Morgunblaðið - 20.03.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 20.03.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 J|ji0r0»# Wfr 1 Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvœmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakió. Réttlætisvitund og verðbætur Ekki fer hjá því, að verkmanninum við höfnina eða verkakonunni í frystihúsinu flökri við þeim hráskinns- leik, sem ýmsir verkalýðsleiðtogar hafa verið að leika með laun þeirra og kjör síðustu misserin. Þar er engin stefna uppi höfð um skynsamleg viðbrögð við verðbólgunni, en eftir því einu farið, hvaða ríkisstjórn er við völd í landinu. Þannig minnast menn þess fyrir tæpu ári, þegar Guðmund- ur J. Guðmundsson setti á útflutningsbann vegna skerðing- ar kaupgjaldsvísitölunnar þá, ef það gæti valdið þvílíku tjóni á útflutningsmörkuðum okkar, að ríkisstjórn og Alþingi sæju sig tilneydd til þess að heykjast á því að halda uppi lögum í landinu. Og Karl Steinar Guðnason lýsti því í sömu andránni, að kjörorðið væri „samningana í gildi“ og bætti við: „Undir þá kröfu taka allir sanngjarnir menn, allir sem vijja hafa heiðarleika og ráðvendni í öndvegi." Þessír tveir menn áttu mestan þátt í því, að ríkisstjórnin var mynduð. En eins og menn muna var hennar fyrsta verk að breyta lögum fyrri ríkisstjórnar á þann veg, að laun hinna lægst launuðu lækkuðu í krónum talið, meðan laun hinna hæst launuðu hækkuðu um tugi þúsunda króna. Þegar 1. desember nálgaðist varð það ljóst, að ný holskefla var að ríða yfir í efnahagsmálum. Þá greip ríkisstjórnin til þess að skerða kaupgjaldsvísitöluna um 8%. Að hluta var þessi skerðing bætt með niðurgreiðslum, en bróðurpartinn urðu launþegar að bera bótalaust. Þeir Guðmundur J. og Karl Steinar eru formaður og varaformaður í Verkamannasambandi Islands. Hálfu ári áður höfðu þeir báðir talað um, að skerðing kaupgjaldsvísi- tölu meiddi réttlætisvitund heiðarlegs og ráðvands fólks. Nú flökraði þeim ekki við því að skrifa forsætisráðherra bréf og lýsa því, að ríkisstjórnin væri á réttri leið með þeirri viðleitni að skerða kaupgjaldsvísitöluna, enda voru nú frekari aðgerðir boðaðar í þá átt. í aumingjaskap sínum og innbyrðis sundurþykkju heyktist ríkisstjórnin á því að leggja fram efnahagsfrum- varp, sem yrði lögfest fyrir 1. marz. Upp úr því kom til mikilla átaka milli stjórnarflokkanna, þótt ráðherrarnir næðu samkomulagi, sem Lúðvík Jósepsson mat svo, að jafngilti 6,6% kauplækkun miðað við 1. júní. Alþýðusam- band Islands komst áð svipaðri niðurstöðu. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar verkar frumvarp Ólafs Jóhannessonar svo, að kaupmáttur lægstu launa skerðist mest, að sögn Þjóðviljans. Menn skyldu nú halda, að þeir Guðmundur J. og Karl Steinar létu þvílíkt og annað eins ekki yfir sig þegjandi ganga. En það er síður en svo að þeim hafi enn orðið ómótt á sjálfum sér eða stuðningi sínum við ríkisstjórnina. Þvert á móti gera þeir sér sérstakt ómak til þess að reyna að blása lífi í dauðan stjórnarskrokkinn og eru að fyrra bragði uppi með ýmsar leiðir og tillögur til þess að frekari skerðing kaupgjaldsvísitölunnar nái fram að ganga með lagaboði. Er engu líkara en loksins hafi runnið upp fyrir þeim það ljós, að meginbölvaldurinn í verðbólgumálunum séu sólstöðu- samningarnir, sem þeir áður töldu svo heilagt plagg, að þar mátti hvorki hreyfa punkt né kommu, hvað þá hnika orði eða setningu. Allir eiga leiðréttingu orða sinna og gerða, ef hugur fylgir máli. En hætt er við, að svo sé ekki um þá Guðmund J. og Karl Steinar. Miklu líklegra er hitt, að þeir myndu þá aftur hvetja til ólöglegra verkfalla og útflutningsbanns, ef ríkisstjórn, sem þeir ættu ekki aðild að, myndi hreyfa við ákvæðum samninga eins og verðbótakafla þeirra til þess að sporna við verðbólgunni. Og meðan verkfallsvopni og fjármagni verkalýðshreyfingarinnar er blygðunarlaust beitt af þvílíkum mönnum í flokkspólitíska þágu, er ekki von til að auðveldlega takist að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. Birgir ísl. Gunnarsson: Atvinnurekenda- iðgjöld stórhækka Að einu leyti hefur núverandi ríkisstjórn haft markvissa stefnu, sem henni hefur tekist að koma í framkvæmd, en það er stefnan í skattamálum. Alls staðar, þar sem því hefur mátt við koma hafa skattar verið hækkaðir og nýir skattar verið fundnir upp af ótrúlegri hug- kvæmni. Lögum hefur verið breytt til að auka álögur, en jafnframt hefur verið reynt að koma ýms- um gjöldum inn bakdyramegin þegjandi og hljóðalaust, sbr. hina miklu hækkun á eigin húsaleigu, sem ákveðin var með einu pennastriki af fjármála- ráðherra fyrr í vetur. Nýlega var birt í Stjórnartíð- indum reglugerð, sem hefur í för með sér mikla hækkun á gjöld- um, sem jafna má til skatts, þ.e. á svokölluðum atvinnurekenda- iðgjöldum. Þessi gjöld eru líf- eyri stryggi ngagj ald, slysatrygg- ingagjald og atvinnuleysistrygg- ingagjald. Reglugerðin lítur sakleysislega út, en við nánari útreikning kemur í ljós stór- hækkun þessara gjalda. T.d. kemur það í ljós að útgjöld Reykjavíkurborgar sem atvinnurekanda vegna þessara gjalda nær þrefaldast milli ár- anna 1978 og 1979, þ.e. hækka úr 50 millj. kr. í 135 millj. kr. Hvert þessara gjalda um sig verður nú nánar gert að umtals- efni. Lífeyris- trygginga- gjaldið Á s.l. vori setti Alþingi lög þess efnis, að framlag atvinnu- rekenda til lífeyristrygginga skyldi reiknað sem hundraðs- hluti af greiddum launum. Áður hafði verið um fast vikugjald að ræða. Hundraðshlutinn skyldi ákveðinn með reglugerð fyrir eitt ár í senn. Þessi reglugerð hefur nú verið gefin út og er hundraðshlutinn ákveðinn 2%. Á s.l. ári var vikugjaldið 550.- á hvern starfs- mann. Glöggt dæmi um það, hve hér er um mikla hækkun að ræða, eru útgjöld Reykjavíkur- borgar að þessu leyti. Lífeyris- tryggingagjöld borgarinnar á síðasta ári voru 40 millj. kr., en munu á þessu ári verða 106 millj. kr., þ.e. hækkun um rúm- lega 150%. Sömu sögu hafa aðrir atvinnurekendur að segja. Slysatrygg- ingagjald í lögum um almannatrygging- ar segir að útgjöld slysatrygg- inga skuli borin af atvinnu- rekendum með greiðslu iðgjalda, sem skuli reiknuð sem hundraðshluti af greiddum launum. Áður var um vikugjald að ræða og var það mismunandi eftir atvinnugreinum. T.d. var það tiltölulega hátt hjá sjó- mönnum, en lægra hjá skrif- stofufólki. Nú er gjaldið hið sama fyrir alla eða 0,352%. Af þessu leiðir að slysatrygg- ingagjaldið hækkar mjög mikið á ákveðnar tegundir atvinnu- reksturs, en minna hjá öðrum. Hjá Reykjavíkurborg þrefaldast útgjöld vegna þessa. Þetta ið- gjald hafði í för með sér 6 millj. kr. útgjöld fyrir borgarsjóð á s.l. ári, en útgjöldin fara í 18 millj. kr. á þessu ári. Atvinnu- leysistrygg- ingagjald Atvinnuleysistryggingagjald var 188.- á viku fyrir hvern starfsmann s.l. ár. Nú hækkar gjaldið í 300,- á viku eða nær 60%, sem er hærra en nemur verðbólgunni á sama tíma. Ut- gjöld borgarsjóðs af þessum sökum hækka úr 7 millj. kr. í 11 millj. kr. Af því, sem að framan greinir, má sjá að hér er seilst of langt til hækkunar. Sérstaklega á þetta við um lífeyristrygginga- gjaldið. Ráðherra þykir þetta vafalaust óhætt, því að atvinnu- rekendur eiga að borga — og hvað munar um þessar milljón- irnar ofan á allar hinar, sem komnar eru. „Kjördæmamálið og kosningar til Alþingis er höfuðviðfangseMð” segir dr. Gunnar Thoroddsen formaður stjórnarskrárnefndar STJÓRNARSKRÁRNEFNDIN hefur haldið ellefu fundi frá því að hún hóf stiirf um áramót, en nefndin var fullskipuð í desember. Að sögn dr. Gunnars Thoroddsen alþingismanns. formanns ncfndarinnar, hefur starfstilhögun verið sú, að í upphafi var gerð verkefnaskrá þar sem voru talin upp nær þrjátiu atriði sem sérstaklega þyrfti að taka til meðferðar. Gunnar Thoroddsen sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrri stjórnarskrárnefndir hefðu yfirleitt látið kjördæmamál og tilhögun alþingiskosninga bíða, og byrjað á öðrum verkefnum, en þessi nefnd ákvað að hefja strax rækilegar umræður um kjördæma- málið. Að sögn dr. Gunnars hafa á fundum nefndarinnar farið fram ítarlegar almennar umræður um öll þau meginatriði sem nefndin hefur til meðferðar og til greina koma við endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Kjördæmamálið og tilhögun alþingiskosninga hefur verið rætt sérstaklega á nokkrum fundum, einnig hefur verið rætt um kosningaaldur, um^ hvort Alþingi eigi að vera ein málstofa eða tvær deildir, og rætt hefur verið um öll helstu atriði stjórnar- skrár og stjórnskipunar. Gunnar sagði að hingað til hefðu þetta verið rökræður þar sem menn hefðu sett fram sínar skoðanir og viðhorf, án þess að slíkt væri á nokkurn hátt bindandi eða að neinar atkvæðagreiðslur farið fram. Nefndin er nú langt komin einstökum atriðum, afla gagna og með þennan 'fyrsta þátt, þessar semja greinargerðir og tillögur um almennu umræður, og mun næst þá helstu kosti sem um er að ræða. snúa sér að þvi að vinna nánar að „Þar er kjördæmamálið og kosningar til Alþingis höfuðvið- fangsefnið," sagði Gunnar. Ekki kvað hann þó þess að vænta að nefndin skilaði frá sér neinum tillögum í þessu efni nú í vetur eða vor, enda væri nefndinni ætlaður tveggja ára starfstími og þetta mál og fjölmörg önnur krefðust mjög mikillar vinnu og upplýs- ingasöfnunar. Það sem rætt hefur verið um kjördæmamálið sagði hann vera grundvallaratriðin svo sem jafnrétti kjósenda og jöfnun kosningaréttar, bæði jöfnuð milli stjórnmálaflokka og milli héraða, einnig hefur verið rætt um kjör- dæmin, stærð þeirra, uppbótasæti, og ekki síst aukin áhrif kjósenda á persónuval. I stjórnarskrárnefndinni eru, auk dr. Gunnars Thoroddsen sem er formaður, Matthías Bjarnason, Tómas Tómasson, Ragnar Arn- alds, Ólafur Ragnar Grímsson, Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson, Sigurður Gizurar- son og Þórarinn Þórarinsson. Varamaður Ragnars Arnalds í nefndinni er Lúðvík Jósepsson, og hefur hann setið flesta fundi nefndarinnar. Ritari nefndarinnar er Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri og ráðumautur hennar er dr. Gunnar G. Schram prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.