Morgunblaðið - 02.02.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 02.02.1979, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 14 Júmbóþota Cargolux í Keflavík: Boeing 747 200F er rúmir 70 m að lengd. vænghafið er tæpir 60 m og er yfir 19 m á hæð á stéli. hætti við pöntun sína, en nú er biðtími eftir slíkri vél til ársins 1981. Vélin kostaði um 48 milljónir bandaríkjadala og að viðbættum tveimur mótorum og öðrum varahlutum er um að ræða fjárfestingu að upphæð 53 milljónir dala. Einar sagði að nýja jumbóþot- an leysti af hólmi tvær DC-8-63 þotur sem Cargolux hefði haft á leigu frá því síðsumars og með þeim byggt upp fasta flutninga til Austurlanda, sem nýja vélin tæki nú við og væru ráðgerðar u.þ.b. 3 ferðir í viku þangað. — Við höfum tryggt okkur rétt á annarri vél af sömu gerð hjá Boeing-verksmiðjunum sem yrði afhent haustið 1980 og þurfum við að svara í vor hvort því tilboði verður tekið. Aður en það verður þurfum við að kanna fjárfestingarmöguleika okkar, Fiillkomnasta vélsem völerá —Kaup á annarri í athugun — Þetta er afskaplega fín flugvél og með þeim alfull- komnustu sem völ er á í dag, sagði Ragnar Kvaran flug- stjóri í Boeing 747 risþotu Cargolux, sem lenti í fyrsta sinn á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. og það er verulega gaman að fljúga þessari vél, enda þótt hún sé f sjálfu sér ekki svo ýkja frábrugðin ýms- um öðrum tegundum véla. Cargolux tók við þotu sinni í Seattle í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum og sagði Ragn- ar að henni hefði verið reynslu- Einar ólafsson fram- kvæmdastjóri Cargolux. Ljósm. Kristján. flogið þrisvar sinnum eftir af- hendinguna til frekari þjálfunar flugliða en flugið frá Seattle tók 6 stundir og 25 mínútur. Nokkr- ir forráðamenn Flugleiða, sem eiga þriðjung í Cargolux, tóku á móti vélinni, en með henni voru Einar Ólafsson framkvæmda- stjóri félagsins, og nokkrir aðrir starfsmenn Cargolux og boðs- gestir frá Boeing verksmiðjun- um, m.a. Linn Ólafsson, en hann er af íslenzku bergi brotinn og er yfirmaður framleiðslu 747 vélanna. Þjálfaðar hafa verið 6 áhafnir á vélina og sú 7. er í þjálfun í Denver. Þessi vél er ein sú fullkomnasta á markaðnum í dag og þótt nú séu liðin ein 10 ár frá því framleiðsla hennar hófst er hún enn í fullu gildi og alltaf er verið að endurbæta hana, auka flughæfnina og gera hana hagkvæmari í öllum rekstri. Ragnar Kvaran var flugmað- ur hjá Loftleiðum í 15 ár en hefur um árabil starfað fyrir Cargolux og því flogið mörgum tegundum véla. — DC-8 vélarnar eru harla góðar, sagði Ragnar að lokum, eii þessi tekur þeim þó fram hvað varðar ýmsar nýjungar og hagkvæmni á mörgum sviðum. Sigurður Jónsson var flugvél- stjóri í þessari fyrstu ferð og aðstoðarflugmaður var Harley Beard. Sigurður sagði að vél þessi væri aðallega öðruvísi en aðrar vélar að því leyti að hún væri stærri að rúmmáli, hefði fullkomnari og nýrri tæki og hún gæti tekið stærri hluti til flutnings en áður hefði þekkst með flugvélum. Mesta hæð bols hennar er um 10 m, þ.e. fremst og hún getur borið 104 tonn af varningi. I farþegarýminu eru sæti fyrir 16 og verður það notað aðallega til að flytja viðskiptavini Cargolux og aðra er nauðsyn krefur. Sigurður Jónsson upplýsti að vélin þyrfti ekki lengri brautir en margar Ragnar Kvaran flugstjóri og Harley Beard aðstoðarflugmaður. Allir flugstjórar Cargolux eru íslenzkir nema einn og allir flugvélstjórar, en flugmenn frá fleiri þjóðum. Stjórnklefinn er ekki stærri en í venjulegri þotu. »»»***** argolux Boeing 747 og 727, en 727 vélin er 76 tonn að þyngd fullhlaðin á móti um 360 tonnum 747. aðrar þotur, t.d. 10 þúsund feta braut í lendingu og hleðsla á hvert hjól væri ekki eins mikil og á sumum vélum, en þunga hennar bera 16 aðalhjól auk tvöfalds nefhjóls. Einar Ólafsson framkvæmda- stjóri Cargolux sagði að mikil vinna stæði að baki því að félagið tæki nú við þessari vél og þar hefðu margir menn lagt fram liðsinni sitt. — Þetta er ein sú stærsta vél sem notuð er í almennu flugi í dag og útbúin öllum þeim nýjungum sem völ er á. Við skrifuðum undir pönt- un við Boeing-verksmiðjurnar í september 1977 og 11. nóvember það ár var gengið endanlega frá kaupunum. Við fengum vél svo snemma þar eð annar kaupandi því við erum vissir um að vélin reynist fullkomlega vel, en aðal- vandamálið er að fjármagna slík kaup. Með vélinni í þessari fyrstu ferð var einnig Gunnar Björg- vinsson forstöðumaður tækni- og verkfræðideildar Cargolux. Sagði hann að áður en tekin var ákvörðun um að festa kaup á vél af þessari gerð hefði verið farið yfir þær vélar sem í boði voru og álitið að Boeing 747 væru beztu kaupin. — Þetta er eina vélin sem smíðuð er til vöruflutninga frá upphafi þótt hún sé einnig notuð sem farþegavél og eina vélin sem getur t.d. tekið inn skipagáma. Munurinn á vöru- flutningavélinni og farþegagerð- inni er fyrst og fremst stórar dyr, opnanlegt nefið, búkurinn er gluggalaus og burðarmagnið er örlítið meira. I dag á Cargolux auk hinnar nýju vélar 3 DC-8-63 þotur og eina af gerðinni Boeing 707. Við komu vélarinnar til Luxemburg- ar í gær tóku starfsmenn Cargo- lux og fjölskyldur þeirra á móti vélinni og í dag verður athöfn þar sem henni verður gefið nafn og eru þá boðnir ýmsir framá- menn í Luxemburg. Starfsmenn Cargolux eru um 420 þar af um 100 íslenzkir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.