Morgunblaðið - 20.03.1979, Side 22

Morgunblaðið - 20.03.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 íslandsmeistarínn í íimleikum kvenna Berglind Pétursdóttir Gerplu ígólfæfingum. Eins og sjá má á þessum myndum sýndi hún glæsileg tilþrif. Hefur Berglind sýnt miklar tramíarir og má búast vid þeim enn meiri í framtíðinni. Berglind er aðeins 16 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann íHamrahlíð. Sigurður og Berglind öruggir meistarar MEISTARAMÓT íslands í fimleikum fór fram í Laugardalshöll- inni um helgina. Mótið fór afarvel fram og var Fimleikasam- bandinu til sóma. Þau Berglind Pétursdóttir Gerplu og Sigurður T. Sigurðsson KR sigruðu í sínum flokkum eins og undanfarin ár. Var þetta í 6. skipti sem Sigurður hlýtur sæmdarheitið um komin, þau sýndu greinilegar framfarir í fimleikaæfingunum og hafa aldrei verið betri. Þá er um greinilegar framfarir að ræða hjá öðrum keppendum og hefur ekki fyrr verið jafn lítill munur á næsta manni í karla- flokki og nú. Jónas Tryggvason Ármanni, sem er mjög efnilegur fimleikamaður og á eftir að ná langt með ástundun, varð í öðru sæti. Þeir Jónas og Sigurður voru jafnir að stigum í hringjum en í öðrum greinum varð Sigurður sigurvegari. Berglind bar nokkuð af í kvennaflokknum. Hún sigraði í öllum greinum af miklu öryggi. Sýndi Bergiind glæsileg tilþrif í gólfæfingunum og einnig á jafn- vægisslánni. Þá sást margt vei gert hjá þeim Vilborgu Nielsen sem varð í öðru sæti og Jódísi Pétursdóttur systur Berglindar sem hafnaði í þriðja sæti. Þá ber það vott um hið gróskumikla starf í Gerplu að af 10 fyrstu í stúlkna- flokki eru sex frá Gerplu. — Tvísláin var erfiðust af æfingunum á mótinu. Mér fannst sjálfri að best heföi mér tekist upp á slánni, sagði Berglind er blaða- maður Mbl. spjallaði við hana að mótinu loknu. — Ég er slæm í hnénu og það háir mér nokkuð, það gæti farið svo að ég þyrfti að láta skera það upp, því að ég er með slæmt brjósklos í því. — Þjálfarinn hjá okkur í Gerplu er sovétmaður og hann kennir okkur mikla tækni og það hefur hjálpað mikið til í sambandi við framfar- irnar hjá okkur. — Ég æfði fimm sinnum í viku fyrir mótið, mest allur frítími fer í þetta, sagði Berglind. — Mér gekk hálfilla á mótinu, sagði Sigurður nýbakaður meistari í 6. sinn. Það var aðeins í gólfæf- ingunum og á svifránni sem mér tókst vel upp. Ég hef æft í 6 mánuði út í Vestur-Þýskalandi að undanförnu og það skilar sér ríkulega. I sumar ætla ég að keppa í stangarstökki til að halda mér í æfingu. Þess má geta að Sigurður hefur aðeins einu sinni tekið þátt í stangarstökkskeppni og stökk þá 4,31 metra. - þr Úrslit í piltaflokki: Stökk: Sigurður T. Sigurðss. KR 18,15 Heimir Gunnarss. Á 17,25 Jónas Tryggvason Á 16,90 Gólfæfingar: Sig. T. Sigurðss. KR 18,00 Jónas Tryggvason Á 17,20 Heimir Gunnarss. Á 16,65 Bogahestur: Sig. T. Sigurðss. KR 15,70 Heimir Gunnarss. Á 15,50 Helgi Ágústss. KR 14,90 Hringir: Jónas Tryggvason Á 17,40 Sigurður Sigurðsson KR 17,40 Heimir Gunnarsson KR 16,20 Tvíslá: Sigurður T. Sigurðsson KR 18,05 Jónas Tryggvason Á 16,65 Helgi Ágústsson KR 16,20 Svifrá: Sigurður T. Sigurðsson KR 17,95 Jónas Tryggvason Á 16,15 Heimir Gunnarsson Á 15,80 Samtals: Sigurður T. Sigurðss. KR 105,25 Jónas Tryggvason Á 99,15 Heimir Gunnarsson Á 97,15 Helgi Ágústsson KR 94,30 Gunnar Ríkharðssson KR 87,30 Heimir Þór Ingibergs. KR 83,65 Kristmundur Sigurðsson Á 76,25 Úrslit í kvenna- greinunum urðu þessi: stökk: Berglind Pétursd. Gerplu 17,15 Sjöfn Jónsdóttir Björk 16,35 Jódís Pétursd. Gerplu 14,65 Tvíslá: Berglind Pétursd. Gerplu 12,40 Vilborg Nielsen Gerplu 10,35 Brynhildur Skarphéðinsd. Björk 8,95 Slá: Berglind Pétursd. Gerplu 16,05 Vilborg Nielsen Gerplu 11,75 Brynhildur Skarphéðinsd. Björk 10,90 Ásta ísberg Berplu 10,90 Gólf: Berglind Pétursd. Gerplu 16,60 Jódís Pétursd. Gerplu 14,70 Biörk Ólafsd. Gerplu 14,45 Samtals: Berglind Pétursd. Gerplu 62,20 Vilborg Nielsen Gerplu 49,40 Jödís Pétursd. Gerplu 47,75 Brynh. Skarphéðinsd. Björk 47,50 Björk Ólafsdóttir Gerplu 46,25 Gyða Tryggvad. Gerplu 43,15 Ásta ísberg Gerplu 42,60 Aðalheiður Viktorsd. Á 42,15 Sjöfn Jónsd. Björk 42,00 Rannveig Guðmundsd. Björk 31,30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.