Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Flugvél flugsveítarforingjans í VE-44, Cdr. Vincent, lenti kl. 11, sunnudaginn 25. febrúar. Á myndinni má vel greina flest loftnetin fyrir SRS kerfið. Mynd. Baldur Sveinsson. Nokkrir punktar um kafbátaleit Tilefni þessarar greinar er aö nú er aö sinni aö ijúka endurnýjun þeirri á flugvélakosti varnarliösins, sem hófst 21. marz 1979. Þann dag lentu tvær fyrstu McDonnell Douglas F-4E Phantom-þoturnar á Keflavíkurflugvelli. Á næstu þrem mánuðum bættust tíu í hópinn og síðan sú þrettánda og síöasta þann 14. des. s.l. Þann 23. september 1978 lenti síöan fyrsta Boeing E-3A Sentry könnunarþot- an á Keflavíkurflugvelli og sú síöari fjórum dögum síöar. Dagana 23. til 28. febrúar 1979 komu síöan á Keflav. flv. níu Lockheed P-3C Orion kafbáta- leitarflugvélar af nýjustu og full- komnustu gerö, sem nefnd hefur veriö „Update ll“ eöa „Önnur endurbót“. Allar þessar vélar leysa af hólmi þaö fullkomnasta sem völ er á. Aö vísu eru Phantom-þoturnar alls ekki fullkomnustu orrustuþotur sem til eru í bandar. flughernum en þær eru aö sögn þeirra sem þær nota, nógu fullkomnar til aö mæta hvaöa hættu sem reikna mætti meö nú. Hins vegar eru tvær síðari geröirnar á allan hátt fullkomnustu tæki sem völ er á í heiminum, til að gegna því hlutverki sem þær eru hannaðar fyrir. Viö skulum nú líta aöeins yfir þróun kafbátaleitar úr flugvéium á síöustu árum. í fyrstu var ekki mögulegt aö finna kafbáta úr flugvélum nema þegar þeir komu upp á yfirboröið. Því voru hjálpar- tækin fyrst og fremst góö sjón og síðar ratsjá. Þegar leið aö lokum síöari heimsstyrjaldarinnar komu fram tæki sem gátu greint reyk frá dísilvélum í mikilli fjarlægö, og var þaö nefnt „sniffer" eöa þefari. Á svipuðum tíma komu fram baujur sem hægt var aö varpa niöur úr flugvélum og sendu þær hljóö- bylgjur niöur í djúpin, svipað og fiskileitartæki. Sendu baujurnar síöan meö radiosambandi, upplýsingar um það sem þar fannst, aftur til flugvélarinnar. Hins vegar var þaö ekki fyrr en tiltölu- lega nýlega aö nákvæm staösetning þessara merkja varö nokkuö örugg. 1942 koma fyrst fram segulmælingatæki, sem eru þaö næm aö þau geta mælt þær breytingar sem veröa á segulsviði jarðar er málmhlutur fer um þaö, eins og t.d. kafbátur í kafi. Lockheed fyrirtækið í Kaliforníu var meö brautryöjendum í hönnun skipa- og kafbátaeftirlitsflugvéla. Seint í síðari heimsstyrjöldinni smíöuöu þessar verksmiöjur flug- vél sem átti eftir aö vera í fremsta flokki slíkra véla allt fram á sjöunda tug aldarinnar. Þessi flugvél hét P2V Neptune. Fyrsta flugvélin af þessari gerö er ekki mjög lík þeim Neptune-vélum sem hér sveimuðu viö landiö á árunum frá 1955 fram til um 1965. Hún var kubbsleg og klossuð aö sjá og ekki búin neinum þeim tækjum sem síðar uröu til og gerbreyttu útliti tegundarinnar. (sjá mynd.) Of langt mál yröi aö telja upp allar þær tegundir og endurbætur sem komiö hafa fram á þeim tíma sem þróun kafbátaeftirlitsflugs hefur staöiö yfir. Mun ég láta nægja aö sýna nokkrar tegundir slíkra flugvéla meö myndum. Hins vegar er þaö aö segja af notkun varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli á þessum flugvélategund- um, aö þar hafa jafnan veriö staösettar fullkomnustu geröir slíkra flugvéla sem völ var á á hverjum tíma. Skal nú aöeins fariö yfir þá sögu. Lesandinn veröur aö umbera þaö meö mér aö allar flugvéiategundir eru auökenndar meö allskyns númerum og bók- stöfum. Fyrstu geröir Neptune-véla voru P2V-1 og -2. Lítið varö þeirra vart hér, en til eru myndir af P2V-3 vélum frá flugsveitinni VP-8 á Keflavíkurflugvelli. Þessi gerö Neptune véla var búin fallbyssum og vélbyssum í samræmi við aö hlutverk hennar var fyrst og fremst fólgiö í eftirliti meö skipum og kafbátum á yfirboröinu. Djúpleitar- tæki voru þá ekki verulega komin til sögunnar. Um miöjan sjötta áratuginn kemur fram endurþætt •A ■;?e LO P-3C VP-56. Þessi mynd er tekin sumariö 1976, og er væntanlega af einu Orion vélinni sem boriö hefur kjaft. Mynd VP-56. P-2E eða P2V-5 eins og gerðin var nefnd fram til 1962. Þessi vél er fré VP-44, sem nú er staðsett é Keflavíkurflugvelli. Fyrsta Neptune-vélin, XP2V-1. Eins og sjá má vantar flest þau P2V—3 Neptune frá flugsveitinni Vp—8 á Keflavíkurflugvelli um miðjan 6. áratuginn. Mynd. Ólafur leitartæki sem síðar komu til sögunnar. Mynd US, Navy. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.