Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 I MAGNUS MAGNUSSON PROFESSOR: ALBERT EIN5 mning Albert Einstein fæddist 14. marz 1879 í bortfinni Ulm í Suður-Þýzkalandi. F’oreldrar hans voru Gyðingar. Einstein virtist ekki vera bráðþroska, byrjaði ekki að tala, fyrr en hann var þriggja ára, og nokkur ár liðu, áður en hann varð vel taiandi. Honum gekk heldur ekki vel í skóla. Af ýmsu má þó ráða, að hugsun hans hafi verið þroskuð og sjálfstæð þegar í bernsku. Skýrasta bernsku- minning hans var af því, þegar faðir hans sýndi honum átta- vita. Einstein var þá fimm ára, en hegðun segulnálarinnar vakti undrun hans, þar sem hún var svo frábrugðin því, sem hann þekkti til. Um tólf ára aldur fékk hann í hendur bók um rúmfræði. Hann hreifst mikið af því, að hægt var að draga álykt- anir, svo sem að hæðir þríhyrn- ings skærust í einum punkti, með slíkri vissu, að enginn efi kom til greina. Til tólf ára aldurs var Einstein mjög trúað- ur, að eigin sgn, en þá varð honum Ijóst, að mikið af því, sem stóð í Biblíunni, stangaðist á við þekkingu manna í náttúru- vísindum. Þetta leiddi til frjáls- hyggju og til tortryggni gagn- vart opinberum og almennt viðurkenndum skoðunum og kenningum. Einstein féll ekki vel skóla- ganga í Þýzkalandi. Honum fannst skólinn líkjast her og kennararnir vera eins og liðsfor- ingjar, en á her og hernaðar- anda hafði Einstein ætíð mestu andstyggð. Fimmtán ára að aldri hætti hann námi í mennta- skóla, afsalaði sér þýzkum ríkis- borgararétti og fór til Mílano á Ítalíu, en þangað hafði fjöl- skylda hans flutt nokkrum mán- uðum áður. Ári síðar hélt hann áfram námi í Sviss og fékk inngöngu í tækniháskólann í Zúrich árið 1896, þegar hann var seytján ára. Var ætlun hans að gerast kennari í eðlisfræði og stærðfræði. Við tækniháskólann í Zúrich voru margir þekktir stærðfræð- ingar, m.a. Hermann Mink- owski, sem lagði mikilvægan skerf til sérstöku afstæðiskenn- ingarinnar síðar, en hugur Ein- steins hneigðist þó frekar að eðlisfræði. Hann sótti fyrir- lestra ekki mikið, en góður vinur hans, Marcel Grossmann, gerði það af samvizkusemi, og þess naut Einstein. Hann hafði því talsvert frjálsan tíma, og honum varði hann til að lesa rit helztu eðlisfræðinga síðari hluta nítj- ándu aldar og við eðlisfræðitil- raunir, sem hann hafði þá mik- inn áhuga á. Þáttaskil I júlí árið 1900 lauk Einstein prófi frá tækniháskólanum í Zúrich, og árið eftir gerðist hann svissneskur ríkisborgari. Hann fékk ekki stöðu við há- skólann, eins og nokkrir skóla- félagar hans, né aðra fasta stöðu. Fyrir milligöngu vinar síns, Marcels Grossmann, fékk hann þó loks stöðu á einkaleyfis- skrifstofu í Bern í Sviss árið 1902. Þar starfaði hann í sjö ár eða nær helming af virkustu og árangursríkustu starfsárum sínum. Þetta voru þ'áttaskil í lífi hans, hann hafði fengið fasta stöðu og öðlazt fjárhagslegt, öryggi. Hann kvæntist skóla- systur sinni frá Zúrich, og eign- uðust þau tvo syni. Starfið var ekki erfitt og hann hafði nægan tíma til að sinna vísindalegum áhugamálum sínum. Það kann að virðast einkennilegt, að svo merkilegur vísindaferill, sem raun varð á, skyldi hefjast á einkaleysifskrifstofu, en ekki í háskóla. Ef betur er að gáð, verður ljóst, að vinnuskilyrðin voru í raun og veru mjög hag- stæð fyrir mann eins og Ein- stein. Hann hafði mikinn hæfi- leika til að sjá grundvallaratrið- in í vandamálum þeim, sem hann var að fást við, og hugsa um þau um langan tíma. Til þess hafði hann einmitt næði í Bern. Hin sjálfstæða hugsun hans var ótrufluð og fékk að njóta sín, að öllum líkindum betur en ef hann hefði verið í háskóla innan um Einstein sem barn, í einkaleyfisskrifstofunni í Bern og meö fiðluna sína í tríói í reyksal skipsins sem flutti hann til Bandaríkjanna. aðra vísindamenn. Á þessum tíma las hann mikið heimspeki, einkum rit brezka heimspek- ingsins David Hume og austur- ríska eðlisfræðingsins og heim- spekingsins Ernst Mach. Rit þessara manna höfðu mikil áhrif á þróun vísindalegrar hugsunar Einsteins. Þremur árum eftir að Ein- stein hóf störf á einkaleyfis- skrifstofunni sendi hann frá sér til birtingar þrjár ritgerðir, þá fyrstu í marz, aðra í maí og þá þriðju í- júní 1905, þá 26 ára gamall. Þær fjölluðu um þrjú mismunandi svið eðlisfræðinn- ar, og hver þeirra reyndist grundvallarrit. Þær einar hefðu nægt til að skipa Einstein í röð fremstu eðlisfræðinga tuttug- ustu aldarinnar. Þriðja ritgerð- in fjallar um það, sem síðar var nefnt takmarkaða eða sérstaka afstæðiskenningin. Það er óvenjuiegt við þessa ritgerð, að í henni eru engar tilvitnanir í aðrar ritgerðir, enda eru grund- vallarhugmyndirnar ekki byggðar beint á verkum neins annars manns, heldur hugsaðar og unnar af Einstein einum. Hann nefnir aðeins einn mann, sem hann þakkar fyrir aöstoð og góðar ábendingar. Sá var ítalsk- ur verkfræðingur, Michele Besso að nafni. Hann kom ekki meira við sögu, en Einstein hélt sam- bandi við hann og skrifaði hon- um um hugmyndir sínar, allt til dauðadags. Frami Þessar ritgerðir vöktu strax athygli, einkum sú um sérstöku afstæðiskenninguna. Einstein starfaði þó áfram á einkaleyfis- skrifstofunni og birti margar merkar vísindaritgerðir. Árið 1909 fékk hann prófessorsem- bætti við háskólann í Zúrich, ári síðar fór hann til háskólans í Prag, síðan til tækniháskólans í Zúrich, og loks árið 1913 var honum boðið að gerast prófessor við háskólann í Berlín, forstöðu- maður Kaiser-Wilhelm eðlis- fræðistofnunarinnar og meðlim- ur prússnesku vísindaakadem- íunnar. Max Planck, upphafs- maður skammtakenningarinn- ar, átti frumkvæði að því boði, en hánn var fyrstur manna til að beita sérstöku afstæðiskenn- ingunni árið eftir að hún var birt. Einstein hafði ríka kímni- gáfu, sem kom fram í sambandi við þetta boð, því að hann sagði við vin sinn í Zúrich: „Þeir í Berlín fara með mig eins og verðlaunahænu, en ég veit ekki, hvort ég get enn verpt eggjum." Þegar árið 1907, meðan hann var í Bern, var Einstein ljóst, að sérstaka afstæðiskenningin væri of takmörkuð og steig fyrsta skrefið að almennu af- stæðiskenningunni, sem hann vann að næstu átta árin. Marg- oft komst hann í strand, en síðasta þröskuldinn yfirsteig hann í Zúrich 1913 með aðstoð gamla Skólafélaga síns, Marcels Grossmanns, sem þá var prófessor í stærðfræði við tækniháskólann þar. Gross- mann benti Einstein á þá grein stærðfræðinnar, sem hentaði fyrir það vandamál, sem Ein- stein var að glíma við. Einstein og Grossmann skrifuðu saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.