Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 5 Barcelona VIGGO Sigurösson hefur vakiö mikla athygli í keppninni á vill fá Viggó Spáni. Svo mikla aö F.C. Barcelona hefur gert honum tilboð um aö ganga í raðir félagsins og leika handknattleik meö liöinu og best vaeri aö Viggó kæmi strax, aö sögn forráöamanna félagsins. Viggó sagöi sjálfur, að tilboö þaö sem hann heföi fengið væri freistandi og aö hann væri aö athuga þaö. Ekki væri annað hægt en aö hugleiöa þaö alvarlega. Frá ÁGÚSTi INGA JÓNSSYNI á Spáni Spánver jar og , Ungver jar á Ólympíuleikana Sú úrslit sem mest komu á óvart í' B-keppninni á Spáni í gærkvöldi voru úrslit í leik Tékka og Spánverja. Komu Spán- verjar mjög á óvart með því að sigra í leiknum 23-20, staðan í hálfleik var 11-10 Spánverjum í vil. Sigur þessi þýðir, að Spán- verjar hafa tryggt sér sæti á Ólympiuleikunum í Moskvu á næsta ári. Áhorfendur að leiknum í gær- kvöldi áttu sinn þátt í því að sigur vannst, hvatningarhróp þeirra voru geysiöflug allan tímann. Þeg- ar leiknum lauk þusti fólkið inn á völlinn og faðmaði sína menn að sér. Leikmenn og þjálfari Spán- verja grétu af gleði er leikurinn var úti. Markhæstur Spánverja var Alonso með sjö mörk en hjá Tékkum skoraði Sulk mest 12 mörk og Papiernik 7 mörk. Urslit í öðrum leikjum urðu þau að Sviss vann Svíþjóð 21-19 og Ungverjar sigruðu Búlgari 29-23. Ungverjar leika því við Spán- verja um 1.—2. sæti í keppninni, Island og Sviss um 3.-4., Búlgarir og Tékkar um 5.-6. og Svíþjóð — Holland um 7.-8. sætið. Fjórir landsleikir í blaki við Færeyinga Á MORGUN, föstudag, og á laug- ardag munu íslendingar leika landsleiki í blaki við Færeyinga. Er hér um að ræða Iandsleiki bæði í karla- og kvennaflokki. Fyrri leikirnir fara fram í íþróttaskemmunni á Akureyri, og hefst kvennalandsleikurinn kl. 18.00, og verður það fyrsti kvennalandsleikur íslands f blaki. Karlalandsleikurinn hefst svo kl. 20.00 Síðari leikirnir fara svo fram á laugardaginn í íþróttahúsi Haga- skólans, og hefst fyrri leikurinn kl. 14.00 milli kvenfóiksins og karlaleikurinn kl. 16.00. Verða þetta 30. og 31. landsleik- ir íslands í karlaflokki, en þeir fyrstu í kvennaflokki eins og áður sagði. Alls höfum við leikið átta landsleiki við Færeyinga og sigrað í þeim öllum. Með karlalandsleikjum þessum er verið að ljúka 5 ára samskiptum við Færeyinga um að leika tvo landsleiki árlega heima og heiman. Halldór Jónsson þjálfari beggja liða sagðist stefna að sigri í öllum leikjunum. Og best væri að sigra 3—0, í öllum leikjunum. Var hann bjartsýnn á að það myndi takast þrátt fyrir að Færeyingar hafa sýnt framfarir að undanförnu og búast má við þeim sterkum til leiks. — þr Nöfn leikmanna Félag aldur hæð landsl. 1. Kjartan P. Einarss. ÍS 22 1.83 2 2. Leifur Ifarðarson UMFL 21 1.81 14 3. Guðm. E. Pálss. Þrótti 26 1.87 29 4. Benedikt Höskuldss. Þrótti 21 1.72 6 5. Hreinn Þorkelss. UMFL 0 6. Jason ívarss. Þrótti 25 1.85 8 7. Gunnar Árnason. f.l. Þrótti 26 1.75 27 8. Böðvar H. Sigurðss. Þrótti 22 1.84 7 9. Samúei Ö. Erlingss. UMFL 0 10. Haraldur. G. Hlöðverss. UMFL 22 1.98 12 11. Indriði Arnórsson ÍS 27 1.85 • 18 12. Sigfús Haraldsson ÍS 23 1.83 12 Halldór Jónsson ÍS þjálfari beggja liða. Kvennaiandsiiðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Anna Guðný Eiríksd., fyrirl. ÍS. Heiga Jónsdóttir ÍS Björg Björnsdóttir Þrótti Sigurhanna Sigfúsdóttir Þrótti Sólveig Þráinsdóttir Þrótti Erna Þórarinsdóttir ÍMA Margrét Jónsdóttir ÍMA Björg Jónsdóttir Völsungi Ásdís Jónsdóttir Völsungi Laufey Skúladóttir Völsungi Kristjana Skúladóttir Völsungi Jóhanna Guðjónsdóttir Völsungi Konan fékk stóran sigur í sængurgjöf HINN UNGI landsliösþjálfari íslands, Jóhann Ingi Gunnarsson, var hamingjusamur eftir leikinn viö Holland í gærkvöldi. Þetta var ánægjulegasti dagurinn í lífi hans. Um miöjan dag í gær fæddist honum 18 marka stúlka, frumburðurinn og fékk Jóhann þau skilaboð frá konu sinni, aö hún vildi fá stóran sigur á móti Hollandi í sængurgjöf. Jóhann kvaöst vera mjög ánægður meö leikinn viö Holland og útkomuna í keppninni. Vonandi myndi þetta veröa upplyfting fyrir handknattleikinn á íslandi. Stórsigur Liverpool Úrslit í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi: Oldham-Tottenham 0-1 Liverpool-Burnley 34) 1. deild. Derby-Ipswich 0-1 Man. Utd.-QPR 2-0 2. deild Blackburn-Cardiff 1-4 Stoke-Preston 1-1 Wrexham-Sheffield Untd. 4-0 Spænsk lið vilja íslenska leik- menn Jóhann Ingi Gunnarsson tjáöi blaöamanni Mbl. aö þrjú félög á Spáni, F.C. Barcelona, Alicante og Athletico Madrid,' heföu öll sýnt því mikinn áhuga aö fá íslenska leikmenn til liös viö sig. Helst vill hvert liö fá tvo leikmenn, og þaö strax. Eru góöar peningaupphæðir í boöi, en Spánverjar borga be’st allra aö sögn þeirra sem til þekkja. Getrauna- spá M.B.L. O ífl X C 3 ac u 3 s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — Iiirminuham 1 X 1 1 1 1 5 I 0 Bristol City — Man. Utd. 2 X X 2 1 1 2 2 2 Chelsea — Liverpool 2 2 2 2 2 2 0 0 G Coventry — W.B.A. X 2 X X X 2 0 4 2 Everton — QI’R. 1 1 1 1 1 1 G 0 0 Ipswieh — Forest X X X 2 1 2 1 3 2 I.eeds — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Man. City — Bolton 1 1 1 X 2 1 4 1 1 Southampton — Arsenal X X 2 X X 2 0 4 2 Tottenham — I)erhy 1 1 1 1 1 1 G 0 0 Wolves — Middleshrough X 1 1 1 X X 3 3 0 Stoke — West Ilam 1 X 1 1 X 1 4 2 0 Allir á völlinn að sjá Barcelona EFTIR AÐ leik íslands og Hollands lauk í gærkvöldi héldu allir íslensku leikmennirnir ásamt blaöamönnum á hinn glæsilega knattspyrnuvöll F.C. Barcelona og horföu á stórleik Barcelona og Valencia. Uppselt var á völlinn, 107 púsund manns. Var um algjöra stjörnusýningu aö ræða. Barcelona sigraöi í leiknum 4-1, enda á heimavelli. Staðan í hálfleik var 1-1. í fyrri hálfleiknum skoruöu þeir Krankl fyrir Barcelona og Bonhof fyrir Valencia. í síöari hálfleiknum átti heima- menn svo meira í leiknum og sigruöu veröskuldaö. Bakvöröur- inn Zuviria skoraöi tvö mörk á glæsilegan hátt og Heredia einlék svo frá miöju og svo gott sem inn í markiö og innsiglaöi sigurinn í lokin. Var stórkostlegt aö sjá þennan leik og alla þá snlllinga sem þar iéku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.