Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Kosningar um heimastjórn í Skotlandi og Wales: Callaghan. Stjórn hans kynni að falla ef heimastjórnarhug- mvndirnar fá ekki meirihluta. Thatcher. íhaldsmenn segja að heimaþingin myndu binda endi á tilveru konungdæmisins. í DAG, fimmtudag, ganga Skotar og Wales- menn til atkvæða um það hvort þeir vilja fá heimastjórn í ýmsum málum, og þing sem hefðu bækistöðvar í höfuðborgum landanna. Það hefur hins vegar komið töluvert flatt upp á menn að niðurstöður úr síðustu skoðana- könnunum benda til þess að mjög deildar meiningar séu með Skotum í afstöðu sinni til málsins og að meirihluti kjósenda í Wales muni vísa heimastjórn á bug. En ekki má heldur gleyma því að almennt áhugaleysi um niðurstöðuna hefur og einkennt undirbúning- inn að því er fréttastofur greina frá. yrði kjörsókn að vera að minnsta kosti 77% og sé það skeytingarleysi haft í huga sem áður er að vikið, sýnist það ekki beinlínis trúlegt. Verði þessum heimaþingum vísað á bug í Skotlandi og Wales kynni það einnig að verða skapadómur yfir ríkisstjórninni, sem hefur aðeins 307 sæti af 635 í Neðri málstofunni. Eins og alkunna er hefur Callaghan átt líf stjórnarinnar undir stuðningi þjóðernissinna og frjálslyndra og með þeirra blessun einni komið lagafrum- vörpum í gegnum þingið. Verði nú heimastjórnar- áætlunin felld neyðist ríkis- stjórnin til að leggja fyrir Neðri málstofuna frumvarp málinu til ógilingar og það gæti hleypt verulega illu blóði í bæði skozka og velska þjóðernissinna. Og falli áætlunin gæti það og haft í för með sér að þjóðernissinnar héldu að sér höndum og fengjust ekki lengur til að veita stjórn Callaghans styrk. Callaghan lét reyndar að því liggja nú um helgina að hann óttaðist að yrði heimastjórnaráætlunum hafnað, myndi það leiða til atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina í Neðri málastof- unni. Meirihluti fylgismanna Verkamannaflokksins ætti að veita þingunum stuðning sinn. En þó er álitið að klofningur sé í röðum þeirra. Skozkir og velskir Síðustu kannanir benda til að meiri- hluti sé andvígur þessum áformum Flokkum þjóðernissinna hefur stæði, en þær raddir urðu æ vaxið ásmegin bæði í Skotlandi og Wales, þótt ögn hafi dregið úr þessum meðbyr nú á síðustu mánuðum. En skozki þjóðernis- sinnaflokkurinn hafði aðeins eitt sæti í Neðri málstofunni árið 1967 en nú ellefu af því 71 sem Skotar eiga þar. Velski þjóðernissinnaflokkurinn hefur þrjú sæti af 36 fulltrúum Wales í neðri málstofunni. Ríkisstjórn Callaghans lagði fram tillöguna um að komið yrði á laggirnar kjörnum þingum í Cardiff og Edinborg og hugðist þar með væntanlega kveða niður raddir um aðskilnað og sjálf- háværari í samræmi við fylgi þjóðernissinna. Gert er ráð fyrir að þingin fái í hendur vald í fjölda mála, svo sem umhverfis- og þróunarmálum, mennta- og húsnæðismálum og iðnaðar- málum, svo og nokkuð sé nefnt, en hins vegar hefðu þingin ekki vald til að setja lög um skatta- hækkanir og yrði að treysta á fjármagn frá London. Skozkir og velskir fulltrúar myndu sitja áfram í neðri málstofunni og eiga þar aðild að lagafrumvörp- um um ensk málefni, en aftur á móti myndu Englendingar ekki lengur geta haft samsvarandi áhrif á málefni Skota og Wales- búa. Þessi þáttur hefur farið verulega í skapið á þó nokkrum þingmönnum stóru flokkanna í neðri málstofunni. Fyrir ári virtist þetta allt liggja ljóst fyrir og fáum datt annað í hug en að Skotar og Walesbúar myndu taka þessari heimastjórnarhugmynd fagn- andi. En nú er annað upp á teningnum — ef marka má skoðanakannanir virðist meiri- hluti velskra kjósenda og nær því helmingur skozkra hallast að því að þing af þessu tagi myndu verða til þess eins að þyngja allt stjórnkerfið, belgja út bákn og margfalda skrif- þjóðernissinnar sjá þessa þróun til heimastjórnar sem fyrsta stökkpallinn til algers að- skilnaðar frá Englandi og sjálf- stæðis. Þeir ætla alls ekki að láta við það sitja að heimastjórn fáist, enda þótt forysta Verka- mannaflokksins telji að þar með yrði stöðvuð um hríð sjálf- stæðisbarátta þessara íanda. Ihaldsflokkurinn er mjög and- vígur þinghugmyndunum, vegna þess að forsvarsmenn hans segjast vita hvað myndi síðan koma í kjölfarið og þessi heima- þing kynnu að verða það sem endanlega riðlaði brezka konungdæminu. finnsku. í Gallupskoðanakönnun sem Daily Telegraph birti í vikunni kom fram að af 890 skozkum kjósendum sem spurðir voru um helgina voru 47 prósent með- mæltir þessari gerð heima- stjórnar, 39 prósent voru á móti og fjórtán prósent óákveðnir. í Glasgow Herald var enn mjórra á mununum, 43% voru með, 40% á móti og 17% óráðnir. En það skyldi haft í huga að ein- faldur meirihluti hrekkur ekki til: að minnsta kosti fjörtíu prósent verða að ljá málinu fylgi sitt og til þess að það næðist 40 ár á næsta ári frá því Eistland var gert eitt af Sovétríkjunum: Valdaráns og kúgunar verði ekki minnst með hátíðahöldum á OL ÞÚSUNDIR Eistlendinga fiúöu iand er því var lýst yfir 21. júlí 1940 að frá og með Þeim degi væri Eistland eitt af lýöveldum Sovétríkjanna. Eistland var Þar meö innlim- aö í Sovétríkin, en stór hluti Þjóöarinnar hefur enn ekki sætt sig við Þá skipan mála. Enn heyrist rödd frjáls Eist- lands og í Stokkhólmi reka brottfluttir Eistlendingar öfluga upplýsingamiðstöö. Þaöan er baráttunni fyrir frelsi Þjóðarinnar stjórnaö. 21. júlí á næsta ári veröa 4 ár liðin frá innlimun Baltik-landanna í Sovétríkin. Þann sama dag verður setningarathöfn siglinga- keppni Ólympíuleikanna í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Eistlendingum finnst fráleitt aö minnast þessa atburðar, sem þeir telja ólögmætan meö öllu, með setningarat- höfn eins þáttar Ólympíuleik- anna, þeirrar samkomu í heimi íþróttanna, sem svo margar háleitar hugsjónir eru tengdar. Að valdaráns og kúgunar í Eistlandi sé minnst með hátíðahöldum íþrótta- æsku heimsins. Upplýsingastofnun Eist- lendinga í Stokkhólmi hefur ekki tekið þessari ákvöröun þegjandi og hljóölaust og hefur m.a. sent Alþjóöasam- tökum siglingaíþróttarinnar áskorun sína um breytingu á þessari dagsetningu og fleiru í sambandi við siglingakeppni ÓL í Eistlandi. Þar segir m.a. aö yfirvöld í Sovétríkjunum skipuleggi Ólympíuleikana einvöröungu eftir pólitískum hentugleikum sínum. Áróður þeirra og skipulagning sé hin sama og hjá Hitler er Ólym- píuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936. íbúar Eistlands eru nú um 1,5 milljónir, en landið er minnst Baltiklandanna þriggja. Talið er að 100 þús- und Eistlendingar hafi flúiö föðurland sitt 1940 og 1941, en um 60 þúsund hafi verið líflátnir eða sendir í fanga- Eistlensk stúlka í Þjóðbúningi búðir. íbúar Eistlands eru 68,2% Eistlendingar, en 24,7% Rússar. Önnur þjóðar- brot eru lítil. Eistlendingar eru af finnskúgrískum stofni og hafa varöveitt sérstæða menningu sína mjög vel þrátt fyrir blóðugar styrjaldir á liðnum öldum og ánauð ann- arra þjóða. Það er athyglisvert að í kringum 1940 voru íbúar Eist- lands um 1,1 milljón talsins og hlutfall Eistlendinga var þá mun hærra af íbúatölu lands- ins en nú er. Rússar hafa í síauknum mæli verið fluttir til Eistlands frá öðrum ríkjum til aö minnka muninn og í Tallinn er nú t.d. töluð rússneska aö álíka miklum mæli og tunga Eistlendinganna. Þar hefur fleiri Rússum verið plantað niður í en í öörum borgum til að blandast Eistlendingunum. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.