Morgunblaðið - 23.03.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1979-
Siggi Sveins
aðalmadurinn
Handboltaliðinu hans Sigurðar Sveinssonar í Svíþjóð, Olympía,
KPnsur ekki sem skyldi í deildarkeppninni þar í landi, er neðsta
liðið ojf virðist dæmt til að falla. Hefur Olimpía aðeins G stig að
loknum 21 leik. Kiruna AIF er í næst neðsta sæti með 7 stig. AIK
hefur 10 stig, en siðan eru 8 stig í fjórða neðsta liðið.
En Sigurður er greinilega aðalmaðurinn í liðinu og sænsku
blöðin kalla hann meira að segja „Siggi“. Sigurður hefur vakið
mikla athygli í Svíþjóð fyrir kraft sinn og skothörku. í síðasta
leik Olympía, tapaði liðið á heimavelli fyrir Drott 21—23.
Sigurður átti stórleik með liði sínu og skoraði 9 mörk, þar af
aðeins eitt úr vítakasti.
Heim er efsta liðið í sænsku deildinni, hefur 34 stig. Ystad er í
öðru sæti með 30 stig. Heim vann Kiruna um helgina 35—17, en
Ystad vann öruggan sigur gcgn Ilellas, 22—13.
Finni til
Bristol C.
Enska 1. deildar liðið Hristol City hefur samþykkt að greiða
sænska liðinu Eskilstuna 50.000 sterlingspund fyrir finnska
landsliðsmanninn Perrti Jantunen.
Jantunen, sem er 2G ára gamall, hefur leikið 26 landsleiki fyrir
Finnland og hann verður fyrsti Finninn sem leikur í ensku
knattspyrnunni. Dað er þó ekki frá öliu gengið enn,
Bristol-félagið hefur sótt um atvinnuleyfi fyrir Jantunen og þegar
það liggur lyrir, verður samningurinn undirritaður.
Martin Chivers. miðherjinn gamalkunni. hefur nú gengið í
raðir Brighton, cfsta liðsins í 2. deild. Chivers er 34 ára gamall og
hefur leikið víða t.d. með Tottenham, Servette í Sviss og síðast með
Norwich. Ekki var gamli maðurinn dýr, 15.000 sterlingspund. /
Badmintonmót
áSkaganum
Mikil drift hefur verið í badminton á þessu ári, mót hafa verið
um svo til hverja helgi. Nú fer keppnistímahilinu senn að Ijúka, en
þó heldur Badmintonfélag Akraness opið meistaraflokksmót á
morgun og hefst mótið ki. 12.00 í íþróttahúsi Akraness.
Þetta mót heitir „UÓMAMÓT“ því Smjörlíki h.f. hefur styrkt
þetta mót á myndarlegan hátt, enda nafn þess kennt við hið
vinsæla Ljóma-smjörlíki. Allir bestu badmintonmenn iandsins
taka þátt f þessu móti.
Það má búast við mjög harðri keppni því að meistaraflokkurinn
er orðinn miklu jafnari en hann hefur verið undanfarin ár.
Hörður Ragnarsson og Jóhannes Guðjónsson Í.A. munu leika
saman tvíliðaleik eftir tveggja ára hlé. Þeir voru eitt af sterkustu
tviliðaleikspörum landsins fyrir tveimur árum þannig að það
verður gaman að sjá hvað þeir gera. Mótanefnd vonar að
Akurnesingar og nágrannar fjölmenni í íþróttahúsið á morgun
og sjái alla bestu Badmintonmenn landsins leika Ijómandi
badminton á fysta Ljómamóti Skagamanna.
Fjölbreytt íbróttamót
fatiaóra á Akureyri
Fatlað iþróttafólk efnir til fjölbreyttrar fþróttahátfðar í
fþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri um næstu helgi.
íþróttafélag fatlaðra á Akureyri annast um alla framkvæmd í
samstarfi við f.S.Í. og Borðtennissamband íslands.
Mótin sem fram fara eru fslandsmót í borðtennis og boccia og
eru það fyrstu fslandsmót fatlaðra f þessum greinum.
í borðtennismótinu eru 14 keppendur frá Reykjavík og
Akureyri. Keppt er f einliðalcik og tvíliðaleik. í boccamótinu eru
30 keppendur frá Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum.
Keppt er í einliðaleik og sveitakeppni. Einnig fcr fram keppni í
bogfimi. Þar eru aðeins 4 keppendur, frá Reykjavfk og Akureyri.
I>oks fcr fram lyftingamót.
Keppendur í því eru 11, frá Reykjavík, Akureyri, Siglufirði og
Vestmannaeyjum.
AIls eru keppendur um 40 og þar af um 10 f hjólastól
• Knattspyrnufélag Reykjavíkur á 80 ára afmæii um pessar mundir. Verður afmælisins minnst á
margvíslegan hátt. í kvöld er árshátíð félagsins að Hótel Sögu þar sem þessara merku tímamóta í sögu
félagsins verður minnst. Á myndinni hér fyrir ofan eru þrír landskunnir KR-ingar. Þeir hafa unniö til þeirra
fjögurra Evróþumeistaratitla í frjálsum íþróttum sem íslendingum hefur hlotnast.
Þeir eru (f.v.) Gunnar Huseby, sem varð Evrópumeistari í kúluvarþi 1946 í Ósló og 1950 í Brússel; Hreinn
Halldórsson, sem varð Evróþumeistari í kúluvarpi innanhúss í San Sebastian á Spáni 1977, og Torfi
Bryngeirsson, sem varð Evrópumeistari í langstökki í Brússel 1950. Ljósm Mbl. Kristján.
ÍR-stúlkur bikarmeistarar
ÍR varð í fyrrakvöld bikar-
meistari f körfuknattleik f mfl.
kvenna með því að sigra ÍS í
úrslitalcik með 10 stiga mun,
55:45, en f leikhléi var staðan
28:26, ÍR í vil.
ÍR-stúlkurnar voru mun
sprækari í byrjun og komust í
10:4 og 17:11, en ÍS núði að
jafna 22:22, en tveggja stiga
munur var í leikhléi eins og
áður sagði.
framförum í vetur og er vel að
þessum sigri komið. Þrjár
stúlkur sköruðu framúr hjá ÍR
að þessu sinni, þær Anna Eð-
varðsdóttir, Guðrún Bachman
og Guðrún Gunnarsdóttir, en
sú síðastanefnda er mjög efni-
leg. Þá var Ásta Garðarsdóttir
drjúg.
IS-liðið hefur í vetur ekki
verið nærri því eins sterkt 'og í
fyrra og saknar mikið Kolbrún-
ar Leifsdóttur. Liðið var jafnt í
þessum leik og stigahæstar
voru Guðný Eiríksdóttir með 12
stig, Þórunn Rafnar með 11,
Anna Björg Aradóttir 9 og
Þórdís Kristjánsdóttir með 8.
Stigahæstar hjá ÍR voru
Anna Eðvarðsd. og Guðrún
Bachman með 18 stig hvor og
Guðrún Gunnarsdóttir með 9.
AG.
Fyrstu mínútur síðari hálf-
leiks voru mjög jafnar, en
þegar staðan var 36:36 kom
góður kafli hjá ÍR, sem breytti
stöðunni í 41:36 og síðan 47:39
og má segja að með þessum
kafla hafi IR gert út um leikinn
og sigri þeirra var ekki ógnað.
ÍR-liðið hefur tekið miklum
Landslið í
körfu valið
LANDSLIÐSNEFND KKÍ
hefur valið eftirtalda leik-
menn í landslið:
Innanhússmeistara
mót íslands í sundi
Pétur Guðmundsson, Uni-
versity of Washington, Geir
Þorsteinsson, UMFN, Gunnar
Þorvarðarson, UMFN, Jón Sig-
urðsson, KR, Garðar Jóhanns-
son, KR, Kristinn Jörundsson,
IR, Jón Jörundsson, ÍR, Kol-
beinn Kristinsson, ÍR, Kristján
Ágústsson, Valur, Þorvaldur
Geirsson, Fram.
Nokkrir leikmenn gáfu ekki
kost á sér vegna vinnu eða
náms, s.s. Torfi Magnússon,
Jónas Jóhannesson, Jón Héð-
insson og Guðsteinn Ingimars-
son.
Landsliðið heldur utan til
Skotlands 2. apríl og verða
leiknir tveir landsleikir við
Skota í Glasgow þ. 3. og 4.
apríl. Þaðan verður farið til
Danmerkur og leiknir tveir
landsleikir við Dani þ. 6. og 7.
apríl. Til undirbúnings liðsins
eru nú að hefjast æfingar
undir stjórn landsliðsþjálfara,
Tim Dwyer.
Innanhússmeistaramót íslands í'
sundi 1979 verður haldið í Sund-
höll Reykjavíkur 23.-25. mars
n.k. samkvæmt eftirfarandi dag-
skrá:
FÖSTUDAGUR 23. mars:
Mæting keppenda kl. 19.00
Mót hefst kl. 20.00
LAUGARDAGUR 24. mars:
Fyrir hádegi:
Mæting keppenda kl. 9.00,
undanúrslit hefjast kl. 10.00
Eftir hádegi:
mæting keppenda kl. 17.00,
mót hefst kl. 18.00
SUNNUDAGUR 25. mars:
Fyrir hádcgi:
mæting keppenda kl. 9.00,
undanrásir hefjast kl. 10.00
Eftir hádegi:
mæting keppenda kl. 17.00,
mót hefst kl. 18.00
KEPPNISGREINAR:
FÖSTUDAGUR:
1. 800 m skriðsund kvenna
2. 1500 m HkriðHund karla
*
LAUGARDAGUR:
3. 400 m fjórsund kvenna(7.00,0)
4. 400 m skriðHund karla(5.40,0)
5. 100 m skriðsund kvenna (1.25,0)
6.100 m bringUHund karla (1.30,0)
7. 200 m bringusund kvenna (3.35,0)
8. 200 m flugsund karla (3.15,0)
9. 100 m flugsund kvenna (1.40,0)
10. 200 m baksund karla (3.00,0)
11.100 m baksund kvenna (1.40,0)
HLÉ 10 mfnútur
12. 4xl00m fjórsund karla
13. 4xl00m fjórsund kvenna
SUNNUDAGUR:
14. 400 m fjórsund karla (6.00,0)
15. 400 m skriósund kvenna (6.30,0)
16. 100 m skriósund karla (1.15,0)
17. 100 m hringusund kvenna (1.45,0)
18. 200 m flugsund karla (3.10,0)
19. 200 m flugsund kvenna (3.40,0)
20. 100 m flugsund karla (1.20,0)
21. 200 m baksund kvenna (3.30,0)
22.100 m baksund karla , (1.25,0)
HLÉ 10 MÍNCTUR
23. 4X100 m skriðHund kvenna
24. 4X200 m skriðaund karla