Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐj. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 35 Verkfræðingar ræða öflun sjávarfangs Verkfræðingafélag íslands heldur ráðstefnu um öflun sjávar- fangs og hefst hún n.k. föstudag kl. 13:30 og lýkur síðdegis á laugardag. Hefst hún með setn- ingu Egils Skúla Ingibergssonar formanns V.F.Í. og ávarpi Kjart- ans Jóhannssonar sjávarútvegs- ráðherra og fer ráðstefnan fram í fundarsal Hótels Loftleiða. Flutt verða alls 12 erindi og á föstudaginn verða flutt þessi: Jón Jónsson fjallar um afrakstursgetu botnlægra fiskstofna á íslands- miðum, Jakob Jakobsson um af- rakstursgetu uppsjávarfiska, Guðni Þorsteinsson um veiðar- færagerð og veiðarfæraiðnað á Islandi, Jóhann Guðmundsson um geymslu og meðferð afla í skipum, Trausti Einarsson um aðferðir við fisklöndun, Emil Ragnarsson og Auðunn Ágústsson um þróun og gerð í búnaði fiskiskipa. I lok fundartíma á föstudag verða leyfð- ar fyrirspurnir til ræðumanna og umræður. ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna er á morgun föstu- dag 2. mars. Konur munu halda samkomu í Dómkirkj- unni kl. 20.30 um kvöldið. Samkoma þessi er undir- búin af konum frá ýmsum kristnum hreyfingum í Reykjavík og verður þar ritningarlestur, stutt ávörp, vitnisburðir og bæn, ein- söngur og almennur söngur. Sama dagskrá og yfirskrift er notuð á samkomum dags- ins um allan heim, en 150 Á laugardeginum flytja erindi: Kristján Kolbeins um haglýsingu fiskiskipaflotans og fiskveiðanna, Magni Kristjánsson um viðhorf sjómanna til aukinnar hagræðing- ar í fiskveiðum, Ingjaldur Hanni- balsson um stýringu á löndun bræðsluloðnu, Sigurjón Arason og Geir Arnesen um frumvinnslu og söfnun hráefna um borð í veiði- skipum og Páll Jensson um hug- myndir að heildarskipulagi fisk- veiða og vinnslu. Klukkan 16 á laugardag verða síðan starfandi umræðuhópar og meðal umræðuefna þá verða: Eru fiskiskip of mörg? Með hvaða ráðum á að takmarka sókn í fiskstofna sem þarf að friða? Hvernig má auka hagkvæmni í rekstri fiskiskipa? Er fækkun og stækkun fyrirtækja í sjávarútvegi æskileg eða nauðsynleg? Um fjár- festingarmál útvegs og fisk- vinnslu. Síðar skila umræðuhópar áliti og ráðstefnunni verður slitið um kl. 17:30 á laugardag. lönd taka Jiátt í þessum bænahring. I ár hafa konur á leiðtoganámskeiði í Zambíu minnt á, að við þörfnumst andlegs vaxtar, sem minnt er á í 2. Pétursbréfi 3.18: „Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og Frelsara Jesú Krists." Yfirskriftin í ár er „Andlegur vöxtur“, og á föstudaginn kemur munu því kristnar konur um heim allan vera í sameiginlegri bæn hver fyrir annarri og fyrir neyð alls heimsins. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI SOKKAHLÍFAR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR KL0SSAR GÚMMÍSTÍGVÉL VINNUHANZKAR MARLIN-T0G LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG NÆLON-TÓG LANDFESTAR BAMBUSSTENGUR LÍNU-NET ABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR TAUMAR BAUJULUKTIR MÖRE-NETAHRINGIR LÍNU-NETADREKAR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR BAUJUFLÖGG FISKKÖRFUR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í KASSA OG LAUSIR RAFMAGNS- HVERFISTEINAR • GRÁSLEPPUNET RAUÐMAGANET NETAFLOT GOTUPOKAR GRISJUR í RÚLLUM HESSIANSTRIGI • VÉLATVISTUR í 25 KG BÖLLUM HVÍTUR OG MISL. f® VÍR- OG BOLTAKLIPPUR • GÚMMÍM0TTUR ÚTIDYRAMOTTUR Sími 28855 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9—12. Mokkahúfur fyrir börn og unglinga. Mokkalúffur á börn og unglinga 15% afsláttur. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Alþjódlegur bæna- dagur kvenna Útboð Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa á Húsavík óskar eftir tilboöum í byggingu 20 íbúða í tveimur fjölbýlishúsum sem eiga aö rísa viö reit a noröan Ásgarösvegar. Annaö húsiö, 12 íbúöir skal fullbúið 1. maí 1980 en hiö síðara, 8 íbúöir 1. maí 1981. Heimilt er aö bjóða í fyrri áfangann (12 íbúðir) eöá verkiö sem heild. Útboðsgögn veröa til afhendingar hjá byggingafulltrúa Húsavíkur og hjá Tæknideild Húsnæöismálastofnunar ríkisins frá 1. mars gegn 30.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum á aö skila til sömu aðila eigi síöar en föstudaginn 23. mars kl. 14.00 og veröa þau opnuð að viöstöddum bjóöendum. F.H. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúða á Húsavík Sigurður Kr. Sigurðsson. óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur j__33 VESTURBÆR: □ Túngata □ Garðastræti □ Miðbær ÚTHVERFI □ Ármúlj UPPL. I SIMA 35408 VIÐTALSTIMI | Alþingismanna og ^ borgarfulltrúa | Sjálfstæðisflokksins ^ I Reykjavík | Alþingismenn og boigarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á iaugardög- um frá klukkan 1 4 00 til 1 6:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 3. marz veröa til viðtals: Olafur B. Thors borgarfulltrúi, Sigríöur Ásgeirsdóttir varaborgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.