Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 25 I 9» | KR jærkvöldi leiknum stóð og að honum loknum. Valsmenn voru einfaldlega sterk- ari og það var það sem réð úrslit- unum og ekkert annað. Það mun- aði miklu fyrir Njarðvíkinga að Ted Bee lék sennilega sinn léleg- asta leik í vetur, e*ida í strangri gæslu Tim Dwyers og þess má geta, að framkoma Bees eftir leikinn var honum ekki til sóma. Bestur Njarðvíkinga var Stefán Bjarkason, sem sennilega hefur aldrei leikið betur. Skot hans úr ótrúlegustu færum rötuðu oftast rétta leið auk þess sem hann átti margar mjög fallegar sendingar. Gunnar Þorvarðarson vaknaði til lífsins í síðari háifleik og lék þá mjög vel. Þá átti Jónas Jóhannes- son góðan leik, sérstaklega í vörn. Guðsteinn Ingimarsson stóð fyrir sínu, en var óvenju daufur í sókninni og sama má reyndar segja um Geir Þorsteinsson. Stigin fyrir Val: Tim Dwyer 37, Ríkharður Hrafnkelsson 18, Gústaf Gústafsson og Torfi Magnússon 10 hvor, Kristján Ágústsson 8, Sigurður Hjörleifsson 4, Þórir Magnússon 2 og Hafsteinn Hafsteinsson 2. Stigin fyrir UMFN: Stefán Bjarka- son 22, Ted Bee 18, Gunnar Þorvarðarson 16, Jónas Jóhannes- son 10, Guðsteinn Ingimarsson 7, Geir Þorsteinsson 6. Dómarar voru Guöbrandur Sigurðsson og Þráinn Skúlason og voru Þeir ekki öfundsverðir af hlut- verki sínu. Ekki veröur annað sagt en aö Þeir hafi komist mjög vel frá höröum og erfiöum leik. Jafnt hjá Southampton og Arsenal SOUTHAMPTON og Arsenal léku í gærkvöldi í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og var leikið á heimavelli Southampton að viðstöddum 24,500 áhorfendum. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, og verða liðin að reyna með sér að nýju á heimavelli Arsenal. Austin Hayes skoraði fyrir Southampton á 63. mínútu en Arsenal jafnaði tveimur mínútum síðar þegar bolt- inn fór í Þverslána eftir horn- spyrnu Graham Rix og datt á höfuð David Priee og þaðan í markið. Sigurvegarinn mætir Wolver- hampton í undanúrslitunum. • Tim Dwyer var maðurinn á bak við sigur Vals yfir UMFN í gærkvöldi. Hann er hér á fullri ferð, en Guðsteinn Ingimarsson og Gunnar Þorvarðarson eru til varnar. (Ljósm. RAX). Pórsarar auðveld bráð fyrir KR Þórsarar léku á laugardaginn í íþróttahúsi Hagaskólans gegn meisturum KR, en ekki verður sagt að sá körfuholti. sem þar var leikinn. hafi verið rismikill eða spennandi. KR-ingar tóku þegar í upphafi örugga forystu og eftir skamma stund var staðan orðin 21—8 KR í vil. Staðan í hálfleik var síðan 57—25, en lokatölur voru 108—76. Það er ekki öllu meira um gang leiksins að segja, svo ójafn var hann. Það merkilegasta, sem gerðist í fyrri hálíleiknum var að Þráinn Skúlason dómari dæmdi tæknivíti á varamenn KR og þjálfara fyrir að mótmæla dómi, og þegar Einar Bollason vildi að félagar sínir lyftu upp vara- mannabekknum, svo sem þeir bræður í HSK, Birkir og Þorkell, gerðu forðum og löngu er frægt orðið, fékk Einar umsvifalaust dæmt á sig tæknivíti. Lýsti það e.t.v. vel taugaveiklun dómara leiksins. í síðari hálfleik var það mark- verðast að fleiri tæknivítum var dreift. Jón Indriðason fékk eitt dæmt á sig fyrir að bregða á glens og Eiríkur Jóhannesson fékk eitt dæmt á sig, en fyrir hvað er ekki vitað, þá var og eitt tæknivíti dæmt á Alfreð Túliníus. En þrátt fyrir þessa slöppu dómgæslu var sigur KR-inga aldrei í hættu, en lokatölur urðu sem fyrr segir 108—76. Lið KR-inga verður e.t.v ekki dæmt með neinni sanngirni eftir þennan leik til þess var mótherj- inn of slakur. Að vanda voru það þó þeir Jón Sigurðsson og John Hudson, sem báru af, en einnig voru þó þeir Einar Bollason og Garðar Jóhannsson góðir. Eftir þennan leik verða KR-ingar nú aðeins að bíða og sjá hverja þeir eiga að leika við í úrslitum móts- ins og er það vel að íslandsmótið í ár endi með hreinum úrslitaleik milli tveggja liða, svo sem reyndar gerðist einnig í fyrra. Þórsarar voru allir slakir í þessum leik, nema hinnn stórgóði Mark Christensen, sem KR-ingum gekk illa að stöðva. Flogið hefur fyrir að nokkur Reykjavíkurlið séu nú að reyna að tryggja sér þennan leikmann fyrir næsta vetur, en ekkert hefur fengist staðfest í því sambandi. Jón Indriðason, hinn litríki leikmaður Þórsara, átti að þessu sinni afleitan leik og hafði það sitt að segja. Eiríkur Sigurðs- son var þá frekar daufur, en gerði þó stundum usla í vörn KR-inga. Stig KR: Hudson 29, Einar Bollason 18, Jón Sigurðsson 16, Garðar Jóhannsson 15, Birgir Guðbjörnsson 12, Arni Guðmunds- son 8, Þröstur Guðmundsson 6, Ásgeir Hallgrímssön og Gunnar Jóakimsson tvö stig hvor. Stig Þórs: Mark 37, Jón I. 10, Eiríkur Sig. 9, Karl Ólafsson og Ágúst Pálsson 6 hvor, Birgir Rafnsson 4, Ómar Gunnarsson og Þröstur Guðjónsson 2 stig hvor. Dómarar voru Guðbrandur Sigurðsson og Þráinn Skúlason og áttu þeir slakan dag miðað við það hversu leikurinn átti að vera auðdæmdur. —gíg- Mímir fallinn TVEIR leikir fóru fram í 1. deild íslandsmótsins í blaki um helgina, háðir fyrir norðan og báðar viðureignir UMSE og Mimis. UMSE vann báða leikina og sendi Mími þar með niður í 2. deild, en Mímir hefur lokið leikjum sínum 16 og hlaut aðeins tvö stig. Eins og fram fur komið, tekur Víkingur stöðu Mimis í 1. deild. Fyrri leikinn ann UMSE 3—0, 15-2, 15—7 og 15—2. Síðari leikinn unnu íorðanmenn 3—1, 15—10, 14—16, 15—6 og loks 15-3. Staðan í 1. deild blaksins er nú þessi: Þróttur 14 11 3 35:16 700:527 22 UMFL 14 11 3 34:18 685:573 22 ÍS 13 9 4 32:17 636:555 18 UMSE 13 3 10 17:33 576:607 6 Mímir 16 1 15 13:47 500*846 2 Þá kom KA suður og lék bæði gegn ÍBV í Eyjum og gegn Víkingum í Hagaskóla í 2. deildinni. KA tapaði báðum leikjunum 0—3 og heíði því verið betra heima setið. Stórutjarnarskóli varð íslandsmeistari í grunnskólaflokki pilta um helgina. en þá fór fram keppni í úrslitariðli. Stórutjarnarskóli vann Vogaskóla 2 — 1 og Flúðaskóla 2—0. í keppninni um annað sætið vann Vogaskólinn Flúðaskólann 2—1. Þá fóru fram leikir í úrslitariðlum framhaldsskólakeppninnar. í kvennaflokki vann Háskólinn Iþróttakennaraskólann 3—0 og í karlaflokki vann ÍKÍ íurðu nauman sigur á liði Bifrastar, unnu að vísu 3—0, en hrinunum lauk 15—12,15—13 og 15—12. GA/gg. Halldór vann 30kmgönguna Rcykjavíkurmeistaramótið í 30 km skíðagöngu fór fram í Bláfjöllum á laugardaginn og var gengið f nágrenni Borgarskála. Veður um helgina var kjörið til útivistar og tókst mótið sérlega vel. Halldór Matthíasson sigraði að þessu sinni, gekk á 108.53 mfnútum. Halidór er í Fram. Félagi hans Örn Jónsson varð annar á 114,54 mfnútum. Páll Guðbjörnsson, sem oft hefur unnið keppni þessa. varð að þessu sinni að gera sér þriðja sætið að góðu. en hann gekk vegalengdina á 115,41 mínútum. MH vann boðgönguna SVEIT Menntaskólans við Hamrahlíð varð hlutskörpust á skfðaboðgöngukeppni framhaldsskólanna, sem fram fór nærri Borgarskála f Bláfjöllum á sunnudaginn. Gengið var 3x3 kílómetra og þrír menn því í hverri sveit. Keppt er jafnan um farandbikar sem verslunin Sportval gefur. Sigursveit MH gekk á 33,11 mfnútum. Sveitina skipuðu Sveinn V. Guðmundsson, Ilörður Hinriksson og Guðmundur Helgason. Sveit Menntaskólans við Sund hafnaði í öðru sæti á 37,21 mfnútu, en sveitina skipuðu þeir Aðalsteinn Guðmundsson, Krístinn Sigurðsson og Einar Úlísson. í þriðja sæti varð sfðan sveit Iðnskólans á 39,07 mínútum. í sveit Iðnskólans voru þeir Danfel Ilelgason, Ingimar Sveinbjörnsson og Oddur Vffilsson. Skagamenn á skotskónum Einn leikur fór fram í litlu bikarkeppninni í knattspyrnu á Hvaleyrarholtsvellinum í Hafnarfirði á föstudaginn. Haukar léku þá gegn ÍA og lauk leiknum með öruggum sigri Skagamanna, 4—1. Það verður að segjast eins og er, að það er hálfgerð vitleysa að vera að lcika knattspyrnu á þessum árstfma. Það sást best á ástandi vallarins, en hann lfktist íremur freðmýri hcldur en fótboltavelli. Gekk völlurinn undir nafninu Þúsundvatnavöllur- inn og leikmennirnir hefðu ekki blotnað jafn rækilega þótt þeir hefðu hoppað í höfnina Annars var mesta furða hve vel liðin náðu að leika. einkum þó Skagamenn, sem af og til settu saman góða samleikskafla. Lofar Skagaliðið góðu fyrir sumarið. Kristján Olgeirsson lék með og vakti athygli, greinilega góður leikmaður .á ferðinni. Sigurður Lársson var bakvörður og skilaði sínu vel. Þá hefur Guðbjörn Tryggvason dregið fram skóna á nýjan leik og hann skoraði tvö af mörkum Skagamanna í leiknum, Matthfas Hallgrfmsson hin tvö af mörkum Skagamanna f leiknum, Matthfas Hallgrfmsson hin tvö. Loftur Eyjólfsson skoraði eina mark Hauka. en ef eitthvað er að marka þennan leik (sem cr vafasamt) verða Haukar í basli í sumar. — gg. Rússar sterhir Heimsmeistararnir í handknattleik, Vestur-Þjóðverjar, léku um helgina 3 landsleiki við silfurliðið frá HM, Rússa. Allir leikirnir fóru fram í Þýskalandi. Fyrst unnu Rússar 18—16 í Frankfurt. Síðan hefndu Þjóðverjar með 17 — 16 sigri í Eppelheim. Þriðja leikinn unnu Rússar síðan 19—18 í Bremen. Staðan í hálfleik í síðasta leiknum var 12—8 fyrir Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.