíbúð í tví- býlishúsi í vesturbæ Kópavogs. Útb. um 7 millj. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. Kvöldsími 42618. 28611 Ný söluskrá er komin út, Kaupendur hrirtgiö og biðjiö um heimsent ein- tak. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvik Gizurarson hrl Kvoldsími 1 767 7 43466 — 43805 OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 19 OG LAUGARDAGA KL. 10—16. Úrval eigna á söluskrá. EFasteignasalan EIGNABORG sf. Endur skins merki Hafnarfjörður Til sölu í Norðurbæ góð 96 fm. 3ja herb. íbúö á 1. hæö í fjölbýlishúsi. Ibúöin er hol, rúmgóö stofa, eldhús, innaf því þvottahús og búr. 2 svefnher- bergi, WC og baö. Gott skápapláss. Allt vel útlítandi. Útborgun 13 millj. Árni Grétar Finnsson, hrl., Strandgötu 25, sími 51500. Seljendur Óskum eftir öllum stæröum og geröum íbúöa á söluskrá: Einnig einbýlishúsum og raðhúsum. Haraldur Magnússon viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður, Kvöldsími 42618. SIMAR 21150-21370 SÖLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM. JÓH. ÞOROARSON HDL Til sölu og sýnis m.a.: 4ra herb. íbúð með bílskúr á 3. hæö viö Hrafnhóla, 105 fm, nýleg og góö. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting. Fullgerö sameign. Góöur bílskúr um 24 fm. 2ja herb. íbúð í Fossvogi á 1. hæö um 50 fm viö Efstaland. Úrvals einstaklingsíbúö. Sér lóö. Sólverönd. í Kópavogi m. bílskúr 4ra herb. íbúó á 3. hæö í fjölbýlishúsi um 107 fm. 3 rúmgóö svefnherb., miklir skápar. Bílskúr. Útsýni. Þurfum að útvega 2ja herb. íbúð á 1. hæö eöa jaröhæð. Má barfnast standsetningar. íbúðir af öllum stæröum í nágrenni miðborgarinnar óskast. Fjársterkir kaupendur. AtMENNA fasteignasmTh LAÖGAvÉGMnSulR2ÍÍ5^137Ö EIGNASALAIM REYKJAVÍK Ingólfsstræti 8 Efra Breiöholt meö bílskúr vorum að fá í sölu nýja 4ra—5 herb. ca. 100 fm. íbúð á 2. hæð (efstu) í Hólahverfi. Ibúðin skiptist í saml. stofur, 3 svefn- herb., flísalagt bað og eldhús með góðri innréttingu. Góöir skápar í holi og tveimur herb. Lagt fyrir þvottavél í íbúðinni. Suður svalir. Gott útsýni. Þetta er ný og vönduö íbúð sem aldrei hefur verið búið í. Bílskúr fylgir. Til afhendingar nú þegar. EIGNASALAIN REYKJAVÍK Ingólfsstræti 8 Haukur Bjarnason hdl. Sími 19540 og 19191 Magnús Emarsson Eggerl Elíasson usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Við miöbæinn 3ja herb. vönduð íbúð á 3. hæð í steinhúsi. Lindargata 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð sér inngangur. Sér hiti. Vesturbær 2ja herb. jarðhæð. Sér inngangur. Kópavogur 4ra herb. efri hæð í tvíbýlishúsi. Hafnarfjörður 4ra herb. efri hæð og ris í tvíbýlishúsi. Sér hiti. Sér inngangur. Stokkseyri Einbýlishús 4ra herb. Hagstætt verö og hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Helgi Ólafsson löggiltur fast. kvöldsími 21155. ÞURFIÐ ÞER H/BYLI ☆ Fururgrund Ný 3ja herb. íbúð á 2. hæð. íbúöin er 1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Falleg íbúö. * Lindargata 2ja herb. íbúö á jaröhæð. 'V Gamli bærinn Nýleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. * Mosfellssveit — raðhús Raðhús ca. 100 fm. (timbur- hús). Húsið er 1 stofa, 3 svefn- herb., eldhús, bað sauna, geymsla. ☆ Mosfellssveit Nýtt einbýlishús ca. 130 fm. Bílskúr 60 fm. Húsið er 2 stofur, sjónvarpsherb., 3 svefn- herb., eldhús, bað, þvottahús, geymsla. Fallegar innréttingar. * RaöhÚS í smíðum með innbyggðum bílskúr í Breiðholti og Garðabæ. * Seláshverfi Fokhelt raöhús með bílskúr. Húsið verður fulifrágengiö aö utan með gleri og útihurðum. * Breiðholt 5 herb. íbúð á 7. hæð. íbúöin er 2 stofur, 3 svefnherb., bað, eldhús, búr. Glæsilegt útsýni. * Verzlunarpláss Tvær ca. 50 fm. verzlanir nálægt Hlemmtorgi. Höfum fjársterka kaup- endur aö öllum stærö- um íbúða. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Sími 26277 Gisli Ólafsson 201 78 Málflutningsskrifstofa Jón Ólafsson hrl Skúli Pálsson hrl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.