Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
Minning:
Georg Lúðvíksson
framkvœmdastíóri
Georg Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri, Kvisthaga 23,
Reykjavík, andaðist á heimili sínu
hinn 21. f.m., og fer útför hans
fram í dag.
Georg Lúðvíksson var fæddur í
Norðfirði, nú Neskaupstað, hinn
25. apríl 1913. Foreldrar hans voru
þau Lúðvík Sigurðsson útgerðar-
maður, sem kominn var af þekkt-
um ættum í Skaptafellssýslu og á
Austurlandi, og kona hans Ingi-
björg Þorláksdóttir, er átti til
kunnra ætta að telja í Gullbringu-
sýslu. Georg var yngstur af 11
systkinum. Eru enn á lífi fjórar
systur hans og þrír bræður.
Lúðvík Sigurðsson var maður
mjög framtakssamur. Hafði hann
um langan aldur á hendi umsvifa-
mikinn starfsrekstur til lands og
sjávar. Var ráðdeild hans við
brugðið. Heimili hans og Ingi-
bjargar var mjög mannmargt. Auk
fjölskyldunnar voru á heimilinu
margt manna, sem unnu að út-
gerðinni og búrekstrinum.
Heimilishaldið hvíldi vitaskuld að
miklu leyti á húsfreyjunni, en hún
var dugnaðarforkur, viljasterk og
svo ósérhlífin, að undrun sætti.
Ætlaði hún sér aldrei af við störf
sín.
Georg Lúðvíksson tók ungur að
vinna að öllum störfum í atvinnu-
rekstri föður síns. Hann lagði leið
sína til Reykjavíkur og gekk á
Samvinnuskólann. Þaðan braut-
skráðist hann 1934. Því næst vann
hann um sinn á skattstofu Reykja-
víkur, en hóf í janúar 1936 störf á
skrifstofu Ríkisspítalanna. I apríl
1953 var hann skipaður fram-
kvæmdastjóri nefndra spítala og
hélt þeirri stöðu til dauðadags.
Það lætur að líkum, að það er
vandasamur og erilsamur starfi að
standa fyrir rekstri stórra sjúkra-
húsa. Spítalar þurfa margs við, og
óteljandi eru þær þarfir þeirra,
sem nauðsyn ber til að sinna, en
fjármunir eru oft af skornum
skammti til að leysa úr hverjum
þeim vanda, sem upp kemur.
Reynir þá mjög á þolrif þess
manns, sem skera skal úr, hvernig
og í hvaða röð verkefnin skuli
leysa. Þessum verkefnum helgaði
Georg Lúðvíksson alla starfs-
krafta sína. Hann lagði leið sína
oftsinnis til Norðurlanda og ann-
arra landa til þess að kynna sér
rækilega rekstur sjúkrahúsa og
var fyrir sakir náms og starfs-
reynslu einkar vel heima í öllum
þeim greinum, sem lutu að starfa
sínum. Hann dró ekki af sér við
embættisstörfin, þá er heilsa hans
tók að bila. Má vera, að kostgæfni
hans og hárðfengi við sjálfan sig
hafi valdið því, að líf hans varð
ekki lengra.
Georg Lúðvíksson var mikill
áhugamaður um íþróttamál. Hann
var ötull og framtaksmikill
stjórnarmaður í KR.
Georg Lúðvíksson verður eftir-
minnilegur öllum þeim, sem
kynntust honum. Fyrirmannlegur
var hann og látprúður. Gæddur
var hann eðliskostum ættar sinn-
ar. Skapfesta hans og höfðings-
lund vöktu sérstaka athygli. Hann
hafði sínar fastmótuðu skoðanir á
mönnum og málefnum. Mikill
bókamaður var hann og hélt áfram
að auka menntun sína tii hinztu
stundar.
Georg Lúðvíksson kom ungur að
árum á heimili mitt og systur
sinnar og var þar heimilismaður
um tíma. Minnist ég þeirrar dval-
ar hans með mikilli ánægju.
Georg Lúðvíksson kvæntist hinn
19. desember 1943 Guðlaugu Láru
Jónsdóttur. Guðlaug er dóttir Jóns
Magnússonar skipstjóra og konu
hans, Margrétar Jónu Jónsdóttur.
Guðlauger hin mikilhæfasta kona.
Hafa þau hjónin, hún og Georg,
verið samhent í því að gera heimili
sitt að hinum mesta unaðsreit. A
sumrum notuðu þau tómstundir
,sínar til að prýða umhverfi húss
síns, nr. 23 við Kvisthaga. Hefur
skrúðgarður þeirra vakið verð-
skuldaða athygli.
Börn þeirra eru: Margrét, læknir
að mennt, Lúð.vík, verkfræðingur
að mennt, kvæntur Sonju
Garðarsdóttur félagsráðgjafa,
Ingibjörg, læknir að mennt, gift
Reyni Jónssyni tannlæknanema og
Gísli, verkfræðingur að mennt.
Valmenni hefur lokið lífsferli
sínúm. Honum fylgir vinátta og
virðing samferðamannanna. Konu
hans og börnum er vottuð innileg
samúð.
Gizur Bergsteinsson.
í DAG er til moldar borinn vinur
minn Georg Lúðvíksson.
Við Georg kynntumst fyrst í
desember 1969. Þá var verið að
skipuleggja þvottahús ríkisspítala
og starfaði ég með Georg að því
verkefni í nokkra mánuði. Þegar
svo ég var ráðinn til ríkisspítala í
ársbyrjun 1972 lágu leiðir okkar
aftur saman. Strax þá tókst með
okkur mikil og góð vinátta og
engum manni hef ég kynnst um
dagana, sem ég hefði heldur viljað
eiga að trúnaðar- og einkavini.
Georg var góður drengur og
léttur í fasi. Um hann má segja, að
þar fóru saman gæfa og gjörvi-
leiki.
Ófá kvöld höfum við setið saman
að loknu dagsverki og látið hugann
reika um allt frá átökum stórveld-
anna og samskiptum við yfirlækna
eða spennandi íþróttaleiks og
góðrar bókar. Ekkert mannlegt
var Georg óviðkomandi. Það er
tómt og skarð fyrir skildi að heyra
Hallgrímskirkju slá fimm í lok
dags og engan Georg að spjalla
við. Þessar rabbstundir okkar
voru, auk þess að vera dýrmætur
skóli í þróun sjúkrahúsa og heil-
brigðismála, einhverjar bestu
stundir lífs míns.
Georg var mikill gæfu maður í
lífinu. Hann átti yndislega eigin-
konu, Guðlaugau, sem ásamt börn-
unum, tengdabörnum og barna-
börnum syrgja elskulegan eigin-
mann og föður.
Heimilið og vinnan var Georg
allt. Það var táknrænt fyrir Georg,
að þegar mest var að gera þá leið
honum best. Síðasta ævidegi
sínum eyddi hann á skrifstofu
sinni til kvölds við skriftir. Þær
munu fáar stofnanirnar, sem stát-
að geta af öðrum eins stjórnanda
og höfðingja og Georg var.
Deyr fé,
deyja frædr,
deyr sjálfr et sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Um leið og ég og fjölskylda mín
v'ottum eiginkonu og fjölskyldu
Georgs okkar dýpstu samúðar-
kveðjur, vil ég einnig flytja
samúðarkveðjur félaga í Félagi
forstöðumanna sjúkrahúsa á
íslandi og félaga í bræðrafélögum
hinna norðurlandanna.
Hvíli hann í friði.
Davíð.
Við hið skyndilega fráfall okkar
góða vinar, Georgs Lúðvíkssonar,
koma í hugann ótal minningar frá
áratuga kynnum. Við minnumst
allra þeirra góðu stunda, sem við
höfum átt saman allt frá því að við
fórum í fyrstu skíðaferðir okkar
fyrir meira en fjörutíu árum, og
síðan er við unnum saman að
byggingu skíðaskála KR. Þar skip-
aði dugnaður og ósérhlífni Georgs
honum fljótlega í forystusveit.
Ahugi hans og stuðningur við
skíðamál KR hélst óbreyttur alla
tíð, því að ef Georg sneri sér að
einhverju máli, þá var ekki um
neina hálfvelgju að ræða. Minnis--
stæðar eru líka fjallgöngurnar og-
sumarferðirnar, sem við fórum
saman um landið, þar sem Georg
var hinn sjálfkjörni foringi og
glaðværð hans og gott skap naut
sín vel.
Nokkur undanfarin ár höfum
við hitzt á hverjum sunnudags-
morgni og farið í langar göngu-
ferðir um borgina og nágrennið
okkar til andlegrar og líkamlegrar
hressingar. Nú er skarð fyrir
skildi og er Georgs sárt saknað úr
hópnum.
Ekki sízt minnumst við ótelj-
andi ánægju- og gleðistunda, sem
við höfum átt saman á heimili
Georgs og Guðlaugar. Þau voru
samhent í því að skapa það góða
viðmót og hjartahlýju, sem þar
mætti okkur ávallt.
Nú þegar við kveðjum kæran vin
er okkur ekki einungis í huga
söknuður og tregi, heldur einnig
þakklæti. Þakklaeti til forsjónar-
innar fyrir að hafa fengið að njóta
samfylgdar Georgs og mannkosta
hans öll þessi ár. Við og fjölskyld-
ur okkar þökkum vináttu hans og
tryggð við ókkur og sendum
Guðlaugau og fjölskyldunum að
Kvisthaga 23 innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum þeim blessunar.
Franz, Jóhann og Leó.
í dag er kvaddur góður vinur og
samferðamaður Georg Lúðvíksson
framkvæmdastjóri Ríkisspítal-
anna. Skyndilega og hljóðlega
hverfur hann héðan og hljóðlega
gekk hann um meðal okkar, þótt
hann sinnti mikinn hluta æfi
sinnar einu umsvifamesta og eril-
samasta starfi sem býðst hér á
landi. Mig langar í örstuttu máli
að þakka Georg ánægjulegt sam-
starf og samvinnu um tuttugu ára
skeið, eða síðan ég hóf störf ví
sjúkrahúsarekstur Reykjavíkur-
borgar. Allan þann tíma hefur
samstarf okkar verið mjög náið og
hefur aldrei skuggá á það borið.
Sjúkrahúsarekstur er svo flókið
fyrirbæri og margslungið, að
enginn einn situr inni með þá
þekkingu sem til þarf og enginn
einn fylgst með þeirri þróun sem
verður sífellt á þeim vettvangi.
Þetta skildi Georg manna best og
var hann óþreytandi að afla sér
þekkingar og miðla henni til
annarra. Georg var félagslyndur
maður og má til marks um það
nefna margra áratuga þrotlaust
starf hans fyrir K.R. enda var
hann mikill unnandi íþrótta og
útiveru. Um þann þátt í lífi Georgs
er þó aðrir færari að fjalla en ég.
Árið 1962 beitti Georg sér fyrir
stofnun Félags forstöðumanna
sjúkrahúsa og veitti hann þeim
samtökum forstöðu fram á síðustu
ár. Hann skildi manna best þörf-
ina fyrir slík samtök, sem nota.
mætti til að koma á framfæri
fræðslu og upplýsingum, og
berjast fyrir sameiginlegum
áhugamálum forstöðumanna og
hag sjúkrastofnanna sem víða var
mjög bágur á þessum árum í litlu
uppáhaldi. Georg hafði á starfs-
ferli sínum fram að þeim tíma
stofnað til mjög víðtækra sam-
skipta við sjúkrahússtjórnendur á
Norðurlöndum sérstaklega í Dan-
mörku og Svíþjóð, en þangað
höfðum við lengst sótt þekkingu
enda þessi lönd í fremstu röð á
þessu sviði.
Þessi sambönd Georgs opnuðu
allar dyr fyrir okkur hinum sem á
eftir komum og auðveldaði okkur
aðgang að stofnunum og sérhæfðu
starfsliði þeirra.
Varð ég þess var þegar við
undirbjuggum rekstur Borgar-
spítalans á sínum tíma og allt
þurfti að skipuleggja frá grunni.
Ég og samstarfsmenn mínir í
Borgarspítalanum sem höfum átt
við Georg samneyti gegnum árin
þökkum honum fyrir samfylgdina,
fyrir hans jákvæðu afstöðu til
samstarfs og fyrir ómetanlegt
framlag hans til þróunar sjúkra-
húsmála á Islandi.
Georg var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu og hafði við hlið sér
mikilhæfa eiginkonu, Guðlaugu
Jónsdóttur, og áttu þau 4 mann-
vænleg börn. Ég og kona mín
þökkum þeim hjónum samveru-
stundir sem gáfust hér heima og
erlendis og færum Guðlaugu og
börnunum innilegar samúðar-
kveðjur.
Haukur Benediktsson.
Ég sá Georg Lúðvíksson fyrst á
sólbjörtum sumardegi úti í Gauta-
borg fyrir tæpum 12 árum. Það var
vel við hæfi að kynnast honum við
slíkar aðstæður. í huga mínum
verður alltaf birta og ylur í kring-
um hann. Nokkuð kynntist ég
honum við þetta tækifæri. En ekki
var Georg þó, fremur venju, á
neinni skemmtireisu, heldur í er-
indum Ríkisspítalanna. Maðurinn
vakti strax forvitni mína og
áhuga. Að sjálfsögðu vissi ég, að
hann var framkvæmdastjóri lang-
stærstu spítalastofnana á Islandi,
reyndar eins stærsta fýrirtækis
landsins, en mér þótti Georg ekki
líkjast þeim sjúkrahúsforstjórum,
er ég hafði áður átt samskipti við.
Maðurinn var einstaklega þægileg-
ur í fasi og virtist hafa nógan tíma
til alls og eiga auðvelt með að
skiptast á orðum við hvern sem
var. Síðar hefi ég átt mikil og góð
samskipti við Georg Lúðvíksson og
komist að raun um, að þetta mat
mitt á manninum var rétt. Ég hefi
oft gengið með honum um ýmsar
deildir Ríkisspítalanna og undrast,
hversu margt starfsfólk hann
þekkti með nafni og oftast gaf
Georg sér tíma til að staldra við og
skiptast á við það orðum. Ég ætla,
að fram á síðustu stund hafi
yngsti og lægstsetti starfsmaður
Ríkisspítalanna átt greiða leið að
skrifborði forstjórans til þess að
ræða við hann um vandamál í
starfi. En þessi friðsami og kurt-
eisi maður þurfti lengst af á
starfsferli sínum sem fram-
kvæmdastjóri Ríkisspítalanna að
standa í stríði og það á tvennum
vígstöðvum. Annars vegar sóttu að
honum læknar og annað starfsfólk
með kröfur, oft háværar, en vissu-
lega oftast réttmætar um meira
húsnæði, betri tæki, fleira fólk.
Hins vegar fjárveitingavaldið, sem
að sjálfsögðu vildi spara. Þótt
Georg Lúðvíkssyni væri flest vel
gefið, tókst honum ekki fremur en
gullgerðarmönnum miðalda að
búa til gull, og þó. Ég tel, að allir
yfirlæknar Ríkisspítalanna þekki
mörg dæmi þess, að hann leysti
vandann, enda þótt hann vissi, að
það myndi kosta stríð á hinum
vígstöðvunum. Það er vissulega
auðveldara að neita um aðstoð, ef
menn þekkja ekki nákvæmlega
aðstæður, en Georg þekkti hverja
kompu innan Ríkisspítalanna og
hann var svo nákunnugur allri
starfsemi þeirra, að undravert
mátti teljast. Honum var því
flestum öðrum betur ljóst hvar
skórinn kreppti og reyndi ætíð að
leysa vandann. En hann var
hvorki skaplaus maður né skorti
hann viljafestu. Stundum þegar
hart var deilt, fór honum eins og
Skarphéðni Njálssyni, að honum
spratt sviti í enni og komu rauðir
flekkir í kinnar honum, en hann
var Skarphéðni þar fremri, að ætíð
kunni hann að stilla skap sitt, og
fataðist aldrei kurteisi. Fáum
finnast fundarsetur skemmtilegar.
Einu skemmtilegu fundirnir, sem
ég hefi setið, voru fámennir fundir
á skrifstofu Georgs, en þá bauð
hann stundum upp á kaffi og kex.
Sérlega var hann í essinu sínu,
þegar hann velti fyrir sér teikn-
ingum arkitekta. Hann var undra-
fljótur að átta sig á hlutunum og
oftast hafði hann einhverjar skyn-
samlegar ábendingar. Hann hafði
og langa reynslu af því að koma
fyrir ýmiss konar starfsemi í of
þröngum húsakynnum.
Fyrir nokkrum árum hlaut hann
alvarlegt hjartaáfall, svo alvar-
legt, að fæstir bjuggust við honum
aftur til starfa, en Georg Lúðvíks-
son bar hag Ríkisspítalanna meir
fyrir brjósti en allt annað og aftur
kom hann til starfa og hlífði sér
hvergi og síst síðustu vikur ævi
sinnar.
Það er víst nokkuð almenn skoð-
un hérlendis, helst þeirra sem
minnst til þekkja, að opinberir
embættismenn séu yfirleitt áhuga-
litlir og fákunnandi í starfi. Marg-
ir góðir opinberir embættismenri
hafa starfað og starfa meðal okkar
og einn þeirra var Georg Lúðvíks-
son. Vonandi eignumst við marga
slíka framvegis.
Ég flyt honum þakkir fyrir allt
það, sem hann gerði fyrir Vífils-
staðaspítala. Það, sem vel hefur
tekist, er honum fremur öðrum að
þakka. Ekki verður hann sakaður
um það, sem miður kann að fara.
Hann var gæfumaður í einkalífi
sínu. Hann átti góða konu og góð
börn.
Fyrir mína hönd og konu minn-
ar og fyrir hönd Vífilsstaðaspítala
flyt ég honum alúðarþakkir, og við
sendum öll fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur.
Hrafnkell Helgason.
Kveðja frá starfsfólki
skrifstofu ríkisspítalanna
Hið snögga fráfall Georgs Lúð-
víkssonar framkvæmdastjóra kom
eins og reiðarslag yfir okkur
þriðjudagsmorguninn 20. þ.m., er
vinnudagur hófst í skrifstofu
ríkisspítalanna.
Daginn áður hafði hann verið
við störf fullur áhuga á þeim
málefnum er hann þá þurfti að
leysa.
Okkur samstarfsmönnum hans,
sem unnið höfum undir hans
handleiðslu um langt árabil finnst
nú skarð fyrir skildi.
Við munum ávallt minnast
Georgs Lúðvíkssonar sem góðs
manns, samviskusams embættis-
manns sem ekki mátti vamm sitt
vita, sanngjarns húsbónda og
veituls höfðingja þegar við sóttum
hann heim á merkisdögum.
Við þökkum frú Guðlaugu vel-
vild og rausn í okkar garð á liðnum
árum og vottum henni, börnunum
og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúð.
Georg Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri Ríkisspítalanna lést
á heimili sínu aðfararnótt
þriðjudagsins 20. febrúar, 65 ára
að aldri. Georg hóf störf hjá
skrifstofu Ríkisspítalanna 1936 og
vann þar síðan óslitið til dauða-
dags, eða í 42 ár, þar af var hann
framkvæmdastjóri í 25 ár eða frá
1953.
Ríkisspítalar hafa á þessum
tíma þróast og eru nú ein stærsta
ef ekki alstærsta stofnun landsins.
Læknar Landspítalans þekkja
þann eril og ónæði, sem fylgdi
starfi Georgs, en á hans herðum
hvíldi framkvæmd reksturs þessa
stóra fyrirtækis. Það gefur auga
leið, hvaða álag þetta hefur verið
og áreiðanlega ekki á allra færi, en
Georg var mikill dugnaðarforkur
og með afbrigðum samviskusamur,
enda vildi hann ávallt hag
stofnunarinnar sem bestan.
Fyrir nokkrum árum varð hann
fyrir heilsutjóni og gekk ekki heill
til skógar eftir það, en hann hlífði
sér hvergi þegar hann hóf störf að
nýju og vann af sama dugnaði eftir