Morgunblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
27
HK á enn góða
möguleika í
7. deildinni
\
0 Birgir Jóhannsson Fram í dauðafæri á línunni og skorar örugglega
eitt af mörkunum 62.
62 mörk á
60 mínútum!
HK ÚR Kópavogi opnaði botnbar-
áttu 1. deildarinnar í handbolta-
um á gátt með því að vinna
stórsigur á slöku liði ÍR. Lokatöl-
ur leiksins urðu 22—17 fyrir HK,
sem hafði yfir, 11—8, í hálfleik.
Eitt af því sem háð hefur hinu
unga og efnilcga HK-liði í vetur,
er skortur á yfirvegun. Þannig
hefur liðið oft staðið vel að vígi í
leikjum. en ekki getað haldið
haus og tapað síðan með litlum
mun. Nú er leikreynslan farin að
síast inn og sýndi það sig best,
þegar HK barði af sér sterkan
lokasprett ÍR-inga og skoraði
skðan 5 af síðustu 6 mörkum
leiksins.
Það var lítið skorað framan af
leiknum, þannig var staðan aðeins
5—3 fyrir HK þegar 10 mínútur
voru eftir til leikhlés. Nokkru
síðar var staðan síðan 8—7 fyrir
HK, en þá kom góður kafli hjá
Kópavogsliðinu og staðan breytt-
ist í 11—7. ÍR átti lokaorðið í
hálfleiknum.
HK hótaði að kafsigla ÍR í
byrjun síðari hálfleiks, ÍR-ingar
gerðu þá hverja vitleysuna á fætur
annarri og HK skoraði 4 mörk í
röð, staðan breyttist í 15—8 og
ætla hefði mátt, að sigurinn væri í
höfn. En með því að setja mann til
höfuðs Stefáni Halldórssyni, rösk-
uðu ÍR-ingar öllu spili HK-manna
2. deildin í handbolta.
KA-Þór 20:19 (9:9)
Stemningin í Skcmmunni á
Akureyri var hreint með ólíkind-
um þegar erkifjendurnir, KA og
Þór, mættust í handboltanum í
fyrrakvöld. KA sigraði í þessu
mikla uppgjöri með 20 mörkum
gegn 19, eftir að staðan í leikhléi
hafði verið jöfn níu mörk gegn
níu.
Þegar í upphafi leiksins varð
mikili darraðardans. KA skoraði
fyrsta mark leiksins og var línu-
maðurinn snlalli Þorleifur Anan-
íasson þar að verki. Þórsararnir
jöfnuðu þegar í stað og jafnt var
á öljum tölum upp í 3 mörk gegn
3. Á þcim tíu mínútum sem þá
voru liðnar hafði Tryggvi Gunn-
arsson, markvörður Þórsara,
gert sér lítið fyrir og varið þrjú
vítaköst KA-manna og geri aðrir
betur. Magnús Gauti í marki KA
hafði líka angrað Þórsara, því
þegar hér var komið sögu hafði
hann varið eitt víti og varði
skömmu síðar annað. Raunar
vörðu markverðirnir hvor um sig
þrjú vítaköst, en auk þess
brenndu Þórsarar ein yfir mark-
ið. Markverðirnir báðir áttu að
þessu sinni stórleik, einkum þó
Gauti, sem átti eftir að koma
mjög við sögu f síðari hálfleik
þegar KA-menn voru að tryggja
sér sigurinn.
Hvað um það áfram hélt leikur-
og fór þá gamla góða klúðrið að
komast ofan á hjá HK-mönnum.
IR-ingar söxuðu á forskotið jafnt
og þétt, þannig stóð 17—16 fyrir
HK þegar um 8 mínútur voru til
leiksloka og síðan stóð 18—17. En
HK-menn rifu upp baráttuna í
liðinu og þá stóðu IR-ingar ekki í
vegi þeirra, enda hefði verið
ósanngjarnt, ef HK hefði ekki
þarna tryggt sér annan sigur sinn
á vetrinum.
Þó að HK sýni ótvíræð bata-
merki, er margt enn í ólagi. Það er
t.d. allt of lítil breidd í liðinu.
Aðeins 4 leikmenn skoruðu fyrir
HK og þar átti hinn kornungi Karl
Jóhannsson (45 ára) sinn besta
leik í vetur. Jón Einarsson, horna-
maðurinn snari, átti stórkostlegan
leik og lék hann varnarmenn ÍR
oft háðulega með hraða sínum.
Hilmar var góður þegar á leið, en
Stefán var í mjög strangri gæslu
og átti í basli að rífa sig lausan úr
prísundinni. Að baki var Einar
Þorvarðarson, sem átti mjög góð-
an leik í marki HK, varði hann 16
skot í leiknum. Aðrir leikmenn HK
voru þokkalegir, en ekki afgerandi.
Lið IR er afar lélegt, en það ber
þó þó að minnast þess í leiknum á
sunnudaginn, að ÍR-ingar voru
afar óheppnir með skot sín, en eigi
færri en 9 skot hæfðu marksúlurn-
ar og Einar varði önnur 16 skot.
inn. KA skoraði næstu þrjú mörk
leiksins og staðan skyndilega orðin
6 mörk gegn 3. Þórsarar gáfust þó
ekki upp frekar en fyrri daginn og
náðu að jafna rétt fyrir leikhlé úr
vítakasti. Staðan í leikhléi var því
níu mörk gegn níu.
í upphafi síðari hálfleiks náðu
Þórsarar síðan tveggja marka
forskoti með mörkum Arnars Guð-
laugssonar, sem var vísað af velli í
tvær mínútur skömmu síðar og þá
tókst KA að jafna leikinn og gerðu
raunar meira, því KA náði foryst-
unni á ný þegar um 20 mín. lifðu af
leik, 14 gegn 13, og KA-menn juku
síðan forskot sitt og náðu yfir-
burðastöðu 20 mörk gegn 15, þegar
sex mínútur voru til leiksloka.
Þórsarar börðust hetjulegri bar-
áttu síðustu mínúturnar og skor-
uðu fjögur síðustu mörkin, en KA
tókst að halda fengnum hlut og
sigurinn var þeirra.
Sigur KA var fyllilega sann-
gjarn í þessum leik og undirrit-
aður er sannfærður um að KA er
nú með sterkasta liðið í 2. deild. I
upphafi mótsins náði liðið sér illa
á strik og tapaði liðið átta stigum
af þeim tíu sem liðið hefir tapað
fyrir áramótin. Haldi KA-liðið
áfram á sömu braut hlýtur liðið að
komast upp úr 2. deild á næsta ári,
en til að svo verði má í engu gefa
eftir.
í leiknum gegn Þór í fyrrakvöld
voru Magnús Gauti og Þorleifur
Bjarni Bessason var einna spræk-
astur hjá IR, en skotstíll hans er
slíkur, að í leik hverjum eru
jafnan dæmd nokkur aukaköst á
hann vegna þess að hann ber fyrir
sig bæði hné og olnboga. Brynjólf-
ur Markússon átti þpkkalegan leik,
en aðrir leikmenn ÍR voru slakir
og gerðu mikið af mistökum.
Leikinn dæmdu þeir Ólafur
Steingrímsson og Gunnar Kjart-
ansson. Þeir áttu betri dag en
íFirðinum daginn áður, en voru þó
fjarri því að vera nógu góðir.
í STUTTU MÁLI:
Islandsmótið 1. deild.
ÍR-HK 17-22 (8-11).
MÖRK ÍR: Bjarni Bessason 5,
Bjarni Hákonarson 4 (3 víti),
Ársæll Hafsteinsson 3, Brynjólfur
Markússon 2, Hafliði Halldórsson,
Guðmundur Þórðarson og Sig-
urður Svavarsson 1 hver.
MÖRK HK: Stefán Halldórsson 6
(4 víti), Hilmar Sigurgíslason 6,
Jón Einarsson og Karl Jóhannsson
5 hvor.
BROTTREKSTRAR: Bjarni Bessa-
son ÍR og Jón Einarsson HK í 2
mínútur.
MISNOTUÐ VÍTI: Einar Þorvarð-
arson varði vítaköst þeirra Sigurð-
ar Svavarssonar og Bjarna Hákon-
arsonar.
-gg.
sterkustu menn liðsins en liðið í
heild lék raunar mjög sterkt og því
erfitt að draga menn í dilka.
Þórs-liðið er einnig sterkt lið og
möguleikar liðsins á 1. deildarsæti
miklir. Liðið á eftir tvo leiki gegn
KR og Þrótti í Laugardalshöll og
ekki fjarri að ætla að Þórsarar
vinni þá leiki og þar með deildina.
Raunar er ófært að spá nokkru um
úrslit leikja í 2. deildinni því liðin
eru afar jöfn að getu. Tryggvi
Gunnarsson markvörður og Arn-
ar Guðlaugsson voru bestir Þórs-
ara í fyrrakvöld, en sama á raunar
við um Þórsliðið og lið KA heildin
var sterk og Akureyrskur hand-
knattleikur er í mikilli framför og
greinilegt að Arnar Guðlaugsson
og Birgir Björnsson þjálfarar Þórs
og KA eru að gera hluti sem vit er
í og verður gaman að fylgjast með
framhaldinu.
Gunnar Kjartansson og Ólafur
Steingrímsson dæmdu erfiðan leik
nokkuð vel þegar á heildina er
litið. Sjö KA-mönnum var vísað af
velli í 2 mínútur og fjórum Þórsur-
um.
Mörk KA: Þorleifur 7 (3v), Jón
Árni 5, Gunnar og Alfreð 3 hvor,
Jóhann tvö mörk.
Mörk Þórs: Arnar 5 (2v), Sig-
tryggur og Sigurður 4 hvor, Gunn-
ar 2, Jón, Ólafur og Ragnar eitt
mark hver.
Sigb.G.
34—28! MEIRA en mark á mín-
útu. Þannig lauk leik FH og
Fram í 1. deild íslandsmótsins í
handbolta sem fram fór í Ilafnar-
firði á laugardaginn. Leikur
þessi bar mcira en lítinn kcim af
því að hann skipti f rauninni litlu
máli. Hvorugt liðið nær fyrsta
eða öðru sætinu í deildinni og
hvorugt fellur. Bæði liðin höfðu
greinilega engan áhuga á að eyða
tímanum í að standa í vörn.
Sóknir liðanna voru stuttar og
enduðu jafnan með mörkum. Á
degi sem þessum, var markvarsla
ekki öfundsvert starf. enda kom í
ljós. að það hefði alveg eins verið
hægt að gefa markvörðum lið-
anna frí þennan dag.
Birgir Finnbogason hjá FH,
verður þó ekki skammaður (né
hinir ef út í það er farið), Birgir
kom aðeins inn á til að reyna við
nokkur víti. Og hann varði þrjú
þeirra. Þetta er hæsta heildarskor
í 1. deildarleik á vetrinum, en
þrátt fyrir það er það ekki gleði-
efni ef fleiri slíkir leikir fylgja
eftir, þetta jaðraði nefnilega við að
verá hálfgerð vitleysa á stundum.
Staðan í hálfleik var 16—11 fyrir
FH.
FH komst mjög snarlega í 7—2 í
leik þessum og eftir það var aldrei
um keppni að ræða og munurinn
þetta 3—6 mörk allt til leiksloka.
Geir Hallsteinsson fann sig vel
þegar ljóst var að fátt yrði um
varnir hjá Fram. Þrátt fyrir að
hann væri tekinn úr umferð lengst
af, lék hann við hvern sinn fingur,
sneri á púka sína eins og honum
sýndist og skoraði urmul marka.
Auk Geirs átti Kristján Arason
nokkuð góðan leik, einn sinn besta
í vetur. En enginn FH-inga, frekar
en Framara, á skilið hrós fyrir
framlag sitt til varnarleiks. Atli
Hilmarsson, Viðar Birgisson og
Birgir Jóhannesson gerðu allir
góða hluti í sókninni hjá Fram, en
voru frekar lítið inn á, einkum þó
þeir tveir síðastnefndu. Þá var
kappinn hann Sigurbergur traust-
ur að venju.
Gunnar Kjartansson og Ólafur
Steingrímsson sáu um dómgæsl-
una og var hún fjarri því að vera
nógu góð. Einkum ber að skamma
þá félaga fyrir að flauta of fljótt,
þannig hagnaðist brotlega liðið oft
og mörgum sinnum í leiknum.
í STUTTU MÁLI
íslandsmótið 1. deild FH — Fram
34-28(16-11)
MÖRK FH: Geir Hallsteinsson 13
(4 víti), Kristján Arason 6, Viðar
Símonarson 5, Guðmundur Árni
Stefánsson 4, Sæmundur Stefáns-
son 2 og Valgarð Valgarðsson 1
mark.
MÖRK FRAM: Atli Hilmarsson 7
(1 víti), Viðar Birgisson 5 (2 víti),
Björn Eiríksson 4, Pétur Jóhann-
esson og Birgir Jóhannesson 3
hvor, Gústaf Björnsson og Theo-
dór Guðfinnsson 2 hvor, Erlendur
Davíðsson og Sigurbergur Sig-
steinsson 1 mark hvor.
BROTTREKSTRAR: Sigurbergur í
4 mín. Sæmundur, Guðmundur
Árni, Valgarð Guðmundur Magn-
ússon og Geir allir í 2 mín. Auk
þess Atli Hilmarsson í 2 mínútur.
MISNOTUÐ VÍTI: Birgir Finn-
bogason varði tvívegis frá Gústaf
og síðan víti frá Atla.
Elnkunnagjöfln
FYLKIR: Jón Gunnarsson 3, Halldór Sigurðsson 2, Gunnar Baldursson 2,
Stefán Hjálmarsson 2, Örn Hafsteinsson 1, Einar Einarsson 1, Kristinn
Sigurðsson 1, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símonarson 2, Magnús Sigurösson
3. Guðni Hauksson 2, Jóhann Jóhannesson 2.
VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 3, Steinar Birgisson 3, Olafur Jónsson 4,
Magnús Guðfinnsson 2, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Hermannsson 3, Árni
Indriðason 3, Skarphéöinn Óskarsson 2, Viggó Sigurðsson 1, Einar
Magnússon 1, Eggert Guðmundsson 2.
FH: Magnús Ólafsson 1, Birgir Finnbogason 2, Viðar Símonarson 2,
Guömundur Magnússon 2, Geir Hallsteinsson 4, Kristján Arason 3,
Guðmundur Árni Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson 1, Valgarö Val-
garðsson 1, Sveinn Bragason 1.
FRAM: Guðjón Erlendsson 1, Gissur Ágústsson 1, Sigurbergur Sigsteinsson
2, Birgir Jóhannesson 2, Erlendur Davíðsson 2, Pétur Jóhannsson 1, Gústaf
Björnsson 1, Theodór Guðfinnsson 1, Atli Hilmarsson 3, Björn Eiríksson 2,
Viðar Birgisson 2.
ÍR: Jens Einarsson 2, Ingimundur Guðmundsson 2. Brynjólfur Markússon 2,
Bjarni Hákonarson 2, Bjarni Bessason 3, Hafliði Halldórsson 1, Ársæll
Hafsteinsson 2, Sigurður Svavarsson 2, Guðmundur Þórðarson 1, Guðjón
Marteinsson 1, Bjarni Bjarnason 1.
HK: Einar Þorvarðarson 3, Stefán Halldórsson 2, Hilmar Sigurgíslason 3, Jón
Einarsson 4, Karl Jóhannsson 3, Ragnar Ólafsson 2, Kristinn Ólafsson 2,
Erling Sigurðsson 2V Friðjón Jónsson 1.
Hörkuuppgjör
KA og Þórs