Morgunblaðið - 18.03.1979, Side 23

Morgunblaðið - 18.03.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1979 23 Austurríkis- vika á Hótel Loftleiðum í kvöld, föstudag, hefst á Hótel Loftleiðum Austurríkisvika sem stendur fram á sunnudaginn 25. þessa mánaðar. Það eru Plugleiðir sem standa að þessari kynningu og munu koma þar fram listamenn frá Austurríki, framreiddur verð- ur matur þaðan og hefur sérstakur matseðill verið pantaður í tilefni þessa. Matseðill þessi gildir sem happdrættismiði og verður dregið á hverju kvöldi um þjóðarköku Austurríkismanna, svokallaða Sachertorte. Síðasta kvöldið verður svo dreg- ið úr öllum númerum matseðla sem látnir hafa verið gestum i té og eru verðlaunin far fyrir tvo til Austurríkis. I ráðstefnusal hótelsins munu fara fram kvikmyndasýningar meðan á kynningunni stendur. Blómasalurinn opnar klukkan 19 alla dagana. yngstur er Víkingur bóndi að Arnórsstöðum á Jökuldal. Mér fannst alltaf mikil reisn yfir ömmu. Hún var ekki stór kona, en hún var hnellin og björt yfirlitum. Það var kraftur í kellu og það gustaði af henni þegar hún stormáði um húsakynni í Stóra- gerði. Aldrei fannst mér henni fallast verk úr hendi þau sumur sem ég var hjá henni í sveit. Alltaf var hún að allan daginn og ég man hvað það létti alltaf yfir mér þegar hún birtist á bæjarhólnum og kallaði á okkur í mat eða mið- aftanskaffi. Amma var greind og hrein- skiptin. Hún sagði sínar skoðanir tæpitungulaust, hver sem í hlut átti, og hafði sérstaklega skemmti- legan frásagnarmáta. Ég kunni ekki að meta þetta þegar ég var hjá henni strákurinn, en síðar þegar fundum okkar bar saman kunni ég að meta samræður við gömlu konuna. Minni hennar var svo einstakt. Hún mundi löngu liðið, rétt eins og það hefði gerst í gær, og það í smáatriðum og upp á hár. Það bar líka oft við, þegar börnin hennar voru að minnast liðinnar tíðar, að þeim bar ekki saman. Þá var leitað til gömlu konunnar og þar var ekki komið að tómum kofanum. Jæja amma mín, þá er komið að kveðjustund. Einhvernveginn finnst mér öðruvísi að fara austur núna eftir að þú ert farin. Mér finnst eins og það hafi verið slitnir þeir leyniþræðir, sem hafa tengt mig við Hérað. 0, mikil endemis vitleysa er þetta í þér drengur, hefðir þú efalaust sagt og ef til vill með réttu, því víst á ég marga góða vini að á Héraði. Amma mín, hafðu þökk fyrir allt. Hvíi í friði. Gísli Sigurgeirsson Nokkur kveðjuorð: Dagný Pálsdóttir, Skógargerði Amma í Skógargerði er horfin yfir móðuna miklu, þar sem hún hittir afa fagnandi í varpa. Nú geta þau aftur tekið til við að ræða áhugamál sín, rétt eins og þau gerðu í eldhúsinu í Skógargerði þegar ég var hjá þeim í sveit strákurinn. „Dagný var gæfa lífs rníns," sagði afi einhverju sinni. Amma lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að morgni fimmtu- dagsins 1. mars, þar sem sem hún hafði dvalið undanfarið. 4. mars hefði hún orðið 94 ára. Hún hafði skilað sínu hlutverki með miklum sóma. Hún var svo lánsöm að halda andlegu og að mestu líkam- legu atgerfi fram á síðasta dag, þótt hún ætti erfitt með að skilja þessa „vellu“, sem hún hafði haft síðustu vikurnar og aldrei ætlaði að lagast. Hún kvaddi sátt við Guð og menn. Amma var fædd að Hólum í Hornafirði 4. dag marsmánaðar 1895. Foreldrar hennar voru Páll Þorsteinsson frá Núpum í Fljóts- hverfi og kona hans Margrét Ólafsdóttir bónda frá Syðri-Steinsmýri. Páll var bóndi að Fossi á Síðu og víðar, en eftir harðindin 1881-82 flutti fjölskyld- an að Hólum í Hornafirði. Þar fæddist amma og var hún 13. barn þeirra hjóna. A Hólum var dvölin ekki nema 3 ár. Þaðan var flutt upp á Fljóts- dalshérað og dvalið þar á ýmsum stöðum, þar til staðnæmst var að Krossi vorið 1893. Þar lést Páll faðir ömmu minnar úr skæðri inflúensu, sem geisaði um héraðið. Eftir það dvöldu amma og móðir hennar hjá Páli bróður ömmu , fyrst að Birnufelli, en síðar að Krossi. Haustið 1903 hélt amma til náms í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi og nam þar í tvo vetur. Að sumrinu var hún kaupakona að Ási í Vatnsdal. Fyrir skólakostn- aðinum hafði hún unnið í kaup- mennsku, m.a. á Rangá, áður en hún hélt til skólans. Frá Blönduósi fór amma til Reykjavíkur, þar sem hún lærði fatasaum. Þegar kom heim á Hérað gerðist hún kaupa- kona, m.a. á kirkjusetrinu Kirkju- bæ í Hróarstungu. Haustið 1908, nánar tiltekið 3. nóvember, giftist amma afa mín- um, Gísla Helgasyni i Skógargerði. Fór vígslan fram að Rangá og var mikil veisla, að því er amma sagði mér. Byrjuðu þau hjónin búskap í Skógargerði eftir brúðkaupið. Afi hafði keypt jörðina af Sölva Einarssyni á Hofi í Fellum fyrir 1800 krónur, sennilega 1906. Áður höfðu foreldrar hans verið leigu- liðar á jörðinni. í Skógargerði bjugggu afi og amma allan sinn búskap, þar farnaðist þeim vel, þó ekki söfnuðu þau auði, sem mölur og ryð fá grandað. Þeim fæddust þar 13 börn, sem öll komust á legg. Þau eru: Margrét búsett á Egils- stöðum, Helgi á Helgafelli við Lagarfljótsbrú, Páll á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, Hulda búsett á Akureyri, Björgheiður, sem lést 1955 aðeins fertug að aldri, Sigríður búsett í Reykjavík, Guðlaug búsett að Moshvoli í Rangárvallasýslu, Þórhalla búsett í Reykjavík, Bergþóra búsett í Ameríku, Sólveig búsett í Reykja- vík, Ólöf búsett í Reykjavík, Indriði búsettur í Reykjavík og tilböó Fermingargjöfin í ár 325.000 kr. sambyggt stereosett á 220.530 60% Hvernig MEÐ ÞVÍ AÐ: 1 Gera sérsamning við verksmiöjuna. 2 Forðast alla milliliöi. 3 Panta verulegt magn meö árs fyrirvara. 4 Flytja vöruna beint frá Japan meö Síberíu-lestinni frægu til Þýzkalands sjóleiöina til íslands. Lang hagkvæmasta flutningaleiöin. ALLT í EINU TÆKI FRÁ CROWN Cf Pantið strax ídag afgang á 2 mánuðum vaxtalaust 50°/( 50% út á 4 mánuðum Staðgreiðsluafsláttur BUÐIN Skipholt 19 Sími29800 Einkaflugmannsnámskeið Bóklegt námskeiö til undirbúnings fyrir einkaflug- mannspróf hefst þriðjudaginn 20. marz n.k. Þeir sem ekki eru nú þegar skráöir láti skrá sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.