Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 19 Guðný Jónsdótt- ir—Kveðjuorð Fædd 22.júní, 1927. Dáin 25. janúar, 1979. Vinir berast burt með tímans straumi, segir skáldið, og eru það orð að sönnu. Við hljótum öll að beygja okkur fyrir lögmálum lífs og dauða, taka því sem að höndum ber og æðrast eigi. Eingu að síður er það með sárri sorg, sem við kveðjum vini okkar og samferða- menn, er hverfa brott yfir móðuna miklu, einkum þegar það gerist meðan þeir eru enn í blóma lífsins og í ævistarfinu miðju. En við stóran er að deila og vegir Guðs órannsakanlegir. Vináttubönd, sem knýtast á æskuárum, eru sterk og endast lengi, stundum ævilangt, jafnvel þótt leiðir skilji og fjörður sé milli frænda og vík milli vina. Þannig var því farið um staðfasta tryggð æskuvinkonu minnar, Guðnýjar Jónsdóttur, sem andaðist 25. janú- ar og verður kvödd hinstu kveðju frá Bústaðakirkju hinn 1. febrúar. Við lékum okkur saman á æsku- morgni ljósum, gengum saman í skóla, unnum saman að ýmsum félagsmálum, áttum sameiginlega vini og deildum gleði og sorg á þeim árum, sem alltaf verður bjartast yfir í endurminningunni. Síðar skildu leiðir og við vorum búsettar hvor í sínu héraði og raunar hvor í sínu landi um árabil. En þrátt fyrir það rofnuðu þó aldrei þau tryggða- og vináttu- bönd, sem tengdu okkur saman í æsku, og ef við hittumst, sem bar þó of sjaldan við, var því líkast sem gömlu, góðu dagarnir kæmu til okkar aftur með sólskini og bláum himni og að leiðirnar hefðu raunar aldrei skilist. Guðný Jónsdóttir fæddist hinn 22. júní 1927 og ólst upp ásamt Guðbjörgu, eldri systur sinni, á ágætu heimili ástríkra foreldra, þeirra Þóreyjar Jónsdóttur og Jóns Ólafssonar, sem lengi áttu heima í Skerjafirði, en fluttust svo sem margir í þeirri byggð inn í Laugarneshverfi á stríðsárunum. Guðný var þegar á æskuárum einstaklega tápmikil og góð stúlka, sem vildi verða að liði og greiða úr hverjum vanda. Hún var félags- lýnd og glaðvær, dugleg, kjark- mikil og úrræðagóð, áhugasöm um félagsmál og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Þessum hliðum hennar kynntist ég best þann vetur er við dvöldúmst saman við nám úti í Noregi og deildum saman húsi og kjörum. Hinn 6. október 1956 giftist Guðný eftirlifandi manni sínum, Gunnari Einarssyni, arkitekt. Eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, tvær dætur og tvo syni, sem nú eru öll komin nokkuð á legg og Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. sum uþpkomin. Fjölskyldan var búsett um allmörg ár í Danmörku, en settist síðan að hér heima. Voru þau hjónin einstaklega samhent og áhugasöm við að koma sér upp fögru og listrænu heimili í Reykja- vík og lögðu sig fram um að hlúa sem best að börnum sínum. Raun- ar kappkostuðu þessi góðu hjón að láta öllum líða sem best í návist sinni og það fengum við, sem vorum gestir þeirra, oft að reyna. Ég vil að síðustu þakka Guðnýju, æskuvinkonu minni, órofa tryggð og vináttu, sem aldrei brást. Um minningu hennar verð- ur alltaf bjart í huga mér og svo mun um alla, sem kynntust þessari góðu og höfðinglunduðu konu. Okkur vinum hennar finnst að vonum að of skjótt hafi sól brugðið sumri og að of snemma hafi hún verið kvödd til meira að starfa Guðs um geim. En Drottinn gaf, Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Með auðmjúku hjarta þökkum við góða samfylgd og trausta vináttu. Við höfum öll mikils misst, en þeir þó mest sem næstir henni stóðu. Eiginmanni hennar, börnum, aldinni móður, systur og öðrum ástvinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau á þessum tíma sorgar og saknaðar og leggja líkn með þraut. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Hjörleifsdóttir. GuÖni Guðmundsson Ólafur Ásgeirsson Sigurjón Fjeldsted Skólamál rædd á ráð- stefnu á laugardaginn Á LAUGARDAG efnir málefnanefnd Sjálfstæðisflokksins um skóla- og fræðslumál og Samband ungra sjálfstæðismanna til ráðstefnu um skólamál. Er ætlunin að ræða þar raunveruleg vandamál við atvinnulífið. Hefst ráðstefnan kl. 9.30 um morguninn og stendur með hádegisverðarhléi allan daginn til kl. 5 síðdegis. Um morguninn verða flutt framsöguerindi . Frummælendur eru Guðni Guðmundsson rektor MR, Ólafur Ásgeirsson, skólameistari á Akranesi, Sigurjón Fjeldsted skólastjóri í Reykjavík, Sigurður Guðmundsson, skólastjóri á Leirá, Sverrir Pálsson, skólastjóri á Akureyri, og Þórir Einarsson prófessor. Að loknu hádegisverðarhléi munu umræðuhópar starfa og síðan verða panelumræður. Um kl. 5 slítur Bessí Jóhannsdóttir ráðstefnunni. Er ráðstefnan öllum opin, en ætlast til þess að menn tilkynni þátttöku. oood Nýtt útlit en sversig í ættina! Stflhrein fegurð Viðnýhörmun á Audi 80 vareerður skýr greinarmunur á skammtíma tískusjónar■ miðum og stílhreinni fegurð sem varir. Hér réði þýsk smehkvísi og fágun ferðinrá, ekki síst í breytingu á innra búnaði. Bíllinn hefur verið stækkaður jafnt að breidd sem lengd með stœrri rúður fyrir aukið útsýni. SÝNÍNGARBÍLL Á STAÐNUM. Framhjóladrif Audi er framhjóladrifinn sem fyrr ervda tryggir það frábœra aksturseiginleika. Fjöðrun og hemlaherfið eru og þaulreynd eins og annað sem bílinn prýðir. Komdu og skoðaðu hann, hann á það skilið. HEKL/V HF Laugavegi 170-172 Sfmi 21240*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.