Morgunblaðið - 20.03.1979, Page 34
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
HÉR FER á eftir í heild ræða sem Georg Ólafsson verölagsstjóri flutti á
aöalfundi Félags íslenzkra stórkaupmanna nýlega. Millifyrirsagnir eru Mbl.:
Med fr jálsara verdlags-
kerfi má lækka inn-
kaupsverð til landsins
Það mun hafa verið fljótlega upp
úr 1960, að raddir fóru að heyrast frá
ýmsum aðilum, þ.á m. fulltrúum
verslunarinnar, að tímabært væri að
afnema hið ósveigjanlega opinbera
verðmyndunarkerfi, sem þjóðin
hafði búið við frá því fyrir stríð og
taka upp frjálsara kerfi, áþekkt því,
sem væri hjá nágrannaþjóðum okk-
ar. Þótt nokkuð drægist, að þessi
málflutningur fengi nægilegan
hljómgrunn hjá stjórnvöldum, var á
árinu 1967 hafinn undirbúningur, að
gerð nýrrar löggjafar um þetta efni.
Til aðstoðar við samningu hennar
var fenginn danskur sérfræðingur,
Adolf Sonne, og var það frumvarp,
sem lagt var fram á alþingi 1969
gjarnan kennt við nafn hans. Frum-
varpið, sem sniðið var að norrænni
fyrirmynd náði þó ekki, af ástæðum
sem ykkur eru kunnar, fram að
ganga á því þingi. Var síðan hljótt
um málið fyrstu árin á eftir.
Það var ekki fyrr en í marz 1976,
að þáverandi viðskiptaráðherra fól
tveimur starfsmönnum viðskipta-
ráðuneytisins og mér sem verðlags-
stjóra að semja drög að nýrri verð-
lags- og samkeppnislöggjöf í sam-
ræmi við málefnasamning þáverandi
ríkisstjórnar. Nefndin skilaði drög-
um að nefndaráliti haustið 1976 og í
framhaldi af því voru þau send
ýmsum hagsmunasamtökum til um-
sagnar. Nokkur dráttur varð á því,
að umrædd hagsmunasamtök skil-
uðu áliti á tilsettum tíma, en haustið
1977 voru drögin síðan fullunnin. I
framhaldi af því var þingmanna-
nefnd, skipaðri tveimur mönnum úr
hvorum stjórnarflokknum, falið að
yfirfara drögin og samræma, þannig
að hægt væri að leggja þau fram sem
stjórnarfrumvarp. Fól þingmanna-
nefndin Ólafi Björnssyni, prófessor,
og mér að ganga frá drögunum áður
en þau yrðu endanlega lögð fram
sem frumvarp.
Gildistöku
frestað
Eins og ykkur er kunnugt, varð
frumvarpið að lögum í maí 1978 og
var lögunum ætlað að taka gildi í
nóv. s.l. Núverandi ríkisstjórn hefur
hins vegar frestað gildistöku lag-
anna um eitt ár eða til 1. nóv. n.k.,
jafnframt því, sem hún hyggst gera
einhverjar breytingar á þeim. Eg
vænti þess þó, að megintilgangur
laganna, að hafa verðlag frjálst, þar
sem samkeppni er nægileg, haldist.
Þrátt fyrir þá óvissu, sem nú
viröist ríkja um framtíð laganna,
sem samþykkt voru í maí 1978, tel ég
rétt að minna á það sjónarmið, sem
réði mestu um samþykkt þeirra. Er
það m.a. gert vegna þess, að ég tel, að
það snerti beint og óbeint þau
málefni innflutningsverslunar, sem
til umræðu hafa verið að undan-
förnu.
Það sem vafalaust vóg hvað þyngst
við ákvarðanatöku alþingis á s.l. vori
var sú fullyrðing talsmanna verslun-
arinnar, að hið þrönga og ósveigjan-
lega álagningarkerfi sem notast
hefur verið við um áratugaskeið hafi
beinlínis leitt af sér hærra innkaups-
verð til landsins, og því væri það
andstætt hagsmunum neytenda. Með
þessir þættir hafi áhrif til hækkunar
á innkaupsverði hér á landi, og
ekkert mat lagt á hverjum sé um að
kenna.
Loks get ég ekki látið hjá líða að
benda formanni félagsins á vegna
orða hans um, að ég hafi dregið í
land frá samnorrænu könnuninni
þar sem prósentur séu nú orðnar
14-19% í stað yfir 20%, að 14-19%
af innkaupsverði er það sama og
16.3—23.5% ofan á innkaupsverð og
að 17—22% af innkaupsverði neyslu-
vara er sama og 20.5—28.3% ofan á
það, en norræna verðkönnunin var
einmitt um neysluvörur. Ekki veit
ég, hvort formaðurinn sé í þeirri trú,
að einhver menntastofnun hefði
tekið skarpskyggni hans í þessum
efnum til einkunnargjafar frekar
heldur en skýrslu mína svo vitnað sé
beint til hans eigin orða. Ég vil þó
taka fram, að mergurinn málsins er
ekki, hvort talan er 14%, 20% eða
28%, heldur að vandi er fyrir hendi,
og finna verður á honum lausn.
Um greinar Einars Birnis stjórn-
arformanns í félagi ykkar má fara
Ræða Georgs Ölafssonar verðlagsstjóra á
aðalfundi Félags íslenzkra stórkaupmanna
ingarkerfið væri dragbítur á eðlilega
starfsemi innflutningsverslunar.
En hver urðu viðbrögð talsmanna
verslunarinnar við þessum niður-
stöðum?
Þegar niðurstöður norrænu verð-
könnunarinnar höfðu verið birtar,
virtust þeir sammála því, að hún
gætj gefið rétta mynd og töldu, að
hún staðfesti þá ágalla álagningar-
kerfisins, sem þeir hefðu margþent
á, að væru fyrir hendi. Þeir sögðu þó
síðar, að ófullnægjandi væri að líta
einangrað á málið heldur bæri að
líta á það í ljósi endanlegs verðs til
neytenda. I því skyni birtu þeir
sjálfir aðra könnun, sem tók til
endanlegs neytendaverðs og átti hún
að sýna, að íslenskir neytendur
greiddu ekki hærra verð en neytend-
ur á hinum Norðurlöndunum. I ljósi
þessarar niðurstöðu reyndu tals-
menn verslunarinnar að telja fólki
trú um, að niðurstöður norrænu
verðkönnunarinnar væru markleysa.
Hér voru þeir að sjálfsögðu að hnýta
saman tvo aðskilda þætti, sem ekki
voru samanburðarhæfir og sem
sagði því ekkert til um gildi sam-
norrænu verðkönnunarinnar.
I framhaldi af norrænu verðkönn-
uninni óskaði viðskiptaráðherra eft-
ir því s.l. haust, að ég gerði frekari
athugun á þeim vandamálum, sem
við virtist vera að glíma í innflutn-
ingsversluninni og skilaði honum
. skýrslu um þá athugun innan
þriggja mánaða. Var fleiri embættis-
mönnum falið að vinna að þessari
athugun ásamt mér, auk þess sem
Rekstrarstofan tók að sér ákveðna
þætti hennar. Þrátt fyrir þann
skamma tíma, sem ætlaður var til
skýrslugerðarinnar, tel ég, að hún
þjóni þeim tilgangi sínum að opna
enn frekar þessi mál og geti stuðlað
að skynsamlegri lausn á þeim. Því til
í fyrsta lagi hefur hið lítt sveigj-
anlega hundraðstöluálagningarkerfi,-
sem notað hefur verið um áratuga-
skeið ekki verið hvetjandi þar sem
tekjur innflytjandans hafa hreinlega
minnkað við að gera hagkvæm inn-
kaup.
I öðru lagi hefur kerfinu í mörgum
tilvikum verið beitt á þann veg, að
álagningu hefur verið haldið mjög
lágri með þeim afleiðingum, að
innflytjendur hafa farið inn á þá
braut að hækka upp innkaupsverð
erlendis. Á þann hátt hafa þeir bætt
sér upp lága álagningu."
Síðar kemur fram í skýrslunni, að
útilokað sé að afnema þessar upp-
hækkanir erlendis nema á móti komi
lagfæring á álagningu hér heima,
þannig að innflutningsverslunin geti
starfað með eðlilegri afkomu.
Frá því að skýrslan birtist hafa
formanns félagsins Jóns Magnússon-
ar.
Hann segir m.a.
„Ef litið er á þá fjóra liði í upphafi
skýrslunnar, sem kallaðir eru helstu
niðurstöður sést svo ekki verður um
villst, hve veikur málflutningur
verðlagsstjóra er sbr. lið 1) þar sem
segir: Niðurstöður þessarar athug-
unar gefa til kynna, að sú vísbending
um hærra innkaupsverð til íslands
en til hinna Norðurlandanna, sem
fram kom í samnorrænu verðkönn-
uninni á s.l. ári eigi við rök að
styðjast. Hér lýkur tilvitnun í
skýrslu mína. En Jón heldur áfram
og segir: Hún sýnir ekkert, hún gefur
til kynna að eitthvað annað sem gaf
til kynna (vísbending) kunni að gefa
eitthvað enn meira til kynna, (eigi
við rök að styðjast). Tilvitnun lýkur.
í þessu sambandi vil ég, að fram
komi og á það legg ég sérstaka
áherslu, að skýrslan er tilraun til
almennrar greiningar á máli, sem
eðli sínu samkvæmt verður aldrei
reiknað út af vísindalegri nákvæmni
upp á prósentu eða brot, a.m.k. ekki
á meðan hundruðir aðila stunda
innflutning frá þúsundum fyrir-
tækja. Sú tilraun formannsins til að
afgreiða skýrsluna sem ómarktæka á
grundvelli hins varkára orðalags,
sem í henni er að finna, endurspegl-
ar í fyrsta lagi vanþekkingu hans á
eðli þess viðfangsefnis sem skýrslan
fjallar um, jafnframt því sem líta
verður á hana sem alvarlega tilraun
til að drepa í dróma viðleitni til
breytinga í málefnum innflutnings-
verslunar hér á landi.
í grein sinni verður Jóni Magnús-
syni tíðrætt um, að verið sé að kenna
innflytjendum um hina ýmsu áhrifa-
þætti, m.a. legu landsins og háan
fjármagnskostnað o.fl. Auðvitað er
hér um útúrsnúning að ræða. í
skýrslunni er aðeins talað um, að
fáum orðum. Þær eru í fyrsta lagi
sama marki brenndar og grein for-
mannsins að því er varðar misskiln-
ing á eðli fyrirvaranna í skýrslunni.
Viðfangsefnið er þess eðlis, að hún
sýnir vísbendingar, og gefur til
kynna ákveðna hluti og ef út í það er
farið með verulegum líkum, en hún
sannar ekki fræðilega né afsannar.
í grein Einars segir m.a.
„Ein athyglisverðasta blaðsíðan í
skýrslu verðlagsstjóra er taflan um
mat Rekstrarstofunnar á áhrifaþátt-
um, því það er virðingarverð stofnun
á ferð sem þekkt er að vönduðum
vinnubrögðum."
I framhaldinu er Einari Birni
mjög umhugað um, að það sé nú
eitthvað annað en vinnubrögð mín.
Einar vitnar síðan í fyrirvara
Rekstrarstofunnar um fyrrgreinda
töflu en þar segir m.a. í umfjöllun
Rekstrarstofunnar:
„Framangreindar niðurstöður
gefa vísbendingu um, að verslunar-
hættir hafa þróast óæskilega og
hefur þessi þróun neikvæð áhrif á
gjaldeyrisstöðu og verðlag.
Niðurstöður benda til að vægi
áhrifaþátta sé samtals 14—19% af
innflutningsverði og 17—22% af
innflutningi neysluvöru." Tilvitnun
lýkur.
Um þetta segir Einar:
„Hér er nú ekki verið að fullyrða
stórt, bent á stór frávik og óvissu um
niðurstöður mats".
En þegar ég leyfi mér að nota
túlkun Rekstrarstofunnar á niður-
stöðum sínum með því að halda því
fram, að þær renni frekari stoðum
undir þá vísbendingu sem norræna
verðkönnunin gaf til kynna þá kem-
ur annað hljóð úr horni, og fullyrt að
sú ályktun sé út í hött, auk þess sem
hann leggur mér þau orð í munn, að
ég telji mig hafa sannað norrænu
verðkönnunina. Að segja að eitthvað
því að taka upp breytta skipan mála
í innflutningi mætti ná umtalsverð-
um árangri í lækkun innkaupsverðs.
En þrátt fyrir, að meirihluti al-
þingis hafi tekið röksemdirnar full-
gildar, um að frjálsara álagningar-
kerfi gæti leitt til lækkaðs vöru-
verðs, virðist enn sem sterk öfl innan
þjóðfélagsins efist um þær, og telji
þær ekki nægilega rökstuddar.
Ég er og hef verið þeirrar skoðun-
ar, að með frjálsara verðlagskerfi
megi ná fram Iækkun á innkaups-
verði til landsins. En til þess að taka
af allan vafa í þeim efnum, taldi ég
rétt að gera athugun á því, hvort þær
þjóðir, sem búa við svipað kerfi og
ætlunin hefur verið að taka upp hér
gerðu hagstæðari innkaup en við. I
því skyni var könnunin í Englandi
gerð árið 1976 og í framhaldi af
henni þátttaka ákveðin í sam-
norrænu verðkönnuninni. Þessar
kannanir gáfu vísbendingu um
hærra innkaupsverð til íslands og
renndu með því, að mínu áliti,
styrkari stoðum undir þann mál-
flutning verslunarinnar, að álagn-
stuðnings tel ég rétt að vitna í
nokkur atriði úr henni.
5 þættir sem
vega Þyngst
I skýrslunni er reynt að draga
fram helstu þætti, sem valdið geta
háu innflutningsverði til landsins.
Er gerð grein fyrir þeim fimm
áhrifaþáttum, sem taldir eru vega
þyngst. Þeir eru, há umboðslaun,
milliliðakaup, óhagkvæmni, erlendur
fjármagnskostnaður og sérstaða
landsins.
Að lokinni umfjöllun um þessa
þætti segir orðrétt í skýrslunni:
„Að umfjöllun hér að framan um
helstu áhrifaþætti, sem vegið geta til
hækkunar á innflutningsverði virð-
ist mega draga þá ályktun, að
álagningarkérfið og útfærsla þess
eigi drjúgan hlut í því, hvernig
málum er komið í innflutningsversl-
uninni. Sérstaklega er þar um tvo
þætti að ræða.
um hana orðið verulegazr umræður
og viðbrögð verið misjöfn. Hvað
varðar hins vegar viðbrögð forsvars-
manna verslunarinnar eins og þau
hafa komið fram á opinberum vett-
vangi verður að segjast eins og er, að
þau hafa verið mjög neikvæð.
Tveir stjórnarmenn F.Í.S. hafa
sérstaklega gert skýrslu mína að
umtalsefni, nú nýverið í greinum í
Morgunblaðinu og Tímanum.
Athugasemd-
um svarað
Þar sem ég er hingað kominn
kemst ég ekki hjá því að minnast
örfáum orðum á nokkur almenn
efnisatriði í fyrrnefndum greinum,
án þess þó að fara út í smáatriði né
heldur persónulegar ávirðingar í
minn garð, sem ég tel ekki að þjóni
tilgangi.
Vil ég þá fyrst víkja að grein