Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
31. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979
Prentsmiöja Morgunblaösins.
jr
Bhutto víðast
beðið vægðar
Kawalpindi, Wa.shington, London,
6. febrúar — AP-Reuter
VIÐBRÖGÐ vegna staðfestingar hæstaréttar Pakistans á dauða
dómi yfir Zulfikar Ali Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra
Pakistans í morgun hafa erlendis verið öll á einn veg, — farið hefur
verið fram á að lífi leiðtogans fyrrverandi verði þyrmt.
Mikil óeining rikti með hinum sjö dómurum sem skipa hæstarétt
Pakistans um hvort staðfesta ætti dóminn eður ei. Þegar atkvæði
voru greidd staðfestu fjórir þeirra dóminn en þrír voru á móti.
Meðal þeirra fjölmörgu
þjóðarleiðtoga og fyrirmanna í
heiminum sem sent hafa
Zia-UL-Haq forseta Pakistans
beiðn um að þyrma lífi Bhuttos
eru Kurt Waldheim aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, James
Callaghan forsætisráðherra
Bretlands, Ola Ullsten forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, Carter
Bandaríkjaforseti og Bulent
Ecevit forsætisráðherra Tyrk-
lands sem jafnframt hefur boðið
stjórn Pakistans að taka við
Bhutto og tryggja að hann komi
aldrei framar nálægt stjórnmál-
um.
Zia-Ul-Haq forseti Pakistans
sagði áður en hæstiréttur birti
niðurstöður sínar að hann
myndi ekki breyta þeirri
ákvörðun hver svo sem hún yrði
en hann er nú eini maðurinn
sem náðað getur Bhutto. —
Lögfræðingur Bhuttos sagði
eftir dómsuppkvaðninguna að
Bhutto myndi ekki fara fram á
náðun forsetans.
„Heppnaðist
fullkomlega”
Tokyo, 6. febrúar. AP. Reuter.
TENG Hsiao-Ping varaforsætioráð-
herra Kína stakk sér beint í bólið
er hann kom í opinbera heimsókn
sína til Japans í morgun, illa
haldinn af kvefi. Kvöldverði og
viðra'ðum hans með utanríkisráð-
herra Japans, Suano Sonoda, var
því írestað um óákveðinn tíma að
því er fréttir frá Tokyo herma í
dag.
Eina sem Teng lét hafa eftir sér
varðandi heimsókn hans til Banda-
ríkjanna var að hún hefði heppnast
fullkomlega í alla staði. Búist er við
því að Teng muni á næstu dögum
hitta Sonoda og forsætisráðherra
Japans, Masayoshi Ohira, og muni
hann á þeim fundi gera þeim ná-
kvæma grein fyrir viðræðum þeim
er hann átti við bandaríska ráða-
menn á för sinni um Bandaríkin.
Þá er reiknað með því að viðræð-
ur leiðtoganna muni að mestu leyti
snúast um þróun mála í Indókína að
undanförnu.
Herinn í Iran
sýnir klærnar
halda honum til heiðurs. Þá til-
kynnti forsætisráðherrann að
þegar íslamskt lýðveldi væri kom-
ið formlega á laggirnar kæmi ekki
til greina að íranir tækju þátt í
neinum hernaðarbandalögum og
engin erlend yfirráð yrðu liðin í
landinu.
Aðspurður sagði Bhaktiar
núverandi forsætisráðherra að
hann myndi ekkert aðhafast gegn
Bazargan nema hann gripi til
einhverra aðgerða gegn löglegri
stjórn landsins.
Teheran, 6. febrúar. AP. Reuter.
FJÖLDAGÖNGUR til stuðnings Ayatollah Khomeini trúar-
leiðtoga Múhameðstrúarmanna í Iran voru íarnar í dag en
voru ekki eins fjölmennar eins og búist hafði verið við að
því er fréttir frá Teheran í dag herma.
Daudarefsing
afnumin?
Meðan á fjöldagöngunum stóð
flugu herþotur og þyrlur íranska
hersins lágt yfir borginni, auð-
sjáanlega til að sýna hvar valdið í
landinu væri. — Talsmaður
Khomeinis, Ibrahim Yazdi, sagði
að Khomeini hefði alls engar
áliyggjur vegna þessara ögrana
hersins því að íbúar landsins
fylgdu honum að málum og það
væri það mikilvægasta eins og
málum væri háttað. Þátttakendur
í göngunum voru hins vegar hinir
óhressustu vegna aðgerða hersins
og steyttu hnefa í átt til vélanna.
Til nokkurra átaka kom í nokkr-
um borgum landsins milli
stuðningsmanna Khomeinis ann-
ars vegar og stuðningsmanna
Bhaktiars hins vegar, en ekki
bárust neinar fréttir um mannfall
í þeim átökum.
Á skiltum fjöldagöngumanna
var mest um áletranir til heiðurs
hinum nýja forsætisráðherra sem
trúarleiðtoginn skipaði í gær þar
sem hann var kailaður þjóðhetja.
Á fundi sem Bazargan hélt með
fréttamönnum í dag sagðist hann
mundu leggja fram ráðherralista
sinn á morgun, degi áður en boðað
hefur verið til mikillar hátíðar-
Iranskir trúarleiðtogar veifa krepptum hnefa í átt til herflugvela, sem flugu margsmms
yfir miðborg Teheran í dag, þegar fjöldagöngur fóru þar um til stuðnings Ayatollah
Khomeini. Símamynd AP.
Luxemborg. 6. febrúar. Reuter.
ÞINGIÐ í Luxemborg mun innan
tíðar greiða atkvæði um hvort
afnema beri dauðarefsingu í land-
inu að því er talsmaður stjórnar-
innar sagði í dag. Fyrir 18 mánuð-
um var tillga um slíkt felld í
þinginu af naumum meirihluta, en
nú er búist við að hún nái fram að
ganga.
London. 6. febrúar. AP.
Skoðanakönnun í Bretlandi:
íhaldsflokkurinn
með allt að 19%
meira fylgi í dag
JAMES Callaghan forsætisráðherra Bretlands og Verkamannaflokksstjórn hans urðu fyrir enn einu
áfallinu í morgun þégar bresku morgunblöðin birtu skoðanakönnun á fylgi flokkanna þar sem í ljós
kom að fylgi hefur hrunið af flokknum á síðustu vikum. Samkvæmt könnuninni er fyígi
Verkamannaflokksins komið niður í 36% á móti 55% fylgi (haldsflokksins.
Þessi 19% fylgismunur á
flokkunum er sá langmesti sem
verið hefur frá því að Callaghan
tók við forystunni í Verka-
mannaflokknum á árinu 1976.
Aðalorsökin fyrir þessu mikla
fylgishruni Verkamannaflokks-
ins er eflaust hið langa og
stranga verkfall sem staðið hef-
ur yfir í Bretlandi sl. fimm
vikur og ekki virðist sjást fyrir
endann á segja öll morgunblöðin
í fréttum sínum.
Til samanburðar má geta þess
að þegar slík skoðanakönnun
var síðast gerð í nóvember sl.
hafði Ihaldsflokkurinn aðeins
1% fylgi umfram Verkamanna-
flokkinn eða 47% á móti 46%.
Þá var einnig birt skoðana-
könnun á persónulegu fylgi leið-
toganna tveggja, þeirra Callag-
hans og Margaret Thatcher leið-
toga Ihaldsflokksins. Þar var
útkoman sú að fylgi Callaghans
hafði hrapað úr 38% í 31% en
fylgi Thatchers hafði aukist úr
38% í 45%.
Að mati fréttaskýrenda er
útlitið fyrir Callaghan þó ekki
eins slæmt eins og það virðist
við fyrstu sýn. Þeir segja að ef
Callaghan takist að leysa verk-
föllin á viðunandi hátt fljótlega
megi allt eins búast við því að
fylgi Verkamannaflokksins
stóraukist á kostnað Ihalds-
manna.
Þá segir í fréttum frá Bret-
landi í dag að mjög lítil hreyfing
sé á verkfallsmálum. Ekkert
hafi gengið né rekið í samning-
um.
Hersveitir frá
Belgíu til Zaire
Brti88el, 6. febrúar. AP. Reuter.
BELGÍUMENN hafa ákveðið að
senda fallhlífahersveitir til Zaire
í Afríku að því er haft var eftir
Henri Sixnonet utanríkisráðherra
Belgíu í dag.
Utanríkisráðherrann sagði að
för sveitanna væri í fullu sam-
ræmi við samning ríkjanna um
gagnkvæma aðstoð í sambandi við
heræfingar og sagði jafnframt að
um 250 manns myndu fara til
staðar í námunda við Kinshasa
höfuðborg landsins og borgarinnar
Bukavu í austanverðu Zaire.
Ekki eru allir sáttir við skýring-
ar ráðherrans og telja fréttaskýr-
endur að stjórn Zaire hafi beðið
formlega um aðstoð Belga til að
brjóta á bak aftur uppreisnar-
menn sem hafa haft sig nokkuð í
frammi í landinu að undanförnu.
Þá var haft eftir áreiðanlegum
heimildum að með bví að senda
hersveitirnar vildu Belgar tryggja
öryggi þeirra fjölmörgu hvítu
manna sem í landinu búa en flestir
þeirra eru Belgar.
Togara saknað
- og með honum 39 manna
Vardoe, 6. febrúar. Reuter og
fréttaritari Mbl. í Ósló.
MIKIL leit að sovézkum togara á
Barentshafi frá því á sunnudag
hefur til þessa engan árangur borið
en með honum var 39 manna áhöfn.
Síðast var vitað um ferðir togar-
ans seinnihluta sunnudags þegar
hann hafði samband við fjarskipta-
stöðina í Murmansk í Sovétríkjun-
um. Þá var togarinn um 55 sjómílur
út af Murmansk. — I morgun fundu
flugvéiar björgunarbát um 7 sjómíl-
ur útaf Murmansk og í honum tvo
skipverja sem frosið höfðu í hel.