Morgunblaðið - 20.03.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
29
Fjallháir skattar
hafa verið lagðir á
sagði Karl Steinar Guðnason á Alþingi í gær
Það hafa verið lagðir á
fjallháir skattar og við búum nú
við niðurgreidda verðbólgu. sagði
Karl Steinar Guðnason, þing-
maður Alþýðuflokksins, í út-
varpsumræðunum í gær. Rakti
hann þetta til þess, að Alþýðu-
handalagið færi vanbúið að taka
á sig ábyrgð með þeim afleiðing-
um, að krukkað hefði verið í
kjarasamninga án stefnumótunar
til langs tíma í efnahagsmálum.
Hann sagði, að í Alþýðubanda-
laginu væðu uppi „pólitískir geld-
ingar“, sem hefðu gleymt hugsjón
sinni en gerzt talsmenn eigin
metnaðar og framagirni. Af þeim
sökum hefði Guðmundi J.
Guðmundsson verið settur út. í
skuggann, en Ásmundur Stefáns-
son verið barinn niður.
Skólaskákmót Reykjavíkur:
Karl Þorsteins og Arnór
Björnsson sigurvegarar
SKÓLASKÁKMÓT Reykjavíkur fór frarn í félagsheimili
Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg um helgina.
Þátttakendur voru 29 og var teflt í tveimur flokkum.
eldri deild (7.-9. bekkur) og yngri deild (1, —6. bekkur).
Efstu menn í hvorri deild urðu
þessir:
Eldri deild:
1. Karl Þorsteins,
Langholtsskóla 7
2. Jónas G. Friðþjófsson,
Vogaskóla 6
3. Hákon Guðbjartsson,
Melaskóla 4 V2
4. Björn Þórvaldsson,
Langholtssk. 4
Ljósm. Olafur H. ólafsson.
Sigurvegararnir Karl Þorsteins (t.v) og Arnór Björnsson sitja hér
saman að tafli. Sigur Karls var nokkuð óvæntur því hann sigraði þann
keppanda í efri deild. sem fyrirfram var talinn sigurstranglegastur,
Jóhann Hjartarson.
2. Jóhann Hjartarson,
Alftamýrarsk. 6
3. Birgir 0. Steingrímsson,
Ármúlask. 4Vi
4. Svavar H. Svavarsson,
Æ.K.H.Í. 4
5. Hrafn Loftsson,
Hlíðaskóla 4
Yngri deild:
1. Arnór Björnsson,
Hvassaleitisskóla 7
Erindaflutningi frestað
ÁÐUR auglýstum erindaflutningi
Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra
á fræðslufundi BSRB, sem fram
átti að fara á mívikudagskvöldið,
hefur verið frestað. Áformað er að
verðlagsstjóri haldi erindið síðar.
Frétt frá fræóslunefnd BSRB.
5. Davíð Ólafsson,
Hólabrekkusk. 4
G. Arnaldur Loftsson,
Hlíðaskóla 4
7. Gunnar Ö. Sigurðsson,
Árbæjarsk. 4
I eldri deild voru tefldar 7 um-
ferðir samkvæmt Monradkerfi og
voru 40 mínútur á hverja skák en i
yngri deild voru tefldar jafn
margar umferðir en 30 mínútur
voru þar á hverja skák.
Sigurvegararnir hljóta titilinn
skólaskákmeistarjar Reykjavíkur
og tveir efstu keppendurnir í
hvorri deild unnu sér rétt til
þátttöku í Skólaskákmóti Islands.
Samstarfsnefnd taflfélaganna í
Reykjavík sá um mótið en skák-
stjórar voru Ólafur H. Ólasson og
Hrafn Haraldsson.
Við treystum forsætis-
ráðherra fullkomlega
— sagði Ragnar Arnalds á Alþingi í gær
— VIÐ Alþýðubandalagsmenn
treystum forsætisráðherra full-
komlega til þess að beita sér fyrir
málamiðlun og væntum forystu
hans á lokastigi þessa máls. sagði
Ragnar Arnalds í útvarpsumræð-
unum um frumvarp forsætisráð-
herra í gær.
Hann sagði jafnframt, að for-
sætisráðherra hefði verið reiðubú-
inn til þess að ganga til móts við
málamiðlun Alþýðubandalagsins á
síðasta ráðherrafundinum, en ráð-
herrar Alþýðuflokksins hefðu
neitað. Margir alþýðuflokksmenn-
gerðu sér grein fyrir, að ef
flokkurinn yrði áfram ósveigjan-
legur, uppskæri hann litlar þakkir
í þeim kosningum, sem framundan
væru.
Ragnar Arnalds sagði, að í
frumvarpi forsætisráðherra fælist
6% kjaraskerðing launafólks, sem
væri 2—3% meiri kjaraskerðing
en áður hefði verið talað um.
Kókaínmálið í Kaupmannahöfn:.
Myndir: Nordfoto.
LÖGREGLUMAÐURINN H.P. Nöregaard heldur hér á töskunni með 13.3 milljónum króna í sænskum.
dönskum og norskum seðlum. scm fannst í herbergi íslenzkra hjóna á gistiheimilinu „5 svanir". Á
myndinni má einnig sjá fíkniefni og vog. sem notuð er til þess að vega fíkniefni við sölu. Á hinum
myndunum má sjá hluta af gullskartgripunum. dós með kókaíni og hnífana, sem fundust í fórum
íslendinganna. Nöregaard lögregluforingi hefur fyrst og fremst annast rannsókn kókaínmálsins.
íslendingarnir neita stöð-
ugt að kannast við hlutina
sem fundust í fórum þeirra
FÍKNIEFNALÖGREGLAN í
Kaupmannahöfn yfirheyrði í
gær tvo af f jórum Islendingum.
sem sitja í gæzluvarðhaldi
vegna kókaínmálsins margum-
talaða. Þá fóru einnig fram
yfirheyrslur yfir Ungverjan-
um, sem tengist þessu sama
máli.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem Morgunblaðið aflaði
sér í ga>r. þverneituðu íslend-
ingarnir sem fyrr að kannast
nokkuð við málið. Segjast þeir
annaðhvort ekki þekkja til
ffkniefnanna og annarra hluta.
sem fundust við handtökuna.
eða þá að þeir hafa verið að
geyma þá fyrir fólk. sem þeir
þekkja ekki. íslendingarnir
hafa líka haldið því fram að
þeir þekki ekkert til Ungverj-
ans og sömuleiðis kveðst hann
ekkert þekkja til íslending-
anna. Ilins vegar telur lögregl-
an sig hafa sannanir fyrir hinu
gagnstæða.
Eins og ráða má af framan-
sögðu er þetta mál engan veginn
auðvelt viðfangs fyrir fíkniefna-
lögregluna. Hún vinnur þó
kappsamlega að því að upplýsa
málið og eins og áður hefur
komið fram, hefur íslendingur,
sem situr í fangelsi í Helsing-
borg í Sviþjóð, gefið mikilvægar
upplýsingar svo og önnur
tveggja stúlkná, sem látnar hafa
verið lausar úr gæzluvarðhaldi,
sem þær sátu í um hríð.
Lögreglan reynir fyrst og
fremst að upplýsa hvaðan fíkn>-
efnin eru komin, þar af tæpt
hálft kíló af kókaíni og hver er
eigandi þeirra, hver er eigandi
peninganna, sem fundust hjá
fólkinu, byssunnar og hnífanna
og hvaðan skartgripirnir og
minkapelsinn eru.
Myndirnar sem hér fylgja
sýna þá mörgu hluti, sem lög-
reglan fann hjá Islendingunum
og Ungverjanum við handtök-
urnar, allt nema byssuna og
minkapelsinn.