Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Mexikó, 28. febrúar. AP. INNHLAUPI Kínverja í Ví- etnam mun senn Ijúka og mun ekki leiöa til Þriöju heimsstyrjaldarinnar er haft eftir Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráö- herra Bandaríkjanna í dag. Kissinger sagöi enn- fremur aö skærur heföu veriö meö þjóðunum allt frá því áriö 1975 og Sovét- menn jafnan stutt viö bak- iö á Víetnömum meö ýms- um hætti, og kynt undir undirróöri gegn Kínverjum út á viö. Þetta innhlaup Kínverja væri aöeins svar viö yfirgangsstefnu Víet- nama í Kambódíu. Kissinger sem er í Ekki hætta á þriðju heimsstyrjöldinni segir Kissinger um átök Kinverja og Vietnama einkaerindum í Mexikó sagöi aö menn þyrftu alls ekki aö hafa áhyggjur af því aö átökin myndu breiðast út, því aö Kínverj- ar myndu fljótlega draga allt sitt herlið inn fyrir landamærin á ný. Hann taldi enga ástæöu til þess aö gripið yröi til utanaö- komandi aögeröa, hvorki aö hálfu Bandaríkjamanna né annarra. Þá sagði Kissinger á fundi meö fréttamönnum í dag aö marxísk hug- myndafræöi væri aö ná verulegri fótfestu í ríkjum Þriöja heimsins, en þaö væri ekki vegna þess aö hún byöi upp á betra efnahagskerfi, heldur vegna þess aö hún byöi upp á stjórnmálaástand sem semdi sig betur aö aðstæðum í þessum ríkj- um. Ætluðu til Moskvu að mótmæla órétti í vestri Stokkhólmi, 28. febrúar. AP. FLEST bendir til þess, að þre- menningarnir, sem reyndu að ræna og kveikja í sovézkri íar- þegaþotu skömmu áður en þotan átti að millilenda I Stokkhólmi. hafi ætlað til Moskvu. Þar hafi þeir ætlað að mótmæla misrétti í heiminum, einkum í ríkjum kapitalista, eins og segir í bréfi sem þremenningarnir sendu til sænsks dagblaðs. Að sögn lögreglu þykir ekki Ijóst hvort þremenningarnir hafi í raun ætlað sér að ræna vélinni, en þeir reyndu að neyða flugstjórann til að halda ferðinni áfram og lenda ekki í Stokkhólmi. Hótuðu þeir að kveikja í vélinni ella. Saksóknarinn í Stokkhólmi staðfesti þó í dag, að þremenning- arnir, sem tilheyrðu hreyfingunni Ananda Marga, yrðu kærðir fyrir flugrán að yfirlögðu ráði og sóttir Bangkok, 28. febrúar. AP. Hersveitir hliðhollar Pol Pot, fyrrverandi leiðtoga Kambódiu, segjast hafa umkringt bæinn Kompong Cham við Mekong-ána í austurhluta landsins og hafi jafn- framt fellt fjölda vfetnamskra hermanna er þeir gerðu atlögu að flugvelli bæjarins í gær. Þá segir í frétt útvarpsstöðvar- innar „Frjáls Kambódía", sem stuðningsmenn Pots starfrækja í Suður-Kína, að miklir bardagar til saka. Eiga þeir yfir höfði sér a.m.k. fjögurra ára fangelsi. Skandinavíu-deild Ananda Reksten ákærður Ósló, 28. febrúar. Frá frétta- ritara Mbl. Jan Erik Laure. NORSKI útgerðarmaðurinn Hilmar Reksten var í dag ákærð- ur um að hafa skotið undan um einum milljarði norskra króna, um 63 milljörðum fslenzkra, á árunum 1967—1975. Reksten er sagður hafa vantalið til skatts um 430 milljónir króna. Einnig hafi hann komið um 620 milljónum fyrir erlendis með ólög- legum hætti. Lögreglan í Ósló telur að Rek- sten hafi að auki skotið undan um 220 milljónum n.kr. en saksóknari tók það ekki inn í ákæru sína. hafi geisað í Kompong Changa Co-héraði í vikunni þar sem Khmerar hafi fellt 60 Víetnama og sært alvarlega aðra 50. Ennfremur sagði, að eyðilagðir hefðu verið 15 skriðdrekar og nokkrir her- flutningabílar. Að því er vestrænir fréttaskýr- endur og yfirvöld í Thailandi telja, eru ennþá um eitt hundrað þúsund víetnamskir hermenn í Kambódíu en um 50 þúsund hafa verið kallað- ir heim. Marga lýsti því yfir í dag að hún bæri enga ábyrgð á flugráninu. Sögðu samtökin verknaðinn alfar- ið á ábyrgð þremenninganna og ekki í neinum tengslum við sam- tökin. Indverskur farþegi í sovézku vélinni var handtekinn ásamt þre- menningunum, en látinn laus í dag, þegar ljóst var að hann átti ekki hlut að máli. Eyja til sölu London, 28. febrúar. AP. SKOZKA eyjan Iona er nú til sölu, en eyjan kom mikið við sögu á fyrstu árum kristninnar á Bretlandseyj- um. Tólfti hertoginn af Argyll setti eyna í sölu þar sem erfðafjárskattar reyn- ast honum þungir í skauti. Fasteignasalar búast við því, að hægt verði að fá eyna fyrir rúma milljón punda, cða rúmlega 650 milljónir króna. Iona er um 2.500 ekrur, 5,5 km á lengd og 2,5 á breidd, og liggur skammt undan vesturströnd Skot- lands, eða í um 50 kílómetra fjarlægð frá hafnarbænum Oban. Með kaupunum fylgir landareign á meginlandi Skotlands. Á Iona búa 90 manns sem lifa á fiskveið- um, landbúnaði og á tekjum af ferðamönnum á sumrin. Khmerar sitja um Kompong Cham Yanræksla kostaði 50 milljarða króna Lugano, Sviss, 28. febrúar. AP. Reuter. TVEIR bankastjórar einkabanka í Lugano í Sviss hafa verið dæmd- ir fyrir rétti til fimm ára fang- elsisvistar vegna meintrar van- ræsklu í starfi sem leiddi til þess að viðskiptamenn bankans töp- uðu sem svarar 50 milljörðum króna. Bankastjórarnir Rolando Zoppi og Renzo Di Piramo voru einnig fundnir sekir um óheiðarlega starfshætti með því m.a. að brjóta svissnesk lög um meðferð gjald- eyris. Hinir dæmdu voru báðir erlend- is þegar dómarnir voru kveðnir upp yfir þeim en búist var við að þeir kæmu aftur heim um næstu helgi. Þjóðaratkvæði í Skotlandi og Wales: Skotar og Wales-búar ýmist hvattir eða lattir London, 28. febrúar, AP. BREZKIR þingmenn ýmist hvöttu eða löttu íbúa Skotlands og Wales í dag til að styðja frumvarp sem kveður á um tak- markaða heimastjórn þeim til handa. Þingmennirnir fjölmenntu til Skotlands og Wales og héldu ræður á nánast hverju. götuhorni. Þingmenn Verkamannaflokks- ins hvöttu íbúana til að samþykkja tillöguna í þjóðaratkvæða- greiðslunni en þingmenn Ihalds- flokksins löttu þá þess og sögðu samþykkt tillögunnar geta sundr- Veður víða um heim Akureyri +9 snjóél Amaterdam 4 skýjaó AÞena 11 heiAskírt Barcelona 12 skýjad Berltn 5 heiðskfrt BrUssel 4 heiðskfrt Chicago 5 skýjað Frankfurt 6 heiðskírt Genf 4 lóttskýjað Helsinki 1 skýjað Jerúsalem vantar Jóhannesarb. 29 lóttskýjað Kaupmannah. 2 lóttskýjaö Lissabon 14 lóttskýjað London 10 rigning Los Angeles 20 skýjað Madríd 12 skýjað Malaga 8 Þokumóða Mallorca vantar Miami vantar Moskva +2 skýjað New York 5 heiðskírt Ósló 6 rigníng Parls 9 rigning Reykjavfk +8 lóttskýjað Rio De Janeiro vantar Rómaborg 6 heiðskfrt Stokkhólmur 4 skýjað Tel Aviv vantar Tókýó 12 lóttakýjað Vancouver 9 skýjað Vínarborg vantar að konungdæmi. Skozki og welski þjóðernissinnaflokkurinn eru báð- ir fylgjandi hinni takmörkuðu heimastjórn þar sem þeir líta á það sem skref í átt að fullu sjálfstæði. Efasemdamenn í öllum flokkum telja að heimastjórn verði til lítils gagns. Hún geti ráðstafað fjár- munum, en hins vegar ekki ákveð- ið gjöld og lagt á skatta. Hún verði því einungis til að auka skrif- finnsku og þann silagang sem þegar einkennir „kerfið". Draga úr aðstoð við Afghanistan Washington, 28. febrúar. Reuter. STJÓRN Jimmy Carters hefur ákveðið að minnka efnahagsaðstoð við Afghanistan á þessu ári úr 15 milljónum dollara í þrjá vegna morðsins á Adolph Dubs sendiherra Banda- ríkjanna í landinu fyrir skömmu. Af sömu ástæðum verður efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Afghanistan árið 1980 ekki nema fimm milljónir doll- ara í stað tuttugu eins og fyrirhugað hafði verið óeirðir á Krít Heraklion, Krít, 28. febrúar. AP. UM 10.000 íbúar Krítar fjöl- menntu í mótmælagöngur í borg- inni í dag og margir reistu vígi við safnahús í miðborginni. Sló þar í brýnu milli lögreglu og mótmælanda, sem vildu með að- gerðum sínum mótmæla og koma í veg fyrir að fornfræg listaverk yrðu send á sýningu í Banda- ríkjunum. Borgarstjóri Heraklion, borgarstjórnarmenn og sex þing- menn stjórnarandstöðunnar voru í fylkingarbrjósti mótmælenda. Gáfust upp eftir óvænta s jóf erð Osló, 28. febrúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. FJÓRIR félagar í Greenpeace-samtökunum, sem hlekkjuðu sig við útsýnistunnur í mastri hvalveiðiskipsins Veslemari í Álasundi í dag, lögðu upp laupana og hættu mótmælum sínum eftir að hafa fengið óvænta og nokkuð napra sjóferð í dag. Þegar fjórmenningarnir neituðu að láta af aðgerðum sínum og gefa sig fram við lögreglu ákváðu skip- verjar að láta úr höfn og hrella fjórmenningana örlítið, því úti fyrir Alasundi var úfinn sjór og rigning- arsuddi. Þeir höfðu ekki siglt lengi þegar Greenpeace-menn sáu þann kost vænstan að gefast upp og koma niður úr mastrinu. Áður höfðu fimm félagar þeirra gefist upp fyrir lögreglu, en þeir hlekkjuðu sig við festingar á þilfar- inu. Veslemari er einn fjögurra hval- veiðibáta sem halda á mið við Nýfundnaland 10. marz næstkom- andi. Rainbow Warrior, skip Green- peace, mun slást í för með hvalveiði- skipunum. Segja Norðmenn, að skip- inu sé ekki óhætt sigling á hvalveiði- slóðunum, því þar sé mikill rekís. Rainbow Warrior sé ekki styrkt til siglinga í ís og ætti engum því að koma á óvart þótt dagar skipsins væru brátt taldir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.