Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 17 Hvenær greiðir sjúkrasamlag ferðakostnað? SAMKVÆMT reslum, sem Tryggingaráð samþykkti hinn 13. desember um ferðakostnað sjúklinga. sem endurgreiddur er, og staðfestar voru með bréfi dagsettu 20. desember síðastliðinn, getur sjúklingur. sem þarf ítrekað að takast á hendur ferð til þess að njóta óhják æmilegrar sérfræðilcgrar meðferðar eða eftirlits á spítaia eða göngudeild fengið sjúkrasamlag sitt til þess að taka þátt í ferðakostnaði. I fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði Magnús H. Magnússon, félags- og tryggingamálaráðherra, fyrirspurn um þetta atriði. í máli hans kom fram að um endur- Ljóðakvöld í Menningar- stofnun Bandaríkjanna Vestur-íslendingurinn Bill Holm frá Minnesota í Banda- ríkjunum mun lesa úrval úr verkum sínum í Menningar- stofnun Bandaríkjanna að Nes- haga í kvöld þriðjudaginn 20. Á dagskránni er auk ljóða- lesturs tónlist og hefst flutn- ingur kl. 20:30 og er öllum heimill aðgangur. Bill Holm rekur ættir sínar til Húsavíkur og Vopnafjarðar, en hann er nú prófessor á vegum Ful- bright-stofnunar í bandarísk- um bókmenntum við Háskóla Islands. greiðslu ferðakostnaðar gæti verið að ræða, þegar sjúklingar er talinn þurfa að koma til meðferðar eða eftirlits a.m.k. þrisvar á 12 mánaða tímabili, en tvisvar á 12 mánuðum eftir fyrsta árið, ef þá verður þörf á framhaldsmeðferð. Eftir fyrstu ferðina leggur sjúklingurinn inn hjá sjúkrasam- lagi sína skýrslu frá sérfræðingi við þá stofnun, sem meðferðina veitir, þar sem gerð er grein fyrir sjúkdóminum og nauðsynlegri meðferð, hve títt sjúklingurinn þurfi að koma og ef unnt er, hve oft. Skýrsluna má einnig ef henta þykir senda Tryggingastofnuninni beint, en annars sendir samlagið stofnuninni hana til afgreiðslu og ákvörðunar. Tryggingastofnunin sendir sam- laginu ákvörðun um greiðslu- heimild samkvæmt skýrslunni, en samlagið geymir hana ásamt afrit- un af greiðslukvittunum. Eftir að önnur ferðin er farin endurgreiðir samlagið fyrstu ferðina að frádregnum 10 þúsund krónum, en síðari ferðina að frádregnum 5 þúsund krónum. Til endurgreiðslu reiknast aðeins fargjald með áætlunarferðum. Fargjald fylgdarmanns telst því aðeins til ferðakostnaðar, að sjúklingurinn sé 12 ára eða yngri eða ósjálf- bjarga. Endurgreiðsla ferðakostnaðar kemur einkum til greina vegna: geislameðferðar æxla, lyfjameð- ferðar æxla, nýrnabilunar, gláku, starfrænnar blindu, sjónhimnu- loss af völdum sykursýki, lýta- skurðlækninga í brýnum tilfellum, dreyrasýki, polisydomia, bæklunarlækninga, þegar um barn er að ræða, hvítblæði og til ann- arra sambærilegra tilfella. Læknisvottorð skal lagt fram eftir hverja ferð. FULLTRUAR Kiwanis-klúbbanna á Norður- landi (á svæðinu frá Blönduósi til Vopnafjarðar) komu í gær ásamt Ólafi Jenssyni, um- dæmisstjóra Kiwanisklúbb- anna á Islandi. færandi hendi í Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og gáfu því heilarita af fullkomnustu gerð ásamt ýms- um fylgihlutum. Tækið kemur í mjög góðar þarfir við lækningu geðsjúkra, en verður einnig mikið notað við rannsóknir og meðferð á ýmsum vefrænum sjúkdómum. Ekkert tæki af þessu tagi hefir verið til á Norðurlandi, svo að læknar Ólafur Jensson. umdæmisstjóri Kiwaniskiúbbana á íslandi. afhendir Torfa Guðlaugssyni. framkva'mdarstjóra FSA. heila- ritann. Sv.P. Kiwanisklúbbar á Norðuríandi: Gáfu Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar heilaritara hafa þurft að senda marga sjúklinga til Rcykjavíkur af þeim sökum. Ólafur Jensson, umdæmis- stjóri, afhenti heilaritann með ræðu, en Torfi Guðlaugsson, framkvæmdarstjóri Fjórðungs- sjúkrahúsins, veitti gjöfinni við- töku í viðurvist Kiwanismanna, nokkurra lækna og gesta. Brynjólfur Ingvarsson læknir skýrði hlutverk og notagildi heilaritans fyrir viðstöddum og lýsti ánægju lækna við FSA yfir tilkomu tækisins. Heilaritinn kostar rúmar 4 milljónir króna í peningum, en þess er að gæta, að ýmis gjöld til ríkissjóðs fengust niður felld, annars hefði hann kostað 7 — 8 milljónir króna. 2 milljónir króna eru af söfnunarfé síðasta K-dags, en Kiwanisklúbbarnir á Óðins-svæðinu (Norðurlandi) söfnuðu að auki því, sem á vantaði kaupverðið. Kiwanishreyfingin á íslandi hefir haldið uppi fjársöfnun í þágu geðsjúkra að undanförnu, bæði á svokölluðum K-degi 29. október 1977 og með sérstakri söfnun meðal íslenskra sjó- manna á nokkrum stöðum á landinu á þann veg, að sendir voru söfnunarlistar um borð í skip og báta. Sú söfnun tókst mjög vel. Kiwanisklúbbarnir í landinu eru nú 36 með um 1200 félags- menn, sem unnu að K-deginum jafnhliða sínum venjulegu verk- efnum að líknar- og menningar- málum. Á K-deginum unnu að þessu verkefni um 1500 manns, Kiwanismenn og eiginkonur þeirra, að ógleymdum börnum og unglingum, sem víða tóku að sér að vinna að þessu verkefni á þeim stöðum, þar sem Kiwanis- klúbbar eru ekki starfandi. Sala K-lykilsins gekk vel, og þjóðin vissi meira um vandamál geð- sjúkra en áður. Árangur söfnunarinnar var sá, að nú eru til ráðstöfunar 15 milljónir króna, sem umdæmis- þing íslenskra Kiwanismanna ákvað að ráðstafa á eftirfarandi hátt: 1) 500.000 kr. til byggingar heimilis á ísafirði fyrir ýmiss konar sjúklinga, sem nú verða að dveljast fjarri heimabyggð. 2) 2.000.000 kr. til tækja- kaupa handa geðdeild Fjórðungssjúkrahússin s á Akureyri. 3) 12.500.000 kr. til byggingar endurhæfingarheimilis fyrir þá sjúklinga, sem þarfnast aðlög- unartíma að samfélaginu á ný. Heimili þetta verður byggt í Reykjavík eða nágranna- byggðum, og mun Geðverndar- félag íslands hafa frumkvæðið að byggingunni í samráði við stjórn íslenska Kiwanisum- dæmisins. Húsnæðið mun verða byggt úr þeim veggeiningum, sem nú eru framleiddar í Berg- iðjunni, sem starfar í nánum tengslum við Kleppsspítalann, en á K-degi 1974 söfnuðu Kiwanismenn peningum, sem varið var til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna, og hafa þar verið framleiddar veggeiningar síðan. Sv.P. „Eðlileg samskipti” Kína og Indlands vart í bráð Nýju-Delhi 16. marz. AP. VAJPAYEE utanríkisráðherra Indlands sagði í dag, að Indverjar gætu ekki hafið eðlileg samskipti við Kína, fyrst stjórnin í Peking hefði tekið sér þann rétt að „refsa þjóð sem ætti í deilum við þriðju þjóðina" eins og hann orðaði það. Vajpayee var í sögulegri heimsókn í Kína fyrir nokkru, en hélt tafar- laust þaðan eftir að tilkynnt hafði verið um innrás Kínverja í Víet- nam. Hann sagði, að engu að síður væri hann bjartsýnni en áður á að samskipti Kínverja og Indverja myndu batna og nauðsynlegt væri að vinna að því. Vajpayee lét í það skína, að stjórn hans væri þó ekkert sér- staklega ánægð með fjandsamleg- ar yfirlýsingar Kosygins í garð Kínverja sem hann gaf sýknt og heilagt meðan hann var þar í heimsókn á dögunum. ■... RICHMAC RICHMAC búðarkassinn er sérstaklega gerður fyrir mikið álag, þar sem afgreiðsla þarf að ganga fljótt en örugglega fyrir sig. Meðal þeirra, sem nú þegar eru byrjaðir að nota RICHMAC elektróníska búðarkassa, eru: BREIÐHOLTSKJÖR, KRON,NÓATÚN, STRAUMNES, KJÖRBÚÐ BJARNA, AK. Sölumenn okkar eru reiðubúnir að gefa allar nánari upplýsingar um RICHMAC búðar- kassana. / m \ SKRIFSTOFUVELAR H.F. \+ “x ^ Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.