Morgunblaðið - 20.03.1979, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
Afmælisrit Krist-
mundar Bjarnasonar
KRISTMUNDUR Bjarnason rit-
höfundur og fræðimaður á Sjáv-
arbors í Skagafirði varð sextug-
ur hinn 10. janúar s.l. Er hann
löngu kunnur orðinn fyrir rit-
störf sín og listilcg tök á íslensku
máli.
Verk Kristmundar eru orðin
mikil að vöxtum. A fyrri árum
stundaði hann mjög þýðingar og
var mikilvirkur á því sviði, en
síðustu tvo áratugina hafa kraftar
hans að mestu beinst inn á braut
sagnaritunar og þjóðfræði. Auk
þess að semja sjálfur, hefur hann
reynst drjúgur í söfnun á þjóðleg-
um fróðleik, dregið föng til og séð
um útgáfu fjölda rita, tíðum í
samvinnu við aðra. Af eigin rit-
smíðum ber hæst Sögu Sauðár-
króks, þriggja binda stórvirki, en
um þessar mundir vinnur hann að
ritun Dalvíkursögu og kom út
fyrra bindi þess verks fyrir síðustu
jói.
Sagnfræði verður í margra með-
förum einungis þurrtugga stað-
reynda, og ýmsir virðast telja að
þannig hljóti alvöru sagnfræði að
vera. En Kristmundi lætur einkar
vel að glæða slíkt efni lífi svo úr
verði aðgengileg og alþýðleg lesn-
ing, þar sem saman fer fræðileg
nákvæmni í vinnubrögðum og lit-
ríkt orðfæri blandað kryddi mann-
lífsins.
Stjórn Sögufélags Skagfirðinga
hefur talið Kristmund maklegan
nokkurrar viðurkenningar og
ákvað að efna til bókar, sem
tileinkuð skyldi honum á sextugs-
afmælinu. Leitað var til skag-
firskra höfunda um efni og feng-
ust góðar undirtektir. Vinnsla
bókarinnar í prentsmiðju er nú að
komast á lokastig. Hefur hún
hlotið nafnið „Fólk og fróðleikur"
og verður nál. 280 bls. að stærð í
skírnisbroti með skrá mannanafna
og örnefna. Þá verður að sjálf-
sögðu „tabula gratulatoria" eða
heillaóskalisti svo sem tíðkast í
slíkum ritum. Greinar í bókinni
verða 16 og eiga eftirtaldir
höfundar þar efni: Andrés Björns-
son, Björn Egilsson, Broddi
Jóhannesson, Gísli Magnússon,
Hallgrímur Jónasson, Hannes Pét-
ursson, Hjalti Pálsson, Indriði G.
Þorsteinsson, Jakob Benediktsson,
Kristján Eiriksson, Páll Sigurðs-
son dósent, Páll Sigurðsson frá
Lundi, Sigurjón Björnsson, Stefán
Jónsson á Höskuldsstöðum, Sölvi
Sveinsson og Ögmundur Helgson.
Greinarnar eru langflestar á
sviði sagnfræði og þjóðlegs fróð-
leiks, en þó kennir þar fleiri grasa.
Stefnt er að því, að bókin komi út
um sumarmálin.
Þeir sem kynnu að vilja gerast
áskrifendur að ritinu og fá nafn
sitt prentað á heillaóskalista geta
snúið sér til Hjalta Pálssonar
bókavarðar í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki.
(Frá Sögufél. Skagf.).
Hluti ráðstefnugesta á 40 ára afmælisþinginu fyrir utan Hótel
Loftleiðir.
Rúmlega 80 norrænir
matreiðslumeistarar
sátu þing í Reykjavík
Á MILLI 80 og 90 manns sátu
þing Norrænna matreiðslumeist-
ara á Hótel Loftleiðum dagana
13. og 14. marz. en þing þetta var
jafnframt 40 ára afmælisþing.
Samtökin NKF. „Nordisk
Kjiikkenchef Federation", voru
stofnuð árið 1939 í Kaupmanna-
44 fórust
i Peking
Tókýó. 16, marz. AP.
KÍNVERSKA utanríkisráðu-
neytið staðfesti á föstudag að
flugvél kínverska hersins hefði
farizt í útjaðri Peking á mið-
vikudag. Samkvæmt japönsku
fréttastofunni Kyodo sagði
talsmaður ráðuneytisins að 44
hefðu annað hvort særzt eða
látið lífið. Talsmaðurinn skýrði
ekki frá hversu margir hefðu
verið með vélinni en fram kom
að öll áhöfn vélarinnar, sem
var af Trident-gerð, hefði týnt
lífi sínu.
höfn af nokkrum framsýnum og
áhugasömum matreiðslumeistur-
um.
Nú eru innan vébanda NKF um
eitt þúsund manns, þar af eru 24
úr klúbbi matreiðslumeistara á
íslandi, en þeir gengu í NKF 1974
á þingi, sem haldið var í Þránd-
heimi í Noregi. A þinginu, sem
haldið var í Helsinki árið 1977,
buðu íslendingar til þings á þessu
ári, en þingin eru haldin annað
hvert ár. Þá var einnig kosin
íslenzk aðalstjórn og voru kosnir í
hana þeir Ib Wessmann, forseti,
Hilmar B. Jónsson, ritari, og
Birgir Pálsson, gjaidkeri.
Þau mál, sem þingið í Reykjavík
fjallaði aðallega um, voru skóla-
og kennsluhættir innan Norður-
landanna, matargerð og matar-
venjur, ennfremur var talsvert
rætt um að endurvekja gamlar
matarvenjur með það í huga, að
hið gamla norræna eldhús falli
ekki í gleymsku. Forseti klúbbs
matreiðslumeistara á íslandi er nú
Sigurvin Gunnarsson yfirmat-
reiðslumaður á Hótel Sögu.
Frá fundi prófasta er nýlega lauk í Reykjavík. Sr. Lárus Guómundsson er lengst til vinstri,
Prófastsdæmin verði
virkari starfsheildir
Rætt við sr. Lárus Guðmundsson
um nýafstaðinn prófastafund
Nýiega lauk í Reykjavík
fundi prófasta af öllu landinu
með biskupi, en fundurinn stóð
í þrjá daga. Sóttu hann allir
prófastar, fimmtán að tölu.
Einn þeirra var séra Lárus
Guðmundsson, prestur í Holti í
Önundafirði, prófastur ísa-
f jarðarprófastsdæmis, og ræddi
Mbl. við hann um fundinn og
starfið í umdæmi hans. Sr.
Lárus var fyrst spurður hversu
stór sókn hans væri:
— Holtsprestakalli tilheyra
þrjár krikjur, þ.e. í Holti,
Flateyri og Kirkjubóli í
Valþjófsdal, en í vetur hefi ég
einnig þjónað Þingeyrarpresta-
kalli eftir að séra Stefán
Eggertsson féll frá. Nokkuð vel
hefur gengið í vetur að fara á
milli, en það getur oft verið
mesta basl, það er snjóþungt
vestra og maður verður ýmist að
ferðast gangandi, á skíðum eða
báti jafnvel, en til skamms tíma
var hann aðalsamgöngutækið á
vetrum.
Það hefur batnað stórlega
síðan ég fékk sjálfur bát og fer
ég oft á honum þegar á þarf að
halda, tek hemputöskuna með
og bið um að ég sé sóttur niður í
fjöru þar sem messa skal, en af
þessu hefi ég hið mesta gaman
og það á vel við mig að hljóta
þess konar tilbreytingu. Þá hef-
ur Landgelgisgæzlan oft
aðstoðað mig við að komast til
Þingeyrar, og um tíma átti ég
vélsleða sem koma að góðum
notum. Þannig hefi ég reynt að
hafa þetta og er ég einhvern
veginn þannig náttúraður að ég
hefi gaman af að bjarga mér á
eigin spýtur.
Þá var sr. Lárus spurður um
prófastafundinn, hvernig hann
hefði tekizt og hvert hlutverk
hans væri:
— Allir prófastarnir eru
einstaklega ánægðir með hann
og ég fyrir mitt leyti hefi haft
mikið gagn af honum, enda er ég
businn í þessum hópi. Aðalum-
ræðuefnið var prófastsdæmin
sem starfsheildir undir stjórn
pófasta og segja má að sú þróun
sé um þessar mundir, að líta
megi á prófast sem eins konar
verkstjóra í sinni sveit. Þessar
hugmyndir komu fram í áliti
starfsháttanefndar þjóðkirkj-
unnar sem hefur vakið menn
mikið til umhugsunar og voru
ræddar á síðasta kirkjuþingi og
verður reynt að stefna æ meira í
átt til þessarar tilhögunar.
Prófastar hafa haft það hlut-
verk allar götur síðan í kaþólsku
að sinna aðallega fjármálum og
þess konar ytri máium kirkj-
unnar, en nú er áætlað að tengja
prófastsdæmin betur saman við
biskupsembættið og gera þau að
virkari starfsheildum í sem
flestum málefnum. Við bindum
miklar vonir við þær hugmyndir
sem fæðzt hafa og á þessum
fundum er meiningin í framtíð-
inni að taka fyrir ákveðin mál
og ræða, en í ár verða auk
efnisins, sem ég gat um áðan,
kynntir ýmsir þættir kirkjunn-
ar, sem hér eru til húsa, svo sem
Hjálparstofnun, æskulýðsstarf,
sjómannastarf, sem er nýbyrjað,
svo og starf réttafulltrúa,
fangaprests og starf meðal
heyrnarskertra, sem einnig er
nýbyrjað.
Prestastefna á ísafirði
Nýlega hefur verið ákveðið að
halda prestastefnuna á ísafirði
og var sr. Lárus spurður út í
það:
— Það er jafnan mjög upp-
örvandi og viss hvatning fyrir
kirkjulegt starf þegar presta-
stefnan er haldið í viðkomandi
byggð og þykir viðburður í þeim
landsfjórðungi. Stefnt hefur
verið síðustu ár að því að halda
prestastefnur úti á landi annað
hvert ár og held ég að það hafi
tekizt vel, menn virðast einbeita
sér meira og betur að málefnum
hennar þar en þegar hún er
haldin í Reykjavík.
Um þessar mundir eru starf-
andi á Vestfjörðum fjórir prest-
ar en prestaköllin eru 6, prest-
laust er á Þingeyri og Súganda-
firði og kvaðst sr. Lárus vonast
til að þau yrðu mönnuð e.t.v.
eftir að nokkrir guðfræðinemar
lykju námi í vor. Hann var
spurður um mannlífið vestra:
— Það er gott mannlíf á
Vestfjörðum, afkoma fólks er
góð enda vinna menn mikið og
allt atvinnulíf er í blóma. Þó er
auðvitað ekki allt jákvætt við
peningaflóð og ekki er öllum
hollt að hafa of mikla peninga
undir höndum. En kirkjusókn er
góð og sem dæmi má nefna að á
Þingeyri hafa oftlega komið til
messu milli 70 og 90 manns eða
einn fimmti hluti íbúanna, sem
hlýtur að teljast mjög gott, og
sama er að segja um Flateyri,
þar þarf ég ekki að kvarta
undan kirkjusókn og það jafnvel
á góðviðrisdögum þegar skíðin
tæla menn út.
Sr. Lárus Guðmundsson
nefndi að hann hefði á Þingeyri
notið að undanförnu góðrar
aðstoðar héraðslæknisins við
orgelleikinn, en nú væri hann
búinn á fá fastan orgelleikara,
ástralska stúlku, er hafði komið
til að vinna í fiski fyrir nokkru,
en gift sig vestra og ekki horfið
þaðan aftur. Þá kom það upp úr
dúrnum í samtalinu við sr.
Lárus, að hann hefur ásamt
nokkrum kunningjum sínum á
ísafirði og í Önundarfirði fest
kaup á lítilli flugvél frá
Englandi, Piper Cherokee, sem
ætlunun er að hafa vestra og
grípa til.
Á flugvél í messur?
— Já, flugið er framtíðin er
sagt á virðulegan hátt, segir sr.
Lárus og það kemur sér vissu-
lega vel fyrir okkur Vestfirðinga
að geta gripið til flugsins þegar
aðrar samgönguleiðir lokast.
Þessi flugvélakaup okkar eru nú
að mestu leyti leikaraskapur, en
nokkrir okkar hafa þegar flug-
próf og við hinir erum að huga
að námi á þessu sviði og hver
veit nema þessi ævintýra-
mennska í okkur kunni að koma
að notuð á einhvern hátt.
Verkamannabústaðir:
Munur á hæstu og lægstu
tilboðum í íbúðarinnrétt-
ingar yfir 700 þúsund kr.
OPNUÐ hafa verið tilboð í smíði
innréttinga í 216 í'búðir sem
stjórn verkamannahústaða hefur
um þessar mundir í byggingu í
Hólahverfi í Brejðholti í Reykja-
vík. Leitað hafði verið tilboða í
smíði eldhúsinnréttinga, skápa,
hurða og sólbekkja.
Að sögn Eyjólfs K. Sigurjóns-
sonar formanns stjórnar Verka-
mannabústaða námu lægstu til-
boðin samanlagt tæpum 202 millj-
ónum króna sem þýðir rúmar 934
þúsund krónur fyrir allar innrétt-
ingar í hverja ibúð. Hæstu tilboðin
voru samanlagt tæpar 359 milljón-
ir króna eða um 1.660 þúsund
krónur fyrir innréttingar í hverja
íbúð. Lægstu tilboðin áttu Hagi hf.
í eldhús og skápa, í hurðir Tré-
smiðja Þorvaldar, Keflavík og í
sólbekki Völundur.
Tilboð í eldhús bárust frá 7
aðilum svo og frá 7 aðilum í skápa,
9 buðu í hurðasmíði og 10 í smíði
sólbekkja. Tilboðin voru opnuð sl.
föstudag og kvað Eyjólfur á næst-
unni farið nánar yfir þau og
ákvörðun tekin, og taldi hann víst
að öllum lægstu tilboðin yrðu
tekin.