Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
FRIÐHELGI EINKALÍFSINS
Fordast skal
einhJióa áróóur
í skólastarfinu
Á fundi Hvatar og heimdallar
14. þ.m. um „friðhelgi einkalífs-
ins með tilliti til barna og
foreldra“ komu fram ýmis
sjónarmið varðandi frumvarp
Ragnhildar Helgadóttur um
sama efni. Ilalldóra Rafnar
kennari var meðal pallborðs-
ræðumanna. Hún sagði eftirfar-
andi:
Halldóra Rafnar kennari
þakkar það framtak að flytja
frumvarpið um breytingar á
grunnskólalögunum. Taldi hún
mjög brýnt að festa í lög þau
grundvallaratriði er þar er kveð-
ið á um þ.e.
1. að forðast skuli einhliða
áróður í skólastarfinu,
2. að setja skuli reglur um
leyfisveitingar til handa þeim
er stunda vilja fræðilegar
rannsóknir í skólum landsins.
Sagði Halldóra að foreldrar
þyrftu að fylgjast mun betur
með hræringum í skólamálum
og efla tengsl sín við þá skóla
sem börn þeirra sæktu. Þeir
þyrftu að kynna sér námsefni
sem til meðferðar væri hverju
sinni og hvernig það væri fram
sett. Það væri ástæðulaust að
taka því þegjandi þegar kennari
segði börnunum að Berlílnar-
múrinn hefði verið reistur vegna
þess að Austur-Berlínarbúar
versluðu of mikið í Vestur—
Berlín.
Einnig væri ástæðulaust að
einstakir kennarar eða aðrir
legðu spurningalista fyrir
nemendur án þess að hafa fengið
til þess sérstakt leyfi. Við
vissum að nemendur væru yfir-
leitt vanir að leysa athuga-
semdalaust þau verkefni sem
fyrir þá væru lögð. En vonandi
myndi sú umræða er upp hefði
nú sprottið verða til þess að
nemendur yrðu sér meðvitaðir
um rétt sinn til að neita að
svara.
Síðan vék Halldóra talinu að
því að menntamenn meðal
Alþýðubandalagsmanna hefðu
skapað sér sérstakan hugmynda-
heim varðandi íslenskt skóla-
kerfi. Þeir setji fram tilgátur og
dragi síðan ályktanir af þeim
sem staðreyndir væru. Þeir tali
stöðugt um skólann sem „tæki“
hinnar kapitalisku að skólakerf-
ið þjóni auðstéttinni fyrst og
fremst en blekki lágstéttirnar;
að skólinn sé tæki til að auka þá
stéttaskiptingu sem á íslandi sé.
Máli sínu til stuðnings bendi
þeir á ýmsar „fræðilegar rann-
sóknir" sem gerðar hafi verið
hérlendis og erlendis.
Margir þessara manna hafi
komist til áhrifa í menntastofn-
unum þeim sem annast kennara-
menntun á íslandi. I máli sínu
þar ganga þeir út frá þessum
„staðreyndum" um stétta-
baráttuna. Má nærri geta að
slíkt hefur áhrif á nemendur þ.e.
væntanlega kennara sem ekki
hafa nein mótrök.
Þeir sem gerast fylgismenn
þessara skoðana líta síðan á það
sem hlutverk sitt að uppfræða
aðra um þann stóra sannleik
sem þeir hafa höndlað.
Halldóra benti á að Helga
Sigurjónsdóttir kennari hefði
ritað athyglisverða grein í Þjóð-
viljann 10.5. 1978, þar sem hún
segi, að til þess að gera að
veruleika markmiðsgrein grunn-
skólalaganna um réttindi ein-
staklingsins til náms „þyrfti
vitaskuld að koma til fræðsla um
eðli þjóðfélagsins, fræðsla sem
einmitt gæti kollvarpað ríkjandi
þjóðskipulagi". Einnig segi Helgi
að á skólamálaráðstefnu
Alþýðubandalagsins síðastliðinn
vetur, hafi mikið verið rætt um
það hversu langt mætti komast í
að koma á sósíalistískum skóla
innan ríkjandi kerfis.
Kennarar sem álíta að
nemendur eigi að sjá heiminn í
gegn um gleraugu kennaranna
og byrgja þeim þannig sýn til
annarra átta eru e.t.v. ekki
margir en þeir eru sannfærðir
um réttmæti skiðana sinna.
Frumvarp Rágnhildar er því
fyllilega tímabært og vona ég að
það verði samþykkt á þessu
þingi, sagði Halldóra að lokum.
Félag matvörukaupmanna:
Jónas Gunnarsson
endurkjörinn formaður
Aðalfundur Félags matvöru-
kaupmanna var haldinn 21.
febrúar að Marargötu 2.
Formaður félagsins, Jónas
Gunnarsson, setti fundinn og
tilnefndi Magnús E. Finnsson
sem fundarstjóra og Jón I.
Bjarnason sem fundarritara, og
var það samþykkt samhljóða.
Formaður flutti skýrslu
stjórnarinnar og bar hún það
með sér, að félagsstarfið hefur
staðið með miklum blóma og
hefur verulegur árangur náðst í
mörgum málefnum félagsins.
Gjaldkeri félagsins, Ingibjörn
Hafsteinsson, las upp og lagði
fram endurskoðaða reikninga
félagsins og voru þeir sam-
þykktir samhljóða. Jónas
Gunnarsson var einróma endur-
kjörinn formaður félagsins, en
með honum í stjórninni eru
Ólafur Björnsson, Ingibjörn
Hafsteinsson, Baldvin Eggerts-
son og Jón Þórarinsson.
í varastjórn voru kjörnir þeir
Listkynning
erlendis
Það hefur mikið færst í vöxt á
þessum áratug, að íslenzkar
myndlistarsýningar séu settar
upp erlendis, bæði hóp- og ein-
staklingssýningar, og áð drif-
fjöðrin sé eigið framtak og
frumkvæði. Af virðist sú tíð, er
sýningar Islendinga erlendis
voru stórviðburðir, sem viðkom-
andi lifðu lengi á og þótti
drjúgur ávinningur að og vegs-
auki.
Nú er svo komið, að sýningar
íslendinga ytra eru orðnar
hversdagsviðburður og um
margar þeirra fréttist aðeins á
skotspónum. Þær virðast og ekki
teljast girnilegt fréttaefni fjöl-
miðla. Þó hlýtur það ótvírætt að
teljast nokkur frétt, ef menn
sýna í virtum sýningarsölum
eða listahöllum og hljóta góðar
viðtökur og dóma. Þyrftu fjöl-
miðlar tvímælalaust að senda
sérfróða menn á vettvang á hina
stærri listviðburði, ekki síður en
t.d. á íþróttakappleiki — því að
allstór hópur fólks fylgist af
lifandi áhuga með listrænum
frama landans erlendis. Um leið
hefðu viðkomandi listrýnar mik-
inn ávinning af að vera í návígi
við strórviðburðina.
Það virðist þó í sumum tilvik-
um vera takmarkaður vilji
aðstandenda sýninga að kynna
þær nema eftir vissum leiðum,
eins og viðkomandi telji sér
ávinning af því að leika öðrum
þræði píslarvotta afskipta og
áhugaleysis. — Þrátt fyrir mik-
inn áhuga kom undirritaður því
ekki við að skoða sýningu
ellefumenninganna í Listahöll
Málmeyjar (Malmö?, en ég von-
ast til að geta sagt frá henni á
einhvern hátt við tækifæri, —
sýningunni er lokið en ennþá
hafa engin gögn borist mér,
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
hvorki í formi sýningarskrár né
blaðadóma.
Ég hef lengi verið þess full-
viss, að allnokkur markaður sé
fyrir íslenzka myndlist erlendis
og að hann takmarkist ekki við
neina eina listastefnu. Þetta hef
ég einnig fengið staðfest á ferð-
um mínum ytra í viðtölum við
áhrifamenn í listum, og svo
hefur þróunin undirstrikað
þetta rækilega.
Kynning á íslenzkri list er-
lendis er mikilsvert menningar-
framlag og í raun réttu lífsnauð-
synlegt eldsneyti til viðgangs
lista innan lands — hér á að
koma til heilbrigð víxlverkun.
Þá er brýn nauðsyn á því, að
íslenzk myndlist verði hlutgeng
á alþjóðlegum listamarkaði.
Innlendur markaður er mjög
þröngur, takmarkaður og
sveiflukenndur og er ennþá að
mestu einangraður við höfuð-
borgarsvæðið. A tímum verð-
bólgu þrengir mjög að kjörum
listamanna, — allt verðmæta-
mat verður rangsnúið og brengl-
að, varanleg verðmæti rýrna,
um leið og hin forgengilegu
þjóta upp úr öllu valdi. Oafvit-
andi virðast fjölmiðlar sterk-
ustu bandamenn þessarar öfug-
þróunar í hugsunarhætti. Lítið
dæmi um þetta mátti líta í
blöðunum á dögunum, er það
var sett upp sem rosafrétt, að
stórt Kjarvalsmálverk hefði
selst á rúmar tvær milljónir á
uppboði í K.höfn. Nokkrum dög-
um seinna gat að líta smáfrétt
þess efnls, að tízkujeppi nokkur
kostaði 12 milljónir kominn á
götuna! — Þeir sem fylgjast með
verði á myndum frægra málara
skynja hér dæmi um hringleika-
hús fáránleikans ...
Mig langar til að stuðla að
þeirri þróun í skrifum mínum
hér í blaðinu, að aukinn áhugi
vakni á sýningum landans er-
lendis og auglýsi hér með eftir
upplýsingum um slíkt framtak
og mun þá leitast við að koma
þeim á framfæri.
Það fellur inn í þennan ásetn-
ing minn, að nýlega fékk ég
fregnir af væntanlegri mál-
verkasýningu tveggja íslenzkra
myndlistarmanna í Frankfurt
am Main, þeirra Valtýs Péturs-
sonar og Jónasar Guðmunds-
sonar. Ég fór á stúfana og fékk
þær upplýsingar eftir nokkra
eftirgangssemi; að sýningin
verði haldin í þekktum sýning-
arsal á norðurbakka Main,
„Galerie Wagner", dagana
3.-25. marz. Báðir sýnendurnir
sýna ný verk. Valtýr eingöngu
olíumálverk, 7 að tölu og eru 5
þeirra að vissu marki hlutlægs
eðlis, en tvö þeirra óhlutlæg.
Jónas sýnir 10 vatnslitamyndir,
aðallega stemningarhughrif af
gömlum húsum í höfuðborginni.
Hinn nýskipaði sendiherra Is-
lands í Bonn, Pétur Eggerz, mun
opna sýninguna. Mér leist svo á
við skoðun verka þeirra félaga,
Valtýs og Jónasar, að þetta yrði
allsterk sýning og verður fróð-
legt að fylgjast með því, hvaða
viðtökur hún fær í hinni fornu
iistaborg.
Bragi Ásgeirsson.
Matvörukaupmenn andvíg
ir frjálsum opnunartíma
Örn Ingólfsson, Óskar Jóhanns-
son og Kristján Fr. Guðmunds-
son.
Hreinn Sumarliðason var
endurkjörinn formaður félags-
ins, en með honum í stjórninni
eru Ólafur Björnsson, Ingibjörn
Hafsteinsson Baldvin, Eggerts-
son og Jón Þórarinsson.
I varastjórn voru kjörnir þeir
Örn Ingólfsson, Óskar Jóhanns-
son og Kristján Fr. Guðmunds-
son.
Hreinn Sumarliðason var
endurkjörinn fulltrúi í
fulltrúaráð Kaupmannasamtaka
Islands og Ólafur Björnsson til
vara.
Endurskoðendur voru kjörnir
þeir Einar Eyjólfsson og Reynir
Eyjólfsson.
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá aðalfundi Félags mat-
vörukaupmanna, þar sem harðlega
er mótmælt hugmyndum um
breytingar á afgreiðslutíma versl-
ana:
„Aðalfundur Félags matvörukaup-
manna, haldinn 21. febrúar að
Marargötu 2, mótmælir harðlega
framkomnum hugmyndum sumra
borgarstjórnarmanna, um afnám
Reglugerðar um afgreiðslutíma
verzlana í Reykjavík o.fl., frá 26. júlí
1971.
Fundurinn bendir á, vegna
fenginnar reynslu, að slíkt frjálsræði
sem þannig skapaðist, mundi
einungis leiða til glundroða og óreglu
á afgreiðslutíma verzlana, til skaða
og óþæginda fyrir neytendur, þar
sem að verðlag er ekki frjálst í
landinu. Augljóst er, að vegna
aukins tilkostnaðar verzlunarinnar,
yrði stórfelld álagningarhækkun, og
þar með verðhækkun, að koma til
framkvæmda, ella yrði um óyfir-
stíganlegan kostnaðarauka fyrir
verzlunina að ræða.
Það er hins vegar álit fundarins,
að regiugerðinni mætti breyta lítil-
lega í einstökum atriðum, vegna
breyttra aðstæðna, síðan hún var
sett.
Algjör forsenda fyrir slíkum
breytingum yrði að vera fullt sam-
komulag milii Kaupmannasamtaka
íslands og Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur."