Morgunblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
Jónas H. Haralz:
Hér fer á eftir fyrri hluti
erindis. sem Jónas H. Haralz flutti
á fundi Varðarfélagsins 14. marz
s.l.
I. Inngangur
Þaö hlýtur að þykja nokkrum
tíðindum sæta, þegar fjórir stjórn-
málaflokkar, allir þeir sem sæti
eiga á Alþingi, leggja um svipað
leyti fram stefnuskrá í efnahags-
málum. Þetta eru því meiri tíðindi
sem þessar stefnuskrár eru ítar-
legri og að sumu leyti heilsteyptari
og byggðar á meiri yfirsýn og
skilningi á þróun og samhengi
efnahagsmála en oftast nær áður.
Það eykur svo enn á mikilvægi
þessarar stefnumörkunar flokk-
anna, að forsætisráðherra sam-
steypustjórnar þriggja þeirra gerir
um svipað leyti tilraun til að móta
stefnu ríkisstjórnar sinhar í yfir-
gripsmiklu frumýarpi um efna-
hagsmál. Ætlun mín er að fjalla í
þessu erindi fyrst og fremst um þá
stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur markað í stefnuskrá sinni
„Endurreisn í anda frjálshyggju",
en bera þá stefnu jafnframt saman
við stefnu annarra flokka. Mun ég
þá einkum leggja áherzlu á að sýna
fram á þau meginsjónarmið, sem
stefnumörkun hvers flokks byggist
á og mismun þeirra sjónarmiða.
Enn fremur mun ég leitast við að
gefa gaum þeim atriðum stefnu-
skránna, sem eru sameiginleg eða
samræmanleg.
Áður en lengra er haldið í þessu
efni er þó nauðsynlegt að fjalla um
þróun íslenzkra efnahagsmála á
undanförnum árum, og raunar
auratugum, og þeim horfum, sem
framundan eru í þeim málum.
Þetta er sá veruleiki, sem sérhver
stefnumörkun hlýtur að skírskota
til og fjalla um.
Þegar litið er á þróun efnahags-
mála hér á landi undanfarinn
áratug, er ekki unnt að komast að
annarri niðurstöðu en þeirri, að
okkur hafi gengið flest í haginn að
því er ytri aðstæður snertir.
Verðlag á útflutningsafurðum
hefur lengst af verið hátt og
viðskiptakjör yfirleitt betri en
nokkru sinni áður. Við höfum
öðlast fullan umráðarétt yfir
auðlindum fiskimiðanna og afla-
brögð hafa verið tiltölulega góð.
Þótt verðhækkun olíu hafi valdið
okkur búsifjum, hefur hún um leið
stóraukið verðmæti þeirra orku-
auðlinda, sem við sjálfir búum að,
bæði í vatnsafli og jarðhita, og
þannig bætt skilyrði okkar til
haghagvaxtar og velmegunar í
framtíðinni. Það hefur að sjálf-
sögðu valdið okkur erfiðleikum eins
og oft áður, að verðlag útflutnings-
afurða hefur sveiflast upp og niður,
en á hinn bóginn ráðum við yfir
nægri þekkingu og getu til þess að
verjast áhrifum slíkra sveiflna að
verulegu leyti, ef vilji er fyrir
hendi. Við vitum einnig, að mikil-
vægir fiskistofnar eru í hættu og
að við verðum að hafa fulla gát á
nýtingu þeirra. Þetta skiptir miklu
máli í nánustu framtíð, en er í raun
atriði, sem við höfum frekar lítið
tillit tekið til fram að þessu og
hefur því ekki í teljandi mæli snert
afkomu okkar enn sem komið er.
Loks má nefna, að ástand alþjóð-
legra fjármagnsmarkaða hefur
lengst af verið mjög hagstætt á
þessum áratug. Við höfum þess
vegna átt greiðan aðgang að tiltölu-
lega ódýru erlendu fjármagni til
langs tíma, er við höfum getað
notað bæði til framkvæmda og til
þess að halda við nægilegum gjald-
eyrisforða.
En hvað hefur okkur þá orðið úr
þessum hagstæðu ytri aðstæðum?
Hefur okkur tekizt að halda uppi
hagvexti og auka velmegun eins og
vænta hefði mátt? Höfum við að
ráði getað nálgast þau markmið,
sem við höfum sett okkur í svo
mörgum greinum? Hefur samfélag
okkar eflzt að samheldni og
Jónas H. Ilaralz.
Stefnu-
skrá
Sjálf-
stœðis-
flokksins
s-
i
efnahags-
málum
þroska? í þessu efni verður allt
annað uppi á teningnum. Hagvöxt-
ur hefur verið tiltölulega lítill og
aukning framleiðni á hvern
vinnandi mann mun minni en í
nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir
mikla aukningu þess fjármagns,
sem við ráðum yfir. í þessu efni er
raunar um að ræða áframhald
þróunar undanfarinna áratuga.
Aukning velmegunar hefur því
fyrst og fremst byggst á bættum
viðskiptakjörum, sem við síður en
svo getum treyst að haldist í
framtíðinni. Þau glæsilegu mark-
mið, sem sett hafa verið í heil-
brigðismálum, tryggingamálum,
menntamálum, umhverfismálum
og jafnréttismálum, svo helztu
greinarnar séu nefndar, virðast
ekki vera öllu nær en í upphafi
áratugsins. I byggðamálum hefur
ótvíræður árangur, sem náðst
hefur, orðið upphaf nýrra vanda-
mála annars staðar. Jafnframt
hefur reynst æ örðugra að afla fjár
til að standa undir þeim mikla
kostnaði, sem sóknin að öllum
þessum markmiðum felur í sér.
Verðbólgan er bezti mælikvarði
þess, hversu margt og mikið hefur
farið úrskeiðis. Hún hefur á þess-
um áratug verið þreföld til fimm-
föld á við það, sem hún áður var, og
hefur ísland á þessum tíma verið í
hópi allra mestu verðbólgulanda
heimsins. Verðbólgan er sjúkdóms-
einkenni. Hún sýnir hversu
erfiðlega gengur að samræma þau
markmið, sem að er stefnt, og gerir
á sinn hátt upp þá reikninga, sem
menn vildu ekki horfast í augu við.
En hún er um leið sjúkdómur, sem
veldur nýjum þrautum og leggur
nýjar torfærur á framfarabrautina.
Samhliða því, sem æ torveldara
hefur virst að ná settum mark-
miðum og verðbólga hefur vaxið,
hefur gætt æ meiri vonbrigða og
vonleysis. Sundrung og upplausn
hafa verið einkenni tímans, póli-
tískir flokkadrættir og átök á
vinnumarkaði hafa farið vaxandi
frekar en minnkandi.
Þetta er sá bakgrunnur, sem
stjórnmálaflokkarnir hafa haft-
fyrir sér, þegar þeir hver um sig
mörkuðu stefnu sína í efnahags-
málum á undanförnum mánuðum.
Eins og vænta mátti fjalla þessar
stefnuskrár því fyrst og fremst um
hagvöxt og verðbólgu. Hvernig er
umjt að ná auknum hagvexti með
minni tilkostnaði? Hvernig er unnt
að ráðstefa betur þeim auknu
gæðum, sem hagvöxturinn felur í
sér? Hvernig er unnt að hafa hemil
á verðbólgu til að greiða með því
móti bæði fyrir auknum hagvexti
og betri skiptingu afraksturs?
Hvernig er unnt að byggja traust-
ara og farsælla samfélag? Þessum
spurningum svara stefnuskrárnar
hver frá sínum sjónarmiðum og á
sinn hátt.
II. Frjálshyggjan
Grundvöllur að
stefnu Sjálfstæðis-
flokksins
Grundvallarsjónamið Sjálf-
stæðisflokksins er það, að árangurs
sé ekki að vænta í þeim efnuín, sem
hér að framan voru rædd, nema til
komi frjáls og virk þátttaka þeirra
fjölmörgu einstaklinga, sem sam-
félagið skipa, og þeirra eininga;
sem þessir einstaklingar mynda. I
þeim hluta heims, þar sem við
lifum, kemur mönnum ekki til
hugar, að listamenn geti starfað og
skapað nema í frelsi. Hvers vegna
ættu önnur lögmál að gilda í öðrum
greinum mannlegs lífs? Hvers
vegna ættu menn ekki að vera ’
frjálsir að því að leggja fram
sköpunargáfu sína og orku til hvers
konar framleiðslu og viðskipta
alveg eins og til lista? Hvers vegna
ætti að vera meiri árangurs að
vænta á grundvelli þvingana og
hafta, boða og banna, en á grund-
velli frelsis? Enn fremur má
spyrja, hvar skyldi vera að finna
mesta þekkingu og reynslu í fram-
leiðslu og viðskiptum? Hjá þeim,
sem framleiðsluna og viðskiptin
stunda, eða hjá ráðuneytum,
nefndum og ráðum? Svipuðu máli
gegnir um ráðstöfun þess, sem
menn bera úr býtum. Hverjir ættu
að vera betur færir að dæma um
það, hvaða ráðstöfun komi
mönnum að mestu gagni og veiti
þeim mesta fullnægingu en
mennirnir sjálfir? En til þess að
frjáls starfsemi einstaklinga og
þeirra fyrirtækja og félaga, sem
þeir mynda, geti farið fram, og til
þess að menn geti ráðstafað aflafé
sínu á þann hátt, sem þeir kjósa,
þurfa skilyrði heilbrigðs markaðs
og samkeppni að vera fyrir hendi.
Það er skoðun Sjálfstæðis-
flokksins, að nægilegt frelsi til
athafna og til ráðstöfunar tekna
hafi ekki verið hér á landi um langt
'skeið og því hafi ekki verið sinnt
sem skyldi að stuðla að því, að
heilbrigðar markaðsaðstæður
mynduðust. Að vísu hafi stórt skref
verið stigið í rétta átt á viðreisnar-
árunum upp úr 1960, en þó hafi á
skort, að nægilega langt væri
gengið í ýmsum greinum. Þar að
auki geti það ekki farið á milli
mála, að á undanförnum árum hafi
að nýju verið vegið að því frjáls-
ræði, sem komið hafði verið á, með
vaxandi ríkisafskiptum og skatt-
heimtu. Kveður að sjálfsögðu
rammast að þessu á s.l. mánuðum.
Meginskilyrði þess, að unnt reynist
að örva hagvöxt, auka velmegun og
halda verðbólgu í skefjum sé því
fólgið í auknu frjálsræði og virkari
markaðsbúskap.
III. Samræmd
stjórn efnahagsmála
Annar meginþáttur í sjónar-
miðum Sjálfstæðisflokksins er
nauðsyn almennrar og samræmdr-
ar stjórnar efnahagsmála. Til þess
að frjáls atvinnustarfsemi og
frjálst neyzluval geti notið sín, til
þess að markaðsviðskipti geti átt
sér stað með eðlilegu móti þurfa
ákveðin ytri skilyrði að vera fyrir
hendi. Það er að miklu leyti hlut-
verk ríkisvaldsins og stofnana þess
að sjá fyrir þessum ytri skilyrðum,
að stuðla að því að framleiðsla og
neyzla, söfnun fjármagns og
ráðstöfun þess, geti farið fram við
sem eðlilegastar markaðsaðstæður.
Miklu máli skiptir að þetta hlut-
verk sé vel af hendi leyst, þannig að
hvorki sé gengið of skammt né of
langt og fulls samræmis sé gætt í
því, sem gert er.
I þessu sambandi má fyrst nefna
nauðsyn þess að halda uppi
almennum lögum og reglu og veita
þar með það innra og ytra
öryggi.sem er forsenda sérhverrar
efnahagsstarfsemi. Þá má nefna
margvíslega þjónustu á sviði sam-
gangna, heilbrigðis- og mennta-
mála, sem erfitt er að sjá um nema
á vegum opinberra aðila. Þó er það
mikið álitamál, hvernig hagan-
legast er að koma þessum málum
fyrir, og hafa þjóðir, sem búa við
frjálsan markaðsbúskap valið
allmismunandi leiðir í því efni.
Til þess að standa undir kostnaði
við þá þjónustu, sem ríki og aðrir
opinberir aðilar inna af hendi, þarf
að afla fjár með álagningu skatta
og gjalda og leitast þá jafnframt
við að haga þeirri álagningu
þannig, að réttlætissjónarmiða sé
gætt. Það skiptir meginmáli, að
ríkið hagi skattlagningu þannig, að
hún trufli sem minnst eðlilega
starfsemi atvinnu- og viðskiptalífs
og skerði sem minnst skilyrði frjáls
neyzluvals. Jafnframt þarf vand-
lega að gæta þess, að starfsemi
ríkisins og skattlagning þess stuðli
að sem jöfnustum gangi atvinnu-
lífsins og verði hvorki uppspretta
ofþenslu né samdráttar.
Þá er það á ábyrgð ríkisvaldsins
fyrir atbeina þeirra stofnana, sem
það hefur til þess skipað, að sjá
atvinnu- og viðskiptalífinu fyrir
hæfilegu magni peninga og t.ryggja
það, að peninga- og fjármagns-
markaðir geti starfað og þróast
með eðlilegum hætti. Loks má geta
þess, að tilkoma öflugra samtaka á
vinnumarkaðnum, bæði á hlið laun-
þega og vinnuveitenda, hefur knúð
ríkisvaldið í vaxandi mæli til að
beita áhrifum sínum varðandi gerð
launasamninga.
Það er venja, að greina á milli
þriggja meginþátta í þeirri stefnu,
sem ríkisvaldið fylgir í efnahags-
málum. Þessir þættir eru fjármál,
Endurreisn
íanda
frj álshyggju