Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979 13 viðbótarsamningi milli Lands- virkjunar og kaupanda, og með samþvkki ríkisstjórnarinnar og Eikem Spigerverket sem hluthafa í félagi kaupanda." Með þessu ákvæði er tilkynn- ingarskýldu Járnblendifélagsins breytt í áskilnað um sérstakt samþykki Elkem Spigerverket á öllum breytingum, sem gera þarf á rafmagnssamningnum, þ.e. Elkem Spigerverket gefið neitunarvarld. í ræðu sinni á Alþingi hefur Gunnar Thoroddsen það eftir Hirti Torfasyni hrl., að Hjörtur og hinn norski lögmaður Elkem Spigerverket, sem vann með Hirti að samningu textans, hafi báðir verið sammála um að gera þessa breytingu, og kann það að vera rétt, en þegar það er gefið í skyn, að þessi breyting feli ekki í sér „efnislega breytingu", þá leyfi ég mér að mótmæla því. Þegar Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra bað mig að kanna samningsaðstæður fyrir íslenska ríkið að fá fram nokkra breytingu á uppsetningu ofns 2, hlaut ég að gera honum grein fyrir þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á rafmagnssamningnum, og taldi ég, að íslenzka ríkið ætti þess ekki kost þrátt fyrir meirihlutavald sitt í Járnblendifélaginu að breyta afhendingartíma rafmagns fyrir ofn 2 án samþykkis Elkem Spiger- verket. Kom á daginn, að þetta var rétt niðurstaða miðað við skoðanir stjórnar verksmiðjunnar og Elkem Spigerverket á samningsaðstöð- unni, þótt neitun hins norska félags hafi komið nokkuð á óvart, en í ályktun stjórnar Járnblendi- félagsins hinn 18. jan. 1979 segir svo um afstöðu Elkem Spigerverk- et til málsins: „Þess ber og að gæta, að með 1. september 1980 hefur félagið þeg- ar valið síðasta daginn, sem gang- setningardag skv. gerðum samn- ingum um verksmiðjuna, og er stjórnin ekki fær um að breyta honum nema samþykki beggja hluthafa félagsins komi til. Telur ES ekki fært að veita slíkt sam- þykki fyrir sitt leyti með tilliti til þeirra aðstæðna, sem að ofan greinir." í heimildarlögunum um járn- blendiverksmiðjuna segir í 6. gr., að „ríkisstjórninni sé heimilt að gera samninga innan ramma þessara laga... “. Jafn augljóst er, að sama gildir um stjórn Járn- blendifélagsins. Hún verður eins og ríkisstjórnin að halda sig innan ramma laganna. Nú segja lögin (2. gr.) að ekki minna en 51% af hlutafé félagsins skuli jafnan vera í eigu ríkisins og á þessu lagaákvæði byggist meirihluta- valdið. Þegar nú hefur verið samið við erlendan aðila um að fella niður lögboðið meirihlutavald í félaginu á tilteknu þýðingarmiklu sviði, þá er mér spurn: Gera menn það innan ramma laganna? Útilokað er, að þessi samningur hafi verið gerður án samþykkis ríkis- stjórnarinnar. í ræðu sinni á Alþingi segir Gunnar Thoroddsen, að framan- greind breyting á rafmagnssamningnum, „sem var rökrétt og eðlileg, var ekki gerð að mínu undirlagi" og fer þá heldur að kárna gamanið. Að undirlagi hvers er þessi grund- vallarbreyting gerð fyrst æðsta stjórnvald í iðnaðar- og orkumál- um var ekki með í spilinu? Þegar þetta háa stjórnarvald leggur frumvarpið að heimildar- lögunum fyrir Alþingi á sínum tíma eru fluttar framsöguræður í báðum deildum en þar er hvergi minnst á þessa breytingu á raf- magnssamningnum. Alþingismenn fengu þó í hendur allt pappírsflóð- ið, alla hliðarsamningana, þar á meðal rafmagnssamninginn og viðaukann, en orðalagsbreytingin úr tilkynningu í samþykki hefur farið fram hjá þeim. Af þeim ástæðum kemur málið upp núna eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Reykjavík, 5. febrúar 1979, Ingi R. Helgason. Rjóma- og smjör- notkun vaxandi INNVEGIÐ magn mjólkur hjá mjólkursamlögunum var á síð- asta ári 4,7 milljónum lítra meira en árið 1977 eða 4.1% aukning, samtals 120.172.100 lítrar. Sala á neyzlumjólk varð heldur minni og nokkur samdráttur varð einn- ig á undanrennusölu eða um 14%. í fréttabréfi upplýsingaþjónustu landbúnaðarins kemur fram að nokkur aukning neyzlumjólkur hafi orðið mánuðina september til desember miðað við sömu mánuði árið áður. Nam sú aukning 1,6% hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík, en sala á undanrennu minnkar sífellt. Aukning á rjómasölu varð 9%, seldir tæplega 1,9 milljón 1. Sala á 20% og 30% ostum minnk- aði nokkuð en söluaukning var hins vegar í 45% ostum. Samtals jókst ostaframleiðslan um 29,2% og var útflutningur 68% meiri en árið áður. Birgðir um síðustu áramót voru 1227 lestir. Smjörsal- an nam 1.510 lestum sem er 19,4% meira en árið 1977 og voru fram- leiddar 1.742 lestir sem er 4,4% minnkun og voru birgðir í árslok 1.331 lest. Ný norræn könnun í undirbúningi: Alagning og kostnaðar- liðir verzlunarinnar það sem næst á að kanna „ÞAÐ er byrjað að leggja drög að næstu norrænu verðkönnun og hún verður hugsanlega gerð í vor eða sumar," sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri í samtali við Mbl. í gær. Georg er nýkominn af fundi verðlagsyfirvalda Norðurlanda, en þar var m.a. rætt um áframhald á samvinnu verðlagsyfirvalda á öll- um Norðurlöndunum um verð- kannanir í hverju Norðurlandanna fyrir sig og samanburð milli þeirra á einstökum þáttum verðlagsmál- anna. Aðspurður sagði verðlags- stjóri að líklega myndi næsta könnun beinast að kostnaðarliðum verzlunarinnar í hverju landi fyrir sig, og álagningu og samanburður gerður þar á. Flugmannaverkfallið: Tillögur félagsmálaráð- herra hjá MAGNÚS Magnússon félags- málaráðherra lagði fyrir rfkis- stjórnina í gærmorgun tillögur til lausnar í verkfalli flugmanna innan F.Í.A. er fljúga hjá Flug- félagi íslands, en að sögn ráð- herra voru tillögurnar ekki aí- greiddar. ríkisstjórn Magnús Magnússon kvaðst ekki vilja tjá sig um efni tillagnanna en gerði ráð fyrir að þær yrðu af- greiddar frá ríkisstjórninni á fundi hennar á morgun, fimmtu- dag. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður milli deiluaðila. Komust klakklaust inn til Húsavíkur HÚKavfk. 6. fobrúar. RÆKJUBÁTARNIR sex sem lentu í óveðrinu á leið heim úr Öxarfirð- inum lágu í vari fram yfir mið- nætti, en þá hafði lægt það mikið að bátarnir héldu heim á leið. Voru beir komnir til Húsavíkur um miðja nótt og fannst sjómönn- unum ekki tiltakanlega mikill sjór á heimleiðinni. Þeim, sem fylgdust með ferðum bátanna úr landi, fannst hins vegar nóg um. Ekki urðu skemmdir á neinum bátanna, sem lentu í þessu óvænta veðri. Fréttarjtari Stjómarfrumvarp um húsaleigusamninga LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um húsalcigusamninga. Var frumvarp þetta samið af nefnd er skipuð var til að semja frumvarp um réttindi og skyldur leigutaka og leigusala húsnæðis. Skipuðu nefndina Páll S. Pálsson hrl. eftir tilnefningu Hús- og landeigendasambands íslands, Ragnar Aðalsteinsson hrl. eftir tilnefningu Leigjendasamtakanna og Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri er jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar. Frumvarpinu er skipt í kafla og er fjallað um gerð leigumála, uppsögn leigumála og leigufar- daga, riftun leigumála, afhendingu og skil leiguhúsnæðis, viðhald leiguhúsnæðis, um rekstrarkostn- að, umgengnisskyldur og réttindi, greiðslu og tryggingarfé, leigu- miðlun o.fl. I greinargerð með frumvarpinu eru rakin þau lög er gilt hafa um húsaleigusamninga oggerir nefnd- in jafnframt grein fyrir störfum sínum. Viðaði hún að sér ýmsum upplýsingum og sendi fyrirspurnir til kaupstaða landsins til að afla svara við spurningum um hvort skortur væri á leiguhúsnæði, hvaða ráðstafanir hefðu verið gerðar í því sambandi og annarra gagna. Höfðu borist svör frá 11 aðilum og segir í greinargerðinni að þau gefi glöggt til kynna að hvarvetna sé talin mikil þörf á leiguhúsnæði og alls staðar meiri eftirspurn en framboð, þótt bygg- ing leiguíbúða sveitarfélaga utan Reykjavíkur hafi bætt nokkuð úr. Helzta nýmæli frumvarpsins er ákvæði um leigumiðlun og er talið í greinargerðinni að leigumiðlarn- ir er starfi eftir ákveðnum reglum og undir stjórn traustra aðila geti orðið til mikils gagns. Lumenition EKKI BARA TRANSISTOR- KVEIKJA LUMENITION, platínulausa transis- tor-kveikjan, er með photocellustýr- ingu, sem gerir hana óháða sliti og slípunargöllum í upphaflegu kveikj- unm. Það er LUMENITION-kveikjan, sem slegið hefur í gegn á íslandi. aaB^ina^ habercm iSkeifunni Je Slmi 3-33'45 Söngmenn Karlakór Reykjavíkur óskar eftir söng- mönnum. Upplýsingar í sírna 35612, 81018 og 18499. 'Lumenition START- ERFIÐLEIKAR? LUMENITION kveikjan sparar ekki bara bensín. Margir kaupa búnaöinn beinlínis til pess að komast hjá vandræðum við gangsetningu og kaldakstur. Vertu öruggur, kauptu LUMENITION. HABERGHi iSkeifunni 3e-Sbni 3 33-45i Útsala Allskonar fatnaöur. Gömlu fötin eru nú nýjasta tískan. Notið tækifæriö. Ungir sem eldri, dömur og herrar. Andrés Skólavörustíg 22. Vörubíll til sölu Volvo FB 86 árg. 1973. í góöu standi. Keyröur 200 þús. Upplýsingar í síma 5841, Hellu. Lumenition' VILTU BENZÍN- AFSLÁTT? LUMENITION kveikjubúnaðurinn nýtir benzínið betur. Mælingar staðfesta, að benzínsparnaðurinn vs. er á bilinu 9—16%, að meðaltali. Miðað við benzínlítrinn kosti kr. 200, sparast pannig, að meðaltali, yfir kr. 20 á hvern líter. flaift«rf r, Ut*rar-M iSkeifunni 3e-Simi 3-3345

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.