Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 13 Páll Bergþórsson: V eðurfregnatí m- arnir — Lokaorð um kjarna málsins Aðalfundur F.U.F.: Jósteinn sigraði með yfirburðum Mikil ritdeila hefur nú staðið milli okkar Markúsar Á. Einars- sonar um fyrirkomulag á lestri veðurfregna. Því miður hefur hún einkennst of mikið af persónulegu karpi um annað en aðalatriði málsins. Ég get vel tekið á mig nokkra sök á því. Til þess að hrinda umræðunum af stað sá ég mig tilneyddan að gerast harð- skeyttari en að jafnaði er æskilegt, og svo hlóð snjóboltinn utan á sig. En nú hafa málin skýrst, og því mun ég takmarka mig við kjarna málsins. Það er sýnilegt, að hugmyndir um að koma því til leiðar, að veðurfregnir verði oftar endur- Fulltrúar náms- manna í LÍN: Nýjum út- hlutunarregl- um fagnað Nýjar úthlutunarrcglur fyrir Lánasjóð íslcnzkra námsmanna voru samþykktar nýlega. í því tilefni gerðu fulltrúar ráðsmannasamtakanna í stjórn sjóðsins bókun sem Morgunblað- inu hefur borist og fer hér á eftir: Við fögnum heilshugar þeirri meginhugsun sem liggur að baki hinum nýju úthlutunarreglum, þ.e. að námslán verði veitt á grundvelli fjölskyldustærðar og framfærslu- byrðar námsmanna. Hins vegar mótmælum við þvi harðlega, að kjör fjölskyldufólksins séu bætt með því að skerða lán verulegs hluta annarra námsmanna eins og þessar reglur gera ráð fyrir. I þessu sambandi er rétt að minna á að raungildi námslána hefur rýrnað um 20—25% á undanförn- um tveimur árum, sé miðað við dagvinnulaun verkamanna sem eru smánarlega lág. Af þessum sökum sjáum við okkur ekki fært að greiða hinum nýju reglum atkvæði okkar. Ljóst er þó að þegar á heildina er litið samræm- ast þær hagsmunum námsmanna mun betur en þær reglur er gilt hafa undanfarin ár. Á þessum forsendum munum við ekki greiða atkvæði gegn þeim, heldur sitja hjá. 100 millj. kr. aukabaggi á Eyjamenn? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfl. báru fram þá fyrirspurn á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja hvort meirihluti vinstri manna hygðist leggja á 12% útsvar hér. Eins og kunnugt er hefur Magnús H. Magnússon, bæjarfulltrúi krata og núverandi félagsmálaráðherra, beitt sér fyrir því, að sveitarfélögin fengju heimild til að leggja tólfta prósentið á. „Bæjarfulltrúar meirihlutans fengust ekki til að gefa neinar ákveðnar yfirlýsingar í þessum efn- um“, sagði Sigurður Jónsson bæjar- fulltrúi í samtali við Mbl. „Þannig mega Vestmanneyingar allt eins eiga von á því, að viðbótargjöld verði lögð á, sem nema mundu allt að 100 milljónum." AtOl.VSINCASIMINN ER: ^22480 1 Jflorflunblnbiti skoðaðar fyrir útvarpslestur, eiga fylgi að fagna hjá aðilum eins og Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, Sjómannasambandinu og Stéttarsambandi bænda, en fáir eiga méira undir virkri og lifandi veðurþjónustu en þeir, sem á bak við þessi samtök standa. I öðru lagi hefur útvarpsráð áréttað það skýrt og skorinort, að það velji eins og mögulegt er koma til móts við Veðurstofuna í þessu efni. I þriðja lagi hefur samgönguráð- herra Ragnar Arnalds óskað þess, að veðurstofustjóri semji greinar- gerð um þetta efni. I fjórða lagi hef ég sannfært mig um, að allir veðurfræðingar ættu að geta talist viðunandi til þess að þeir geti endurskoðað veðurfregnirnar rækilega fyrir hverja útsendingu. Hvort þetta verður alveg á næst- unni eða í sambandi við skipulags- breytingar á Veðurstofunni síðar á árinu, finnst mér ekki meginatriði. Og þá er ekki annað eftir en þakka Markúsi Á. Einarssyni, fyrir orðaskiptin sem hafa varpað svona miklu ljósi á þetta mál, þrátt fyrir andstæðar skoðanir okkar. Og svona eins og til að undirstrika ólíkt álit okkar vil ég mótmæla því sem hann heldur fram í seinustu grein sinni, að það leysi engan vanda, að málefni Veðurstofunnar verði blaðamatur með þessum hætti! Páll Bergþórsson. Jósteinn Kristjánsson var kjör- inn formaður Félags ungra fram- sóknarmanna með miklum yfir- burðum á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld. Hlaut Jósteinn 114 atkvæði, en mótframbjóðandi hans, Kjartan Jónasson blaða- maður. hlaut 54 atkvæði. Fráfar- andi formaður, Björn Líndal, gaí ekki kost á sér til endurkjörs. Að framboði Jósteins stóðu ýms- ir aðilar sem verið hafa óánægðir með starfsemi F.U.F. síðari ár, og einnig naut hann stuðnings svo- nefndrar Breiðholtsdeildar, Al: freðs Þorsteinssonar og fleiri. I kosningabaráttunni lagði Jósteinn einkum áherslu á ný og breytt vinnubrögð innan raða ungra framsóknarmanna. Stuðningsmenn Kjartans voru einkum í fráfarandi stjórn F.U.F., Gylfi Kristinsson og fleiri, og einnig naut framboð hans velvild- ar stjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna, en formaður þess er Eiríkur Tómasson. Kuldaflikur Mjög gott úrval af kuldaflíkum hverskonar, t.d. sjóliðajökkum. Buxur Buxur í öllum stærðum og gerðum, s.s. gallabuxur, flauelsbuxur og kanvasbuxur. Peysur Ýmiss fatnaður Einnig standa til boða unglingapeysu.r og bolir í mörgum gerðum. Bómullarpeysur (sweat shirts) í barna- og fullorðins- stærðum. Flauelsföt og flauelsjakkar sem eru tilvalin fermingarföt. Láttu sjá þig á Adamsútsölunni og gerðu góð kaup. Stórglæsilegt úrval af peysum á jafnt háa sem lága. Opið til kl.7 í dag og hádegis á morgun LAUGAVEGI47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.