Morgunblaðið - 23.03.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.03.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979 25 fclk í fréttum + KLAPPA saman lófunum — klappa saman lófunum. — Þessi mynd er tekin í þinghöllinni í Nýju Delhi á Indlandi. er Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna var þar nýlega á ferð í opinberri heimsókn (í miðju) ásamt hinum indverska starfsbróður sinum Morarji Desai (til h.) og varaforsætisráðherra Indlands D. Jatti (til v.) Kosygin kallinn ávarpaði indverska þingið. Notaði hann tækifærið til þess að skamma fyrrum vopnabræður og bandamenn, Kínverja. fyrir innrás þeirra í Víetnam. + ÞESSI mynd er tekin suður 1 Kómaborg 1 verkamannabústaðahverfi, er Jóhannes Páll páfi kom þangað f heimsókn fyrir nokkru, en þetta hverfi heitir San Basilie. í þessum tröppum flutti páfinn ávarp til mikils f jölda æskufólks sem komið haföi til að hlýða á mál páfa. — En litli kúturinn á myndinni hafði smogið f gegnum lögregluvörðinn sem átti að halda vörð um tröppurnar sem páfinn talaði úr. Ilöfðu nærstaddir mjög gaman af þessu atviki, en snáðinn skálmaði rakleiðis upp tröpp- urnar til páfans. + í 20 VIKUR beið unga stúlkan (til vinstri) á myndinni að sér yrði hjargað af cyðieyju einni í S-Kínahafi. Þar var henni bjargað fyrir nokkru. Ilún hafði verið á flóttamannaháti frá Víetnam. scm fórst á grynningum við eyjuna. Voru 50 manns í bátnum og komst hún ein af lifandi. Hún gat drepið sjófugla sér til matar og krahbategund eina hafði hún veitt og borðað. Það eru sjúkraliðar í her Filippseyja sem eru að skýra fyrir stúlkunni hvernig nota skuli tannbursta, en þangað var hún flutt er henni var bjargað. + FÆSTIR munu hafa hugmynd um að í Egyptalandi sé varaforseti. — Það er Sadat forseti. sem er eðlilega oftast nefndur á nafn í sambandi við Egyptalands-fréttir. Varaforsetinn heitir Hosni Mubaraek. — Ilann er lengst til hægri á þessari mynd. Hún er tekin á hvfldarheimili Sadats forseta (á miðri myndinni) í bæn m Giza. — Með forsetanum og varaforsetanum er sendiherra Bandarfkjanna í Egyptalandi sem heiti; FJIts. — llafði sendiherrann gengið á fund forsetans í samhandi við sfðustu sáttaferð Carters BandarfkjaforseTa. Vörumarkaðsverð MATVORUDEILD: Neskaffi 113 gr. (miöstærö .......... kr. 1.565.- Síríus hjúpsúkkulaöi 400 gr.......... kr. 1.188,- Coca puffs 1 pk ..................... kr. 398,- Rúsínur 1 kg......................... kr I.090.- Pillsburý’s hveiti 5 Ibs............. kr. 351,- Nesquik kókómalt 800 gr.............. kr i.ö05.- Ríó kaffi 1 pk.........,............. kr. 560.- Unghænur 1 kg........................ kr. 1 »50,- Allt niöursneitt álegg á Vörumarkaðsverði. Heilir dilkaskrokkar, niðursagaöir á gamla veröinu. Allt dilkakjöt á gamla veröinu. HUSGAGNADEILD: Furusófasett og hillur á sérleqa haq- stæöu veröi VEFNAÐARVÖRUDEILD: Fallegur barnafatnaöur nýjar sending- ar á Vörumarkaösveröi SKÓ-0G LEIKFANGADEILQ HEIMILIST ÆK JADEILD: Electrolux ryksugur Z — 302 kr. 71.500.' Z — 305 kr. 89.100.' Z — 325 kr. 104.900. Opið til kl. 8 föstudag og til hádegis laugardag Vörumarkaðurinnhfj ÁRMÚLA 1A Matvörud S. 86 1 11 Húsgagnad. S 86 112 VefnaSarvörud. S. 86 Heimiiistækjad. S. 86-11 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.