Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.02.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 7. FEBRÚAR 1979 I Týrarar stóðu í Valsmönnum VALSMENN voru nokkuð lengi að ná almennilegu taki á Týrur- um í bikarleiknum í Eyjum um helgina. í lokin skildu 5 mork, en Týr, sem leikur í 3. deild, leiddi næstum allan fyrri hálfleik. 550 manns tróðu sér í Höllina f Eyjum og er það mun meira heldur en gengur og gerist í fyrstu deildar leikjum þessa dagana. Þeir sneru flestir ánægðir heim, því að þrátt fyrir tap, stóðu Týrarar sig með mikilli prýði í leiknum og komu Valsmönnum í opna skjöldu, eink- um framan af leiknum. Lokatöl- urnar urðu 20—15, en staðan í hálfleik var 9—8 fyrir Val. Ef gangur leiksins er rakinn í stuttu máli, þá komust Valsmenn í 3—1, en með seiglu tókst Týrurum að jafna 3—3. Síðan höfðu heima- menn eitt mark yfir þar til rétt fyrir leikhlé, síðast stóð 8—7 fyrir Tý, en Valsmenn skoruðu tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik og höfðu því forystu í hálfleik. Fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks voru Valsarar enn í basli að hrista 3. deildarmennina af sér og stóð þá 13—11. En þá tók Jón Pétur Jónsson sig til og með einstakl- ingsframtaki skoraði hann hvert snilldarmarkið af öðru. Komust Valsmenn við þetta í 16—11 og voru úrslit þá ráðin. En Týrarar gáfust ekki upp og slepptu Vals- mönnum ekki lengra frá sér, loka- tölurnar 20—15 fyrir Val. Týrarar komu Valsmönnum á óvart með sterkum leik, einkum var varnarleikurinn góður í fyrri hálfleik. Gengu þá leikkerfi Vals- manna ógjarnan upp og eins og fram hefur komið var það fyrir einstaklingsframtak Jóns Péturs, að Valsmenn gerðu út um leikinn. Að öðrum leikmönnum Týs ólöst- uðum, var markvörðurinn Egill Steinþórsson langbestur, varði frábærlega. Jón Pétur var bestur í Valsliðinu, sem lék með allar sínar stórstjörnur, að Ólafi Benedikts- syni undanskildum. Brynjar stóð í markinu og stóð sig vel, en Jón Breiðfjörð hljóp tvisvar inn á til þess að verja vítaköst. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 5, Helgi Ragnarsson og Logi Sæmundssen 3 hvor, Magnús Þor- steinsson 2, Ingibergur Einarsson og Þorvarður Þorvarðarson eitt hvor. Mörk Vals: Jón Pétur 8, Steindór Gunnarsson 4, Jón Karlsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2 og Gísli Arnar 1 mark. HKJ/— gg. Hart barist á meistara- móti Reykjavíkur í borðtennis MEISTARAMÓT Reykjavíkur í borðtennis íór fram í Laugardals- höllinni um síðustu helgi. Alls voru 78 þátttakendur skráðir til leiks og var mikil barátta í öllum flokkum. Sýndi borðtennisfólkið oft mjög skemmtileg tilþrif, og var oft unun að sjá keppnisskapið í þeim yngstu og einbeitnina. Reykjavíkurmeistari í einliða- leik karla varð Hilmar Konráðs- son Víkingi en hann sigraði Hjálmar Aðalsteinsson í úrslita- Stuttar neglur eru ekki lengur vandamál. Snyrtum neglur, gerum viö brotnar neglur og lengjum neglur. Tímapantanir í síma 17445. Snyrtistofan i744ö//') ' / u i /# f' y/\td * IWlUUZjls/i Laugavegi 19 Reykjavík msuw AFL FRAM- FARA MANNHEIM 4-gengis Diesel-vélar fyrir hjálparsett. 33 hesta við 1500 sn. 39 hesta við 1800 sn. 43 hesta við 2000 sn. 44 hesta við 1500 sn. 52 hesta við 1800 sn. 57 hesta við 2000 sn. 66 hesta við 1500 sn. 78 hesta við 1800 sn. 86 hesta viö 2000 sn. 100 hesta við 1500 sn. 112 hesta viö 1800 sn. 119 hesta við 2000 sn. meö rafræsíngu og sjálf- virkri stöðvun. *fcSTU«GOTU 16 - SÍMAR 14680 - 214« — ROf ðfe-. leik 17-21, 21-19, 21-17 og 21—9. Úrslit í Reykjavíkurmótinu í borðtennis: Einliðaleikur karla: Hilmar Konráðsson Víkingi Hjálmar Aðalsteinsson KR Gunnar Finnbjörnsson Erninum Guðmundur Marinósson KR Tvíliðaleikur karla: Ragnar Ragnarsson og Gunnar Finnbjörnsson Erninum Hilmar Konráðsson og Hjálmar Aðalsteinsson KR 3—4 sæti urðu Birkir Þ. Gunnars- son og Gunnar Birkisson Erninum og Jóhann Örn Sigurjónsson og Þórður Þorvarðarson Erninum. Old Boys: Jósep Gunnarsson KR Þórður Þorvarðarson Erninum Einliðaleikur kvenna: Nanna Harðardóttir Víkingi Guðbjörg Stefánsdóttir Fram Tvíliðaleikur kvenna: Guðbjörg Stefánsdóttir og Hrafn- hildur Jónsdóttir Fram Tvenndarkeppni: Hilmar Konráðsson og Nanna Harðardóttir Víkingi Hrafnhildur Jónsdóttir og Gunnar Andrésson Fram Einliðaleikur unglinga 15 — 17 ára: Örn Fransson KR Þorfinnur Guðmundsson Víkingi Tvíliðaleikur unglinga 15 — 17 ára: Vignir Kristmundsson Erninum og Þorfinnur Guðmundsson Vík- ingi Örn Fransson og Tómas Sölvason KR - þr. Halldór Matthíasson Spennandi punktamót PUNKTAMÓT á skíðum fór fram í Bláfjöllum laugar- daginn 3. febrúar siðastliðinn. Skíðafélag Reykjavíkur, Fram og Hrönn sáu um framkvæmd mótsins. Úrslit urðu: Flokkur 20 ára og eldri: mín 1. Halldór Matthíass.Rvík 42,24 2. Ingólfur Jónsson — 44,10 3. Haukur Sigurðss. Ólafsf. 44,39 4. Þröstur Jóhannss.ísaf. 45,02 5. Bragi Jónsson Rvík 49,29 6. Valur Valdemarss. Rvík 50,52 7. Páll Guöbjörnss. Rvík 51,00 8. Guöjón Höskuldss. ísaf. 51,19 9. Óskar Kárason ísaf. 52,28 10. Hreggviður Jónss. Rvík 58,15 12 keppendur voru íkráöir, en einn mætti ekki og annar lauk ekki keppni. Flokkur 17—19 ira: 1. Guðmundur mín Garðarss. Ólafsf. 29,01 2. Gottlieb Konráðss.Ólafsf. 29,26 3. Jón Konráösson Ólafsf. 29,53 4- Hjörtur Hjartars. ísaf. 31,24 5. Jón Björnsson ísaf. 32,02 6. Aðalsteinn Guðm.son Reykv. 37,25 Körfu punktar ... Framarinn Simon Ólafs- sson mun hafa slitið liðbönd í ökla á æfingu f vikunni og var skorinn upp við meininu. Er þetta afar slæmt fyrir Símon, og Fram, en þessi sterki leik- maður átti öruggt sæti í lands- liðshópi, sem fregnir herma að hafi verið valinn en ekki hefur fengist staðfest hverjir séu í. ...Fregnir herma að 1. flokkur KR hafi sigrað ÍBK, sem leikur í 1. deild f 1. umferð bikarkeppninnar með 78 stig- um gegn 69. í þeim leik varð KR-ingurinn góðkunni Bjarni Jóhannesson fyrir því óláni að snúa sig illilega og jafnvel talið að liðbönd hafi slitnað. Ekki hefur KKÍ látið neitt heyra í sér varðandi þessa bikarkeppni, en flogið hefur fyrir að búið sé að draga út aila keppnina, sem f sjálfu sér er mjög óheppilegt þar sem keppnin missir við þetta nokk- uð af „sjarma“ sínum. Auk þess gætu laumast að grun- semdir að raðað hafi verið niður leikjum til að fá örugg- lega spennandi úrslitaleik! ... Svonefnd landsliðsnefnd KKÍ mun nú vera að rumska og í bígerð er að velja lands- liðshóp og ráða landsliðsþjálf- ara. Heyrst hefur að þjálfari ÍR-inga, Paul Stewart, komi sterklega til greina í það starf. Þó mun það ekki þykja nægi- lega gott, að Skotar, sem taka ásamt íslendingum þátt í móti í Englandi, vilja nota Stewart í lið sitt, en sem kunnugt er mun Stewart vera af Skotum kominn. gíg. Völsungar á grænni grein LEIKUR helgarinnar í blakinu var viðurcign Völsunga og Þróttar í fyrstu deild kvenna. Með sigri í leiknum gátu Völsungar svo gott sem tryggt sér sigur í deildinni, en margir áttu von á að Þróttar-konurnar væru líklegar til að gera Völsungunum lífið leitt. Svo fór þó eigi og Völsungar unnu Þrótt frekar örugglega 3—0. Hrinurnar voru allar lengst af mjög jafnar, en Þrótt vantaði herslumuninn og sigruðu Völsungarnir því 15—11,15—11 og 15—10. Völsungar standa því með pálmann í höndunum, eiga að vísu eftir að leika tvo leiki, en ekki er gert ráð fyrir að þeir verði erfiðir. I fyrstu deild karla tóku stúdentar sig verulega saman í andlitinu og unnu Mími örugglega 3—0 austur á Laugarvatni. Hrinurnar enduðu 15—4,15—12 og 15—0. Á miðvikudagskvöldið leika ÍS og Valur síðan í Hagaskólanum. Sigri Þróttarar standa þeir sérlega vel að vígi og íslandsbikarinn verður kominn meira en hálfa leið. Sigri ÍS hins vegar opnast keppnin upp á gátt. Þrír aðrir leikir fóru fram um helgina. í fyrstu deild kvenna vann Þróttur ÍMA 3—1. í annarri deild karla fóru Víkingar norður, léku bæði við ÍMA og KA og unnu báða leikina 3—0. Vel gert. Stefnir nú allt í úrslitaleik Víkings og Fram í 2. deild karla. GA/ —gg. Tilboð óskast í hita- og loftræstitæki fyrir nýbyggingu Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboö veröa opnuö þriöjudaginn 6. marz 1979, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELE-X 2006 KR skoraði odda- markið af 15 SUMA handboltaleiki ætti ekki að selja inn á. Miklu fremur ætti að verðlauna þá sem nenna að sitja yfir þeim til enda. Sumir handboltaleikir eru það lélegir. Kannski er hér tekið fulldjúpt í árinni, en undirritaður hyggur þó, að KR- og Haukastúlkurnar hljóti að verða fyrstár til að viðurkenna, að leikur þeirra var afar slakur og bæði liðin eru fær um að leika mun betur en þau gerðu þegar þau leiddu saman hesta sína í Höllinni á laugardag- inn. KR lagði Hauka 8—7. Staðan í hálfleik var 5—3 fyrir KR. KR verðskuldaði sigurinn fylli- lega, liðið virðist vera meira en einu marki sterkara en Haukalið- ið, sem virðist standa og falla með einni konunni, Margréti nokkurri Theodórsdóttur. Hún átti afleitan leik að þessu sinni og því Hauka- liðið allt. Forysta KR varð mest 3 mörk, 6 —3 en minnst eitt mark í lokin 7—6 og loks 8—7. Það er vart hægt annað en að bera markatöl- una saman við bikarúrslitin hjá Víkingi og ÍBK fyrir nokkrum dögum, en þeim leik lauk með sigri Víkinga 33—14! Karólína átti þokkalegan leik hjá KR, en Hansína var í daufara lagi, og aldrei þessu vant ekki markhæst hjá KR. Eins og fyrr segir var Margrét Theodórsdóttir eitthvað illa fyrir kölluð að þessu sinni og því hvíldi mikið og mæddi á Halldóru Matthiesen. Komst hún vel frá leiknum. Þá er vert að geta markvarðar Hauka, annars tveggja- Sú sem um er að ræða heitir Sóley og er aðeins 14 ára gömul og þegar það er haft í huga, eru fáir markverðir henni fremri í 1. deild., Hún varði ágætlega í leiknum, m.a. eitt vítakast. Mark- vörður KR hirti og tvö víti. Mörk KR: Karólína 3 (1 víti), Hansína og Arna 2 hvor og Hjör- dís 1 mark. Mörk Hauka: Halldóra 4 (2 víti), Margrét 2, Guðrún eitt mark. —gg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.