Morgunblaðið - 07.02.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979
3
„Kortsnoj verð-
ur að gæta sín
eins og aðrir ”
Spjallað við Friðrik Ólafsson forseta FIDE
um fund framkvæmdastjómarinnar í Austurríki
FUNDI 10 manna Framkvæmdastjórnar Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, lauk í
Graz í Austurríki í gærkvöldi. Friðrik Ólafsson forseti FIDE stjórnaði fundinum
og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær að mörg mál hefðu verið rædd á
fundinum, sem á margan hátt hefði verið erfiður. Tvö helztu mál þingsins voru
tengd Kortsnoj stórmeistara og einvígi hans gegn Karpov um heimsmeistara-
titilinn. í báðum þessum málum var á fundinum tekin afstaða Kortsnoj í óhag.
Að sögn Friðriks var á fund-
inum tekin fyrir skýrsla frá
dómara heimsmeistaraeinvígis-
ins í Baguio, en hún lá ekki fyrir
er Karpov var úrskurðaður
heimsmeistari á FIDE-þinginu í
Buenos Aires. Var fjallað um
þessa skýrslu á fundinum í Graz
og athugað hvort stjórnendur
einvígisins hefðu brotið reglur á
Kortsnoj. — Niðurstaða þessara
athugana varð sú að reglum og
lögum FIDE hefði verið fylgt,
sagði Friðrik.
— Hins vegar höfðu aðstoðar-
menn keppenda gert með sér
samkomulag um að dularsál-
fræðingurinn Sukhar sæti
aftarlega í keppnissalnum, en í
síðustu skákinni var hann
kominn í fremstu sætaröð og
Kortsnoj heldur því fram að
hann hafi haft truflandi áhrif á
sig. Það er ekki FIDE að dæma
um það hvort samkomulag á
milli keppenda hafi verið brotið,
en hins vegar var sú niðurstaða
FIDE-þingsins frá í haust um að
reglur sambandsins hefðu ekki
verið brotnar staðfestar á
þessum fundi.
— Þá óskaði Campomanes
forseti skáksambands Filipps-
eyja og einn af varaforsetum
FIDE eftir því að framkoma og
hegðun Kortsnojs meðan á ein-
víginu stóð yrði fordæmd.
Persónulega var ég á báðum
áttum í þessu máli og komst að
því að ég þekkti greinilega ekki
alla söguna. Ég sé núna að þetta
einvígishald hefur haft í för með
sér gífurlegt álag á Campoman-
es, sem stóð í miðjum eldinum.
Á honum dundu sífelldar hótan-
ir frá Kortsnoj, sem hótaði oftar
en einu sinni að fara í burtu og
notaði gífuryrði hvað eftir
annað í garð þeirra, sem skipu-
lögðu einvígið. Hann notaði
þennan viðburð til að koma lagi
og þá gjarnan pólitísku á and-
stæðing sinn.
— Framkoma Kortsnojs á
mótinu var fordæmd, en sjálfur
var ég ekki viðstaddur þann
fund, þar sem ég var þá í
móttöku hjá ríkisstjóranum í
Grax sem forseti FIDE. Ég hefði
persónulega viljað milda það
orðalag, sem notað var í yfirlýs-
ingunni, en leggja ríkari áherzlu
á að Kortsnoj hegðaði sér öðru
vísi í framtíðinni. Hins vegar
hlaut að koma að því að FIDE
tæki afstöðu til framkomu
Kortsnojs. Hann gengur alltof
langt í stóryrðum sínum um
andstæðinga sína og sagði t.d.
nýlega á sýningarmóti í Vínar-
borg, þar sem hann tefldi við
Miles, að Karpov væri djöfull.
Kortsnoj er snillingur í skák-
inni, en hann verður að gæta sín
eins og aðrir og framkcgna hans
hefur iðulega verið skákíþrótt-
inni til lítils sóma og alls annars
en til að auka veg hennar, sagði
Friðrik Ólafsson.
Aðspurður um hvað nú væri
framundan sagði Friðik að hann
yrði í nokkra daga í Hollandi til
að ganga frá ýmsum endum í
sambandi við þennan fund
framkvæmdanefndarinnar. Þá
væri hann t.d. formaður
nefndar, sem falið hefði verið að
kanna hvort breyta þyrfti lögum
og reglum fyrir næsta heims-
meistaraeinvígi. Hann sagðist
ekki hafa tekið neina ákvörðun
um taflmennsku á næstunni en
sagði að ef af því yrði þá yrði um
einkamót að ræða, en ekki mót á
vegum FIDE eins og t.d. svæða-
mótin, sem framundan væru.
Tillaga sjálfstæöismanna:
Könnun á atvinnu-
og efnahagsáhrifum
fiskveiðitakmarkana
FIMM þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram tillögu
til þingsályktunar um könnun á
atvinnu- og efnahagslegum áhrif-
um takmarkana á fiskveiðum
íslendinga. Gcrir tillagan ráð
fyrir því, að könnunin nái til
framangreindra áhrifa í þjóðar-
búskapnum miðað við þá tillögu
fiskifræðinga, að þorskveiðar ís-
lendinga í ár verði takmarkaðar
við 250.000 smálestir. Ennfremur
verði könnuð áhrif þess, ef farið
verður að tillögum þeirra um
viðgang helztu fiskstofna á næstu
árum.
í greinargerð með tillögunni
segir m.a.:
„Undanfarin ár hafa farið fram
miklar umræður um veiðiþol fisk-
stofna innan hinnar nýju 200
mílna fiskveiðilögsögu íslands.
Árvisst hafa fiskifræðingar látið
frá sér fara aðvaranir um, að
ýmsir mikilvægir fiskstofnar væru
ofveiddir og að grípa yrði til
veiðitakmarkana. Flestir, sem til
þekkja, eru sammála um nauðsyn
þess, að einskis megi látið ófreist-
að í þeim efnum að afstýra því, að
fiskstofnarnir séu ofnýttir. Hins
vegar greinir menn á um, hvar
draga skuli mörkin. Fara þar ekki
alltaf saman skoðanir þeirra, er
starfa í sjávarútvegi, og sérfræð-
inga.
Nú liggur fyrir tillaga frá fiski-
fræðingum um róttækan niður-
skurð á þorskveiðum á yfirstand-
andi ári. Um er að ræða, að
leyfilegur hámarksafli þorsks
verði 250.000 smálestir, en á s.l. ári
var þorskaflinn 330.000 smálestir.
Þá lögðu fiskifræðingar til að
þorskafli yrði 270.000 smálestir.
Verði farið að þessari og öðrum
tillögum, sem fiskifræðingar gera
og hníga í sömu átt, mun það hafa
gífurleg áhrif á efnahagslega af-
komu þjóðarinnar.
Án ítarlegrar athugunar er
erfitt að gera sér grein fyrir
áhrifum þessara aðgerða á útgerð,
fiskiðnað og afkomu þess fólks, er í
þessum atvinnugreinum starfar,
auk almennra áhrifa á atvinnu- og
efnahagslíf landsmanna í heild.
Ljóst er þó, að fjórðungs niður-
skurður á veiðum mikilvægasta
fiskstofnsins, þorsksins, hlýtur að
hafa í för með sér stórfelld sam-
dráttaráhrif í atvinnu- og efna-
hagslífinu. Engir útreikningar né
áætlanir liggja fyrir um stærð
þess vanda, sem þjóðin stendur
frammi fyrir, ef farið verður að
tillögum fiskifræðinga. Er því lagt
til, að slíkir útreikningar eða
áætlanir verði gerðar hið fyrsta.
Án framangreinds mats er þess
vart að vænta, að gerð verði
viðhlítandi grein fyrir því, hvernig
vinna beri að lausn þess gífurlega
vanda, sem verður í atvinnu- og
efnahagsmálum í nánustu framtíð
verði farið að tillögum fiskifræð-
inga.
Með tillöguflutningi þessum eru
flutningsmenn ekki að leggja dóm
á tillögur fiskifræðinga í fiskveiði-
málum Islendinga.“
Flutningsmenn tillögunnar eru:
Guðmundur H. Garðarsson,
Guðmundur Karlsson, Sverrir
Hermannsson, Lárus Jónsson og
Friðjón Þórðarson.
Milli lands og Eyja:
Fleiri farþegar með
Herjólfi en flugleiðis
27 millj. kr. sparnadur med svart-
olíunotkun í Herjólfi s.l. ár
HERJÓLFUR flutti um 40 þús.
farþega milli lands og Eyja á s.l.
ári eða um 4 þús. fleiri farþega en
Flugfélag íslands. Þá flutti skip-
ið 9400 bíla og um 8000 tonn af
vörum. Fargjald aðra leið með
Herjólfi milli Eyja og Þorláks-
hafnar er 3000 kr. og koja kostar
1000 kr. Fyrir minni bíla kostar
2000 kr. og stærri bíla 2500 kr.
Fyrir 11 mánuðum var tekið í
notkun svartolíukerfi í vél skipsins
og hefur það gefið mjög góða raun.
Vélaskoðanir á tímabilinu hafa
ekki leitt í ljós neitt óeðlilegt, en
hins vegar hefur orðið um 27 millj.
kr. sparnaður á olíunotkun í skip-
inu síðan svartolíukerfið var tekið
í notkun. Nú kostar að meðaltali
151.600 kr. að keyra vélarnar með
gasolíu í ferð, en aðeins 77.343 kr.
með svartolíu samkvæmt upplýs-
ingum Ólafs Runólfssonar fram-
kvæmdastjóra Herjólfs. Herjólfur
var fyrir skömmu í vélarskoðun í
Reykjavík og eftir stillingu aðal-
vélar jókst ganghraði skipsins úr
liðlega 12 mílum í 13,5 sjómílur, en
skipið er nú 3 klukkustundir milli
lands og Eyja.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
er ætlunin að tengja aðalrafal við
rafkerfi skipsins svo að ekki þurfi
að keyra ljósavélar skipsins í
ferðum, en slík tenging á að spara
um 2'A—3 millj. kr. á ári fyrir
utan sparnað á sliti véla.
dBevie'N
dBeviev/
.dReviev'
dReviev/
t_ SendisUceland Rev^ew^JPósthólfJtB.^Rejdkjavík^ (sími 27622) s
Sendu vinum og viðskiptamönnum erlendis
gjafaáskrift
lceland Review
og fáðu síðasta árgang ókeypis
Fjölbreytt, vandaö
og litskrúöugt
ársfjórðungsrit á
ensku, flytur les-
endum sínum
brot af islandi
hverju sinni.
Hvert eintak
lceland Review
segir meira frá
landiokkar en
margra ára
bréfaskriftir, það
treystjr vináttu-
böndin um leið.
Árgangur1979
kostar aðeins kr.
3.800. Burðar-
gjöld til útlanda
aukalega kr.
1.100. Útgáfan
tilkynnir móttak-
anda nafn gef-
anda.
SERTILBOD:
Með nýjum
gjafaáskriftum
býðst
árgangur1978
ókeypis gegn
greiðslu burðar-
gjalds.
Odýr vinar-
kveðja, sem
berst frá pér
aftur og aftur
með hverju nýju
hefti.
Ég óska aö kaupa... gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1979. '
□ Hjálagöar eru kr. 4.900 fyrir hverja áskrift. □ Árgangur 1978 |
veröi líka sendur, hjál. kr. 900 per áskrift fyrir buröargjald. (Samt. j
kr. 5.800).
Nafn sendanda: ...................................................
Heimilisfang: ..............................................;.....
Nafn móttakanda: .................................................. •
I
Heimilisfang: ..................................................... i
.................................................................. I
Nöfn fleiri viötakenda gjafaáskrifta fylgja á öðru blaði. I