Morgunblaðið - 23.03.1979, Side 12

Morgunblaðið - 23.03.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 23. MARZ 1979 Erlend fréttaskýring: Mota Pinto Soares Sa Carneiro Stjóm Mota Pintos berst í bökkum — en mat manna að fáir aðrir en sósíal- demókratar kysu kosningar í Portúgal nú Eina ferðina enn á ríkisstjórn í Portúgal — sem er sú tíunda á fimm árum frá byltingunni 25. apríl 1974 — í vök að verjast. Þó nokkur tími er liðinn síðan stjórnmálasérfræöingar þóttust eygja fall stjórnar Mota Pintos innan tíðar. En þó situr stjórnin enn og nú er því spáð af mörgum í Portúgal að komist efnahagsmálafrumvarp Pintos stórátakalaust gegnum þingið verði nokkru meiri kyrrð um hríð en verið hefur. Þá gæti jafnvel veriö að hún sæti fram eftir árinu og þeir bjartsýnustu leyfa sér að vona aö henni takist að skrimta fram til kosn- ingaárs 1980. Það var Eanes forseti Portúgals sem valdi Mota Pinto til að skipa utanþingsstjórn. Hún var síðan mynduð í byrjun nóvem- ber og tókst Pinto betur en Nobre da Costa, fyrirrennara hans, en stjórn hans var aldrei nema að nafninu til þá fáu daga eöa vikur sem hún átti aö heita að vera í fyrirsvari í Portúgal. Mota Pinto þótti traustvekjandi og menn fögnuöu vali forset- ans, enda veitti honum ekki af smáuppreisn eftir da Costa-ævintýrið. Mota Pinto var þekktur maöur í Portúgal, mikils metinn og fluggáfaöur prófessor og auk þess haföi hann setið á stjórnlagaþinginu og getið sér þar gott orð. Hann átti sæti þar sem fulltrúi alþýöu- demókrata PPD sem nú heita raunar sósíaldemókratar PSD, en gaf ekki kost á sér til frekari þingmennsku og hvarf aö nýju til kennslustarfa. Hann hefur þótt laginn stjórnandi og klókur og það er mál manna að hinn almenni portúgalski borgari treysti honum. En hann á undir högg aö sækja í þinginu og ráöstafanir hans og frumvörp vekja ekki alltaf fögnuö pólitík- usanna. Nú síöast er þaö iand- búnaöarstefnan sem hefur orö- ið til þess að stjórnin riöar í •sosRi oo bað er ekki ný bóla svo virðist sem Portúgölum ætli seint aö takast að koma ásamt um hvernig þeim málum skuli skipað. Landbúnaðarmál eru og sérstaklega mikilvæg svo og framtíöarskipan þeirra vegna þess aö Portúgölum er mikið í mun að efla framleiðslu land- búnaöarvara sinna og telja það raunar eina af mikilvægustu forsendum fyrir því að efnahag landsins verði komið á réttan kjöl. Nú þurfa Pórtúgalar að flytja inn geysilega mikiö af matvælum, meira að segja mjólk sums staðar og það hefur gengið óeðlilega treglega aö auka framleiösluna í land- búnaði. Sjálfsagt meöfram vegna deilna um stefnuna og vegna þess að hver höndin hefur verið þar upp á móti annarri. Eins og í upphafi greindi, mun þaö skýrast á næstu dögum hvaða pól flokkarnir taka í hæöina varöandi efnahags- málatillögur Mota Pintos. Eng- inn hefur viljað spá neinu, en bæði sósíalistar, PS, og miðdemókratar, CDS, hafa ver- ið varfærnir í yfirlýsingum sínum, og hreint ekki viljaö fortaka fyrir hugsanlegan stuðning sinn við tillögurnar. Öðru máli gegnir með Sósíal- demókrataflokk Sa Carneiros, PSD. Aö vísu segir Sa Carneiro aö langsamlega heilbrigðast væri aö ekki þurfti aö efna til kosninga fyrr en á næsta ári eins og fyrirhugað er, en hinu er ekki aö leyna aö vegna niöur- stööu í skoöanakönnun sem var gerð í Portúgal nýlega er Sósíaldemókrataflokkurinn sá flokkanna fjögurra sem fúsastur væri nú aö ganga til kosninga. Ástæöan fyrir því er að í þessari könnun fékk Sósíaldemókrata- flokkurinn, PSD, jafnmikið fylgi og Sósíalistaflokkurinn PS, eöa 13 prósent. Miðdemókrata- flokkurinn CDS, fékk 8 prósent og Kommúnistaflokkurinn PCP, töluvert minna. Því eru PSD-menn hinir vígreifustu og segja að engum vafa sé undir- orpið að þeir myndu vinna stórsigur í kosningum nú og þakka þaö náttúrlega ábyrgri stöðu þeirra í hverju máli — að þeirra sögn. Mörgum finnst líklegt að mjótt yrði á munum milli þessara erkifjenda ps flokks Mario Soaresar og PSD flokks Sa Carneiros. En á það ber þó aö líta aö það sem maður rekur fyrst og fremst augun í þegar litið er á þessar tölur er hversu mikið er áhuga- leysi kjósenda — þ.e. aö innan við fjörutíu prósent kjósenda kunni þar með að vera óákveðnir eöa áhugalausir. Því sýnist sem þaö væri verulegt hættuspil aö etja Portúgölum í kosningar nú og sjálfsagt veröur í lengstu lög reynt að koma í veg fyrir þaö. Yrðu kosningar nú er líklegt aö PS, flokkur Soaresar, myndi tapa töluverðu fylgi, það dregur út af fyrir sig enginn í efa. Upp á síðkastið — og reyndar allar götur síöan í júlí sl. er Soares fór frá meö umdeildum glæsibrag — hefur óiga færst í aukana innan flokksins. Margir framámenn í flokknum hafa sagt sig úr honum og svo hefur maöur gengið undir manns- hönd aö reyna aö sætta aöila og sumir hafa komið aftur í flokkinn og jafnvel gengið úr honum ööru sinni. Þaö hefur veriö losarabragur á flokknum svo aö Soares hefur átt fullt í fangi með aö halda honum saman. Þó er ekki víst aö PS myndi tapa neinu sem næmi í kosningum nú og vel getur veriö aö hann nái sér á strik ef hann gæti snúið sér meira að uppbyggingu innan flokksins á næstunni. Hinn almenni borgari í Portúgal finnur þó væntanlega mest tll þess hve dýrtíðin þar í landi er ofboösleg. Verö á nauösynja- vörum hækkar svo ört að fólk hefur varla undan því aö fylgjast með verðlagi. Vitaskuld bitna verðhækkanir á nauðsynjum harkalegast á þeim sem minnst hafa og nú hefur einnig farið að bera á skorti á ýmsum nauðsynjavörum, m.a. hrísgrjónum sem Portúgalar nota með hverri máltíð, og allt er þetta til aö auka á erfiöleika og mæöu manna. Kannski er bót í máli að svo viröist þó sem stjórninni hafi oröið eilítiö ágengt í því að draga úr geig- vænlegu atvinnuleysi í landinu, þótt vissulega sé langt í land aö verulegur árangur af þeirri viðleitni sjáist. H.K. Krían dafnar á Tjörninni Fuglalíf Tjarnarinnar var óbreytt frá því sem verið hefur og það sem gleðilegast er fyrir borg- arbúa. að kríuvarpið gekk vel og fundust nú 113 hreiður eða 11 hreiðrum fleiri en árið áður, og virtist varpið hafa heppnast mjög ve). Talið að 50 ungar hafi komist á legg. Að jafnaði farast 85—90%, en nú misfórust 80%, að því er næst verður komist. Þetta er kafli úr ársskýrslu Hafliða Jónssonar garðyrkju- stjóra, sem hann lagði fram í umhverfismálaráði nýlega. Hann segir ennfremur: Æðarfugl hélt sömu hreiðurtölu og árið áður, eða 44 pör, og bar nokkuð á áfergju sílamáva í ungviðið í júní og júlí og voru þá skotnir 10 verstu vargfuglarnir. Við Tjörnina urpu í sumar 5 tegundir anda, en það voru stokk- önd (70 pör), gargönd (2 pör) duggönd (14 pör) skúfönd (14 pör) og æður (44 pör). Grágæs fjölgar jafnt og þétt. Hafa nú vetursetu við Tjörnina 110 fuglar og hefur stofninn vaxið um helming síðan 1976. Eru gæs- irnar á flugi yfir borginni í stórum flokkum þegar þær sækja til vatna og voga í nágrenninu. Að sumrinu finna þær sér varpland utan byggðar, þar sem þær fá griðland fyrir ásókn mannfólksins. Hið sama gildir um álftirnar. Þær koma á tjörnina nú orðið aðeins í stuttar heimsóknir og vekja þá að sjálfsögðu verðskuldaða athygli. Eins og áður sáust á þessu ári ýmsir sjaldséðir fuglar á tjarnar- svæðinu. Þar sást 1 keldusvín (des), 2 bleshænur (apríl—maí og í des.), 1 skógarsnípa (des.), 1 land- svala (maí), 1 bæjarsvala (maí), gransöngvari (des.) og 1 dverg- kráka (jan., maí og aftur í okt.) Inga Magnúsdóttir formaður Framfara- félags Breiðholts III Aðalfundur Framfarafélags Breiðholts III var haldinn fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30 í Fellahelli. A fundinum var ný stjórn kjörin og lét fyrrverandi formaður félagsins af störfum en í hans stað var kosin Inga Magnúsdóttir. Aðrir í stjórn eru: Björn Bjarna- son varaformaður, Jón Sveinsson, Gjaldkeri, Bertha Biering ritari, meðstjórnendur eru Elías Ólafs- son, Þóroddur Skaftason, Jóna Högnadóttir, Bjarni Hallfreðsson, Halldór Gunnarsson, Karl Ásgeirsson, Sigríður Gísladóttir og varamenn eru Birgir Jónsson, Magnús Sigtryggsson, Elínborg Gísladóttir og Sigurður Bjarna- son. Stjórnin hefur samþykkt að eftirfarandi atriði ættu að hafa forgang í uppbyggingu hverfisins. Að útisundlaug verði tekin í notkun sem allra fyrst, að ljúka frágangi á almennum leiksvæðum og ganga frá opnum svæðum, að leggja greiðfæra gangstíga milli Fella- og Hólahverfis, að lögreglu- og slökkvistöð verði reist sem allra fyrst, að hraða verði byggingu íþróttahúsa fyrir Fjölbrauta- og Hólabrekkuskóla, að haldið verði áfram uppbyggingu Fjölbrautar- skólans og öldungadeild verði komið þar á fót sem fyrst, að byggt verði vallarhús við íþróttavöllinn að bygging Félags- og menninga- miðstöðvar og útibús Borgarbóka- safnsins sem rísa á sameiginlega austan Austurbergs verði hafin hið fyrsta og að bætt verði við akgreinum við innkeyrslu á Reykjanesbraut úr Breiðholti I og á Breiðholtsbraut úr Breiðholti II. í Breiðholti búa nú 25 þúsund íbúar og er fyrirhugaður borgara- fundur um málefni hverfisins í aprílmánuði. Síðasta sýning á óperunni Pagliacci ÍSLENZKA óperan hefur nú sýnt óperuna Pagliacci eftir Ruggiero Leoncavallo fjórum sinnum. Hús- fyllir hefur verið á öllum sýning- um. Ýmsir erfiðleik.ar voru við uppsetningu óperunnar svo sem húsnæðis- og fjármál, en erfiðasti hjallinn að þessu sinni er nú yfirstiginn að sögn forráðamanna óperunnar með aðstoð hins mikla fjölda óperuunnenda sem sótt hefur sýningar eða stutt starfið á annan hátt. Síðasta sýning á óperunni verður sunnudaginn 25. mars kl. 19.15 í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.