Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979
5
Magnús Björns-
son vígður prest-
ur Seyðfirðinga
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarssun, mun vígja
Magnús Björnsson til prests-
þjónustu í Seyðisfjarðarpresta-
kalli n.k. sunnudag. Séra Heimir
Steinsson rektor í Skálholti lýsir
vígslu en hann er Seyðfirðingur
og þjónaði Seyðisfjarðar-
prestakalli. Þá verður sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson prestur á
ísafirði vfgsluvottur, en hann var
Magnús Björnsson
áður prestur Seyðfirðinga. Aðrir
vígsluvottar eru sr. Sigurður
Kristjánsson fyrrum prófastur á
ísafirði og sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, en það er í fyrsta
sinn scm kona er vígsluvottur við
prestsvígslu hériendis
Háskólakórinn leiðir
messusönginn, en Magnús söng
með kórnum um árabil, Rut
Magnússon stjórnar, Marteinn H.
Friðriksson annast organleik sr.
Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir
altari og hinn nývigði prestur
prédikar.
Magnús Björn Björnsson er 26
ára að aldri, Reykvíkingur, sonur
hjónanna Björns Magnússonar og
Sigrúnar Kaaber, Hörpugötu 10,
Reykjavík.
Hann lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands í júní 1978 en
hefur undanfarið verið við fram-
haldsnám í Noregi í kennimann-
legri guðfræði með sérstakri
áherslu á sálgæslu.
Seyðisfjarðarprestakall er
aðeins ein sókn eftir að byggð
lagðist niður í Loðmundarfirði.
Prestslaust hefur verið í Seyðis-
firði undanfarin ár.
Nýbreytni Flugleiða
flýtir fyrir afgreiðslu
farþega innanlandsflugs
INNANLANDSFLUG Flugleiða
hefur tckið upp þá nýbreytni að
þeir farþegar sem ferðast fram og
til baka samdægurs fá brottfarar-
spjöld fyrir báðar leiðir um leið og
þeir hefja ferðina. Er með þessu
áætlað að hraða nokkuð afgreiðslu
og verður fyrst um sinn reynt á
flugleiðinni milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Ráðgert er að taka
þetta upp á þeim leiðum sem flogið
er til oftar en einu sinni á dag.
I frétt frá Flugleiðum segir m.a.
svo um þessa nýju tilhögun:
Sæmdur ridd-
arakrossi Danne-
brogsorðunnar
Drottning Danmerkur hefur
sæmt Harald Magnússon, gagn-
fræðaskólakennara, riddarakrossi
Dannebrogorðunnar sem viður-
kenningu fyrir það mikla starf
sem hann hefur unnið við
samningu íslensk-dönsku orða-
bókarinnar sem útgefin var af
ísafoldarprentsmiðju árið 1976.
Samkvæmt hinu nýja fyrirkomu-
lagi kaupir farþeginn farmiða t.d.
Reykjavík — Akureyri — Reykjavík
á venjulegan hátt og farpöntun hans
er einnig með hefðbundnu sniði. Við
brottför frá Reykjavík fær farþeginn
brottfararspjald sem gildir fyrir
báðar leiðir þ.e. Reykjavík — Akur-
eyri og Akureyri — Reykjavík. Á
brottfararspjaldið er skráð flugnúm-
er, dagsetning og brottfarartími. Við
flug til Reykjavíkur síðdegis sama
dag, þarf farþeginn aðeins að gæta
þess að vera kominn í flugstöðina um
það leyti sem kallað er til viðkom-
andi flugs og getur þá gengið beint
um borð í flugvélina og afhendir þar
brottfararspjaldið. Farþeginn þarf
ekki að gefa sig fram við afgreiðslu-
fólk sérstaklega. Sé farþeginn hins
vegar ekki mættur í flugstöð fimm
mínútum fyrir auglýsta brottför er
álitið að hann hafi hætt við ferðina
og er þá heimilt að ráðstafa sæti
hans til farþega sem e.t.v. eru á
biðlista.
Flugleiðir vona að þessi nýbreytni
verði til þess að auðvelda farþegum,
sem fara fram og aftur samdægurs
ferðirnar og spari þeim tíma og
fyrirhöfn.
Lone Pine skákmótið hefst á sunnudaginn:
Þrír íslendingar
meðal þátttakenda
ALÞJÓÐLEGA skákmótið í Lone
Pine í Kaliforníu í Bandaríkjun-
um hefst á sunnudaginn en það er
jafnan bezt mannaða skákmótið á
ári hverju. í fyrra tóku 22 stór-
meistarar þátt í mótinu og þeir
verða álika margir núna. Það
sem dregur skákmenn á mót
þetta fyrst og fremst eru geysihá
verðlaun, sem í boði cru, en 1.
verðlaun ncma um 5 miiljónum
fslenzkra króna.
Þrír íslenzkir skákmenn verða
meðal þátttakenda að þessu sinni,
Guðmundur Sigurjónsson stór-
meistari og alþjóðlegu meistararn-
ir Helgi Ólafsson og Margeir
Pétursson. Fara skákmeistararnir
utan í dag. Ekki hafa borizt af því
fregnir hvaða stórmeistarar aðrir
en Guðmundur verða með nema
hvað öruggt er að Kortsnoj og
Larsen verða meðal keppenda og
hugsanlega heimsmeistarinn Kar-
pov. í fyrra sigraði Larsen eftir
tvísýna og skemmtilega keppni.
Tefldar verða 9 umferðir eftir
Monrad-kerfi.
Tónleikar lúdrasveitar Tón-
listarskólans á Selt jarnarnesi
Næst komandi laugardag, 24.
marz, heldur lúðrasveit
Tónlistarskólans á Scltjarnarnesi
tónleika í Félagsheimili
Seltjarnarness.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.00.
Stjórnandi lúðrasveitarinnar er
Atli Guðlaugsson. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
; .V.-A. ‘
wMwmmi
mm-
T . s
mmmé
fVfVíí-.
m
\
mmrniMWmmmm
, .-> >csv.- • ► '>-AXa cS'V.i1;'!•> -
■■ ÆBr.
■ ': ■■ II
mstöfa&maT m
m M m
IppSÍIIR
mm
: •C
m
:i&C&-'
/
mmmMmmmmmA
- stssf ^
Bm ■ 0*
Æf BÆ b
[
■ -
Cjí/ii ■■Vift iv.'í»V. s'
mlSÍmlSmm
SS'izsSS-lia&{&$?&&&&
•L,».'-V »"-■ - -cv-i'
Rwlr-Nviríð
>: ' - '
Unglingadeild
áf^ ungnngaaeiid
mKARNABÆR
oo o.'—: i.i .L:.t:u..A: ooicc
Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 28155