Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 29 Grímur Thomsen, sem svo kveður í einu af sínum stórbrotnu kvæðum: Hví lét skaparinn skína oss skrautið allt (estingar, Sjöstirnið bæði og Suðurkross, svnji hann um vist oss þar? A Aldebaran og óríon yndi er að geta mætzt; Guð hefði aldrei glætt þá von, geti hún eigi rætzt. Þarna lýsir skáldið því fagur- lega, að hann gerir ráð fyrir framhaldslífi á þeim stjörnum, sem hann telur hér upp og að þar megi örugglega vænta endurfunda við framliðna vini, þegar héðan er flust eftir dauða líkamans. Með því að skoða stjörnur himins á heiðskírum kvöldum, greiðum við, vitandi eða óafvit- andi, fyrir nánara sambandi við framliðna vini og við háþroskaver- ur alheimsins, þær er á stjörnun- um búa, því vita skyldum við að stjörnur (reikistjörnur hinna ýmsu sólhverfa), eru heimkynni hins æðra lífs, og að frá þeim kærleiksfullu, máttugu verum berst okkur sá kraftur, sem ekki verður án verið. Ingvar Agnarsson • Tómt plat? Þegar manns nánustu eru á sjónum fylgist maður með veður- spánni. Eins lengi og ég man hefur hún fylgt fréttatímunum og færst með þeim sbr. hringlið á kvöld- fréttunum. Og nú er skrifað í blöðin að þetta sé tómt plat. Hvað hefur þjóðin verið plötuð lengi á þessu? Hver fann upp á þessu fyrir langa löngu? Og ef nú á að breyta þessu eins og búast má við hvernig væri þá að spyrja „kúnnana", þá sem nota veður- spána, sjómenn, trillukarla jafnt sem togarajaxla, bændur, bifreiða- stjóra o.s.frv., að þetta verði ekki bara mál hvítflybbamanna. En maður er nú samt dálítið undrandi á þessum skrifum og leyfist manni að efast um heilindi hjá þeim manni sem notar hryggi- legt sjóslys til að ráðast harkalega á félaga sinn. Og hvers vegna hefur hann ekki talað fyrr? Hefur hann ekki starfað í marga áratugi á veðurstofunni, miklu lengur en sá sem hann ræðst á? Undrandi. Hallgrímskirkja óskar eftir söngfólki Organleikari kirkjunnar, Antonio D. Corveiras, og Halldór Vilhelmsson, einsöngvari, veita tilsögn í nótnalestri og raddbeitingu. — Þeir sem heföu áhuga hringi í Halldór Vilhelmsson í síma 43722 milli kl. 12—1. Þessir hringdu . . Ósanngjörn gagnrýni Sjónvarpsahorfandi hringdi: „Ég var mjög ánægður með þáttinn „Nám, minni og gleymska" sem var á dagskrá sjónvarpsins fyrir stuttu. Eg vildi því biðja sjónvarpið endilega að endursýna þáttinn og helst sýna fleiri álíka fræðsluþætti. Mér fannst gagnrýnin á þáttinn sem kom fram í Velvakanda nú í vikunni vera mjög ósanngjörn. Hann braut alls ekki þær reglur sem hann boðaði. í þættinum var bæði höfðað til sjónminnis og heyrnarminnis auk þess sem endurtekningar voru notaðar. Mér fannst því þátturinn koma fylli- lega til skila og þjóna vel því hlutverki sem honum var ætlað og vil ég ítreka það að biðja sjónvarp- ið að endursýna „Nám, minni og gleymska“.“ SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Vilnus í Sovétríkjunum í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Beljavskys, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Damjanovics, Júgóslavíu. 25. IIh4! (En alls ekki 25. Hxb2 - Dxb2 26. Hh4 - Dg7) Hxbl+, 26. Kh2 - Ilhl+, 27. Kxhl - Dbl+, 28. Kh2 - g5, 29. Dxg5+ - Dg6, 30. Dxe7. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Tukmakov 10'/2 v. af 15 mögulegum. 2. Petrosjan 10 v. 3. Guljko 9‘/2 v. 4—5. Beljavsky (Allir frá Sovét- ríkjunum) og Lechtynski, (Tékkó- slóvakíu) 9 v. Tilboð Loöfóöruö kuldastígvél Seljum næstu daga kuldastígvél á sérlega hagstæðu verði: No. 27-34 kr. 6500. No.35-41 kr. 7900. GEí§iB H HÖGNI HREKKVISI LJOSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVIK SIMI85811 83? SlGeA V/öGA S. 'ÍíLVeRAW ‘dTö^) • \ $0N\(A ‘bTöVÍ WV/ u'r wer Gemt vlV v/uK \ cvö/O %I6GA, fif) LiMWA ^ y Á b\ konva- /cdÍÓ9? YOfaMoWfó N VONVA K <bTctoí V0tf9/ <dÍ$ Vfl/£R

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.