Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Ritari
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráöa
ritara í bíla- og varahlutadeild.
Þarf að geta byrjað strax.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf sendist Morgunblaðinu fyrir 27. marz
merkt: „R — 5672“.
Innri Njarðvík
Umboðsmaður
óskast til að annast dreifingu og innheimtu
fyrir Morgunblaðið í Innri Njarðvík.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6047 og
afgreiöslunni Reykjavík sími 10100.
2 trésmiðir óskast
og einn verkamaður í innivinnu.
Upplýsingar í síma 39680.
Byggingarfélagið Sköfur .s.f.
Háseta
vantar á Mánatind frá Djúpavogi sem er að
hefja netaveiðar.
Upplýsingar í síma 97-8860.
Meinatæknar
Meinatækni vantar nú þegar við Sjúkra-
húsið viö Keflavík.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
92-1664.
Óskum aö ráöa
sendibílstjóra
til útkeyrslu og lagerstarfa frá næstu
mánaöarmótum. Tilboð sendist augl.d. Mbl.
fyrir 27. þ.m. merkt: „Apríl — 5675“.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
Ásgeir Einarsson hf.
Bergstaðastræti 13.
Viljum komast
í samband við
laghentan mann til að sjá um ýmsar smá
viðgeröir innanhúss.
Veitingahúsið Naust.
Víkurbær vill ráða vanan og dugmikinn
verslunarstjóra í vörumarkaði. Góð laun.
Þarf að geta byrjað sem fyrst.
Víkurbær Vörumarkaóur
Keflavík. Sími 2042 — 2044.
Starfskraftur
óskast
hjá litlu fyrirtæki í miðborginni.
Starfið er mjög fjölbreytt og felst m.a. í
stjórnun og daglegum rekstri ásamt sam-
skiptum við viðskiptavini, skjalavörslu fyrir
tölvuvinnslu bókhalds, útfyllingu tollskjala,
erlendum bréfaskriftum á ensku og einu
noröurlandamáli.
Nauösynlegt er að viökomandi hafi Verzlun-
arskóla-, Samvinnuskólapróf eöa hliðstæða
menntun.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafiö störf
fljótlega. Reglusemi áskilin. Góð laun í boði
fyrir réttan mann.
Farið verður nleð allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Umsóknir sendist Mbl. merktar: „X —
5673“.
Verslunarstjóri
— Keflavík
Minning:
Georg Lúðvíksson
framkvœmdastjóri
Fæddur 25. apríl 1913.
Dáinn 20. fcbrúar 1979.
Við fráfall Georgs Lúðvíkssonar
hafa KR-ingar misst einn sinn
tryggasta og einlægasta stuðn-
ingsmann. Georg var þátttakandi í
starfi skíðadeildar KR frá upphafi
og alla tíð síðan.
'Starfið við uppbygginguna í
Skálafelli var hans hjartans mál,
allt frá því að borin var hver
einasta spýta í gamla skálann og
fram á þennan dag.
Þegar gamli KR skálinn brann
árið 1955, var leitað til Georgs um
góð ráð með framtíðarbyggingu
skíðadeildarinnar í huga. Tryggð
hans við félagið og Skálafellið tók
af allan vafa um hvar skyldi byggt
að nýju.
Undir forustu Georgs var hafist
handa um vegarlagningu og síðan
byggingu hins nýja glæsilega
skíðaskála. Bæði voru þessi mann-
virki byggð að meira eða minna
leyti í sjálfboðavinnu. Skálinn var
vígður 1. marz 1959. Ári síðar, eða
í febrúar 1960 var tekin í notkun
fyrsta nútíma skíðalyftan hérlend-
is. Síðan hefur verið stöðug upp-
bygging í Skálafellinu, m.a. miklar
endurbætur á veginum, margar
afkastamiklar skíðalyftur hafa
bætzt við og nú síðast stækkun á
skálanum. Allt þetta má rekja til
þeirrar framsýni er Georg sýndi er
hann af drengskap við KR tók að
sér að stjórna uppbyggingu skíða-
svæðisins í Skálafelíi.
Fyrr á árum var Georg Lúðvíks-
son einn bezti skíðamaður Reykja-
víkur, jafnvígur á svig og skíða-
göngu. Hann var dugmestur í
Sá besti frá JAPAN
Frá 1. maf veröur P. Stefánsson hf. meö einkaumboö á
íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation I Japan.
Þá bjóöum við hinn frábæra GALANT SIGMA sem fariö
hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæöa
og öryggls.
Verókr. 4.185.000.-
Miðaó vió gengisskráningu 12.3.1979
Fyrsta sending til afgreiöslu i maí
flestu, jafnt við æfingar sem og í
félagsstarfi, ávallt reiðubúinn að
taka'að sér erfiðustu störfin, bera
þyngstu byrðarnar, þegar færa
þurfti öll aðföng til skálans á
herðum sér. Gamli skálinn var í
nær 600 m hæð og vegalengdin frá
vegi 5 km. Mörgum fannst nóg um
að bera sjálfan sig þessa leið í
misjafnri færð. Það voru ekki
margar helgarferðirnar sem
Georg ekki bar aðföng til skálans,
hvort sem um var að ræða vistir
eða byggingarefni.
Auðvelt var að hrífast af ákafa
hans og áhuga við að ná settu
marki. Þó var mest áberandi í fari
hans sú hógværð, sem einkenndi
allt hans tal og gerðir. Snyrti-
mennska var einkennandi þáttur í
fari hans. Það kom allsstaðar
fram, hvort sem um var að ræða
heimili þeirra Guðlaugar, garðinn
þeirra eða umhverfið í Skálafelli.
Georg var ávallt að snyrta eitt-
hvað eða hlúa að gróðri.
Tryggð hans við menn og mál-
efni var einstök. Ef hann tók að
sér eitthvað verkefni, var því
borgið. Það var aldrei talað um fé
né fyrirhöfn, verkinu skyldi lokið.
Það var gæfa okkar KR-inga að
fá að starfa með og kynnast Georg
Lúðvíkssyni. Fyrir það erum við
þakklátir. Störf hans að málefnum
skíðadeildar KR verða aldrei full-
þökkuð. Skíðadeildin heiðrar og
varðveitir bezt minningu Georgs
með því að auka og bæta þau
mannvirki og aðstöðu þá er hann
lagði grundvöll að með sínu mikla
og fórnfúsa starfi fyrir KR.
Félagar í skiðadeild KR votta
ástvinum Georgs Lúðvíkssonar
innilegustu samúð við fráfall hans.
Þ.J.
Asgeir Guðmunds-
son — Minningarorð
Það var námskapituli að kynn-
ast Ásgeiri og vert að skrifa
minningargrein, til að mikla Guð
fyrir það, að Hann setur i um-
hverfi manna fjölbreyttar mann-
gerðir, — kjarna og hismis, sem
leiðir hver af annarri eins og
myrkur af ljósi.
Og myrkrið tekur ekki við ljós-
inu, bólgnum hroka sínum til
unaðar, en ljósið andar elsku sinni
og þiðir storknuð hjörtu, máttvana
hné og veikasta hörkveik.
Lofaður sértu Guð, fyrir meist-
arann Jesúm Krist og hjálparann
Heilagan anda. Þú Guð, sem ert
eins og blundandi neistinn i stein-
inum og þyrlar ekki upp ryki, en
elskar ástvana sálir sem hafa
sundurmarinn anda.
Þú Guð, sem dvelur háan og
helgan stað og leitar týndra og
vegmóðra, lofaður sértu fyrir
elsku þína og undursamlega náð,
fyrir hógværð þína og lítillæti,
sem meistarinn kynnti á jörðu
þessari sem dýrast mannkosta,
hverjum Ásgeir Guðmundsson var
skrýddur manna best.
Blessuð sé minning hans.
Óli Ágústsson
Lítið barn hefur
' lítið sjónsvið