Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 45 E w /n VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 'f ny t/JAnso^aa'ij n Helgi Hjörvar, Óskar Borg, Kristján Eldjárn o.fl. o.fl. Þetta eru falleg nöfn, tekin úr fornum ritum eða eftir íslenskum staðar- nöfnum eða kennd við fyrirbrigði í náttúru íslands. Enginn heilvita maður færi að amast við þessum nöfnum, hvað þá að sækja menn til saka (það væri þá hægt að byrja á forsetanum) fyrir þessi sjálfsögðu lögbrot. Að hafa sama endi á öllum nöfnum -son eða -dóttir er ákaf- lega sviplaust og snautt að fegurð og vantar auk þess þá tign sem sameinar fyrrgreind nöfn og ís- lenska náttúru. Jón Aðils er held- ur fallegra en Jón Jónsson. Ég leyfi mér að ráðleggja öllum að lesa mjög skemmtilega grein um þetta í tímaritinu Helgafell, sjöunda árgangi, 1955. Hún er eftir Kristján Albertsson og heitir: Ættarnöfn á íslandi. Þökk fyrir lesturinn. Sigurþór Krishnberg (Sigurðsson). • Að vera ekki eins og hinir „Myndin „Komdu aftur Sheba litla“ sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir stuttu átti sannarlega erindi til fólksins í landinu. Þar er sýnt á raunverulegan hátt hvernin vín- neyslan getur farið með fólk og gert það að villidýrum þegar það hefur tekið völdin af manninum. Áfengi er ekkert leikfang. Það glóir að vísu fallega í bikarnum og gefur fyrirheit um stundaránægju en afleiðingarnar sjást ekki fyrir. Það er háttur eiturormsins að læðast að bráðinni, þannig fer Bakkus að. Hann er nógu lúmskur og smjaðrar fyrir auðtrúa sálum. Þeir vita best sem hafa látið blekkjast. Unglingarnir taka oft fyrsta staupið til þess að verða ekki fyrir aðkasti félaganna. Biblían varar við að láta ekki „skálka" ginna sig. Hve margir unglingar hafa látið blekkjast og gleyma því að mesta karlmennsk- an er í því fólgin að vera ekki eins og hinir sem reyna að freista félagans. Vínið er harður húsbóndi sem svífst einskis SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmóti Makarchiks í Lodz í Póllandi í fyrra kom þessi stað upp í skák alþjóðlegu meist- aranna Espigs, A-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Inkiovs, Búlgaríu. Þá langar mig til þess að þakka „Áhugamanninum" sem ekki er sama um íslenska tungu, en hann sendi Velvakanda ágætan pistil í blaðið hinn 24.2. Kveikja þeirra greinar var „Lj ómasmj örlíkisverðlaunavísan", ef vísu skyldi kalla. Hann segir orðrétt: Nútíminn er glámskyggn. og gjarn á að veita verðlaun er síst skyldi." Mæltu heill „Áhugamaður". Ég vil bæta þar við: virðist oft ráða vanþekking, vinskapur eða pólitík. Nú á ég ekki við þau verðlaun sem veitt voru fyrir þessa umtöluðu vísu, það mega kallast meinlaus mistök samanborið við margt annað sem verðlaunað er. F.K. • Enn um leikritið Velvakanda hefu borist annað bréf þar sem talað er um leikritið „Komdu aftur Sheba litla". „Ég vil senda sjónvarpinu mínar bestu þakkir fyrir flutning á leik- ritinu „Komdu aftur Sheba litla" er sýnt var mánudagskvöldið 18. þ.m. þetta var ekki gleðileikur eða gamanleikrit sem sýnt var, nei þvert á móti. Þarna var sýnd hegðun drykkjumannsins eins og hún er ömurleg, sorgleg og sönn. Er ég sat þarna við sjónvarpið og horfði á leikritið flaug mér í hug hvort ekki gæti einhver drykkjumaðurinn lært af því að sjá sjálfan sig þarna ljóslifandi á skerminum? Ég er nærri viss um það. Því vil ég eindregið biðja sjón- varpið að endursýna leikritið „Komdu aftur Sheba litla“. Það er margt efnið sem er sýnt oftar en einu sinni í sjónvarpinu og þetta verk er svo sannarlega þess virði. Ég er alveg viss um að margir sem hefðu haft gott af því að sjá umtalað leikrit hafa misst af þvi. bóra. 16. Rxf6+! - gxf6 17. Hxd8+ - Kf7 (Eða 17. ... Kxd8 18. Bxf6+ og svartur er heilum skiptamun og tveimur peðum undir) 18. Kc2! og svartur gafst fljótlega upp. Inkiov sigraði samt sem áður á mótinu, hann hlaut 9'/2 v. af 15 mögu- legum. Knut Jöran Helmers frá Noregi lenti í öðru sæti og tryggði sér þar með alþjóðlegan meistara- titil. Helmers hlaut 9 v. HÖGNI HREKKVÍSI !— i -( MANNI OG KONNA í tilefni af komu þýzka kvikmyndastjórans Werner Herzog verður sýnd myndin „Aguirre-Reiði Guðs“ föstudaginn, 2. mars, kl. 21.00 í Tjarnarbíói. Kvikmyndastjórinn mun verða viðstaddur á sýningunni og svarar fyrirspurnum. Öllum er heimill aögangur. Miðar fást viö innganginn. Þýzka bókasafnið Félag íslenzkra kvikmyndagerðarmanna Finlux LITSJÓNVARPSTÆKI 20“ kr. 415.000,- ^m_ 22“ kr. 476.000.- 26“ kr. 525.000.- SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 Kjarabót í Hagkaup Leyfílegt verð S74Æ0 okkar verð 781.00 648.00 Súpukjöt pr. kg. Svið pr. kg. Úrb. hangi- frampartar pr. kg. 2.202.00~~ Lifur pr. kg. -1.306.00- Kjúklingar pr. kg. 2.200.00’ Sykur pr. kg. 16000 Kaffi pr. kg. 62006 Hrefnukjöt pr. kg. Hrefnukjöt reykt pr. kg. Gold medal hveiti 10 Ib Rúsínur pr. kg. Allt kaffi á gamla verðinu. Opiö til ki. 10 föstudag Lokad laugardag Hagkaup, Skeifunni 15, R. HAGKAUP SKEIFUNN115 1.995.00 980.00 1.498.00 139.00 499.00 750.00 1.050.00 689.00 1.199.00 HAGTRYGGING HF SÝNIÐ TILLITSEMI OG AÐGÆZLU ÞEGAR BLEYTA OG SLABB ER Á GÖTUNUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.